Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 16
bílar16 2. desember 2010 Það er löngu liðin tíð aðVolvo framleiði öruggakassa á hjólum sem jafngaman er að aka og trak- torum. Og það er líka liðin tíð að Volvo-bílar eyði miklu, séu kraftlitlir og eingöngu hugsað um öryggi far- þega. Nútíma Volvo-bílar eru lúx- usbílar hlaðnir nýjustu tækni, með aflmiklar og sparneytnar vélar, eru frábærir í akstri og öryggi farþega hefur enn aukist. Volvo S40 er dæmi um þetta, bíll sem eyðir 3,9 lítrum í blönduðum akstri, er mjög góður akstursbíll, vel búinn í alla staði og er þrátt fyrir litla dísilvél merkilega aflmikill. Volvo S40 má reyndar fá með allskonar vél- um og verksmiðjurnar bjóða sex bensínvélar og þrjár dísilvélar. Brimborg býður bílinn með tveimur bensín- og tveimur dísilvélum. Bens- ínvélarnar eru 2,0 og 2,5 lítra, 145 og 230 hestafla en dísilvélarnar 1,6 og 2,0 lítra túrbóvélar, 115 og 150 hest- afla. Verðið er frá 4,2 til 5,4 milljónir. Skortir aldrei afl Reynsluakstursbíllinn var með 1,6 lítra túrbó dísilvélinni, sem ekki er skráð fyrir nema 115 hestöflum en togið er heilir 270 Newton-metrar. Greinarhöfundur hafði af því áhyggj- ur að bíllinn væri nokkuð vélarvana með þessa litlu vél en staðreyndin er að hann skortir aldrei afl og skilar gríðarlegu togi, sérstaklega fyrir of- an 2.000 snúninga. Bíllinn var af út- færslunni DRIVe, sem er sú spar- neytnasta og allt til þess gert að hann eyði litlu. Hann drepur á sér ef stöðv- að er og sett í hlulausan, en reynslu- akstursbíllinn var beinskiptur. Undirvagninn er allur sléttur og vindflæðiplötur minnka vindmótsöð- ustuðul. Álfelgurnar eru hannaðar sérstaklega fyrir bílinn og eru sér- lega sléttar, en ekkert sérlega fal- legar. Hver er svo árangurinn? Jú, hann eyðir 3,8 lítrum í blönduðum akstri og mengar 104 CO2 g/km, sem er með því lægsta sem finnst í al- minnstu bílum. Bílnum var ekið til Akureyrar og til baka auk snatts í höfuðstað Norðurlands og ekki þurfti að bæta á tank fyrr en komið var aftur til Reykjavíkur. Bíllinn er því alger sparibaukur. Ljúflingur í akstri Það kom á óvart hversu skemmti- legur S40 er í akstri með svo netta vél og nánast fáránlegt að ímynda sér hvernig væri að aka T5 útfærslu bils- ins með 230 hestafla bensínvélinni. Akstureiginleikar eru góðir, fjöðrun til prýði, stýri nákvæmt, ekkert finnst fyrir hraða og langkeyrsla ánægjuleg. Bíllinn er vel hljóðeinangraður og til vitnis um það fannst lítið fyrir því að hann væri á negldum dekkjum. Að sjálfsögðu hefur Volvo S40 fengið fimm stjörnur í öryggisprófunum og bíllinn er hlaðinn öryggisbúnaði. Volvo S40 er frekar lítill bíll með ekki mikið fótarými fyrir afstursæt- isfarþega en gott höfuðrými. Ekki þarf að efast um mikla endingu S40 eins og annarra Volvo bíla og gott endursöluverð er aðalsmerki þeirra. Því ættu kaup á S40 að vera hag- kvæm á tvo vegu, en eldsneyt- iskostnaður er með því allra lægsta. Helstu samkeppnisbílar Volvo S40 eru seríu 1 bílar BMW, Audi A3 og Mercedes Benz A-Class. Með breyttu vörugjaldi á bíla má búast við því að verð á Volvo S40 með þessari vél lækki verulega vegna lítillar CO2 los- unar og yrði um fjórar milljónir kr. finnur@reykjavikbags.is Morgunblaðið/Golli Volvo S40 árg. 2010 1,6 l. Díselvél 115 hestöfl Beinskipting, 5 gíra 5 sæti 6 líknarbelgir ISO-FIX festingar Eyðsla innanb: 4,3 Eyðsla utanb: 3,5 CO2 g/km: 99 Spólvörn og hemlajöfnun 16” álfelgur 0-100: 11,4 sek. Hámarkshraði: 195 km Framhjóladrif Verð: 4.690.000 kr. Umboð: Brimborg Reynsluakstur Volvo S40 Sparibaukur með öllum þægindum Sparneytinn lúxusbíll, vélin merkilega afkastamikil. Vél- in ekki stór en skilar miklu togi. Aksturseiginleikar góðir, fjöðrun til stakrar prýði, stýri nákvæmt og langkeyrsla ánægjuleg. Stílhreinar línur hafa alltaf einkennnt Volvo. Nýjasta útgáfan S40 er þar engin undantekning, auk heldur sem bíllinn er öruggur og eyðslugrannur. Gera má ráð fyrir því að verð bílsins lækki, vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjöldum. Tilvalið í jólapakkann! 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Nýlegir, yfirfarnir og í toppstandi Mercedes-Benz A170 árg. 2005, ekinn 88 þús. 1699cc, bensín, beinsk. Verð 1.950.000 Mercedes-Benz CLS-Class árg. 2006, ekinn 55 þús. 5462cc, bensín, sjálfsk. Verð 7.690.000 Mercedes-Benz SLK-Class árg. 2005, ekinn 72 þús. 3490cc, bensín, sjálfsk. Verð 4.690.000 Sértilbo ð Verð 9.600.000 Mercedes-Benz ML-Class árg. 2005, ekinn 89 þús. 2700cc, dísil, sjálfsk. Verð 4.700.000 Mercedes-Benz E240 árg. 2001, ekinn 81 þús. 2597cc, bensín, sjálfsk. Verð 1.950.000 Mercedes-Benz E280 4M árg. 2007, ekinn 259 þús. 2987cc, dísil, sjálfsk. Verð 5.490.000 Við eigum toppeintök af notuðum Mercedes-Benz bílum. Komdu í ÖSKJU, Krókhálsi 11, eða farðu á www.askja.is og finndu bíl að þínu skapi. Mercedes-Benz GL320 CDI árg. 2006, ekinn 87 þús. 2987cc, dísil, sjálfsk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.