Eyjablaðið - 15.01.1954, Side 3

Eyjablaðið - 15.01.1954, Side 3
EYJ-.tLAÐIÐ 3 Auglýsing nr. 1/1954 frá Innflutningsskrifstofunni um endurútgáfu leyfa o. fl. Öl! leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru leyfisveitingum svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr gildi 31. desenrber 1953, nema að þau liafi verið sérStaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1954 eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar. í santbandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa, vilf skrif- stofan vekja athygli umsækjenda, banka og tollstjóra á eftirfar- andi atriðum: 1. Eitir 1. janúar 1954 er ekki hægt að tollafgreiða vöru, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem falla úr gildi 1953, nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2. Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum bankaá- byrgðum, þótt leyfið hafi verið áritað fyrir ábyrgðarupphæðinni. Slíka endurnýjun mun skrifstofan annast í samvinnu við bankana, að þvf er snertir leyfi, sem fylgja ábyrgðum í bönkum. 3. Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir leyfa fást á Innílutn- ingsskrifstofunni. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til um. 4. Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri leyíum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Allar umsóknir um endurnýjun leyfa frá innffytjendum í Reykjavík þurfa að hafa borizt Innflutningsskrifstofunni fyrir 15. janúar 1954. Samskonar beiðnir frá innflytjendum utan Reykja- víkur þurfa að leggjast í póst til skrifstofunnar svo fljótt sem auð- ið er. Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra er lokið. Reykjavfk, 1. janúar 1954. I NFLUTNINGSSKRIFS TOFAN Skólavörðustíg 12. Auglýsing NR. 3/1954. frá INNFLUTNINGSSKRIFSTOFUNNI um endurnýjun FJÁRFESTINGARLEYFA. Þeir, sem fjárfestingarleyfi höfðu á síðastliðnu ári og ekki hafa lokið framkvæmdum, sem nú eru háðar fjárfestingareftirliti, sbr. lög nr. 88 frá 24. desember 1953, þurfa að sækja um endurnýjun fjár- festingarleyfa sinna fyrir 31. þessa mánaðar, eða póstleggja um- sókn í síðasta lagi þann dag. Eyðuþlöð undir endurnýjanir fást hjá Innflutningsskrifstofunni í Reykjavík og hafa verið send oddvitum og byggingarnefndum ut- an Reykjavíkur. Tilkynning um umsóknir vegna nýrra framkvæmda verður birt síðar. Reykjavík, 9. janúar 1954. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN. H. F. EIMSKiPAFÉLAG ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum i húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 12. júní 1954 og hefst kl. 1,30 e. h. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð- aða rekstursreiknjnga til 31. desember 1953 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum fé- lagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, sem frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- miða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavik, dagana 8.—10. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkailanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetn- ingar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en 2. júní 1954. Reykjavík, 22. desember 1953. STJÓRNIN. NR. 10/1953. TILKYNNING Vegna breytinga á verðjöfnunargjaldi hefur Fjárhagsráð á- kveðið nýti hámarksverð á olíum sem hér segir: Hráolía, hver lítri ................ kr. 0,741/ý I.jósaolía, hvert tonn ......... kr. 1360,00 Verð á benzíni helzt óbreytt kr. 1,72 hver lítri. Að öðru leyti haldast óbreytt ákvæði tilkynningar ráðsins frá 31. júlí 1953. Reykjavík, 31. des. 1953. VEIIÐLA GSSKRIFSTOFAN ogto Úrskurðað hefur verið að eftirtalin gjöld megi taka lögtaki að liðnum 8 dögum fró birtingu úrskurðar þessa: Áfallin og ógreidd skipulagsgjöld, söluskatt, veitinga- skatt og tryggingariðgjöld sjómanna. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING ER HAFIN. Sósíalistaflokkurinn vill minna kjósendur sína utan af landi, sem staddir eru hér, að draga ekki að kjósa! Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 5. janúar 1954. TORFI JÓHANNSSON.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.