Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Snæfell – Grindavík 79:71
Stykkishólmur, Iceland Express-deild
karla, 11. nóvember 2010.
Gangur leiksins: 7:4, 11:8, 13:14, 18:18,
20:24, 28:26, 32:28, 39:32, 47:41, 50:47,
58:49, 65:51, 72:55, 76:58, 77:66, 79:71.
Snæfell: Sean Burton 23/5 fráköst, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst/6 stoð-
sendingar, Jón Ólafur Jónsson 16/10 frá-
köst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 11/13
fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 frá-
köst, Emil Þór Jóhannsson 3/3 varin skot,
Kristján Andrésson 2.
Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn
Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 20/7 frá-
köst, Ryan Pettinella 14/11 fráköst, Ómar
Örn Sævarsson 13/9 fráköst, Helgi Jónas
Guðfinnsson 9, Ólafur Ólafsson 9/6 frá-
köst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6.
Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur
Hreiðarsson.
Áhorfendur: 225.
Fjölnir – Keflavík 96:104
Dalhús, Iceland Express-deild karla, 11.
nóvember 2010.
Gangur leiksins: 6:12, 17:18, 27:24, 32:27,
33:33, 35:36, 43:40, 49:45, 55:53, 56:64,
60:72, 67:79, 72:83, 78:90, 85:98, 96:104.
Fjölnir: Tómas Heiðar Tómasson 28, Ben
Stywall 24/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson
15/4 fráköst/13 stoðsendingar, Arnþór
Freyr Guðmundsson 10, Ingvaldur Magni
Hafsteinsson 10/7 fráköst, Sindri Kárason
6, Sigurður Þórarinsson 3.
Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn
Keflavík: Lazar Trifunovic 36/8 fráköst,
Gunnar Einarsson 21/6 stoðsendingar, Val-
ention Maxwell 17/4 fráköst, Hörður Axel
Vilhjálmsson 14/7 fráköst/11 stoðsending-
ar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/9 frá-
köst, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal
Hafsteinsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Dav-
íð Tómas Tómasson.
Áhorfendur: Um 300.
Haukar – ÍR 93:87
Ásvellir, Iceland Express-deild karla, 11.
nóvember 2010
Gangur leiksins: 7:9, 20:12, 24:17, 26:26,
31:33, 38:36, 45:38, 49:46, 53:54, 59:64,
65:66, 72:71, 76:77, 79:79, 88:81, 93:87.
Haukar: Semaj Inge 32/7 fráköst, Gerald
Robinson 20/21 fráköst, Sævar Ingi Har-
aldsson 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ósk-
ar Ingi Magnússon 7, Örn Sigurðarson 6,
Davíð Páll Hermannsson 5/5 fráköst,
Haukur Óskarsson 5, Sveinn Ómar Sveins-
son 4/4 fráköst.
Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn
ÍR: Nemanja Sovic 26/7 fráköst, Kelly
Biedler 17/11 fráköst, Vilhjálmur Steinars-
son 12, Kristinn Jónasson 12/10 fráköst,
Eiríkur Önundarson 8/5 stoðsendingar,
Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Níels Dun-
gal 6.
Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn
Dómarar: Jón Guðmundsson, Jón Bender.
Staðan:
Snæfell 6 5 1 577:548 10
Grindavík 6 5 1 542:467 10
Stjarnan 5 4 1 430:405 8
Hamar 5 3 2 429:413 6
KR 5 3 2 467:432 6
Keflavík 6 3 3 522:522 6
Haukar 6 3 3 513:533 6
KFÍ 5 2 3 475:473 4
Fjölnir 6 2 4 527:546 4
Njarðvík 5 2 3 393:428 4
ÍR 6 1 5 528:555 2
Tindastóll 5 0 5 354:435 0
1. deild karla
Höttur – FSu ........................................ 61:93
Gangur leiksins: 5:5, 7:7, 17:15, 19:21,
23:29, 31:33, 35:34, 37:37, 43:44, 45:48,
50:63, 52:67, 54:74, 56:78, 58:85, 61:93.
Höttur: Björn B. Benediktsson 15, Nicho-
las Kenrick Paul 12/6 fráköst, Kristinn
Harðarson 10, Daniel Terrell 9/4 fráköst/5
stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 5/4
fráköst, Jónas Hafþór Jónsson 5, Andrés
Kristleifsson 5.
FSu: Valur Orri Valsson 28, Richard Field
26/5 fráköst, Guðmundur A. Gunnarsson
15, Arnþór Tryggvason 8, Orri Jónsson 7/7
fráköst, Sæmundur Valdimarsson 6, Bragi
Viðar Gunnarsson 2, Garðar Hannesson 1.
Staðan:
Þór Þ. 4 4 0 391:276 8
FSu 5 4 1 450:373 8
Þór A. 5 4 1 417:375 8
Skallagrímur 4 3 1 324:314 6
Valur 4 2 2 383:326 4
Ármann 5 2 3 399:456 4
Laugdælir 6 2 4 443:473 4
Leiknir R. 5 1 4 373:480 2
Breiðablik 4 1 3 281:299 2
Höttur 6 1 5 421:510 2
NBA-deildin
Atlanta – Milwaukee.......................... 91:108
Orlando – Utah................................... 94:104
Toronto – Charlotte ........................... 96:101
Washington – Houston ........................ 98:91
Cleveland – New Jersey...................... 87:95
New York – Golden State................ 117:122
Memphis – Dallas............................... 91:106
Oklahoma – Philadelphia................. 109:103
San Antonio – LA Clippers ............... 107:95
Sacramento – Minnesota..................... 89:98
KÖRFUBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það er óhætt að segja að spennan hafi verið mik-
il þegar Haukar tóku á móti ÍR-ingum í Iceland
Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld.
Leikurinn var jafn fram í síðasta leikhluta, að-
eins munaði einu stigi á liðunum þegar að honum
kom, og þegar um átta mínútur lifðu leiks kom-
ust ÍR-ingar í 77:74. Haukar sneru þá leiknum
sér í vil með tólf stigum gegn engu á fjögurra
mínútna kafla og tryggðu sér á endanum sigur,
93:87.
ÍR-ingum mistókst því naumlega að landa sín-
um öðrum sigri á leiktíðinni en þeir eru í næst-
neðsta sæti deildarinnar eftir sex leiki, og hafa
aðeins innbyrt sigur gegn botnliði Tindastóls.
Nýliðar Hauka hafa hins vegar komið nokkuð á
óvart og eru með sex stig um miðja deild.
Bandarískættaði Hollendingurinn Gerald Rob-
inson tók hvorki fleiri né færri en 21 frákast fyr-
ir heimamenn og gerði auk þess 20 stig í leikn-
um. Stigahæstur þeirra var Semaj Inge, sem
gerði 34 stig, en hann hefur reynst Haukum
gulls ígildi síðan hann kom frá KR á síðustu leik-
tíð og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í úr-
valsdeildina. Þá gerði Sævar Ingi Haraldsson 14
stig og tók sjö fráköst.
Hjá ÍR-ingum var Nemanja Sovic atkvæða-
mestur eins og stundum áður og gerði 26 stig
auk þess að taka sjö fráköst. Kelly Biedler gerði
17 stig og tók 11 fráköst, en hann hitti þó ekki úr
neinu af fimm þriggja stiga skotum sínum.
Haukar mörðu sigur í lokaleikhlutanum
Á VELLINUM
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það var ekki fyrr en komið var fram í 3. leikhluta
að Keflvíkingar sýndu mátt sinn og megin, og
slitu baráttuglaða Fjölnismenn frá sér, þegar liðin
áttust við í fjörugum leik í Iceland Express-
deildinni í gær. Í aðahlutverki var tröllvaxinn
Serbi að nafni Lazar Trifunovic, geðþekkur
náungi sem hreinlega raðaði niður körfum líkt og
hann fengi borgað fyrir það. Sem er líklega rétt.
Bandaríkjamaðurinn Valentino Maxwell fann sig
ekki eins vel en þeir félagar hafa nú tekið þátt í
tveimur góðum sigrum Keflvíkinga í röð.
„Þeir virka mjög vel og ég er ánægður með að
hafa fengið svona stóran og öflugan Serba til okk-
ar. Hann átti náttúrlega stórleik í kvöld og sýndi
hvers hann er megnugur. Þeir passa báðir vel inn
í okkar leik og eiga bara eftir að slípast betur inn í
liðið þegar fram í sækir,“ sagði Gunnar Einarsson
sem gerði 21 stig fyrir Keflavík og skoraði úr fjór-
um þriggja stiga skotum í röð í fyrri hálfleik.
„Við vorum náttúrlega í manneklu og vandræð-
um, og það var hundleiðinlegt að standa í því að
tapa fyrstu leikjunum. Sá tími er að baki og núna
erum við komnir á beinu brautina, og það eru
spennandi tímar fram undan,“ bætti Gunnar við.
Hann hrósaði einnig Fjölnisliðinu sem lék lengst
af vel í leiknum, með Tómas Heiðar Tómasson
fremstan í flokki en hann átti algjöran stórleik og
gerði m.a. 7 þriggja stiga körfur í leiknum.
„Þetta eru ungir og sprækir strákar og það er
bara gaman að mæta þeim. Þeir gefa sig alla í
leikinn og það þýðir ekkert að mæta hingað með
hálfum huga eins og sýndi sig í þessum leik,“
sagði Gunnar og vísaði þar til 2. leikhluta þegar
Fjölnismenn komust yfir.
„Komnir
á beinu
brautina“
Morgunblaðið/Kristinn
Frábærir Þeir Tómas Heiðar Tómasson og Lazar Trifunovic, sem hér sjást eigast við í leiknum í Graf-
arvogi í gærkvöld, voru í algjörum aðalhlutverkum hjá sínum liðum þegar Keflavík vann Fjölni.
Þriðji sigur Keflavíkur
Serbíutröllið lofar góðu
Á VELLINUM
Sigurður Ragnar
Bjarnason
sport@mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Snæfells
stöðvuðu sigurgöngu Grindvíkinga í
Iceland Express-deildinni í gær-
kvöld þegar toppliðið kom í heim-
sókn í Stykkishólm. Fyrir umferð-
ina hafði Grindavík ekki tapað leik í
deildinni og Snæfell sat í öðru sæt-
inu. Það kom því á óvart að áhorf-
endur voru færri en oft áður en
kannski var það vísbending um það
sem koma skyldi í leiknum sjálfum
sem endaði 79:71, Snæfelli í hag.
Leikurinn náði aldrei að verða sá
spennuleikur sem vonir stóðu til og
þrátt fyrir tiltölulega jafnan leik
framan af þá virtust Grindvíkingar
ekki hafa orku til að mæta áhlaup-
um Snæfells. Snæfell náði mest 19
stiga forystu í lokaleikhlutanum,
74:55, en þá var eins og meist-
urunum þætti nóg komið og þeir
slökuðu á.
Grindavík náði þá að rétta hlut
sinn í lokin og þar var þjálfarinn
Helgi Guðfinnsson í fararbroddi
sem sjálfsagt hefur ekki reiknað
með að spila í leiknum þó hann hafi
verið á skýrslu en Grindavíkurliðið
mætti hálfvængbrotið í leikinn,
Kanalaust og einnig án Guðlaugs
Eyjófssonar. En þó Grindvíkingar
hafi eilítið náð að rétta úr kútnum í
lokin þá náðu þeir aldri að ógna
Snæfelli.
Sean Burton hafði hægt um sig
framan af leik en svo hrökk hann í
gírinn í seinni hálfleik og smellti
niður þristum sem urðu 7 á end-
anum og hann var sáttur í lok leiks.
„Við vissum að við ættum erfiðan
leik fyrir höndum og vildum leggja
áherslu á vörnina og náðum því í 3.
leikhluta. Markmiðið var að halda
þeim undir 75 stigum, næðum við
því myndum við vinna leikinn,“
sagði Burton við Morgunblaðið.
Helgi, þjálfari Grindavíkur, var
hins vegar allt annað en sáttur við
sína menn „Þetta var bara lélegt.
Ég er mjög ósáttur, þetta var al-
gjört andleysi, menn voru ekki til-
búnir í leikinn og ég þurfti að koma
inn á til að spila og ég hef ekki spil-
að í tvö ár, þetta var bara sorglegt.“
Þínir menn virkuðu þreyttir og
þungir. Eru þeir ekki heilir?
„Nei, menn eru ekki heilir, Lalli
er búinn að spila lítið í vetur, en það
er samt engin afsökun fyrir þessu
andleysi. Við höfðum alla þá örvun
sem þurfti til að koma einbeittir í
þennan leik. Enginn hafði trú á okk-
ur fyrir leikinn því okkur vantaði
bæði Gulla og Kana en það var ekki
nein hvatning fyrir menn til að gíra
sig upp og koma hingað og vinna
leikinn. Þetta var bara lélegt.“
Ingi Þór, þjálfari Snæfells, var
eðlilega sáttari við sína menn og þá
sérstaklega í seinni hálfleik.
„Við fengum frábært framlag frá
Sean í seinni hálfleik og áttum þá að
stinga þá af. Ég hefði viljað sjá okk-
ur ná yfir tuttugu stiga forustu en
það er ósanngjarnt að biðja um það
á móti toppliðinu. En við vorum
bara betri en þeir í kvöld, þeir voru
að vísu með vængbrotið lið en það
vorum við líka. Hvorugt lið með
þéttan bekk en við þó greinilega
með þéttara lið en þeir,“ sagði Ingi
Þór.
„Við vorum bara betri“
Snæfell stöðvaði sigurgöngu Grindvíkinga og vann 79:71 Vængbrotið lið
Grindavíkur Helgi Jónas þjálfari fór inn á og spilaði sinn fyrsta leik í tvö ár