Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 17
2. desember 2010 17 bílar Rafbíllinn Nissan Leaf,eða Laufið, hefur veriðvalinn bíll ársins 2011 íEvrópu. Carlos Ghosn, forstjóri Nissan og Renault, segir viðurkenninguna sönnun þess að Laufið sé samkeppnisfært við hefðbundna fólksbíla hvað öryggi, afköst, þægindi og meðfærileika varðar. Eftirsótt viðurkenning Þetta er í fyrsta sinn sem rafbíll hlýtur þessa árlegu og eftirsóttu viðurkenningu. Fjöldaframleiðsla bílsins hófst fyrir skömmu og fer hann á markað í Japan og Banda- ríkjunum í desember og í nokkr- um völdum löndum Evrópu snemma á næsta ári. Alls voru 40 bílar tilnefndir til viðurkenningarinnar, sem nú er veitt 47 árið í röð. Í öðru sæti varð Alfa Romeo Giulietta og í því þriðja Opel/Vauxhall Meriva. Í kjörinu tóku þátt 577 bíla- blaðamenn frá 23 Evrópuríkjum. Í næstu sætum í úrslitunum urðu, í þessari röð, Ford C-Max/Grand C- Max, Citroën C3/DS3, Volvo S60 og V60 og Dacia Duster. Rafmótor á framhjólin „Með þrjá aðra rafbíla í píp- unum hjá Nissan og fjóra rafbíla sem koma hvað úr hverju á markað frá bandamann- inum Renault, þá markar Laufið stórt og mikilvægt spor í átt til meng- unarlausrar bílaframtíðar,“ sagði Nissan- og Renault-stjórinn Ghosn í tilefni verðlaunanna. Nissan áformar að smíða senn 250 þúsund Lauf á ári í bíl- smiðjum í Bandaríkjunum, Eng- landi og Japan, þar af 150.000 í Tennessee í fyrstnefnda landinu. Rafmótorinn er í bílnum fram- anverðum og drífur hann fram- hjólin einvörðungu. Drægi raf- hleðslunnar er rúmlega 160 kílómetrar. Síðast féll viðurkenningin Bíll ársins í Evrópu í skaut Nissan ár- ið 1993 er smábíllinn Micra fór með sigur af hólmi. Til Íslands í upphafi 2012 „Nissan Leaf er fyrsti rafbíllinn sem hannaður er frá grunni með það fyrir augum að uppfylla vænt- ingar og þarfir hefðbundinna not- enda. Þessi bíll er því spennandi kostur fyrir hinn almenna neyt- anda. Vonast er til að Nissan Leaf verði fáanlegur seint á næsta ári en það mun að miklu leyti ráðast af því hvort umhverfið okkar hér á Íslandi verður tilbúið að taka á móti slíkum bílum, þ.e. með tilliti til hleðslupósta og svo framvegis. Víða erlendis hafa borgir og ríki lagt mikið kapp á að ryðja braut- ina fyrir rafbíla og horfir fram- leiðandinn mikið á þann þátt áður en ákvörðun er tekin um að mark- aðsfæra bílinn í hverju landi fyrir sig. Við vonum því til að geta kynnt Nissan Leaf í upphafi árs- ins 2012,“ segir Skúli K. Skúlason, forstjóri Ingvars Helgasonar ehf. agas@mbl.is Rafbíllinn Leaf frá Nissan er bíll ársins í Evrópu Laufið markar mikilvægt spor Stjórnborð bílsins er glæsilegt og býsna vel ætti að fara um ökumanninn. Rafbíllinn Leaf frá Nissan er rómaður ytra en á Íslandsmarkað ætti hann að koma eftir rúmt ár, skv. talsmanni Ingvars Helgasonar. Skúli K. Skúlason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.