Hamar - 25.10.1954, Qupperneq 2
2
HAM AR
HAMAR
ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson.
(Símar 9228 - 9394).
AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29.
HAMAR kemur út annan hvern mánudag.
Áskriftarverð kr. 20.00 á ári. Lausasala 1 króna.
PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H.F.
i.-----------------------------------------------------♦
Miiinkaiifli fylgi
samstjórnarflokkanna
Þau tíðindi, að Asgeir G. Stefánssyni framkvæmdarstjóra Bæj-
arútgerðarinnar var vikið úr starfi af kommúnistiun og Emil
Jónssyni hefur vakið mikla athygli í bænum. Finnst fólki, sem
vonlegt er, að Alþýðuflokkurinn gangi nokkuð langt í því að
þóknast kommúnistum í samstarfinu. Er engu líkara en komm-
únistar hafi fengið í hendur eitthvað, sem Alþýðuflokkurinn
vill ekki að komi fram í dagsljósið og því sé beitt án miskunnar
til að beygja flokkinn til hlýðni við kommúnista.
En undanlátssemi kratanna við kommúnista er skammgóður
vermir. Þeir færa sig upp á skaftið og gera meiri og meiri kröf-
ur eftir því, sem Alþýðuflokkurinn lætur meira undan. Það er
talið fullvíst, að hefðu kratar haft manndóm til að neita kröfum
kommúnista um brottvikningu Asgeirs hefðu þeir aldrei þorað
að rjúfa samvinnuna af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vissu, að
þá var spilið að fullu tapað og þeir hefðu oltið út úr bæjar-
stjórninni í næstu kosningum við lítinn orðstí.
Þegar litið er á málin frá þessu sjónarmiði, þá er ekki að furða,
þó að sú spurning vakni, hvort Emil hafi ekki verið svona sátt-
fús við kommúnista af þeirri einföldu ástæðu, að hann hafi vel
getað unað því að losna við valdamann í Alþýðuflokknum, sem
ekki hlýddi skilyrðislaust boði hans og banni.
En hvað sem því líður, þá verður útkoman af öllu þessu brölti
sú, að hafnfirzkir kjósendur hafa hina mestu skömm á sam-
stjórnarflokkunum báðum, kommúnistum fyrir það að beita tak-
markalausum yfirgangi í því að hugsa um það eitt að koma
mönnum sínum í stöður og Alþýðuflokknum fyrir þann aum-
ingjaskap að láta kommúnista fara með sig eins og dulu í öllum
atriðum, sem máli skipta.
Það var álit fólks, að stjórnin á málefnum bæjarins gæti ekki
orðið verri en hún var hjá Alþýðuflokknum, en það álit er orð-
ið breytt. Nú sér fólkið að vont gat versnað og manndómsleysið
og aumingjaskapurinn aukizt, enda hittast varla svo menn, að
þeir telji ekki að þetta sé síðasta kjörtímabilið, sem sósíalistiskir
afturhaldsflokkar fái nokkru ráðið um stjórn bæjarmálanna hér
í bæ, þar sem krafan um auknar framfarir og betri stjórn er
stöðugt að verða háværari með hverjum deginum, sem líður.
Gcngið á rétt ■iiiiiiiililiiiaiis
Það hefur verið regla hjá Alþýðuflokknum í bæjarstjórn að
ráða málefnum bæjarbúa sem mest án þess að minnihluta flokk-
arnir hefðu nokkra aðstöðu til að taka málin til athugunar áður
en afgreiðsla fór fram. Þannig var það jafnan, að slík mál voru
fyrst borin fram í bæjarráði degi áður en þau skyldu afgreiðast
í bæjarstjórn.
Kristján Andrésson kvartaði sáran undan þessari meðferð mála
og vildi hafa hlutina þannig að nokkur tími gæfist til athugunar
og umhugsunar áður en til fullnaðarafgreiðslu kæmi.
Það hefði því mátt ætla að nokkur bót yrði á þessu ráðin með
tilkomu Kristjáns í meirihlutaaðstöðu. En það virðist síður en
svo. Sami hátturinn er hafður á og áður og Kristján talar aldrei
um að það þurfi að virða rétt minnihlutans í þessum efnum.
Þegar hinn frægi útgerðarráðsfundur var boðaður, þar sem
aðalefnið var að leysa Ásgeir G. Stefánsson frá störfum og ráða
nýjan framkvæmdarstjóra var því vandlega leynt að nokkuð slíkt
lægi fyrir fundinum. Annar, sem spurður var að því, hvaða mál
kæmu til umræðu, sagði að það ætti að ræða um reksturinn, en
hinn að það ætti að leggja fram reikninga síðasta árs, en vandlega
var þagað um aðal verkefni fundarins. Eru slík vinnubrögð
hreint brot á öllum lýðræðisreglum, en hæfa hins vegar vel þeim
Emil Jónssyni og Kristjáni Andréssyni. Sjálfstæðismenn í útgerð-
arráði mótmæltu slíkum vinnubrögðum og óskuðu eftir frestun
á ráðningu framkvæmdarstjóra. Kristján Andrésson lýsti því þá
yfir að meirihlutinn hefði valdið og það yrði enginn frestur gef-
inn því það gæti orðið til þess að einhverjir færu að sækja um
starfið en slíkt samrýmdist ekki vilja meirihlutans. Þannig eru
vinnubrögð þeirra rekkjunautanna Emils og Kristjáns.
Bjnrni M. Jóbannesson
mimiinar
Bygging verbúða
Eftirfarandi bókun úr fundar-
gerðum bæjarráðs var samþykkt
á síðasta bæjarstjórnarfundi:
Jón Gíslason sækir með bréfi
dags. 14. sept. s. 1. um lóð undir
verbúðir og beitningarhús á lóð
þeirri, er hann hafði fengið
leigða fyrir fiskhjalla og er
merkt K á uppdrætti.
Samþykkt að leggja til við
bæjarstjórn, að orðið sé við er-
indi þessu, þannig að lóðin verði
leigð til 30 ára, ef lóðin er fyr-
ir hendi og eftir nánari tilvísun
bæ jar verkf ræðings.“
‘Eins og fram kemur í erindi
þessu ætlar Jón Gíslason að
koma upp verbúðum fyrir
nokkra báta og er bygging
þeirra þegar hafin. Eins og kunn
ugt er, þá má segja að ekki séu
til verbúðir í bænum. Að vísu
hefur verið reynt að notast við
Svendborgina fyrir verbúðir, en
þær eru mjög ófullnægjandi og
tæpast mannabústaðir, enda allt
of fáar fyrir þann bátaflota, sem
gerður er út á vetrarvertíð hér í
bæ.
Verbúðir þær, sem Jón Gísla-
son er byrjaður að byggja koma
til með að rúma 50 til 60 manns,
auk þess, sem þar verða tvær
fáðskonur, rúmgott eldhús og
matsalur og hreinlætisherbergi.
Þá ætlar Jón einnig að byggja
beitningarskýli. Það er ætlunin
að byggingum þessum verði lok
ið fyrir næstu vetrarvertíð.
Vetrarstarf íþróttafélaganna
er hafið og hefur Iþróttabanda-
lag Hafnarfjarðar úthlutað þeim
tímum til æfinga í fimleikasal
barnaskólans eins og hér segir.
Haukar.
Æfingatímar lijá Haukum eru
á þriðjudögum kl. 7,00—8,30,
miðvikudögum kl. 8,30—9,15 og
föstudögum kl. 8,30—10,00. —
Haukar æfa handknattleik og
leikfimi og er Hörður S. Oskars-
son kennari.
Fimleikafélag Hafnarfjarðar.
F. H. hefur æfingathna á
mánudögum kl. 8,30—10,00,
miðvikudögum kl. 9,15—10,00
og fimmtudögum kl. 7,00-10,-
00. F. H. æfir handknattleik,
leikfimi og frjálsíþróttir. Kenn-
arar eru: Hallsteinn Hinriksson,
Sigurður Friðfinnsson og Ingv-
ar Hallsteinsson.
Ernir.
Fimleikafélagið Ernir hefur
æfingatíma þriðjudaga kl. 8,30
—10,00 og föstudaga kl. 7,00—
8,30. Kenndir verða fimleikar og
er Guðjón Sigurjónsson kennari.
Björk.
Fimleikafélagið Björk æfir fim
leika á mánudögum kl. 7,00—-
8,30 og miðvikudögum kl. 7,00
—8,30. Kennari er Þorgerður M.
Gísladóttir.
Margan mun hafa sett hljóð-
an fimmtudaginn 14. þ. m.,
þegar sú fregn barst um bæinn
að Bjarni M. Jóhannesson væri
dáinn, svo stutt var síðan hann
gekk til vinnu sinnar glaður og
áhugasamur eins og hans var
vandi. En þetta var staðreynd.
Hann ándaðist á Landsspítal-
anum eftir stutta legu og var
jarðsettur 21. þ. m.
Með Bjarna er fallinn í valinn,
ekki aðeins einn af beztu full-
trúum sjómannastéttarinnar,
heldur einn af beztu sonum
þjóðarinnar, sístarfandi atorku-
maður, sem aldrei mátti vamm
sitt vita og var alltaf reiðubú-
inn til hvers, er hann vissi að
var til heilla.
Sundhöllin.
Sundfélag Hafnarfjarðar hef-
ur fengið æfingatíma í sundhöll-
inni á mánudags- og miðviku-
dagskvöldum kl. 7,30—9,30,
kennari er Hörður S. Óskarsson
og Haukar hafa æfingatími í
sundi á þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöldum kl. 7,30—9,30,
kennari er Ólafur Guðmundsson.
Þeir, sem ætla að taka þátt í
æfingum fyrrnefndra félaga
þurfa að gefa sig fram á þeim
tímum, sem upp eru gefnir hér
að framan hjá þeim félögum,
sem þeir ætla að æfa hjá.
Listdanskennsla
Tónlislarskólans
Listdanskennsla á vegum
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er
nú hafin og verður hún á þriðju
dögum og föstudögum kl. 5—7
í Sjálfstæðishúsinu. Kennari er
Björg Bjarnadóttir frá Reykja-
vík. Kennt er í tveimur flokkum
yngri og eldri og eru 15 í eldri
deild, en um 30 í byrjendadeild
inni. Miðað við að kenna í þess-
um tveimur flokkum, þá er orð-
ið fullskipað, en nemendur eru
samt teknir á biðlista, og komi
nógu margir, þá verða athugað-
ir möguleikar á því, að bæta
einum flokki við.
Á fermingaraldri byrjaði
Bjarni að stunda sjó og var sjó-
mennskan ævistarf hans upp frá
því. Hann tók próf frá Stýri-
mannaskólanum 1915 og sigldi,
t. d. bæði stríðstímabilin, ýmist
á togurum eða fiskflutningaskip
um sem bátsmaður eða stýrimað
ur. Hann var einn með harðdug
legustu mönnum, ósérhlífinn og
verkhagur. Það var því engin
furða þótt hann væri eftirsóttur
í skiprúm. Ganga ýmsar sögur
um afrek Bjarna og úthald frá
þessum tímum, þegar vökulög
þekktust ekki á togurum og all-
ir urðu að vinna, þar til kraftar
voru á þrotum. Þar þurfti karl-
mennsku til og ekki er ósenni-
legt, að þeir, sem þar voru á há-
tindi, hafi orðið örþreyttir fyr-
ir tímann.
Bjarni var fæddur að Hesti í
Önundarfirði 16. apríl 1890, son
ur hjónanna Jóhannesar Krist-
jánssonar og Jónínu Sveinsdótt-
ur, sem bjuggu þar. Hinn 25.
september 1920 íhittist Bjarni
til Hafnarfjarðar og gekk að
eiga heitmey sína, Stefaníu
Magnúsdóttur frá Skuld í Hafn
arfirði. Árið 1925 byggðu þau
húsið við Suðurgötu 13 og hafa
búið þar síðan. Þeim varð 9
barna auðið. Stúlku, sem hét Ás-
laug Þóra misstu þau 8 ára
gamla og aðra stúlku misstu þau
nýfædda. Hin, sem eftir lifa eru
Jóhannes, forstjóri í Reykjavík,
Magnús skrifstofumaður, Guð-
laug, frú í Californíu, Gunnar
Hafsteinn verkfræðingur, Jónína
Margrét skrifstofustúlka, Mar-
grét Dagbjört stúdent og Sig-
urður Oddur nemandi í Stýri-
mannaskólanum.
Það mun ekki ofsagt., að heim-
ilið á Suðurgötu 13 hafi verið
til fyrirmyndar og það sannar
bezt hinn myndarlegi barnahóp-
ur, sem þrátt fyrir alla erfið-
leika á uppvaxtarárunum, hefur
hlotið meiri menntun en al-
mennt gerist, en þar kemur stór
hugur og atorka foreldranna
bezt í ljós, sem hvorttveggja var
til í ríkuin mæli.
Það er því bjart yfir minn-
ingunum um Bjarna Jóhannes-
son og þætti hans í lífinu. Þótt
sorgin sé sár eftir svona snögg
umskipti — hjá því verður ekki
komizt — þorna tárin og gróa
sárin fyrr, fyrir þá bjargföstu
fullvissu, að starfsdagurinn hafi
verið nýttur til hins ýtrasta og
árangurinn sé blessun fyrir þá,
sem lifað var fyrir.
Vinur.
Fjölsótt spilakvöld
Síðasta spilakvöld Sjálfstæð-
isfélaganna var mjög fjölsótt og
verður næst spilað á miðviku-
daginn kemur kl. 8,30 í Sjálf-
stæðishúsinu. Spiluð verður fé-
lagsvist og verðlaun veitt.
Bókasafn Hafnarfjarðar
er opið til útlána kl. 5—7 alla virka
daga, enn fremur frá kl. 7—9 á
mánudögum og fimmtudögum.
Frá íþróttafélögunum