Hamar - 22.12.1956, Side 1
Scra porstcinn Biörnsson:
JÓLAHIJGLEIÐníCí
T '
♦’♦ .
Kunnara er en frá þurfi að
segja, að við jólin eru tengdar
margar venjur og siðir. Hefur
hvarflað að ýmsum sú spurning,
hvort jólahald vort sé orðið tóm-
ur vani. Vaninn á ekki upp á pall-
horðið hjá andans mönnum hef-
ur manni skilizt. Skáld gott hugs-
ar sér í jólakvæði að jbað sé úti
statt við kirkjuvegg og kveður
þá:
„Á lýðsins tryggð við vanans
hlekk er reist sú háa höll“.
Allir heyra, að þetta er hnjóð-
yrði. Vani er fjötur, að dómi
skáldsins, og slíkt er aldrei gott.
Þó skal mi spurt: Verður hið
góða vont, þegar það er orðið
vani. Þá spurn má hafa í huga er
vér lítum nú á nokkrar jólavenjur. — Fyrir jól er siður, að fólk
geri heimili sín hrein og eins vistleg og kostur er á. Þá lauga
fleiri sig alla en endranær. Þá er meira bakað og hetri matur
dreginn í hú en venjulega. Og er hátíðin rennur upp eru jóla-
Ijósin kveikt, menn fara í sín heztu föt, skiptast á kveðjum og
gjöfum og ganga þá margir í kirkju, sem ekki eru þar daglegir
gestir í annan tíma. Telur í rauninni nokkur, að það væri til
bóta, að þessi vanans hlekkur hrysti með öllu. Væri ekki hitt
hollara að hann næði lengra enn til jólanna, yrði sterkari? Við
jólavanann út af fyrir sig er ekki að sakast, þótt sum hörn fái
fleiri og dijrari jólagjafir en þau hafa gott af, en önnur minna
en þyrftu, eða að umstang fyrir jól verði mörgum húsmæðr-
um slíkt erfiði, að þær ganga nærri fram af sér. Það er hreyt-
ing en ekki vani, sem veldur þessu. Þegar eldra fólk minnist
gamalla jóla og það eru einhverjar þess hugljúfustu minn-
ingar. Þá eru sér í lagi siðirnir, sem endurminningin „merl-
ar í mánasilfri og Idugar í gulli þá,“ eins og í vísunni stendur.
Gallinn er sá, að tildur það, sem jafnan fylgir miklum pen-
ingum hefur að kalla blásið lofti í vanann á kostnað innileik-
ans, svo að nú sýnist hann tómlegri en áður var — innihaldið
minna, En hvað sem um þetta er, þá er sannleikur í hinu
forna orði, að kristnar siðvenjur geri fólk kristið. Þær hefð-
bundnu venjur, sem andi jólaboðskaparins hefur lagt kyn-
slóðunum í hrjóst og innræta skal hverri nýrri, á sinn ríka
þátt í því, að gera menn þrifna, gjafmilda og hjartahlýja. Sögu-
leg staðreynd er, að fyrir guðstrú er þrifnaður kominn í þenn-
an heim. Hið fyrsta var, að menn þurftu á einhverjum sið fyrir
návist Guðs, reistu honum þar altari og jafn snemma vakn-
aði í vitund þeirra, að í slíkri ná-
vist sómdi hvorki óhreinindi né
slæmarflíkur. Og þótt ossfinnist
sum hin gömlu fyrirmæli þessa
efnis nokkuð yfirborðskennd, þá
er vissulega eittlivað heillandi
við þessi orð úr einum af vorum
fornu hókum: „Til Helgafells
mátti enginn óþveginn líta.“
Varla getur neinum dulizt sú
jnjðing fyrir vinarþelið milli
fólks, að skiptast á gjöfum og
hlýjum kveðjum. Þá skijldi og
jólamaturinn og liin hetri föt
ætíð minna menn á, að Guðs-
vilji er, að allir hafi sæmilegt að
nærast á og klæðast í. Og með
kirkjugöngum á jólunum er von-
andi, að fólk vilji sýna, að það
kunni að meta góðar gjafir og þakka þær fyrir augliti hans,
sem hver góð gjöf og fullkomin gáfa er komin frá.
Satt er j)að að vísu, að allt verður þetta til lítillar upphygg-
ingar nema hjartað sé með, sem undir slær. Meðan vaninn
nær aðeins til yfirhorðsins má kalla hann tómann. En nái
jólin vana, að verða samgróin eðli voru, uppliefst líka nafn
hans og kallast hann jwí „karakter“ eða skapgerð. Því að
hvað er traust og göfug skapgerð eða mannkostir yfirleytt
annað en göfugir siðir feðranna runnir í merg og hlóð?
Menn tala um að kirkjan sé gönud og siðir hennar úreltir
og þær venjur, sem frá henni eru sprottnar. Samt skal því
hér hiklaust haldið til streytu, að þetta sé misskilningur.
Kirkjan er enn ung og boðskapur hennar enn svo nijr, að hann
hefur ekki náð að móta menn sem skyldi. Margir eru þeir,
sem til þessa fá lítið út úr æðri tónlist, sem Guð hefur gefið
heiminum gegnum snillinga, er uppi voru fyrir mörg hundr-
uð árum. Ekki er þetta fyrir elli sakir, heldur þvert á móti.
Hún er enn svo ung og ný, að menn hafa ekki vanizt henni.
Þeir tiltölulega fáu, sem hafa lagt það á sig að kynnast henni
til nokkurrar lilítar, segja gjarnan við oss hina: „Hlustið —
hlustið þið aðeins og þá mun ykkur opnast nýr heimur og
dásamlegur. Kirkjan með siðum sínum er verk Guðs og á-
minning hennar er lík. Við alla, sem ekki hafa vanizt henni,
tileinkað sér boðskap hennar af hjarta, segir hún: „Komið
og hlustið, anzið kalli klukkna minna, komið og takið þátt í
Guðsþjónustu minni og þér munuð finna það sem meira er.
Komið og þér munuð finna ungharn, reifað og liggjandi í jötu.
Þér munuð finna Frelsara heimsins, eilífa náð hans og frið.
GLEÐILEG JÓL!
X