Hamar - 25.10.1954, Qupperneq 1
Ásgeir G. Stefánsson lætur af framkvæmdar-
st j órastörf um við Bæjarútgerðina fyrirvaralaust
Afleiðingariiar af Biinum geysi miklu átökiim,
sem iirðu á milli Kommnnistii oj; Alfi.vðu-
flokksins liér i bæ eru að komsi í Ijos, en ]»á
mun lisifa verið sætzt á það, að Ísgeir léti af
sítörfum. þé að ætlunin liafi verið sií, að
liann yrði til áramóta.
Á útgerðarráðsfundi, sem haldinn var s. I. mánudag
sagði Ásgeir G. Stefánsson af sér framkvæmdarstjóra-
störfum við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og óskaði eftir
að fá að losna þá þegar. Var sú beiðni Ásgeirs tekin til
greina og Sigurði L. Eiríkssyni falið að gegna fram-
kvæmdarstjórastörfum með Illuga Guðmundssyni, fyrst
um sinn, en Kristinn Gunnarsson, var jafnframt ráðinn
framkvæmdarstjóri Bæjarútgerðarinnar og á hann að taka
við, þegar hann getur losað sig úr því starfi, sem hann
gegnir nú hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, en þar hef-
ur hann verið starfsmaður að undanförnu.
Mikil átök.
Eins og frá var sagt í síðasta
tbl. Hamars urðu mjög mikil á-
tök á milli samstarfsflokkanna
hér í bæ, krata og komma. Varð
það ósamkomulag aðallega út af
Bæjarútgerðinni. Þegar flokkar
þessir sömdu um það að stjórna
bænum í sameiningu þetta kjör-
tímabil mun hafa verið lætt inn
í samningana, að Asgeir G. Stef-
ánsson, sem rekið hefur umfangs
mikla’einkaútgerð við hlið Bæj-
arútgerðarinnar, yrði að láta af
stjórn hennar og helga krafta
sína einvörðungu Bæjarútgerð-
inni. Talið er, að Alþýðuflokks-
menn, undir forystu Emils Jóns-
sonar, hafi samið um þetta at-
riði, án þess að ræða það við
Verlíun síldaraflans
Verkun síldaraflans hér í bæ
skiptist þannig:
Saltaðar voru alls 9516 tunn-
ur. Voru 2075 tunnur saltað-
ar hjá Bátafélagi Hafnarfjarðar,
1487 tunnur hjá Fiski h.f., 880
tunnur hjá Guðmundi Þ. Magn-
ússyni og 5074 tunnur hjá Jóni
Gíslasyni.
Frystar voru 9260 tunnur, sem
skiptast þannig á milli frystihús-
anna: Fiskur h.f. 2600 tunnur,
Frost h.f. 3360 og íshús Hafnar-
fjarðar h.f. 3300 tunnur.
Lýsi & Mjöl h.f. hefur tekið
á móti 6550 málum í bræðslu.
Ásgeir og hann hafi því ekki um
það vitað fyrr en nú fyrir
skömmu, er Kommúnistar kröfð-
ust þess, að það kæmi til fram-
kvæmda. Vildi Ásgeir þá ekki
ganga inn á slíkt og sagðist ekki
hafa lofað neinu þar um. Voru
þá sumir Alþýðuflokksmenn
þannig sinnaðir, að þeir vildu
láta þar við sitja, og urðu þá
stór átök á milli samstarfsflokk-
anna.
Munu hafa sent bréf.
Kommúnistar vildu ekki láta
beygja sig í þessum efnum,
enda því ekki vanir síðan sam-
starfið hófst, að Alþýðuflokks-
menn stæðu lengi fast á skoð-
un sinni, þar sem hún var ekki
í samræmi við vilja kommún-
ista. Á það lagið mun líka hafa
verið hlaupið og er talið full-
víst, að kommúnistar liafi sent
Alþýðuflokknum bréf, þar sem
því var yfirlýst, að sam-
starfinu í stjóm bæjarmálanna
væri lokið. Munu þá kratarn-
ir hafa orðið alvarlega hrædd-
ir og var hver fundurinn hald-
inn eftir annan og munu þeir
svo hafa viljað vinna það til
áframhaldandi samvinnu við
komma, að framfylgja út í æs-
ar fyrrnefndu atriði í samn-
ingum varðandi Ásgeir G. Stef
ánsson og einkaútgerð hans.
Kaus að hætta.
Þegar til kasta Ásgeirs kom
mun honum hafa þótt, að Al-
þýðuflokksmenn sýna sér nokk-
uð mikið vantraust að ganga
inn á slíka samninga við komm-
únista. Mun hann ekki hafa vilj-
að undirstrika það vantraust
sjálfur með því að sleppa af
hendi stjórninni á sínu eigin
fyrirtæki og kaus heldur að
hrökklast frá Bæjarútgdrðinni,
sem hann hefur verið fram-
kvæmdarstjóri fyrir frá því að
hún var stofnuð 1931.
Hlutur formanns útgerðarráðs.
Fólki þykir hlutur formanns
útgerðarráðs, Emils Jónssonar,
vera fremur smár í þessum efn-
um, að hann skuli geta gengið
svo langt ,.sem hér virðist vera
gert, hvað það snerti, að Ás-
geir færi frá störfum. Emil hef-
ur verið sameignarmaður Ás-
geirs í einkaútgerðinni og jafn-
framt formaður í útgerðarráði.
Þeir hafa því verið nánir sam-
starfsmenn og það telja margir,
að það hefði verið formanni út-
gerðarráðs mest til sæmdar, að
hann hefði staðið gegn þessum
aðförum að Ásgeiri og látið eitt
yfir báða ganga. En það fór nú
ekki svo, heldur reynir hann að
fljóta sjálfur svo lengi sem fært
er.
Reiðir Hamri.
Bæði Alþýðuflokksmenn og
Kommúnistar eru mjög reiðir
Hamri fyrir það, að hafa skýrt
bæjarbúum frá málum þess-
um. Braust það út í svo mikl-
um sárindum hjá þeim Krist-
jáni Andréssyni og Illuga Guð
mundssyni, að þeir gáfu þá yf-
irlýsingu á útgerðarráðsfund-
inum, að það væri ekki sam-
kvæmt þeirra óskum, að Ás-
geir G. Stefánsson léti af störf-
um. Ottast þeir mjög, að þess-
ar þvingunarráðstafanir þeirra
mælist fremur illa fyrir meðal
bæjarbúa, enda þótt Ásgeir sé
mjög umdeildur maður. Jafn-
framt hafa þeir með þessari
(Framhald á bls. 3)
Skólabörnum veitt leiðsögn
í ráðdeild og sparnaði
Að undanförnu hefur verið
unnið að undirbúingi að spari-
fjárstarfsemi þeirri, sem hefur
verið valið heitið „Sparifjársöfn-
un skólabarna" en hlutverkið er,
að veita börnum leiðsögn í ráð-
deild og sparnaði.
Verkefni hefur verið veru-
legt, þar sem til stendur að
stofna til 18.000 nýrra spari-
sjóðsbóka við allar innlánsstofn-
anir landsins, svo og að byggja
upp sparimerkjakerfið, sem á nú
í vetur að ná til um 12.000 barna
í kaupstöðunum. Er framlag og
vinna allra innlánsstofnana í
landinu mjög mikil við þessa
starfsemi. Málið hefur ennfrem-
ur verið undirbúið í skólunum
og meðal almennings. Hefur
Snorri Sigfússon ferðast um land
ið og haldið fundi með skólastjór
um og kennurum. Er mikið í
húfi að fá alla skóla og kenn-
ara með í starfið, ef góður árang
ur á að nást. Menntamálaráð-
herra og fræðslumálastjóri hafa
báðir veitt málinu fylgi og sam-
þykki er fengið fyrir því, að sala
sparimerkja megi fara fram í
kennslustund einu sinni í hálf-
um mánuði, en æskilegt væri, að
hinum leyfða tíma til þessa væri
skipt í tvennt, þannig að fræðsla
í sparnaði samfara sölu spari-
merkja megi fara fram einu
sinni í viku.
I framkvæmd er sparifjárstarf
semin tvíþætt og nauðsynlegt að
foreldrar barna og kennarar
kynnist máli þessu sem bezt og
þá einkum eftirfarandi atriðum:
Gjafabókin.
Landsbanki Islands gefur nú
í haust öllum börnum í landinu
á barnaskólaaldri, 7—12 (eða 13)
ára, 10 krónur til stofnunar
sparisjóðbókar, en foreldrar
barnanna velja þá innlánsstofn-
un (banka, sparisjóð eða innláns
deild kaupfélags), þar sem bók-
in á að vera. Jafnframt er það
foreldranna að velja fyrir börn
sín, hvort gjafabókin á að vera
10 ára sparisjóðsbók, sem nú er
með 7% ársvöxtum, eða bók
bundin af 6 mánaða uppsagnar-
fresti, sem nú er með 6% árs-
vöxtum, en um þessar tvær teg-
undir bóka er að ræða, sem
gjafaféð fer í. Ef börnin eiga
slíkar bækur fyrir, má leggja 10
krónurnar frá Landsbankanum
inn á þær.
Börn á barnaskólaaldri í Rvík,
sem ekki eru í barnaskólum, fá
sína gjafabók í Landsbankanum.
Aðferðin við stofnun gjafabók
anna er sú, að börnunum verða
afhentar í skólunum sérstakar
ávísanir. Ber að framvísa þeim
(Framliald á bls. 3)
Afli Hafnarfjarðarbáta
Hafnarfjarðarbátar hafa nú
hætt síldarveiðum og hefur
heildarafli þeirra báta, sem lagt
hafa upp hér í bæ orðið sem
næst því er hér segir talið í
tunnum:
Andvari .....'.. 2965
Fagriklettur .... 1417
Fiskaklettur ... 2168
Fjarðaklettur .. . 1340
Fram............ 2834
Fróðaklettur .. . 2305
Guðbjörg ....... 1310
Hafbjörg ....... 2340
Hafdís ......... 4000
Hafnfirðingur . . 2551
Hreggviður .... 1400
Stefnir ........ 2006
Örn Arnarson .. 1500
Frá liöfiiinni
Júlí landaði hér 319 tonnum
af karfa 7. okt., Ágúst 170 t. 12.
okt., Júní 160 t. 19. okt., Bjarni
riddari 275 t. 20. okt. og Júlí
landaði ca. 300 t. hér og á
Akranesi 21. okt. Surprise kom
hér 19. okt á leið til Þýzkalands
með ca. 200 tonn.
Fjallfoss tók hér skreið 10.
okt., Katla tók saltfisk 13. okt.,
Dísafell tók skreið 13. okt., Bes
lestaði þurrkaðan saltfisk 16.
okt, Drangajökull tók frosinn
fisk 21. okt og Goðafoss lestaði
skreið 21. okt.