Eyjablaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 2
2 EYJABLAÐIÐ Eyjablaðið Útgefandi: Sósíalistajélag Vestmannaeyja Áhyrgðarmaður: Sigurður Guttormsson Prentsmiðjan HOLAR Reykjavík TAXTI sj ómannafélagsins J ö t u n s um kaup og kjör sjómanna á ísfiskflutningaskipum DAGSBRUN vinnur stórsigur fyrir verkalýðinn hér Um morguninn 22. febrúar s.l. vöknuðu verkamenn hér við þau tíðindi, að grunnkaup þeirra í al- mennri dagvinnu hafði hækkað úr kr. 2.10 um klst. upp í kr. 2.45 en það þýðir á þriðja þúsund krónu tekjuaukningu á ári fyrir hvern vinnandi verkamann miðað við 8 klst. vinnu á dag. Þetta skeður svo sem kunnugt er án þess að samtök landverka- manna hreyfi hönd eða fót, til þess að knýja atvinnurekendur til þessa og jafnvel án þess að hin minnsta krafa sé gerð í þessa átt. Skýringin á þessu merkilega fyrirbæri er sú, segja sumir og það með réttu,, að Verklýðsfélag Vestmannaeyja náði fram þeim ákvæðum í samningi við atvinnu- rekendur á sínum tíma, að fram- vegis skyldi kaup verkamanna hér fylgja kauptaxta Dagsbrúnar. En þá mætti spyrja: Er þetta í rauninni tæmandi skýring? Hvers vegna var kaupið ekki bundið við eitthvert annað félag, segjum t. d. Verklýðsfélag Akraness, Kefla- víkur eða Sandgerðis eða ein- hverra þeirra félaga sem eru und- ir svipaðri forustu óg Verklýðsfé- lag Vestmannaeyja? Nú var það vitað að Dagsbrún hafði orðið fyrir því „áfalli“ að missa sína a man- 426.25 480.50 465.00 810.00 607.50 1. gr. Lágmarkskaup uði skal vera: Hásetar........... kr. Kyndarar ...... — Matsveinar....... •— 1. vélstjóra .... -— 2. vélstjóra .... — Auk kaups hafa allir skipverj- ar frítt fæði. Auk hins fasta kaup- gjalds fá skipverjar dýrtíðarupp- bót samkvæmt vísitölureikningi kauplagsnefndar og breytist upp- bótin mánaðarlega eftir þeirri dýr- tíðarvísitölu, sem birt er í næsta mánuði á undan. 2. gr. A eimvélskipum, sem sigla milli landa, skulu vera 2 „ágætu“ Bjarna Ben- og Stefáns Jóhannesstjórn í hendur ótætis kommanna. Þetta hefur að vísu til skamms tíma verið ráðgáta í samanburði við ráðabreytni stjórnar Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja í öðrum efnum, en rás viðburðanna hefur gefið þær skýringar, sem duga, en þær eru þessar: Verkamannafél. Dagsbrún hefur aldrei verið óumdeilanlegra for- ustufélag íslenzkrar alþýðu en ein- mitt síðan sameiningarmenn tóku völdin þar. Án hinnar róttæku for- ustu hefði Dagsbrún ekki getað rutt brautina fyrir öll verkalýðsfé- lög landsins 1942. Það að Dags- brún ríður enn á vaðið, þrátt fyrir kyrrsetu fyrrnefndra nágrannafé- laga sinna, og vinnur nýja stór- sigra, ekki einasta fyrir reykvísk- an verkalýð, heldur einnig fyrir verkamenn og verkakonur hér, á sína skýringu í því, að stefna hinnar stéttarlegu einingar er þar við völd. Hvort þessar kr. 300 þús. verða handbærar eða ekki, þegar þeirra verður krafizt til þess, er þær voru ætlaðar til, skal hér að óreyndu ósagt látið. Tekjur bæjarsjóð hafa á síðustu árum verið margfaldar á við það, sem nokkru sinni hefur áður þekkzt. Mikið veltur á, að tekjun- um sé skynsamlega varið og ráð- izt í þær framkvæmdir, sem nauð- synlegar mega teljast. Fjölmörg úrlausnarefni bíða óleyst, hvert öðru nauðsynlegra. — Má nefna byggingu elliheimilis, framhalds- skóla, lausn mjólkurframleiðslu- málanna, hvort sem það verður með stofnun kúabús af hálfu bæj- arfélagsins eða með öðrum hætti, fullkomnun holræsakerfis bæjar- ins, betri skipun á heilbrigðiseftir- liti, vegagerð, endurbætur á veg- um, skipulagsbreytingar og fegrun bæjarins, svo sem með því að koma upp skrúðgarði o. s. frv. — Þá má minna á flugvallargerð, sem raunar má með allmiklum rökum halda fram, að sé verkefni ríkisins fremur en bæjarins. Að svo stöddu skal eigi rætt frekar um þessi mál hér, en þeim gerð fyllri/skil hér í blaðinu, eftir að ný fjárhagsáætlun er fram komin, eða önnur tilefni gefast til. kyndarar og aldrei minna en 4 hásetar. A mótorvélskipum yfir 150 smálestir skal vera minnst 9 manna skipshöfn, þar af 4 hásetar, en á mótorvélskipum undir 150 smálestir skal vera minnst 8 manna skipshöfn, þar af 3 hásetar. 3. gr. Skipverjar á skipum þeim, sem flytja fisk til útlanda, skulu að lokinni ferð frá útlönd- um hafa 24 klst. dvöl í heimahöfn og fá hafnarfrí þann tíma. 4. gr. Starfi skipverjar þeir, er á þilfari vinna, að flutningi kola úr fiskirúmi eða af þilfari í kola- box eða „fyrpláss“ í millilanda- ferðum, fá þeir 6 krónur á vöku, auk dýrtíðaruppbótar.Sama þókn- un greiðist kyndurum fyrir flutn- ing kola úr fiskirúmi eða af þil- fari í kolabox eða „fyrpláss“. Eng- um einstökum manni er þó skylt að vinna að kolaflutningi lengur en 12 tíma á sólarhring. Sama greiðsla ber hásetum er kynda í ferðum milli landa. Skipverjar þeir, sem þessi taxti tekur til vinni eigi að löndun fiskjar í erlendum höfnum og meðan á styrjöldinni stendur heldur ekki að borðþvætti þar. 5. gr. Vinni hásetar og mat- sveinar að hreinsun og viðgerð skipsins eftir að þeir hafa verið skráðir af því, skal þeim greitt tímakaup það, er hafnarverka- mönnum þar sem verkið er fram- kvæmt, er greitt á sama tíma, enda fæði þeir sig að öllu leyti. Vinnu- tímar í viku séu ekki fleiri en 48 og frí frá hádegi á laugardögum. Vinni hásetar eða matsveinar að botnhreinsun skipa á útgerðar- tímabilinu, skal þeim greitt fyrir það samkvæmt ákvæðum, sem gilda um eftirvinnukaup hafnar- verkamanna á hverjum stað. Nú vinna vélstjórar á skipinu í sam- ræmi við það, sem ofan greinir, skal þeim þá greitt það kaup sem vélamenn á togurum fá greitt fyr- ir sömu störf. Skipverjar hafa að öðru jöfnu forgangsrétt til vinnu við skipin við þau störf, sem áður greinir, þar sem það kemur ekki í bága við lögbundin réttindi iðn- aðarmanna. 6. gr. Utgerðarmaður greiðir fyrir tjón á fatnaði og munum við sjóslys 100% hærra en nú er á- kveðið í gildandi reglugerð að viðbættri dýrtíðaruppbót af hvoru tveggju. 7. gr. Ef skipverji nýtur ekki fæðis um borð í skipinu, en vinn- ur annars fyrir mánaðarkaupi, ber honum kr. 3.75, auk dýrtíðar- uppbótar á dag í fæðispeninga frá útgerðinni. 8. gr. Liggi skipverji sjúkur í heimahúsum en ekki í sjúkrahúsi og útgerðarmaður á að greiða fæði og sjúkrakostnað að lögum, skal útgerðarmaður þá greiða honum í fæðispeninga á dag kr. 3.75 auk dýrtíðaruppbótar. Krefj- ist útgerðarmaður eða skipstjóri læknisskoðunar á skipverjum við lögskráningu skal hún framkvæmd skipverjum að kostnaðarlausu. — Verði hásetar, matsveinar eða kyndarar frá verki sökum veik- inda eða slysa, skal útgerðarmað- ur greiða þeim fullan hlut eða Jcaup í allt að 7 daga, en allt að 30 daga, ef um stýrimann eða vél- stjóra er að ræða. 9. gr. Áhættuþóknun skipverja í utanlandssiglingum skal vera sú sama og felst í samningi, dags. 16. júlí 1941, milli Sjómannafélags Reykjavíkur, Sjómannafél. Hafn- arfjarðar og Sjómannafélags Pat- reksfjarðar annars vegar og Fé- lags ísl. botnvöruskipaeigenda hins vegar. Nú er skip í siglingum inn- anlands á hættusvæði, skal þá greiða áhæltuþóknun kr. 450.00 á mánuði umfram það kaup, sem á- kveðið er í 1. grein taxtans. 10. gr. Hásetar, matsveinar og vélamenn séu meðlimir viðkom- andi félaga eða annarra verka- lýðsfélaga innan Alþýðusambands Islands er veita sömu réttindi, enda tryggi skipstjóri eða útgerð- armaður að svo sé við lögskrán- ingu í skiprúm. Útgerðarmaður eða skipstjóri heldur eftir af kaupi eða aflahlut skipverja upphæð, er nemur ógreiddu iðgjaldi til stétt- arfélags hans, ef þess er óskað af félaginu, og afhendir því, þegar þess er krafizt. 11. gr. Taxti þessi gildir til ársloka 1944. Húsmæður Framvegis munum viS hafa á boðstólum: SlægSa ýsu Ýsuflök, SlægSan þorsk Þorskflök LúSu Hrogn íshúsið Sími 10

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.