Hamar - 06.06.1955, Blaðsíða 3

Hamar - 06.06.1955, Blaðsíða 3
HAMAR 3 Furðulegt ábyrgðarleysi Undii* ráðstjórii (Framhald af bls. 1) hverju fyrr en nú fyrir skömmu, að það upplýstist, að Gísli Sig- urbjömsson hafði tilkynnt, að ekki væri hægt að fá lán það, sem upphaflega var gert ráð fyr- ir. Nýtt tilboð í allt annarri mynd Svo var það miðvikudaginn 25. maí s.l., að bæjarfulltrúar eru kvaddir kl. 8.30 um kvöldið til að ræða við Gísla Sigurbjörnsson og tvo þýzka menn, sem með hon um voru. Kom þá á daginn, að þeir voru með nýtt tilboð á hend inni og er nánar skýrt frá þeim samningum á öðrum stað hér í blaðinu. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vissu ekki hvað í tilboðum þessum fólst fyrr en á fundinn kom, en ætlun meiri- hlutans var sú að setja formleg- an fund, ganga að tilboðinu at- hugasemdalaust og skrifa undir strax um kvöldið. Sjálfstæðis- menn töldu slíkt ekki koma til mála, ekki mætti vera minna en sólarhringur, sem menn hefðu samningsuppköstin til athugun- ar áður en frá þeim yrði gengið. Var þá fundur ákveðinn daginn eftir, en af einhverjum ástæðum var sá fundur afboðaður og boð- aður fundur aftur á föstudaginn 27. f. m. Neyðarsamningar. Það kom fljótt í ljós við at- hugun samninganna, að þeir væru mjög óhagstæðir, enda lét jafnvel Olafur Þ. Kristjánsson falla þau orð, að það væri blóð- ugt að þurfa að henda pening- um í afföll eða annað. En Akur- eyringar hefðu skrifað undir og þá væri ekkert annað fyrir Hafn- firðinga að gera en að skrifa undir líka. Eins og frá er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, þá krefst hið þýzka firma „Habag“ 10% þókn- unar fyrir að koma nálægt þessu verki og verður ekki séð að mik- Tóulistarskól- aiiuni slitið Tónlistarskólanum var slitið um næst liðin mánaðarmót að undanteknum nemendatónleik- um, sem haldnir voru fyrra föstu dag við sæmilega aðsókn og góð- ar undirtektir. Þar komu fram nemendur í barnadeild, fiðlu- deild og píanódeild og auk þess flokkur úr listdansdeild. Kennarar skólans voru auk skólastjórans, Páls Kr. Pálsson- ar, Erna Másdóttir og Björg Bjarnadóttir. Skólinn starfaði s.l. vetur af ennþá meiri krafti en áður og nú eru í skólanum nokkrir efni- legir nemendur, sem mikils má af vænta. Nýja Bílstöðin SÍMI 9888 ið komi fyrir þá þóknun annað en útvegun lánsins. Sé því þókn- un þessi reiknuð sem vextir af láninu, verða vextirnir ekki 6% eins og látið er í veðri vaka held- ur minnst 10—12% p. a. og hafa slík vaxtakjör verið kölluð okur og hafa bæði kommúnistar og kratar ekki verið eftirbátar í því. Fáránleg ósvífni. Kristján Andrésson leyfði sér, að viðhafa þá fáránlegu ósvífni í garð Framkvæmdabanka Is- lands, að reikna nokkum hluta af þeirri þóknun, sem renna á til „Habag“ sem viðbótarvexti af væntanlegu láni frá bankan- um. Er það löngu vitað að ekki hefur þurft að vænta mikillar háttvísi af manninum þeim, en að hann gengi svona langt hafa fáir búizt við. Enda er slíkt hin mesta firra. Samningurinn við „Habag“ er að öllu leyti óháður Framkvæmdabankanum, að öðru en því, að lánið frá bankan- um fer til að greiða firmanu. Bankinn hefur ekkert með þessa samninga að gera, hvað sem Kristján Andrésson reynir að gefa í skyn. Stefnt með festu að lausn málsins. Tillögur þær, sem bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram sýna ábyrga afstöðu í þess- um efnum. Þar er bent á leiðir, sem gætu orðið til lausnar máli þessu, leiðir, sem myndu spara /2 til 1 milljón króna fyrir bæjar- búa, jafnframt því, sem lægri kostnaður við að koma hraðfrysti húsinu upp mundi tryggja sjó- mönnum meira verð fyrir þann afla, sem þar yrði verkaður. Þetta er öllum þeim ljóst, sem hugsa um mál þetta af festu og hleypidómalaust, enda munu mjög hafa runnið tvær grímur á suma Alþýðuflokksmenn áður en þeir léðu því lið að ganga til samninga. Mun fresturinn, sem varð á bæjaistjórnarfundinum stafa af því, að nokkur innbyrðis átök hafi átt sér stað. Óttinn við komma og e. t. v. nýjar vítur frá þeirra hendi munu þó hafa orðið skynsamlegri athugun málsins yfirsterkari en eins og allir vita hugsa kommar ekki um það að fyrirtækið standi á föst- um fótum f járhagslega, þeir ætla bara að láta fólkið í bænum borga brúsann. Samstarfsleiðin felld í annað sinn. Kratar og kommar felldu ofan- ritaðar tillögur Sjálfstæðismanna án þess að færa nokkur rök fyrir því, að þær gætu ekki leyst þessi mál á sómasamlegan og öruggan hátt. Felldu þeir þannig sam- starfsleiðina í annað sinn. Síð- an samþykktu þeir uppköstin að samningunum eins og þau voru lögð fyrir, en Sjálfstæðismenn sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu, þar sem þeir vildu ekki vera þátttakendur í því að bærinn gengi að slíkum afarkostum. Frá Flensborgarskóla Flensborgarskólanum var sagt upp 20. maí s. 1. Skráðir nem- endur í skólanum voru 219 og starfaði skólinn í 4 bekkjum, 10 deildum. Runólfur Þórarinsson var ráðinn íslenzkukennari við skólann í haust. I fyrsta skipti í vetur voru kenndar þrjár námsgreinar, sem nemendur voru frjálsir að, hvort þeir tóku þátt í eða ekki. Er þetta í fyrsta skipti að gerð er tilraun með valfrjálst nám í skól- anum. Greinar þessar voru: Vélritun, sem allir 4. bekkingar áttu kost á og tóku flest allir þátt í henni. Þá var stúlkum í 4. bekk kennd hjúkrun og piltum í 4. bekk og 3. bekk B kennd véltækni og tóku allir nemendur þátt í þess- um námsgreinum, sem áttu þess kost. Voru námsgreinar þessar mjög vinsælar og varð árangur góður. Gagnfræðaprófi luku 26 nem- endur, bæði A- og B-bekkur, en þetta er í fyrsta skipti síðan nú- verandi skipan varð á námi í skólanum að hægt var að halda uppi kennslu fyrir A-bekk, því svo margir hafa venjulega geng- ið undir landspróf upp úr 3. bekk, að þeim fáu, sem eftir voru hefur orðið að koma fyrir í skólum í Reykjavík. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Sigurður Jónsson, Silfurtúni, 8,49. II nemendur gengu undir landspróf að þessu sinni. Unglingapróf er tekið upp úr 2. bekk og hafa nemendur þá lokið skyldunámi. Luku 26 nem- endur prófi úr bóknámsdeild og 34 úr verknámsdeild. Hæstu einkunn hlaut Eyjólfur Haralds- son, Hafnarfirði, 8,43. Skólabragur var með betra móti í vetur, en veikindi voru mikil. Guðmundur Kjartansson hætt- ir nú störfum við skólann þar sem hann er ráðinn til starfa við náttúrugripasaf nið. Við skólauppsögnina mættu 25 ára gagnfræðingar og færðu þeir gjöf í móðurmálssjóð síra Þorvaldar Jakobssonar. - Tveir samningar (Framhald af bls. 1) Firmað gætir þess að skuld- binda sig á engan hátt um framkvæmd verksins, hvenær verkinu verður lokið og hvort komi fram gallar á framkvæmd um og hvað verðhækkanir snertir. „Habag“ tryggir sér sín 10% af öllum stofnkostnaði, sem nemur 600.000.00 kr. eða meira og af einhverjum ástæðum þykir ekki mega láta slíkt koma fram í samningi þeim, sem á að leggjast fyrir þýzk stjómar- völd, hvað sem því veldur. Þá hefur ekkert verið gert upp skátt um það, hvað Gísli Sigur- björnsson á að fá stórar greiðsl- ur fyrir milligöngu sína, en vafa laust hækkar það nokkuð þessi 10%. (Framliald af bls. 1) verkin væm lítt unnin o. s. frv. og vildi hann kenna Kristni Gunnarssyni um allt saman. Þá taldi hann það mjög ótilhlíði- legt, að Kristinn skyldi taka sæti á alþingi, án þess að hann (þ. e. Kristján) og aðrir útgerðarráðs- menn leyfðu honum slíkt. Vítur bókaðar. Ut af þessu öllu saman lét Kristján Andrésson svo bóka vít- ur á Kristinn Gunnarsson í fund- arbók útgerðarráðs. Kratar létu þá bóka traustyfirlýsingu á Kristinn, en Sjálfstæðismenn létu bóka það, að hvorugur fram- kvæmdarstjórinn við Bæjarút- gerðina starfaði á þeirra ábyrgð, enda ekki ráðnir af þeim, hins vegar teldu þeir atriði eins og Kristján Andrésson væri að tína fram svo fáfengileg, að ekki væri ástæða til að bóka vítur á ann- an framkvæmdarstjórann þeirra vegna, það lægi beinna við, að taka til athugunar störf fram- kvæmdarstjóranna beggja, hvað snerti önnur og þýðingarmeiri atriði varðandi rekstur Bæjarút- gerðarinnar. Hefur traust tveggja af fimm. Kristinn Gunnarsson hefur þannig aðeins traust tveggja út- gerðarráðsmanna af fimm og við þau skilyrði heldur hann áfram að starfa. En kommar létu ekki við það sitja að samþykkja víturnar, heldur fluttu þeir tillögu um það sem hann segði því um Stefán ætti við flokkinn í heild. Var engu líkara en, að Ólafur teldi það mjög niðrandi að vera talinn „persónugerving- ur“ flokks eins og Sjálfstæðis- flokksins, sem er stærsti flokk ur þjóðarinnar og ört vaxandi og það ekki sízt hér í bæ. Þótti mörgum, að Ólafi hafi nokkuð skotizt, þótt skýr sé talinn, því það hafi orðið að lofi, sem hann ætlaðist til að yrði last. „PERSÓNUGERVINGUR" ALÞÝÐUFLOKKSINS Ólafi til ánægju má geta þess, að mörgum datt það í hug, að hann væri mjög góð- ur „persónugervingur" Al- þýðuflokksins. Allir muna það, þegar hann var sendur í framboð fyrir Alþýðuflokk- inn í átthaga sína, Vestur- Isafjarðarsýslu. Þar vann hann mikil afrek. Honum tókst að tapa stórum hluta af fylgi flokksins í sýslunni. En það var ekki nóg, að hann væri látinn vasast í þessu eina kjördæmi, heldur var hann látinn koma fram á kosn ingafundi hér í bæ og auk þess„ sem hann skammaði Hafnfirðinga fyrir lélega fundarmenningu, sagði hann að taka völdin af framkvæmdar- stjórunum um að ráða starfsfólk á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar °g leggja það undir útgerðar- ráð. Emil Jónsson bað um frest á afgreiðslu þessarar tillögu. Við það situr, þangað til hann kem- ur heim úr utanför sinni. Verði tillaga þessi samþykkt í útgerð- ari er talið, að Kristinn Gunnars- son geti ekki annað, en sagt af sér störfum. Beygja kratarnir sig einu sinni enn? Sumum finnst, að kommúnist- ar hafi gengið svo Iangt, að ekki sé hægt fyrir kratana að vera áfram í samstarfi við þá, nema þeir dragi verulega í land. Kommar munu vera þar á allt öðru máli. Þeir telja sig vera að kenna krötunum að lifa. Og þeir muni ekki gera neitt ann- að en að taka hirtingunni, þeir séu orðnir svo vanir við. Komm- amir segja og fara ekki leynt með, að vilji þeir fá einhverju framgengt, þá verði þeir að hóta samvinnuslitum og þá láti krat- amir undan. Þannig sé hægt að reka þá áfram eins og meinlaus- ar skepnur. Svo brosa kommam- ir í kampinn og hafa hið mesta gaman af snúningalipurð Al- þýðuflokksforingjanna. Margt virðist benda til þess, að kommar hafi rétt fyrir sér hvað Alþýðuflokkinn snertir, hann virðist lippast niður laf- hræddur, þegar kommar sýna tennurnar. miklar hetjusögur af sér og öðrum frambjóðendum Al- þýðuflokksins á Vestfjörð- um. Sagði hann m. a., að það væri gott að tala máli Al- þýðuflokksins. VEL SKIPAÐ SÆTI En svo kom að leikslok- um. Þá fór mesti ljóminn af frægðarsögum Ólafs Þ. Kosningaúrslitin sýndu mikið hrun Alþýðuflokksins og að Ólafur ætti því sæti á bekk með raupurum og að hans sæti væri mörgum öðrum bet- ur setið í þeim hópi. Ólafur er því mjög góður fulltrúi Al- þýðuflokksins og gæti verið persónugervingur hans. Eitt og annað--

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.