Eyjablaðið - 15.01.1954, Qupperneq 2

Eyjablaðið - 15.01.1954, Qupperneq 2
EYJABLAÐIÐ Um hvað er kosið? sé á eina verk þeirra frá þess- Framhald af 1. síðu. Það er satt, kreppuárin voru erfið bæjarféláginu í lieild, en það fór heldu rekki fram hjá alþýðunni hverjir þá fóru með völdin. Ef einhverjir vildu rifja upp þá tíma, þegar bæjarfélagið var síðasta nauðvörn bjargþrota heimila, þá jgæti verið að dýr- lingsgríman féllu al' sumum þeím, sem nú þykja góðir sýn- ingargripir á framboðslista í- haldsins. Reknir úr skiprúmi. Þau eru spaugileg krókódíls- tárin, þegar íhaldið er að væla yfir því, að EKKERT HAFI VERIÐ GERT síðan ÞAÐ varð áhrifalaust í bæjarmálunum. — Hvað gerði íhaldið fyrir al- þýðu þessa bæjar í 25 ár? Er nú ekki rétt að það leggi fram landakortið yfir það sælu- ríki, sem það stjórnaði, svo fólki gefist kostur á að líta? Við skul- utn sleppa ömurleika kreppuár- anna af vorkunnsemi, — en eftir að stríðið hófst og peningaflóðið sprengdi allar stfflur? . . . Nei, mennirnir sem sátu að völduni í' peningaflóðinu mikla frá 1940 til 1946 ættu að hafa vit á því að minnast ekk i á FRAM- KVÆMDIR í þágu bæjarfélágs- ins, þeir ættu að varast. að hreykja sér eins og upptrektir liana og gala af monti frammi fyrir alþýðu og benda á sjálfa sig sem stjórnvitringa. En þeir geta mohtað sig af öðru, þeir geta rnontað sig af því að hafa sviki/t um að fram- kværna samþykktir bæjarstjórn- ar (aprfl 1942) um að taka tvö skip til ísfiskflutninga á veg- um bæjarins og af því, að hafa s'vo sjálfir tekið skipin til sömu flutninga í eiginhagsmunaskyni! Þeir geta státað sig al því að hafa lellt tiljögur frá sama ári ,um að byggja Elliheimili og Gagnfræðaskóla, þegar vaxta- laus Ián voru á boðktólum! Þeir geta hrósað sér af þvf að hafa ekki framkvæmt samþykkt ir sjálfra sín um að reisa Sam- skóla og kvennaskóla Sem búið var að veita fé til nð reisa! Og hafnarmálin! Þeir geta verið stoltir al því að hala EKKI svo árum skipti fullnotað það litla framlag sem ríkið lagði til hafnarinnar! hvað þá að þeim dytti í hug að líta við þeim lánsfjármöguleikum sem þá voru fyrir hendi til stórra framkvæmda. Þeir geta gortað af því að hafa samþykkt ógrynni tillagna frá Einari Sigurðssyni (sem margar voru góðar) án þess að láta sér til hugar koma framkvæmd þeirra! Svo rninnst um árum, sem var hagur allra bæjarbúa, Dalabuið, þá hefur aldrei verið reist önnur eins for smán á landi hér og kostnaðar- reikninginn skildu þeir eftir í bankanum eins og hann lagði sig, þegar þeir kvöddu. }á, þeir geta hrósað sér af því að liafa t erið svo uppteknir af því að maka sinn eigin krók á þessunt árum, að þeir máttu ekki vera að því að halda bæj- arstjórnarfundi svo mánuðum skipti og má á því sjá, hvort hagur og velferð bæjatfélagsins hefur legið þeim þungt á hjarta. Hafi nokkru bæjarfélagi ver- ið stjórnað ti! óheilla fyrir al- þýðu og launþega, þá var það bæjarfélag Vestmannaeyja í tíð íhaldsins, enda fór svo að það var rekið lrá völdum \ið lítinn sóma. Vtréttur faðmur. Launþegar mega aldrei gleyma því, að atvinnurekend- urnir standa sem einn veggur um stéttarhagsmuni sína, hversu ágætir sem þeir kunna annars að vera sent einstaklingar, og þó að þeir bítist innbyrðis — og þeir hafa sinn flokk til að vernda þessa hagsmuni sína. Smávægilegustu kjarabætur \erða launþegarnir að Sækja í grcipar þeirra nteð hörku og fórnum langra verkfalla og eru dæntin deginum ljósari unt það. Það efar enginn, að með- al atvinnurekenda eru margir dugnaðar- og ágætismenn, en það dtigar ekki til, góðmennsk- an gildir ekki, þegar stéttar- hagsmunirnir eru annarsvegar. Gott dæmi um það, hvernig fer fyrir þeim atvinnurekanda, sem brýtur í bága við heildina er þetta: Útgerðarmaður einn á Suður nesjurn var svo heiðarlegur, að hann greiddi sjóníönnum sín- um bátagjaldeyrisuppbætúrnar al þeirra aflahluta (og þótti eng um mikið). F.n livað skeður? Hann var ekki aðeins útskúfað- ur tir samfélagi sinna samhcrja, á staðnum, heldur var tekið fyr ir (">ll lians bankaviðskipti, svo að liann varð að hætta við at- \innurekstur sinn! í samningum Eyjasjómanna er það skýrt tckið fraiu, að sjó- menn eigi að fá SAMA VERD FYRIR SINN AFLAHLUTA OG ÚTGERÐARMENN FÁ, — og margir útgerðarmenn við- urkenna þetta í orði, en ekki einn einasti þeirra hefur haft vilja eða kjark til að greiða full ar uppbætur. Þett aer því ömur- legri staðreynd sem fleiri útgerð armenn eru og hafa verið sjó- menn og beinir þátttakendur í framleiðslustarfinu en annars staðar á landinu, og enginn bær á jafn mikið undir sjó- mönnum sínum og Vestmanna- eyjar. Allt ber að sama brunni: hagsmunirnir eru látnir sitja í fyrirrúmi fyrir heiðarleika og drengskap, ef svo ber undir og ekki skir/t við að brjóta samn- inga ef með þarf. ÞAÐ SKIPT- IR MILLJÓNUM, SF.M ÚT- GERÐIN HEEUR DREGIÐ SÉR AE KAUPI SJÖMANNA Á ÞENNAN HÁTT, VAR- LEGA ÁÆTLAÐ 8-10 ÞÚS- UNDIR KRÓNA Á HÁSETA- HLUT YFIR GREIÐSLU- TÍMABII.IÐ! Og nú koma fulltrúar útgerðarinnar fram fyrir þá, sem þeir hafa hlunn- farið og segja: Það er ekki nóg að við séum góðir og heiðarleg- ir útgerðarmenn ,við viljum líka sýna í verki, hvað við get- um gert fyrir ykkur í bæjarmál um! — F.ruð þið ekki hrifnir, sjómenn?! / réttu Ijósi. Það er hægt að finna margt að þeim meirihlutum, sem hér hafa stjórnað tvö undanfarin kjörtímabil, en íhaldinu ferst það ekki. Þeint, er rekinn hefur verið úr skiprúmi með skönun lyrir sérdrægni og lydduskap, ferst ekki að vera sá fyrsti til að níða þann skipverja sem í hans stað kemur. Það hefur ekki verið framkvæmd nein bylting, en það hefur horft í rétta átt og verið unnið af heið arleika í þágu almennings eft- ir því sem elni og aðstæður leyfðu. Það er hægt að benda á margskonar framkvæmdir og það eru blind augu ,sem ekki sjá þær. Og ef íhaldið færi út á þá braut að hrósa sér af fram kvæmdum í sinni stjórnartíð, hvað myndi það þá gera, ef það hefði staðið fyrir því, sem gert hefur verið síðan það var rek- ið frá völdum?! — Nei, íhaldið hefði aldrei gert ÞAD, sem gert hefur verið, þvf það helur verið gert í þágu ALMENNINGS, en ekki ákveðinnar hagsmuna- klíku. { sjálfu sér er það ekkert hrós vert að vinna að hagsmunamál- um almennings, þessir meiri- hlutar voru kosnir til þess, en þá eiga þeir líka að njóta sann- mælis fyrir verk sín. En það er eitt mál, sem er hrósvert, enda kannski þýðingarmesl af öllu þvf, sem gerzt hefur í bæjarlíf- inu undanfarin ár, en því hef- ur ekki verið á lofti haldið sem vert væri. Það eru bvggingar- málin almennt. Fyrir skömmu EYJABLAÐID ------- Útgefandi: ---- Sósíalistafél. Vestmannaeyja Ritnefnd: Ólafur Á. Kristjánsson, Þórarinn Magnússon, Oddgeir Kristjánsson, Sigurður Jónsson áb. Prentsmiðjan „Eyrún" h.f. var maður nokkur, sem siglir meðfram ströndum landsins að því spurður, livar hann áliti mestar framkvæmdir á seinni árum. I Vestmannaeyjum, svar- aði liann án þess að hugsa sig um. Takið eftir þessu: í VEST MANNAEYJUM HAFA HIN AEKÁRALEGU LÖG UM BYGGINGARHIN DRANIR VERIÐ AÐ ENGU HÖFÐ. Eyjamenn hafa einir lands- manna byggt yfir sig án þess að skeyta boði eða banni. í öllum bæjum og sveitum hafa lög þessi verið tekin góð og gild og hvergi verið byggt fram yfir það sem Fjárhagsráð leyfði, NF.MA HER. Orsökin til þessa er fyrst og fremst sú, að hér var bæjarstjóri, sem var brenn andi áluigamaður um húsbygg- ingar. Olafur Á. KristjánsSon var ekki fyrr búinn að taka við starfi sínu en hann ruddi í fram kvæmd hugmyndinni um smá- íbúðarhverfi. Það kom skrið- unni á stað. Síðan var liann ó- þreytandi í að hvetja menn til cláða og \ekja upp þann stórhug og þann dugnað, sem húsbygg- ingar hér eru bezt vit.ni um. Má fullyrða, að hvergi sé nú betri húsakostur almennings á iandi hér en nú er orðinn í Vestmannaeyjum. HVERJUM DETTUR NÚ í HUG AD ÍHALDIÐ HEFÐl EKKI HLÝTT SÍNUM EIG- IN LÖGUM HÉR EINS OG ANNARSSTAÐAR? - Þeir hæddu smáíbúðalnigmyndina og kölluðu „Smásálarhverfi" en hverjir voru smásálir og þrting- sýnir og leyfðu ekki að byggja nema margra hæða hús, sem al- menningi var ókleift? Það cr heldur ekki grunlaust, að ýms- ar smásálir hafi hlakkað yfir Framhalcl á 4. síðu. ‘ELLIHEIMILIÐ Eflirtaldir aðilnr fccrðu Elli- lieimilinu gjafir um jólin: Kvenfélagið Lfkn: Gísli Gísla son, Oddfellowar, Ársæll Sveins son, Ásmundur Guðjónsson, Karl Kristmanns og Tómas Geirsson. Þá heimsóttu ýmsir gam|a fólkið og styttu því stundir. Öllum þessurn aðilum þakk- ar heimilisfólkið tyrir velvild og hlýhug. Forstöðukonan.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.