Eyjablaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 2
EYjAB LAÐIÐ Sjómenn segja upp samningum. Sjómannafélagið Jötunn og Vélstjórafélag Vestmannaeyja hafa samþykkt að segja upp samningi um fiskverð, þar sem vitað er að fiskverð er allmiklu hærra en samningsbundna verðið. Grundvöllur lilutaskiptanna byggist fyrst og fremst á því að sjómennirnir fái sannvirði fyrir aflahlut sinn. Því var það megin þáttur sjó- mannasamtakanna hér, í hags- munabaráttunni, á árunum fyrir stríð, að berjast fyrir hækkuðu blautfiskverði. Jafnframt var sam ið utn samsöltunarfyrirkomu- lag, en það byggist á því,,að út- gerðarmaður sá um verkun og sölu aflans, en greiddi sjómönn- um visst á kíló, sem var mun minna en umsamda fastaverðið, síðan fengu hlutamenn það verð sem endanlega fékkst fyrir fisk- inn, þegar frá hafði verið dreg- in verkunarkostnaður og fyrir- framgreiðslu. Þeir hlutamenn sem notuðu sér ákvæði samninganna inn sam- söltun höfðu ávallt mun hærri Iduti en hinir, sem afseldu á föstu verði upp úr bát. Á stríðsárunum þegar svo til allur fiskur var seldur ísvarinn beint á erlendan markað kom andvirði fiskjarins vitanlega ó- skert til skipta þ. e. sjómenn fengu sama verð og litgerðar-. maður. í stríðslokin þegar fyrirsjáan- legt var að verkunaraðferðir og sölufyrirkomulag sjávarafurða mundi taka allmiklum breyting- •um, samdist Svo um með sjó- mönnum og útgerðarmönnum að hætt skyldi allri 'togstreitu þeirra á milli um fiskverð, þaðan í frá skyldu báðir aðilar sita við sama borð hvað viðkæmi endan- legu verði aflans. Fullyrða má að báðir aðilar, voru ánægðir með þau mála- lok og töldu að stórum steini sundurlyndis og tortryggni væri þar með rutt úr vegi. Þetta fyrirkomulag gilti svo um nokkur ár, án árekstra, eða allt til ársins 1951. Það ár kontu fyrst til fram- kvæmda bátagjaldeyrisfríðindin svoköluðu- Þá var fyrirkomulag þeirra það, að hraðfrystihúsin fengu allann bátagjaldeyrinn gegn því að hækka fiskverðið úr kr. 0,75 aurum, sem það hafði verið árið áður upp í kr. 0,96 pr. kíló. Hagnaður hraðfrystihús eigenda af gjaldeyrirnum varð hinsvegar Svo mikill að þeir greiddu fiskseljendum 10 % upp bót á kaupverðið. Úr þeirri verðuppbót hafa sjómenn ekki enn fengið hlut sinn, þrátt fyrir skýr ákvæði í samningum um sama verð til sjómanna og útgerðarmanna. Ennfremur hafa þeir ekki fengið eyri af þeim bátagjaldeyrisupp- bótum sem útgerðarmenn hafa fengið á árin 1952 og 1953. Sjómennirnir eiga ekki greið- an aðgang að upplýsingum um það hvað gjaldeyrisuppbæturnar eru orðnar miklar til útgerðar- innar á þessum árum, enda víst ekki að fullu uppgert enn- Eftir ýmsum krókaleiðum hefur þó verið hægt að komast áð því að á árið 1952 sé búið að greiða í gjaldeyrisuppbætur sem nemi í kringum 21 — 22 aurum á kíló. Það ár fengu útgerðarmenn 1,00 pr. kíló en greiddu hlut úr kr. 1,05. Sjómenn eiga því ófeng inn hlut úr 16-17 au. pr. kg., eða í kringum kr. 3000,00 í hlut á meðal bát þá vertíð og ekki er á- stæða til að halda að útkoman sé lakari á árinu 1953. Þó þetta reikningsdæmi sé birt án ábyrgðar og á því geti skakk- að einhverjum krónum til eða frá, ætti það þó að skýra fyrir mönnum þá rangsleitni sem sjó- mann hafa verið beittir af út- gerðarmönnum á þessum árum, því þó þeir séu að reyna að rétta hlut sinn með málsókn er það bæði seinvirk og dýr innheimtu aferð. Svo stóðu þá málin, sem hér hefur verið lýst, þegar sjómenn neydduSt til þess að taka upp aftur hið gamla samningsform að semja um fast fiskverð í byrj- un síðustu vertíðar samningS- atriði sem að sjálfsögðu leiðir til deilu um fiskverið í upphafi hverrar vertíðar. Þegar Svo er komið, nrega útgerðarmenn vera jiess minnugir að það voru þeir, sem áttu upptökin að þeim darraðar dansi, með því að hafa af sjómönnum hlut jreirra éir verðuppbótum þrjú ár í röð því svo má brýna deigt járn að bíti um síðir. Þegar samningar náðust í upp- hafi síðustu vertíðar um kr. 1,22 pr. kíló, var því mjög stíft hald- ið fram bæði af útgerðarmönn- um og sáttanefndinni að með því verði fengju hlutamenn allan sinn gjaldeyri, Það má vel vera að þeir liafi haldið þá að svo væri, en reynslan hefur orðið allt önnur. Þegar talað er um fiskverð á ltðnu ári verður fyrst og fremst að miða við það verð, sem fisk- káupendur greiða þegar þeir kaupa gjaldeyrisfríðindin af lit- gerðinni og er þá vitað að á einurn stað hefur fiskur verið keyptur í sumar og haust á kr. 1,40 og á öðrum á kr. 1,38 og víða á kr- 1,35 pr kíló, allt verð á þorski. ÞeSsar tölur um fisk- verð eru staðreyndir sem ekki er liægt að véfengja. Sé liinsvegar væntanlegur hluti útgerðarmanna af báta- gjaldeyrinum, reiknaður lit með einföldum hlutfallareikningi, lít- ur dæmið þannig út. Þann fisk sem bátagjaldeyrir kemur ekki á (s.s. togarafisk), kaupa fiskkaupendur á 85 aura kílóið og getur það því talist grunnverð. Er þeir hinir sömu kaupendur kaupa bátafisk og fá 55% af gjaldeyrisfríðindunum gefa þeir kr. 1,15 pr. kíló, þ. e. Vilborg seld. Framhald aj 1. siðu. ýmsa erfiðleika í rekstri togar- ans var sala „Vilborgar Herjólfs- dóttur“ ekki síður misráðin en sala ,,Elliðaeyjar“. Tillagan um sölu innan- bœjar feld. Á síðastliðnu sumri og hausti komu hér margir aðkomutog- arar og lönduðu afla í frystihús- in hér. En það eru ekki miklar horf- ur á því að svo verði til fram- búðar. Togaraeigendur í Reykja vík og Akureyri eru að koma sér upp frystiluisum í stórum stíl, enda gefa þau góðan arð, eink- um eftir að markaðir unnust í Austur-Evrópu og afsetning freðfiskjar varð svo ör, sem nii er. Togaraeigandinn Tryggvi Ófeigsson (sem gerir út, Neptun- us, Marz og Úranus), mun vera að lielja byggingu hraðfrysti- lu'iss í Reykjavík- Þá ráðgera Bæjarútgerð Reykjavíkur, Kveld- úlfur og ef til vill fleiri að breyta Faxaverksmiðjunni í Örfirsey í frystihús svo vart er jiess að vænta að Reykjavíkurtogararnir landi hér í framtíðinni. Á Akur- eyri er nú unnið að undirbún- ingi frystiluiss-bygingar, og má jiví ljóst vera að harla litlar von- ir standa til jiess að togarafloti annarra byggðarlaga Jeggi hér upp afla í framtíðinni. Er því Ijóst að bæjarstjórnar- meirihlutinn lætur sér í léttu rúmi liggja, hvort fólk hér liefur atvinnu eða ekki, enda felldu þeir kumpánar með 5 atkvæðum gegn 4 joá tillögu sósialista í bæj- arstjórninni að bjóða innanbæj- araðijlum að ganga inn í kaup- in. Og máske hefur leyndin um söluna ekki sízt verið af ótta Guðlaugs við þá flokksmenn sína, sem reka frystihús hér í bæ. 55% gjaldeyrisfríðindanna gera 30 aura. Þá liljóta jrau 45% sem litgerðin fær að gefa 24,6 aura á kíló, það þýðir að fyrir línu- fisk eiga útgerðarmenn að fá endanlega kr. 1,39,6 pr. kíló, og lyrir netafisk kr. 1,37,1 pr. kg. Þegar þáð liggur þannig fyrir, fiskverðið er 13 — 18 aurum hærra en sjómenn fá l’yrir hlut sinn, getur jjað ekki talist ann- að en eðlileg ráðstöfun af þeirra hendi að segja upp samningum til lagfæringar, því a. m. k. hér í Eyjum verður erfitt að fá sjó- menn til að sætta sig við annað en að fá fnllt verð fyrir aflahlut sinn. S. St. Söluverð að minnsta kosti milljón of lágt. Sölusamningurinn urn skipið er að vísu plagg sem vafi leikur á að nokkur Vestmannaeyingur liafi séð eða lesið (enda mun bæja^stjórinn hafa lánað ein- hverjum reykvískum aðilja um- boð til undirskriftar líklega Jó- hanni JósefSsyni), en þó er vitað að hið skráða verð skipsins er 5,7 milljónir. Vestmannaeyingar eiga að greiða viðgerðina, sem nú liefur farið fram á skipinu, en ekki ei vitað hverju hún nem ur, ekki mun jaað jró undir 700 Jdl'is. króna. Er af Jiessu augljóst að frétt Þjóðviljans var hárrétt. Hitt mun Þjóðviljanum hafa' verið ókunnugt um sem nú er jjó vitað, að skipinu eiga að fylgja veiðarfæri, þannig að jiað sé fulbúið til veiðiferðar og er líklegt að þar fari verðmæti fyrir 200 þús. kr. Það sem Vestmannaeyingar fá fyrir skipið verður því eitthvað milli 4 og 5 milljónir. Enginn togaraeigandi mun á þessurn tíma hafa léð máls á sölu togara undir 6 til 7 milljónum, enda kosta svona skip nú ekki undir 10 milljónum ef þau væru keypt lit af Skipasmíðastöð. Þeir togarasölumenn eru því augljóslega búnir að víkja Hafn- firðingum einni milljón og Ól- afsfirðingum og þeim öðrum er Vilborgu kaupa annarri milljón króna úr almannaeigu Vest- mannaeyinga og jxi raunar nokkru meiru þótt ekk se miðað við annað en söluverð skipanna og almennt verð togara í kaup- um og sölum hérlendis á sama tíma. — Þetta jafngildir Jrví að Jjriðja liver króna af útsvörum bæjarbúa í ár sé gefin í önnur byggðarlög- En skattgreiðendur í Vest- inannaeyjum eiga eftir að gjalda þeim Guðlaugi og Þorsteini þakklæti sitt. Ábyrgðarmaður: Tryggvi Gunnarsson

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.