Morgunblaðið - 02.12.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.12.2010, Qupperneq 10
atvinna Zumba kom fyrst fram á sjónarsviðiðfyrir tveimur árum hér á landi, ognaut strax töluverðra vinsælda. Svovar eins og áhuginn dalaði en núna er þessi dansíþrótt að koma sterk inn aftur,“ segir Auðbjörg Arngrímsdóttir þolfimi- og danskennari hjá World Class í Laugum en þar eru að hefjast ný zumba-námkeið. Zumba er n.k. þolfimi-íþrótt fyrir hópa, sem byggist á suðrænum danstökum. „Við sækjum efnivið í dansstefnur eins og me- rengue, salsa, og samba en heimfærum sporin upp á leikfimina. Útkoman er góð brennsla þar sem allir fá að svitna vel og fá útrás, en hafa um leið gaman af æfingunni og bæta kannski hjá sér dansvöðvana,“ útskýrir Auð- björg. Mýkt í hreyfingarnar Ekki er um það að ræða að þátttakendur verði að vera eldflinkir dansmenn og heldur ekki þörf á að mæta í skrautlegu brasilísku pilsi. „Stálrassinn og mjóa mittið þarf fólk ekki að hafa þegar það byrjar, en sennilega verður kroppurinn kominn langleiðina í þá átt þegar námskeiðinu er lokið. Ekki er flókið að ná valdi á sporunum og að sjálfsögðu mætir fólk einfaldlega í sínum íþróttafatnaði.“ Fyrir utan að vera góð hreyfing bindur Auðbjörg vonir við að zumba geti kannski orðið til að krydda örlítið dansmenningu landsmanna og jafnvel komið smámýkt og dilli í mjaðmahreyfingarnar þegar fólk kemur saman til að skemmta sér og dansa. „Hana vantar svolítið í okkur, þessa dansmýkt, og oft áhugavert að fylgjast með á skemmtistöð- unum hve margir eru stífir og skoppa helst um með hendur á lofti,“ segir hún. „Svo þeg- ar mýktin er komin er spurning hvort ekki megi fara að gera meira af því að konur og karlar dansi saman, taki nokkrar dýfur og snúninga frekar en skoppa sitt í hvoru lagi og fara svo beint á barinn.“ ai@mbl.is Nemendur svitna vel og styrkja kannski dansvöðvana í nýjum zumba-fit tímum. Er kom- inn tími á suðræna sveiflu? Morgunblaðið/Golli Auðbjörg danskennari myndi vilja sá mýkri hreyfingar á íslenskum dansiböllum. „Svo þegar mýkt- in er komin er spurning hvort ekki megi fara að gera meira af því að konur og karlar dansi saman, taki nokkrar dýfur og snúninga frekar en skoppa sitt í hvoru lagi og fara svo beint á bar- inn.“ Mitt fyrsta alvörustarf var í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Ég var 12 ára eða þar um bil. Þar lærði ég að vinna, mæta á réttum tíma, vakna við- urstyggilega snemma á morgnana, hlusta á þungarokk og kjaftasögur – og bera tilhlýðilega virðingu fyrir slori. Þar lærði ég líka að kaffi er mik- ilvægasta frumefnið. Bragi Valdimar Skúlason. Fyrsta starfið Kaffi er mikilvægasta frumefnið Næstum öll fyrirtæki með 10 starfsmenn eða fleiri nota tölvur og net við starfsemi sína og 82% einstaklingsfyrirtækja. Aðeins 38% ís- lenskra fyrirtækja eru með vefsíðu og þá einkum hin stærri. Upplýsingar um verð- eða vörulista voru á vefsíðum 57% allra fyrirtækja sem höfðu vefsíðu. Fjögur af hverjum tíu fyr- irtækjum bjóða upp á þann möguleika að panta vörur eða þjónustu í gegnum vefsíðu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Ís- lands um netnotkun og rafræn viðskipti sem birtar voru fyrir helgina. Hagstofan kannar tölvur og fyrirtæki Aðeins 38% fyrir- tækja á vefnum Stjórn Lífeyrissjóðs verk- fræðinga hefur ráðið Auði Finnbogadóttur sem fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Auður er viðskiptafræð- ingur frá University of Colorado at Boulder í Bandaríkjunum (1992), og MBA frá Háskólanum í Reykjavík (2005). Hún er löggiltur verðbréfamiðlari og stóðst hæf- ispróf sem framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs undir lok síðasta árs. Auður hefur um 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, þ. á m. reynslu af eignastýringu. Hún var fram- kvæmdastjóri MP Banka hf. frá stofnun til ársins 2003. Á árunum 2003-2009 starfaði hún sjálfstætt við ráðgjöf tengda fjármálum og eignastýringu og rak eigið fjármálafyr- irtæki, A Verðbréf hf., á árunum 2006-2008. Einnig lagði hún stund á framhaldsnám og sinnti stjórnarstörfum á þessum tíma. Auður situr í stjórn Framtakssjóðs Íslands fyrir hönd lífeyrissjóða og er í stjórn Ice- landair Group . Hjá LV starfa 6 manns auk Auðar. Lífeyrissjóður verkfræðinga Auður ráðin fram- kvæmdastjóri „Starf verslunarstjórans er af- skaplega lifandi. Hver árstíð kallar á ákveðnar áherslur og samkvæmt því þarf að starfa. Núna er und- irbúningur jólanna kominn á fullt skrið og þá höfum við bökunarvör- urnar í forgrunni hér í búðinni og alveg á næstu dögum tökum við jólakjötið inn. Um áramótin verðum við svo með snakk og ídýfur í framlínunni,“ segir Sigurlaug Sig- geirsdóttir sem stýrir verslun Krón- unnar við Rofabæ í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Þessa dagana, þegar annatími er í verslunum, mætir Sigurlaug til starfa um klukkan sex á morgnana. Í mörg horn er að líta árla dags; gera þarf gærdaginn upp, fara yfir reikninga og samþykkja, senda út tölvupósta, panta inn vörur og svo mætti áfram telja. Þegar líður á morguninn koma sendiferðabílar með pantanir dagsins og þá þarf að taka upp úr kössum, raða í hill- ur og svo mætti áfram telja. „Mér gefst vel að mæta snemma til vinnu á morgnana, þá er maður laus við símann og þann atgang sem í raun fylgir verslunarstörfum. Þegar jólatörninni lýkur vona ég samt að ég geti farið aðeins seinna af stað á morgnana,“ segir Sig- urlaug sem lengi hefur sinnt versl- unar- og skrifstofustörfum ým- iskonar. Starfi verslunarstjórans nú sinnir hún hins vegar í afleysingum. „Ég hafði aldrei prófað þetta áð- ur og það er gaman að bæta þessu í reynslubankann,“ segir hún. Verslanir Krónunnar eru alls tólf, þar af níu á höfuðborgarsvæðinu. Búðin í Rofabænum er ein þeirra minni og er einskonar hverfisbúð enda þótt margir fleiri en Árbæing- ar renni þar við eftir nauðsynjum. Sjö fastir starfsmenn standa vakt- ina í búðinni auk nokkurra skóla- krakka sem starfa þar á kvöldin og um helgar. „Fyrir utan bökunarvörur og kjöt- ið erum við að taka inn bækurnar núna. Getum plássins vegna reynd- ar ekki tekið inn nema þá titla sem eru söluhæstir. Því er ekki að leyna að það er alltaf einhver ákveðin stemning sem fylgir bókavertíðinni – en sjálf hef ég mesta ánægju af spennusögum hverjar sem þær nú eru,“ segir verslunarstjórinn að síð- ustu sbs@mbl.is Starfið mitt Verslunarstjóri Bækur, bökunarvörur og jólakjöt Sigurlaug Siggeirsdóttir hefur lengi unnið við verslunarstörf og Krónubúð- inni í Rofabæ hefur hún stýrt í afleysingum síðustu mánuðina. Það reynist mikill misskilningur hjá blaðamanni að hópatímar heilsuræktarstöðvanna séu eintómt kvennaveldi. „Á mörgum námskeiðum er meirihlutinn kvenfólk, en nær alltaf eru einhverjir karlar sem taka þátt og á sumum eru klár helmingaskipti,“ segir Auðbjörg en játar að karlpeningurinn vilji oft frekar taka á því í tækjasalnum. „Karlarnir eru þá að leitast eftir að stækka vöðv- ana með þungum lóðum á meðan hóptímarnir byggja frekar upp úthald og styrk í vöðvanum og gera hann þéttari. Sumir karlarnir veit ég að hafa áttað sig á kostum þess að blanda hóptímum saman við þyngdaræfingarnar því með því að þétta vöðvana og auka þrekið geta þeir tekið meira á því í lyftingunum.“ Hópatímar eru ekki bara fyrir konur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.