Hamar - 25.10.1954, Side 3
HAMAR
3
- Asffeir lætur af störfum
(f ramhald af bls. 1)
yfirlýsingu verið að svínbeygja
Alþýðuflokksmennina ennþá
meira en áður, því að slík um-
mæli benda til þess, að kratar
hafi kurteislega boðið það, að
láta Ásgeir hætta störfum.
Það að Asgeir hafi hætt af öðr
um ástæðum þýðir ekki að segja
fólki með fulla skynsemi, því að
allir vita, að Ásgeir G. Stef-
ánsson er ekki sá maður, að
hann færi að rjúka frá Bæjarút-
gerðinni fyrirvaralaust, ef hann
væri að hætta vegna aldurs. —
Hann hefur viljað Bæjarútgerð-
inni það vel, að hann hefði þá
gefið stjórn hennar tóm til að
hugsa málin og sagt upp með
liæfilegum fyrirvara, ekki sízt,
þegar fjárhag hennar er komið
eins illa og raun er á. Slík bylt-
ing, sem hér um ræðir getur
haft hinar alvarlegustu afleið-
ifigar fyrir Bæjarútgerðina, enda
er orsök hennar allt önnur en
aldur og heilsufar Ásgeirs.
Reynt að fá Ásgeir til að vera
fram að áramótum.
Mjög mun hafa verið lagt að
Ásgeiri að vera fram að áramót-
um til þess að ekki yrði eins
opinbert hvað væri raunveru-
lega að ske. En til þess mun
hann hafa verið með öllu ófáan-
legur eftir það, að samstjórnin
undir forystu Kristjáns og Em-
ils bar ekki fullt traust til hans
við Bæjarútgerðina. Verður sam
stjórnin því að bergja þann
beiska bikar í botn, að mál þetta
hefur allt opinberast, svo að
bæjarbúar geti gert sér fulla
grein fyrir því sém er að gerast.
Hvers vegna ekki Adólf?
En þegar Ásgeir er hættur,
þá spyrja margir, bvers vegna
að Adólf Björnsson taki ekki
við framkvæmdastjórn Bæjar-
gerðarinnar. Adólf hefur eins
og kunnugt er, hlaupið í skarð
ið, þegar Ásgeir hefur vörið
fjarverandi og verður ekki
annað sagt en að hann hafi
sýnt dugnað og árvekni í því
starfi og er hann því málum
Bæjarútgerðarinnar gagnkunn
ugur. En framhjá honUm ejr
gengið og ráðinn maður, sem
aldrei hefur svo vitáð sé
stjórnað útgerð eða fiskverk-
un. Hvað veldur slíku? Er það
satt, sem heyrzt hefur, að
hann muni ekki hafa verið tal-
inn heppilegur vegna þess, að
hann mundi ekki skilyrðislaust
hlýða þeim Kristjáni Andrés-
syni og Emil Jónssyni?
Um þetta verður ekkert sagt
með vissu ennþá sem komið
er, en sjálfsagt skýrast þær lín-
ur áður en langt um líður.
Lítið þekktur.
Kristinn Gunnarsson, sem ráð-
inn hefur verið framkvæmdar-
stjóri Bæjarútgerðarinnar er
ættaður frá Isafirði, hagfræðing-
ur að mennt, en eins og áður er
sagt hefur hann ekki svo vitað
sé fengizt við útgerð eða fisk-
verkun. Er hann því algert barn
í þeim efnum og mun þurfa mik
ið að læra. en á meðan .ráða
kommar lögum og lofum í Bæj-
arútgerðinni og reyna að koma
ár sinni sem bezt fyrir borð.
Hefur fengizt við pólitík.
En Kristinn Gunnarsson hef-
ur fengizt nokkuð við pólitík.
Hann var í framboði i Norður-
Isafjarðarsýslu fyrir Alþýðu-
flokkinn í síðustu alþingiskosn-
ingum og hlaut þar svipaða út-
reið og Olafur Þ. Kristjánsson
í V.-ísafjarðarsýslu„ sem frægt
var. Áður hafði Kristinn unnið
sér það til ágætis að stuðla
að því, að Hannibal Valdimars-
son kæmist til valda í Alþýðu-
flokknum, en þegar fór að halla
undan fæti fyrir Hannibal, stökk
Kristinn af skútunni og hallaðist
á sveif með meirihlutanum, hef
ur að sjálfsögðu talið léttara að
róa þannig. Á þessum pólitíska
ferli Kristins sézt það vel að
hann er sannur krati, enda mun
hann ætla sér nokkurn pólitísk-
an frama hér í bænum.
Þá mun vera ætlunin að borga
manni þessum það góð laun fyrir
störf sín, að hann sprengi þann
launastiga, sem gilt hefur um
laun starfsmanna bæjarins og er
SVIKIN STEFHDSKRA
Því hefur verið yfirlýst í
Þjóðviljanum, að Alþýðu-
flokkurinn hafi gengið inn á
stefnuskrá þá, sem Komm-
únistar settu fram fyrir bæj-
arstjómarkosningamar, þeg-
ar samstarf hófst á milli þess-
ara flokka um stjórn bæjar-
málanna. I þessari stefnu-
skrá eru ýms atriði tiltölu-
lega auðveld í framkvæmd,
þó að hins vegar bóli lítið á
aðgerðum.
Einn liðurinn hljóðar svo:
„Byggðar verði nýjar verbúð
ir og bátabryggjur." Ekki
hefur það sést, að neitt hafi
verið gert í þessum efnum
af hálfu bæjarins, en hins veg
ar hafa menn fengið neitun,
þegar til bæjaryfirvaldanna
hefur verið leitað um fyrir-
greiðslu með verbúðir. Það
er lögð meiri áherzla á það,
að eignast nokkur lömb í
Krýsuvík, fáum mönnum að
leik, en engum til gagns,
heldur en að stuðla að því,
að bæjarbúar hafi viðunan-
lega aðstöðu til að afla fiskj-
ar og efla atvinnulífið í bæn-
um. Þannig er svikið það sem
var lofað, en gerðir þeir hlut-
ir, sem ekki var þorað að''
minnast á fyrir kosningar. —
Virðast kratar og kommar
þannig innilega sammála um
að halda þeim leik áfram að
gera allt aðra hluti, en kjós-
endur ætluðust til.
hætt við, að það leiði til al-
mennra launalækkana hjá bæ
og bæjarfyrirtækjum, þannig að
koma hans muni þyngja útsvör
bæjarbúa allmiklu meira en
húsaleigustyrkur bæjarstjórans
á sínum tíma.
Tvímenningskeppnin
Eftir fjórar 'umfprðir í tví-
menningskeppni Bridgefélags
Hafnarfjarðar er staðan þannig:
1. Reynir Eyjólfsson og Krist-
ján Andrésson með 603 stig; 2.
Hörður Þórarinsson og Olafur
Ingimundarson, 562; 3. Ámi
Þorvaldsson og Kári Þórðarson,
546; 4. Jón Guðmundsson og
Björn Sveinbjörnsson, 500; 5.
Páll Böðvarsson og Haukur
Guðmundsson, 498/2; 6. Hall-
dór Bjarnason og Hörður Guð-
mundsson, 496/2; 7. Pálmi Jóns-
son og Bjarni Marteinsson, 495/2
og 8. Kjartan Markússon og
Viggó Björgúlfsson 494 stig.
Ein umferð er eftir og verður
hún spiluð n. k. þriðjudag kl.
20.00 í Alþýðuhúsinu.
Næsta keppni verður svo hin
árlega firmakeppni, og hefst
hún þegar að þessari keppni
lokinni.
- Sparifjársöfnunin
(Framhald af bls. 1)
í þeirri innlánsstofnun, sem við-
komandi óskar að skipta við,
gegn innborgun inn á þá spari-
sjóðsbók, sem barnið hefur átt
fyrir. En áður en ávísunum er
framvísað í innlánsstofnun, verð
ur foreldri eða forráðamaður
barns að hafa kvittað á þær, og
jafnframt gefið þar til kynna,
hvora tegund sparisjóðsbókar
barnið eigi að fá með því að
strika undir 10 eða 6 á ávísun-
inni. Sé þetta gert rétt á heim-
ilum mega börnin sjálf fara ein
í sína innlánsstofnun og sækja
gjafabókina.
Sparimerkin.
Sparimerkjunum hefur verið
dreift til flestallra innlánsstofn-
ana í kaupstöðum landsins og
getur almenningur keypt þau
þegar frá 1. vetrardegi. Það
verða hins vegar fyrst og fremst
kennarar, sem munu annast
dreifingu sparimerkjanna til
skólabarna. Hefur verið reynt að
gera þeim það sem auðveldast.
Fá þeir merki að láni, auk þess
sem þeir fá sérstaka peninga-
kassa til geymslu á merkjum og
andvirði þeirra. Eru kassarnir
með merkjum og peningum vá-
tryggðir af Landsbankanum.
Keypt sparimerki á að líma
inn í sérstakar sparimerkjabæk-
ur ,sem börnin fá ókeypis í skól-
unum. Þegar hæfilegur fjöldi
merkja er kominn í sparimerkja-
bækurnar getur barnið lagt þau
inn í sparisjóðinn í þá bók, sem
foreldri kýs, og er alls ekki ætl-
ast til þess, að gjafasparisjóðs-
bókin verði ein notuð til þess.
Merkin má leggja inn í hvaða
sparisjóðsbók sem vera vill.
Að lokum skal þess getið, að
með Sparifjársöfnun skólabarna
11 F. U. S. STEFNIR.
Adnlfundur
jii F. U. S. Stefnis verður haldinn n. k. föstúdag 29. okt. í. iii
iij Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 20,30.
1! DAGSKRÁ FUNDARINS:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. 25 ára afmælið. , iii
3. Vetrarstarfið.
iji Félagar fjölmennið! iii
ÍÍÍ Stjómin. ij;
TILKYNNING
jjj til félagsmanna Brunabótafélags íslands um jjj
arðsúthlutun og iðgjaldagreiðslur.
ÍÍÍ Iðgjöld féllu í gjalddaga 15. október og eru menn vinsam- jjj
jjj legast beðnir að greiða þau til umboðsmanna félagsins eða jjj
jjj aðalskrifstofunnar. jjj
jjj Um leið og ársiðgjöldin eru greidd, verður félagsmönnum jjj
jjj útborgaður arður, sem nemur 10% af fasteignaiðgjöldum og jjj
j|| 5% af lausafjáriðgjöldum.
jjj Arðurinn reiknast af endurnýjunariðgjaldi eins og það er jjj
jjj á gjalddaga, 15. október, og arðurinn færður til frádrátt- jjj
jjj ar á iðgjaldskvittun.
jjj Arður af fasteignatryggingum á Akureyri, Hafnarfirði og jjj
jli Isafirði rennur til bæjarsjóðs viðkomandi staða, samkvæmt jjj
jjj samningum við bæjarstjórnir kaupstaðanna.
Virðingarfyllst,
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS.
Ttýja Bilstöðin
Sími0888
Þýzk gólfteppi og
teppafillt.
Kaupfélag
Hafnfirðinga
Sími 9224.
er tilgangurinn að skapa æsk-
unni tækifæri og aðstöðu til
þess að sjá í reynd gildi ráðdeild
ar og sparnaðar. Börnin verða
að fá tækifæri til þess að sjá
sjálf árangurinn. En til þess að
slíkt megi takast, verða allir að
leggja sig fram. Mest mun þetta
hvíla á skólastjórum og kennur-
um barnaskólanna. Mun árang-
ur mjög undir þeim kominn. Og
að sjálfsögðu er það einnig mjög
á valdi foreldranna, hvernig
þessi viðleitni tekst. Þeir verða
að vera í góðri samvinnu við
skólana, ræða við börnin um
gildi spamaðar, vera síhvetjandi
aðilar og fylgjast vel með þess-
ari starfsemi á alla lund, og svo
að sjálfsögðu taka ákvörðun með
barninu um það, hvenær liið
sparaða fé eigi að falla til út-
borgunar o. s. frv.
Það skal svo að lokum tekið
fram, sem margoft hefur verið
yfirlýst, að starfsemi þessari er
fyrst og fremst og eingöngu ætl-
að að hafa uppeldislegt gildi fyr
ir æsku landsins
II. 8. II.
Bifreiðastöð Hafnarfjarðar.
Símar
9168 og 9468
B. M. SÆBERG
Kven-
Karlmanna- ULLAR-
Telpna- PEYSUR
Drengja-
Stebbabúð
Strandgötu 39, Sími: 9919.
HÚSGAGNA-
VINNUSTOFAN
Skólabraut 2 — Sími 9982
Ljósapernr
15, 25, 40, 60, 75 wött.
Straujárn,
Hraðsuðukatlar.
Stebbabúð
Strandgötu 39. Sími: 9919.
Þýzkar ljósakrónur og
vegglampar væntanlegt.
Kaupfélag
Hafnfirðinga
Sími 9224