Eyjablaðið - 22.11.1951, Side 1
i2. árgangur.
Vestmannaeyjum, 22. nóv. 1951
18. tölublað.
Veizluhöld
á vegum bæjarins
1 Fylki hinn 9. nóv. s.l. eru
tvær ofstækisfullar greinar um
veizluhöld á vegum bæjarsjóðs,
ýmist lygar frá rótum eða stór-
kostlega ýktar. Höfundar eru
Sigfús J. Johnsen gagnfræða-
skólakennari og einhver, sem !
skammast sín fyrir nafn sitt, en
setur þess í stað einfalt f.
Þáð má merkilegt heita að for-
ustumenn Sjálfstæðisflokksins
skuli láta þessa óþroskuðu
sprellukarla dansa svona eftir-
litslaust í flokksblaði þeirra,
Fylki, flokknum til stórtjóns.
Að vísu var fyrir nokkru
frá því skýrt, að eitthvað af
blaðamönnum Fylkis hefðu farið
til höfuðstaðarins í „stjórnmála-
skóla“, en frumstæðustu manna
siði hefði þó verið hægt að
kenna piltunum hér heima, ef
í það hefði verið lögð mikil
vinna.
Tildrög þessara æsiskrifa um
veizluhöld bæjarsjóðs eru eins
og kunnugt er, þessi:
Gagnfrœðaskólinn.
Fyrir nokkru síðan var lokið
við: að steypa gagnfræðaskóla-
bygginguna og reisa sperrur.
Það er íslenzkur siður, hve
gamall veit ég ekki, áð þeir sem
eru með byggingu í smíðum
bjóði til sín þeim mönnum, sem
að byggingunni hafa unnið til
nokkurs glaðnings, þegar sperr-
ur hafa verið reistar, og rnunu
þá ekki ósjaldan vera veittir
hinir sterkari drykkir þeim sem
þess óska, en þykir heldur mið-
ur ef ekki er.
í sambandi við þennan stóra
áfanga við gagnfræðaskólabygg-
inguna bauð bæjarstjóri hand-
verksmönnum og öðrurn þeim,
sem við bygginguna höfðu unn-
ið, ásamt nokkrum gestum til
kaffidrykkju.
í hófi þessu var ekki veittur
dropi af víni á kostnað bæjar-
sjóðs, enda hefði skólastjórinn
Þorsteinn Þ. Víglundsson kunn-
að því illa, ef svo hefði verið,
þar sem hann er kunnur bind-
indismaður og skólabyggingin
hans áhugamál.
Mér kemur það ekki á óvart,
þó aðstandendum Fylkis, sé sárt
um og telji eftir, að þeim sem
við þessa byggingu hafa unnið,
hafi verið veittur kaffisopi við
þetta tækifæri, og meti lítils að
kostnáðarverð byggingarinnar
er fyrir þeirra ágætu vinnu, allt
að helmingi minna, en annars-
staðar þekkist, og t. d. fagmenn
í Reykjavík eru agndofa yfir.
Því að í þeim herbúðum hef-
ur ekki ríkt áhugi fyrir þessum
framkvæmdum.
Sjómannaminnismerkið.
Samdægurs og minnismerkið
var afhjúpað, bauð bæjarstjórn
Stjórn minnismerkissjóðsins, á-
samt fleiri gestum til kaffi-
drykkju, en það kallar Sigfús J.
Johnsen ömurlegt vínboð Bokk-
usar.
Ég hefði ekki trúað því, að
svo væri fjandskapur blaðsins
rnikill gegn öllu því, sem til
fegurðar og menningarauka
væri hér í Eyjum, að telja eftir
þennan kaffisopa, sem veittur
var, eftir að minnismerkið var
afhent bæjarstjórn f. h. bæjar-
búa, og svo er óvildin mikil, að
því er logið til, að þar hafi verið
veitt áfengi á kostnað bæjar-
sjóðs, og það auðvitað til áfellis
þeim sem að boðinu stóðu.
Þið bæjarbúar, sem urðuð til
þess áð neyta liins eftirtalda
kaffisopa, getið sjálfir um það
dæmt hvor óvirðingin er meiri,
að efna til þessa boðs, eða telja
eftir ykkur það, sem veitt var
að viðbættum stórlygum.
Koma nýja Þórs.
Við komu nýja Þórs til Eyja
bauð skipstjóri bæjarstjórn og
fleiri borgurum um borð að
skoða skipið og þiggja veiting-
ar.
Hér kemur skip í fyrsta sinn,
sem kemur til með að verða ís-
lenzkum sjómönnum og þá ekki
síður Vestmannaeyingum til
mikils öryggis, og á vafalaust
eftir að færa bæjarbúum jafnvel
ótaldar milljónir króna, vegna
gæzlu á veiðarfærum og á ann-
an hátt.
Auk þess hafa Vestmannaey-
ingar með réttu af nokkru að
státa, sem frumherjar í björg-
Samkvæmt athugun, sem Sam
vinnutryggingar hafa nýlega
gert, greiddu tryggingarfélögin
hér á landi um 25 milljónir
króna í bætur fyrir tjón á bif-.
reiðum í árekstrum síðastliðin
fimm ár. Athugunin leiddi enn-
fremur í Ijós, áð 75% þessara
árekstra varð af ýmsum orsök-
um, sem ástæða er til að ætla,
að komast hefði mátt hjá með
meiri varúð og gætni við akst-
ur. Hafa því verið greiddar
18.500.000 krónur á fimm árum
vegna óvarkárni og kæruleysis
ökumanna, en auk þess er mik-
ið tjón á bifreiðum, sem aldrei
koma til kasta tryggingarfélag-
anna. Væri hægt að draga úr
þessum árekstrum, mundu ekki
aðeins mikil verðmæti, gjald-
eyrir og fyrirhöfn sparast, held-
ur mundu iðgjöld bifreiðatrygg
inganna þá geta lækkað veru-
lega.
Frá þessari athyglisverðu at-
hugun er skýrt í ritinu
„TRYGGING“, sem Samvinnu
tryggingarnar hafa gefið út, en
það fjallar um öryggis- og trygg-
ingarmál. Er þáð tilgangur rits-
ins, sem dreift verður í stóru
upplagi, að opna augu manna
fyrir auknu öryggi, og sýna
fram á, hvaða hlutverki trygg-
ingarstarfsemi gegnir í nútíma
þjóðfélagi.
í ritinu er fyrst grein um
stofnun og starf Samvinnutrygg-
inga, en félagið varð fimm ára
á þessu hausti og er það nú þeg
ar orðið annað stærsta trygg-
J ingafélag landsins, en jafnframt
hið eina, sem starfar á sam-
I vinnugrundvelli. Hafa Sam-
' vinnutryggingar giæitt 532.905
unar- og landhelgismálum hér
við land, og finnst t. d. þetta
glæsilega skip, nýi Þór, vera
nokkurs konar arftaki vegna
frumkvæðis Eyjamanna í þess-
um efnum.
Að sjálfsögðu var skipstjóra
og skipshöfn boðið að þiggja
góðgerðir við komu þeirra í
land, og þá um leið boðið nokkr
Framhald á 2. síðu.
krónur í arð til hinna tryggðu
undanfarin tvö ár.
Þá er í ritinu greinin um or-
sök bifreiðaárekstra og eru í
henni margar fróðlegar upplýs-
ingar, er byggjast á reynslu bif-
reiðadeildar félagsins, sem nú
tryggir 3500 bifreiðar, eða
þriðju hverja bifreið í landinu.
Enn má nefna greinina „Hvers
vegna skyldi ég líftryggja mig?“
þar sem rætt er um helztu kosti
og galla líftrygginga og sýnt
fram á þýðingu þeirra fyrir ein-
staklinginn. Þá er skýrt frá at-
hyglisverðu máli vegna bifreiða
áreksturs, sem kom fyrir dóm-
stóla hér, og er lesandinn beð-
inn að dæma í málinu eftir
kunnáttu sinni á umferðaregl-
unum, en aftar í ritinu er skýrt
frá niðurstöðu dómstólanna. Þá
er grein um endurtryggingar
og skýrt frá gildi þeirra en þess
má geta sem dæmis, að einn
nýsköpunartogari er endur-
tryggður hjá 70—80 endurtryggj
. endum, og eru þessar trygging-
ar flókið og alþjóðlegt öryggis-
kerfi tryggingarfélaga. Að lok-
um er grein um dýrtíð og bruna
tryggingar, og er þar rætt um
þörfina á því að tryggingarupp-
hæð á innbúi standi í eðlilegu
sambandi við raunverulegt verð
innbúsins á hverjum tíma, ef
tryggingin á að nægja til að
bæta tjón á því.
Rit þetta er prentað í Eddu
í þrem litum og hið snotrasta
að öllum frágangi. Samvinnu-
tryggingar hafa áður gefið út
bókina „Öruggur akstur" fyrir
bifreiðastjóra og bifreiðaeig-
endur.
„Trygging”