Eyjablaðið - 15.01.1954, Side 4

Eyjablaðið - 15.01.1954, Side 4
Nokkur orð íim vegagerð. í Fylki hinn 9. janúar stend- ur þessi klausa í grein Guðl. Gíslasonar: — „Aftur á móti hefur sú nýbreytni komi/t inn í fundargerðir veganeindar, a<i nú er mikið hætt að tala um lagningu nýrra vega, lieldur á- kveðið að „ryðja“ vegi. Er jjetta Iramkvæmt á þann hátt, að jarðýta er látin ryðja hið fyrirhugaða vegstæði og síð- an borið ofan { jrað til bráða- byrgða. ■ /Eru þessir „ruddu“ vegir stór afturför í vegalagningu og eiga eftir að koma bæjarfélaginu í koll síðar“. Svo mörg eru þau orð. Guðlaugi Gíslasyni virðist ganga illa að fylgjast með nýj- um vinnuaðferðum, og virðist sakna hinna gömlu og góðu daga, þegar hæðir og lauLÍr máttu vera óhreyfðar vegna tæk jaleysis t il að jafna (rvðja) landið, og þegar verkamenn voru með sleggjum að mylja grjótið og raða (leggja) því svo hlið við hlið, er það var orð- ið að Smásteinum, hið svo- nefnda ,,púkk“. Eg er ansi .hræddur um, að metrinn yrði nokkur dýr nú, með slíkum vinnubrögðum, og þar að auki eru slíkir vegir Jrannig, að Jrað ei' helzt ekki liægf að hefla þá. Það hefur jafnvel verið tal- að um það í fullri alvöru, að nauðsynlegt væri að rífa upp hið dýrmæta „púkk“ Sjálfstæð- ismanna, bera svo möl á í stað- inn, þetta sem Guðlaugur kall- ar til „bráðabirgða“, svo að möguleiki sé til að halda veg- um við með því að hefla ]);í, með tækjum, sem Guðlaugur telur sjálfstæðisinenn hafa kom- ið í bæinn. Vegagerð vinstrimanna í bæj- arstjórn fer eins og kunnugt er Jrannig fram: Fyrst er land- ið rutt og jafnað með jarðýtu, síðan grefur skurðgrafa lyrir holræsi, ])á mokac vélskófla á bíla ofaníburði, sem ekið er í vegstæðið, síðan kemur jarðýta og ])jappar niölina niður, og að síðustu kemur veghefillinn og heflar veginn. Eg sé ekkert því til fyr-irstöðu að notað sé orð íhaldsins í gjörðabók veganefndar „að leggja Vegi" í stað þess að ryðja. En ég er hræddur um, að Guðlaugur sæti ekki lengi að völduni, el hann í ráðandi meirihluta í bæjarstjórn færi að nota gamla lagið við sþilf a vega gerðina. EYJABLADID Benoný Friðriksson, skipstjóri, — limmturur. Benóný fæddist 7. janúar 1904 hér í Eyjum, soOur sæmd- arhjónanna Friðriks Benónýsson- ar og Oddnýar Benediktsdóttur fró Gröf. Binni í Gröf, eins og hann er venjulega kailaður hér, er einn af þeim mönnum, sem Vilvera Eyjamanna byggist ó. Skipstjóri og aflakló hefur hann verið um 30 óra skeið, og gegnir því starfi enn með mik- illi prýði. Binni er sjómaður með af- brigðum, harðsækinn en glöggur og aðgætinn og lónsamur. Hann hefur aldrei misst mann af skipi sínu og hefur þó marga hildi hóð í tafli um líf og dauða við Ægi og veðurguðinn. Það segja kunnugir, að þó sé Binni í virkilega góðu skapi þeg- ar hættan er mest, og lag hans að halda fleytunni í réttu horfi aðdóunarvert, og ekki hugsað um hvíld fyrr en komið er I ör- ugga höfn, jafnvel þó um marga sólarhringa sé að ræða. Binni er veiðimaður með ógæt um, og þegar kunningjar hans vilja hrósa honum sem mest segja þeir: ,,Það liggur allt dautt fyrir honum". Bjargmaður er hann viður- kenndur og fóir eru veiðnari en hann með hóf, skytta er hann ógæt, og hefur sjaldan komið tómhendur heim úr slíkum ferð- um. Núna í haust vann hann sér það til frægðar að „smala" saman hvölum, sem sóttu í og eyðilögðu síldarnet fiskimanna j Faxaflóa, og beinlínis rak þó út í hafsauga-. Pískurinn var lítil hvalabyssa, en það sagði Binni, að sér hefði þótt leitt að þurfa að skjóta ó dýrin; ón þess að hirða þau til nota, en aðstaða var ekki fyrir hendi til þess. En í „smalamennsku" þessari urðu margir hvalir fyrir skotum hans. I Aðeins hrafl af afrekum manna eins og Benónýs Friðriks- sonar væri efni í stóra bók, ef þau væru skróð, og afrakstur af vinnu slíkra manna til þjóðarbús ins ekki alltaf metinn að verð- leikum. Það gæti óbyggilega mettað marga munna, ef allur só feng- ur af fiski og fugli, sem Binni hefur aflað einn og með sínum mönnum, væri kominn í eina heild fró því hann byrjaði sitt veiðistarf. Binni er mjög vinsæll meðal skipshafna sinna og er vinur þeirra og félagi. Benóný er kvæntur Katrínu Sigurðardóttur og eiga þau 8 mannvænleg börn. Eg óska Binna til hamingju með fimmtugsafmælið og vona að hann eigi enn í óratugi eftir að stjórna fleyi. Vinur. Herberg 1 tveir reglusamir menn óska eftir herbergi. Upplýsingar smið junni. í Prent- Um hvað er kosið Framhald af 2. síðu. því ,þegar Fjárhagsráð reyndi að stöðva byggingar hér, t. d. við Gagnfræðaskólann. En bæj- arstjóri og þeir sem að baki hans stóðu höfðu manndónr í sér til að standa af sér allar á- rásir, þé> að hótað væri fjársekt um og tukthúsi. í þessu máli var unnið starf, sem er ómetan legt enda sýndu bæjarbúar í verki, að þeir kunnu að meta forystu bæjarstjórans. Það er ekki að undra þótt íhaldið hafi reynt að rægja Ólaf Á. Kristjánsson öðrum mönnum fremur. En það er hægt að fullyrða að valdaleysi íhaldsinS sé meginorsök þeirra stóru frani fara, sem hér hala orðið á húsa kosti almennings undanfarin ár, og þó að vinstri meirihlut- arnir hefðu ekki orðið til ann- ars en gera þessa þróun mögu- lega, þá ætti |)að að nægja til ])ess að sýna hvers virði það er að vera laus við íhaldið. íhaklinu ferst ekki að derra sig, það er í angsamlegum O O í bænum. Hitt er mál, hvort alþýða minnihluta svo annað manna kýs að gera að engu á- hrif sín á bæjarmálin með því að kljúfa sig í marga smáhópa. Það er komið undir vilja hvers einstaklings. TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFUNNI. Allir þeir atvinnurekendur, félög, einstaklingar og stofnanir, sem greitt hafa laun ó órinu 1953, hvort sem um er að ræða venjulegt kaup, stjórnarlaun, styrki og hverskonar endurgjald fyrir þjónustu, skulu eigi síðar en 20. janúar n. k. hafa sent skattstofunni skýrslur um launagreiðslur. Verið er að Ijúka við að senda atvinnurekendum skýrsluform og verður ekki tekið ó móti skýrslum þessum í öðru formi. Ef skýrsluform hafa ekki borizt einhverjum atvinnurekenda eða þeir fengið of litið, ber þeim að sækja viðbót, sem með þarf. Á sama tíma skulu hlutafélög öll hafa sent skýrslur um hlutafjóreign félagsmanna í órslok 1953 og arð greiddan ó þvi óri. Þau hlutafélög, sem ekki hafa fengið skýrsluform eða of lítið, skulu senda eftir nýj- um blöðum, þar sem ekki verður tekið ó móti þessum skýrslum í öðru formi. Hafi óðurgreindar skýrslur ekki borist ó réttum tíma eða þeim er óbótavant, mó búast við þungum dag- sektum og að framtöl viðkomandi verði ekki tekin til greina. SKATTSTJÓRI Ól. A. Kristjánsson.

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.