Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 1
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 íþróttir Tennis Það var mikið fjör hjá tennisstjörnum framtíðarinnar á móti sem haldið var fyrir 10 ára og yngri í Tennishöllinni. Glæsileg tilþrif sáust og skemmtu krakkarnir sér vel. 4 Íþróttir mbl.is Kristján Jónsson kris@mbl.is Júlíus Jónasson hefur látið af störf- um sem þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik. Miklar breytingar urðu hjá Val í sumar og liðið hefur ekki fundið taktinn í N1 deildinni en aðeins einn sigur er kominn í hús á leiktíðinni. Auk þjálfaraskipta fór nánast heilt lið frá félaginu en nokkrir snjallir leikmenn komu þó í staðinn, þar á meðal Sturla Ásgeirs- son landsliðsmaður og Valdimar Þórsson, leikmaður ársins. Á heimasíðu Vals segir að stjórn handknattleiksdeildar hafi komist að samkomulagi við Júlíus um að láta af störfum. Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrum þjálfari liðsins, tekur við lið- inu ásamt Heimi Ríkarðssyni sem var aðstoðarþjálfari Júlíusar og Óskars. Þeir taka við liðinu tíma- bundið og eru það í sjálfu sér engin tíðindi. Þegar hafði verið ákveðið að þeir myndu stýra liðinu í desember í fjarveru Júlíusar sem einnig er landsliðsþjálfari kvenna. Ísland leik- ur í lokakeppni EM í Danmörku og Noregi en mótið hefst í næstu viku. Ekki náðist í Svein Stefánsson, for- mann handknattleiksdeildar Vals, í gærkvöldi. Júlíus Jónasson lætur af störfum hjá Val  Framhaldið óljóst  Óskar og Heimir stjórna tímabundið Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðjón Valur Sigurðsson snéri aftur á hand- boltavöllinn í gærkvöldi eftir hnémeiðsli þegar lið hans, Rhein-Neckar Löwen hristi af sér slenið og sigraði Þýskalandsmeistara Kiel á heimavelli í Mannheim 29:26. Guðjón kom inn á þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum en hann hafði ekki spilað síðan í bronsleiknum gegn Pólverjum á EM í Austurríki í janúar. Þetta eru afar góð tíð- indi fyrir íslenska landsliðið eins og nærri má geta en liðið tekur þátt á HM í Svíþjóð í janúar. Þetta var þriðja tap lærisveina Alfreðs Gísla- sonar í Kiel í deildinni á þessari leiktíð. Aron Pálmarsson verður ekki sakaður um tapið en hann var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá fjög- ur mörk en lét minna fyrir sér fara í þeim síðari. Sigurinn var vafalaust kærkominn fyrir Guð- mund Guðmundsson, þjálfara Löwen, en liðið hef- ur hikstað nokkuð undanfarið. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk og tvö þeirra á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik. Róbert Gunnarsson fékk að spreyta sig á línunni og skoraði eitt mark en Guðjón Valur fékk ekki marktækifæri á þeim mínútum sem hann spilaði. Kiel er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Lö- wen er í því 4. með 21. Segja má að þessi úrslit hafi verið vatn á myllu Hamburgar sem er á toppnum með 26 stig og hefur aðeins tapað einum leik. Í öðru sæti eru svo Dagur Sigurðsson og Al- exander Petterson hjá Füchse Berlín með 23 stig og eiga leik til góða. Ljósmynd/Jürgen Pfliegensdörfer Barátta Aron Pálmarsson, leikstjórnandi Kiel, sækir að vörn Rhein-Neckar Löwen. Til varnar er Ólafur nokkur Stefánsson. Guðjón Valur sneri aftur  Spilaði í fyrsta skipti síðan á EM  Löwen vann Kiel og blandar sér í baráttuna Logi Gunnarsson átti stórleik í sænska körfu- boltanum í gær- kvöldi og skoraði 23 stig fyrir Solna í sigri á 08 Stokkhólmi. Solna sigraði 92:76 en leikið var í Stokkhólmi. Solna færðist upp um eitt sæti með þessum sigri og er í 6. sæti deildarinnar. Logi hitti mjög vel í leiknum og setti nið- ur fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Hann var stigahæstur hjá Solna í leiknum og hefur skorað mest á leiktíðinni. kris@mbl.is Logi stiga- hæstur hjá Solna Logi Gunnarsson Það er óhætt að segja að Eiður Smári Guðjohn- sen sé úti í kuld- anum hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Stoke en hann hefur ekk- ert komið við sögu í deildinni síðan hann lék síðustu 12 mín- úturnar á móti Manchester United 24. október. Frá þeim tíma hefur Stoke spilað sex deildarleiki. Hann kom síðast við sögu hjá Stoke 27. október þegar hann lék síðasta hálftímann í tapleik á móti West Ham í deildabikarnum. Stoke, sem er taplaust í síðustu fjórum leikj- um, sækir Wigan heim á laug- ardaginn. gummih@mbl.is Eiður ekkert spilað síðustu fimm vikur Eiður Smári Guðjohnsen Arna Sif Pálsdóttir er 22 ára gömul og er ein sextán handboltakvenna sem skipa íslenska landsliðið í handknattleik þegar það tekur í fyrsta sinn þátt í lokakeppni Evrópumeistaramótsins. Arna Sif er línumaður og einnig afar sterkur varn- armaður. Hún ólst upp hjá HK í Kópavogi og lék með meistaraflokksliði félagsins allt þar til hún danska úr- valsdeildarliðið Horsen HK sumarið 2009. Með Hor- sens lék Arna Sif í eitt ár en þegar liðið féll niður um deild í vor skipti hún yfir í raði úrvalsdeildarliðsins Team Esbjerg. Arna Sif á að baki 49 landsleiki sem hún hefur skorað í 54 mörk. Hún lék sinn fyrsta landsleik í Rotterdam 1. nóvember 2006 er íslenska landsliðið mætti því hollenska og tapaði 32:27. Það var jafnframt fyrsti leikur kvennalandsliðsins undir stjórn Júlíusar Jón- assonar, núverandi landsliðsþjálfara. ÚRSLITAKEPPNI EM KVENNA HEFST EFTIR FIMM DAGA Arna Sif Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.