Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1
Tveir miðlar, ein auglýsing, tvöföld áhrif. Auglýsingin birtist líka á mbl.is2. desember 2010 Vínkæliskápur er eitt af því sem Sigurði Flosasyni, saxafónleikarnum góðkunna, finnst vanta á heimili sitt. Nýtt hjónarúm er líka á óskalistanum, þótt konan skuli vera sú sama og verið hefur. 8 Í Evrópu hefur rafbíllinn Leaf frá Nissan verið valinn bíll ársins. Skref til megnunarleysis. Gert er ráð fyrir að bíllinn komi á markað hér eftir rúmlega eitt ár. 17 Eitt af glæsilegustu húsum Árbæjarsafns stóð eitt sinn við Lækjargötu og var reist árið 1852. Þar var VR stofnað og verslun Hagkaupa um langt skeið. Upp á Árbæ var svo farið með húsið fyrir rúmlega tuttugu árum. 4 Starf verslunarstjórans er anna- samt. Bökunarvörur, kjöt og bækur seljast vel í verslun Krónunnar í Ár- bænum sem Sigurlaug Siggeirs- dóttir stýrir. 10 Líklega hefur Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona sleg-ið nýtt met í síðasta mánuði. Í liðinni viku kom húnfram í átta sýningum og í haust hefur hún leikið sam-tímis stór hlutverk í þremur verkum: Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum og Fjölskyldunni. Samhliða hefur hún einnig farið með rullu í sjónvarpsþáttunum Hlemmavídeó, glensað í Áramótaskaupinu, og ofan á allt þetta bætast stífar æfingar fyrir Ofviðrið eftir Shakespeare, sem er jólaleikrit Borgarleikhússins í ár. „Ég er ekki frá því að nóvembermánuður hafi verið nálægt Íslandsmeti því mér telst til að ég hafi komið fram á 29 sýn- ingum. Sumir kollegar mínir hafa verið að grínast með að þetta hljóti að vera orðinn ótrúlegur fjöldi orða sem ég er búin að leggja á minnið fyrir öll þessi hlutverk og ekki úr vegi að reikna út fjöldann áður en haft er samband við Heimsmetabókina,“ segir Sigrún Edda hlæjandi og bætir við að í nóvember hafi hún hiklaust geta tekið undir þau orð Shakespeares að öll hennar veröld væri leiksvið, enda gerðist ósköp lítið í lífi hennar utan leikhússins þann mánuðinn. Meira en til stóð Það var alls ekki ætlunin að vinnuálagið yrði svona mikið á Sigrúnu Eddu. „Það átti enginn von á að vinsældir Gauragangs og Fjölskyldunnar yrðu svona miklar en eftirspurnin kallaði á að framlengja þessar sýningar yfir á haustið. Svo vakti Fólkið í kjallaranum svona rosalega lukku og við sýnum oft tvær sýn- ingar á dag af því verki,“ útskýrir hún aðspurð hvernig stendur á þessu mikla vinnuálagi. Síðasta sýning á Gauragangi var á sunnudag og væntanlega verður lokasýning Fólksins í kjallaranum í desember, svo von- andi getur Sigrún farið að slappa örlítið af á nýju ári. Ítalskt óbermi Frumsýning á Ofviðrinu verður 29. desember. Þar fer Sigrún Edda með hlutverk Antoníós. „Hann er sennilega mesta skítseiði sem ég hef á ævinni leikið. Antoníó leggur á ráðin um að auka völd sín með því að myrða bróður sinn Prosperó, hertoga af Mílanó, og dóttur hans um leið,“ segir Sigrún Edda um verkið sem hún segir best mega lýsa sem æv- intýra-gleðileik blönduðum djúpum alvörutónum. Atoníó telur ráðagjörðir sínar hafa gengið að óskum, nema hvað Prosperó kemst undan og reynist vera vel lesinn í galdra- fræðum. „Magnar hann upp óveður þegar Antoníó er á siglingu með mönnum sínum og ber þá að eyjunni þar sem Prosperó hefst við. Upphefst þá uppgjör milli góðs og ills.“ Ófelía og nornin Þó að verk breska skáldsins birtist reglulega á fjölum íslenskra leikhúsa, og tilþrifin hafi oft verið eftirminnileg, er ekki hægt að sega að Shakespeare sé beinlínis fastagestur á íslensku leikhússenunni. Sigrún Edda segist sjálf hafa gaman af að takast á við Shakespeare, sem hún hefur ekki gert síðan hún túlkaði Ófelíu fyrir lifandi löngu og síðan norn í Makbeth. „En það virðist eins og allir ætli að setja Shakespeare-leikrit á svið í vetur. Borgarleikhúsið er með Ofviðrið, Lér konungur verður í Þjóðleikhúsinu og ég veit af a.m.k. tveimur menntaskólasýn- ingum þar sem Draumur á Jónsmessunótt er á dagskrá,“ segir hún og er ánægð með þessa skemmtilegu tilviljun. ai@mbl.is Sigrún Edda Björnsdóttir æfir sitt fyrsta karlmannshlutverk, Antoníó í Ofviðri Shakespeares „Sennilega mesta skítseiði sem ég hef á ævinni leikið“ Morgunblaðið/Golli Það virðist eins og allir ætli að setja Shake- speare-leikrit á svið í vetur. Sigrún Edda leikur Antonio, en óvenjulegt er að kona leiki þetta karlhlutverk. Er þar snúið á haus með skemmtilegum hætti þeim sið sem tíðkaðist í leikhúsunum sem Shapespeare samdi fyrir, þar sem karlar fóru með kvenmannshlutverkin. Kona í Krónubúð atvinna Lækjargötu- húsið fasteignir Laufið er bíll ársins Líklegt er að einhverjir hætti í jeppasporti verði vörugjöld á mengunarþunga bíla auk- in. Þetta er mat formanns Ferðakúbbsins 4X4, Sveinbjörns Halldórssonar. Run- ólfur Ólafsson, talsmaður FÍB tekur í sama streng. 14 Hætta í jeppasporti Hjónarúm og vínskápur bílar finnur.is Bókanir í síma 570 3030 flugfelag.is Gefðu g ða ferð í jólagjöf 14.900 kr. Opið laugardag frá kl. 11-16 og virka daga 10-18 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Chiro Collection heilsurúm 25% jóla- afsláttur TempraKON dúnsængur 100% hvítur gæsadúnn 20% afsláttur kr. 29.900,- Heilsuinniskór Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt undir allt fótasvæðið. Sendum frítt út á land - betrabak.is He ils ui nn is kó r s em lag ar sig að fætinum - einstök þæ gindi Parið kr. 3.900,- 2 pör kr. 6.980,- 3 pör kr. 9.990,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.