Eyjablaðið - 22.11.1951, Síða 4
Veizluhöld
á vegum bæjar-
ins.
Framhald a£ 1. síðu.
um gestum eftir því sem efni
stóðu til.
Ég hefi ekki tekið penna í
hönd til þess að skrifa blaða-
greinar, sem mér hefur fundist
eins ömurlegt að fást við, eins
og það sem blaðagrein þessi
fjallar um, og er það frómt frá
sagt vegna Fylkis og aðstand-
enda hans.
Ég skil ekki þá andúð, sem
aðstandendur Fylkis hafa á til-
komu hins nýja varðskips, sem
vissulega mun verða skæður
ljár í þúfu erlendra veiðiþjófa
hér við land, að þeir skuli í
þessu fjandsamlega ofstæki sínu,
sleppa frá sér allri vitglóru,
hafi hún þá nokkur fyrir verið,
Jdví önnur eins óvirðing hefir
ekki verið sýnd nokkrum kær-
komnum gestum, sem til Eyja
hafa komið, eins og það að telja
eftir þær sjálfsögðu veitingar,
sem bæjarstjórn efndi til við
komu skipsins hingað í fyrsta
sinn.
„Röksemdir" þessara vesa-
linga fyrir því, að bæjarstjórn
eigi ekki að sinna sjálfsögðum
kurteisisreglum er sú, að bæjar-
sjóður sé svo févana.
íslenzk gestrisni hefði ekki á
undanförnum öldum fengið
heimsviðurkenningu, ef íslenzk-
ar húsmæður hefðu alltaf látið
bónda sinn telja fjársjóði heim-
ilisins, áður en ketill var á hlóð-
ir settur.
Því verða þessi „rök“ haldlítil
svo dómur yfir Jjessum skrif-
finnum Fylkis verður ekki um-
flúinn.
Þeir hafa orðið sér og sínum
til ævarandi skamntar.
Ól. Á. Kristjánsson.
ÚR BÆNUM
Félagið Akóges
hélt upp á aldarfjórðungsaf-
mæli sitt s.l. laugardag með hófi
í húsi félagsins við Hilmisgötu.
Margir af stefnendum félagsins
sem nú eru búsettir í Reykjavík
sóttu hófið, ásamt stjórn Akó-
ges félagsins í Reykjavík.
S unnlendingamó tið
var haldið í Samkomuhúsinu
s.l. laugardag, svo sem venja
hefir verið undanfarin ár.
8. þingi Sósíalistaflokksins
er nýlokið og sóttu þeir Þórar-
inn Magnússon og Hermann
Jónsson þingið fyrir Sósíalista-
flokk Vestmannaeyja.
eyjailadid
ULTRA stuttbylgjustöðin
Tæki þau, sem hér er um að
ræða, eru hvorki fyrirferðamikil
né stórfengleg að útliti, en þau
eru all margbrotin og mega
lieita hið nýjasta í þessum efn-
um á radíó-sviðinu.
Eins og kunnugt er, var það
ekki fyrr en árið 1906 eða fyrir
réttum 45 árum, að byrjað var
á landsímalögnum hér á landi,
og 5 árum seinna eða 1911 var
lagður sæsími milli Vestmanna-
eyja og Landeyjasands. Saga
Vestmannaeyja-símans er þáttur
úr sögu landssímans og þáttur
út af fyrir sig. Hann hófst með
því, að þáverandi landssíma-
stjóri Olav Forberg hafði árið
1911 gert áætlun um sæsíma til
Vestmannaeyja og pantað
strenginn í Þýzkalandi hjá
Nordische Seekabelwerke. Mál-
ið skyldi svo borið undir Al-
þingi, en þar var Forberg vanur
að fá sínum tillögum framgengt.
Svo fór þó, að um þetta mál
hófust miklar deilur, og var rök
stuðningur beggja aðila allharð-
ur og stundum skemmtilegur.
Var því meðal annars haldið
fram, að ekkert þýddi að vera
að leggja þarna sæsíma, Jjví
enginn skyldi ætla, að nokkuð
heyrðist í gegnum það brimrót
sem væri við Landeyjasand.
Nóg með það, málið féll í þing-
inu með jöfnum atkvæðum.
Þá var það að Forberg sneri
sér til Vestmannaeyinga sjálfra
og fyrir ötula framgöngu for-
ustumanna þeirra var stofnað
hlutafélagið „Rit- og Talsíma-
félag Vestmannaeyja“ og sæsím-
inn lagður í ágúst 1911, en
landssíminn tók svo við honum
strax á næsta ári eða 1. okt.
1912. Brátt komu í ljós tíðar
bilanir á sæsímanum, en lega
lians hafði verið valin þannig,
að reynt var að Jjræða sem mest
þau svæði, þar sem hraunbotn-
inn milli lands og Eyja var
mest sandorpinn. Árið 1925 var
svo lagður annra sæsími (ensk-
ur) til viðbótar og var valinn
sent mest hraunbotn fyrir hann,
því þá myndu botnvörpuskipin
síður granda honum.
Báðir þessir sæsímar hafa oft
bilað og viðhald jDeirra orðið
dýrt, auk þess sem bilanirnar
ollu miklum og mjög tilfinnan-
legum truflunum á talsímasam-
bandinu milli Eyja og lands og
það oft einmitt þegar verst stóð
á.
Radíótæki þau, sem nú hafa
verið sett upp í Vm. og á Ssl-
fossi eiga að brúa sundið í stað
sæsímanna og gefa bæði örugg-
ari, fullkomnari og fleiri sam-
bönd. Á sæsímunum var hægt
að hafa samtímis 3 talsímasam-
bönd, þegar þeir voru báðir í
lagi, en þessi tæki hafa 8 tal-
rásir samtímis og varatækin, sem
enn eru ókomin, en sett verða
upp á næsta ári, gefa önnur 8
sambönd. Ætti því upp frá
þessu að verða svo að segja bið-
tímalaus talsíma-afgreiðsla í
V estmannaeyj um. By Igj ulengd-
in, sem notuð er j þessum tækj-
um, er svo lítil — (rúml. 1 m.)
— að sjónbært verður að vera
milli beggja endastöðvanna.
Þessvegna er tækjunum valinn
svo hár staður í Vestmannaeyj-
um, á Stóra Klifi, 226 m yfir
sjó, en Jraðan er sjónbært til Sel-
foss. Á Selfossi tengjast svo tal- |
rásirnar við línur landsímans til
austurs og vesturs.
Við athugun þótti rétt að
setja. tækin Vestmannaeyja-meg-
in upp á Kiifið, en landmegin
á Selfossi, þar sem Austur-jarð-
síminn frá Reykjavík endar og
þar sem auðveit var að fá raf-
magn til reksturs tækjanna.
Tii Joess að konia rafmagni
til tækjanna á klifinu, varð hins
vegar að leggja 6600 volta þrí-
fasa háspennujarðstreng frá
næstu spennistöð og upp á Klif-
ið. Einnig var til vara sagður
sömu leið 1250 m. þrífasa lág-
spennurafstrengur, Ennfremur
18-lína jarðsími sömu leið upp
á klifið. Bygging hússins á Klif-
inu hófst í nóvember 1949 og
var þar við talsverða örðugleika
að etja, en reynslu-samband-
með bráðabirgðatækjunum
hófst 9. júní 1950.
Kostnaðurinn við þetta fyrir-
tæki er nú orðinn samtals rúm-
lega 1,1 milljón króna^ en með
varatækjunum mun hann alls
verða um 1,35 milljón krónur.
Það er ætlun landssímans að
koma slíku símasambandi sem
þessu á meðfram suðurströnd
landsins alla leið austur á Aust-
firði, frá einni stöð * til ann-
arrar, með ekki alltof löngu
millibili og verða Jrær að vera
svo hátt settar að sjónbært sé frá
stöð til stöðvar. Má t. d. hugsa
sér þá næstu á Reynisfjalli við
Vík, þar næst í Öræfum, síðan
við Hornafjörð o. s. frv. Yrði
hver einstök stöð nokkurskonar
stöpull í þessari radíó-talbrú,
sem hvorki sandar, jöklar, jök-
ulár né jökulhlaup fengju
gvandað. Fyrsti liðurinn í þess-
ari brú er sambandið, sem nú
Ógeðsleg
sorpblaðamennska
Oft hafa skrif þeirra pilta, er
standa að Fylki verið bágborin,
og meðölin ekki alltaf verið
sem vönduðust, sem notuð hafa
verið til þess að þjóna rógslund-
inni, sem virðist liggja á bak
við flest skrif þessara drengja.
En þó oft hafi þetta svart verið,
kastaði þó fyrst tólfunum með út
komu síðasta tölublaðs. Þar er
upplogið hinum fáránlegustu
sögum frá rótum, sem að manni
skilst að eigi að vera til þess að
setja fávizku og svívirðingar-
stimpil á útgerðarstjórn. En eins
og að vanda eru piltar þessir ekki
of beinskeytir og kemur því lyga
saga þeirra niður á skipstjóra
Elliðaeyjar. — Þeir segja að
togarinn hafi siglt frá Reykjanes
tá til Reykjavikur aðeins til þess
að sækja 4 kíló af kaffi. —
Er nokkur maður, sem eitthvað
hugsar svo blindur, að hann trúi
slíkri fjarstæðu? Hvað segja
menn um slíka stjórnendur á
einu skipi, sem slíkt gerðu? Væru
þeir taldir hæfir til að vera með
skip? Eg held tæplega. Þetta er
svo aivarleg og svívrðileg ákæra
á skipstjórann, að það er ómögu
legt að hann geti legið
þegjandi undir slíku, og það er
stór spurning, hvort slíkar lyga-
sögur og þessi er ekki beinn at-
vinnurógur, fram sett í þeim
einum tilgangi að reyna að koma
Halldóri skipstjóra af skipinu.
Hvað er þá sorpblaðamennska
ef ekki það að Ijúga upp sögum
til þess að reyna að rægja af
mönnum atvinnu þeirra?
X.
Fyrirspurn.
Hvernig stendur á þeim verð-
mismun, sem er á skyri og rjóma
hér í verzlunum? — Nýlega hef-
ur Kaupfélagið hafið sölu á
skyri og rjóma, sem það fær
flugleiðis norðan af Akureyri,
og er verðið mun lægra en ver-
ið hefur í verzlunum hér til .
Jressa.
Er ekki lögboðin álagning á
þessa vöru?
Fólksflutningsbifreiðum
í einkaeign og þjónustu hefir
fjölgað allmikið í bænum í sum
ar, en engin bifreið annast enn-
þá almenna fólksflutninga, lield
ur verður að notast áfram við
vörubílana. Vonandi dregst ekki
mikið lengur að góð lólksflutn-
ingabifreið komi í bæinn, sem
leysir þann vanda að einhverju
leyti.
er verið að vígja, og fyrsta brú-
arhafið er milli Selfoss og Vest-
mannaeyja.