Eyjablaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 10.10.1957, Blaðsíða 4
KRUKKUR UR BÆNUM Sementsieysi enn. I>að hefur vakið hér mikla' ó- ánægju, hve treglega hefur geng ið um öflun sements í vor og sumar. Og nú bætist það ofan á, að vali mun leika á því, hvort sementsfarmur sá, senr hér var vonazt eftir í október, kemur eða ekki. Orsakir sem- entsskortsins hafa sumir óhlut- vandir áróðursmenn Sjálfstæðis flokksins reynt að rekja til ríkis stjórnarinnar og talið hann stala af .gjaldeyrisskorti eða synjunum um gjaldeyrisleyfi. En allt slíkt er einber ósann- sögli. Sement er keypt frá vöru skiptalöndunum og hefur verið um algerlega hömlulausan inn- flutning á því að ræða, þannig að engum innflytjenda hefur verið neitað um jsementsinn- flutning. Skipaverkfallið í sumar trufl- aði hins vegar flutninga og þeir, sem seinastir hafa orðið að fá sitt sement að því loknu, eru því heldur illa haldnir nú, en al' einhverjum ástæðunr ríkis valdinu óviðkomandi liafa fáir o:ðið aftar í röðinni um sem- entsaðdrætti en Vestmannaey- ingar. Lítil trú á atvinnubótum bæjarins. Nýlega var auglýst, að at- vinnuleysisskráning færi franr tiltekna daga á kotnórum bæjajr ins. Þrátt fyrir nrjjög litla at- vinnu í bænum konr aðeins einn maður til skráningar og er það átakanlegt dæmi unr það, hve Iitlar vonir bæjarjbjjúar gera sér urn að bót verði ráðin á atvinnuástandinu á vegunr bæjarstjórnar þeirrar, senr nú ræður þar húsum. Shell 09 BP byggja oliu- afgreiðslustöð fyrir bóta. Hlutafélögin Skeljungur og Olíuverzlun íslands (Shell og BP) liafa nú fengið leyfi til að byggja olíuafgreiðslustöð vest- ast á Nausthamarsbryggjunni og jafnfranrt leyfi til að leggja þangað olíuleislu. Olíustöð þessi er fyrst og frenrst ætluð fyrir olíuafgreiðslu til báta. Gamla Helga endurbyggð. Vélbáturinn Helga, senr lengi var dráttarbátur hér við af- greiðslu millilandaskipanna er tóku og skiluðu farmi hér á ytri höfninni, hefur um nrörg undanfarin ár legið ónotuð í nausti. Nú er hins vegar tekið til við endurbyggingu bátsins og stækkun. Það er Egger.t Gunnarsson skipasmiður, senr keypt liefur bátinn og er nú að gera hann að fiskibát á ný, en það hafði Helga lengi verið áður en lrún var tekin í skipaafgreiðslurnar. Nýtt úrsmíðaverkstæði. (iísli Bryngeirsson, senr írý- lega hefur lokið námi í úr- smíði, opnaði s. 1. laugardag nýtt úrsmíðaverkstæði, sem hann sjálfur á og rekur í húsa kynnum gömlu rafsötðvarinn ar við Kirkjuveg. Um skeið liefur engin slík vinnustofa verið hér í bæ og kemur liið nýja verkstæði því í góðar þarfir. Gísli hefur fyrir löngu getið sér ágætt orð fyrir hagleik og dugnað í handverki sínu. Flugróð hér ó ferðinni. Fyrir skömmu var Flugráð og forstjóri Flugfélags íslands hér á ferðinni. Litu gestirnir á þær framkvæmdir, sem nú standa yfir á flugvellinum, en það er lenging vallarins í vestur. Flugbrautin er nú um 1200 m. löng og þegar borið hefur verið ofan í lenginguna fer vöil minn að verða nægilega langur fyrir stærstu vélar, enda mun fyrirhugað að senda þá Skymast er-vél Flugfélagsins. sem nú lief ur verið tekin úr millilanda- fluginu og enn telst flughæf meira í innanlandsflugið en til þessa hefur tíðkazt. Þá mun líklega verða komið fyrir lýsingu umhverfis braut- ina áður en langt um líður, en sú framkvæmd hefur þegar dreg izt óeðlilega lengi. Slæmt- úílif hjó vatnsleitinni. í borhplunni í Löngulag kom fram sjór í rúmlega 40 m. dýpi og taka nú óðum að dapr ast vonir þær, sem menn gerðu j sér um lausn vatnsöílunar- I vandamálsins hér. Ráðgert er j nú að halda þesari síðustu holu opinni til öryggis fyrir bruna- varnirnar hér og hefur hún ver- ið boruð 47 m. niður til þess að sjór náist þar örugglega hve- nær, sem til þess þarf að grípa. Enn um fjárfestingarleyfi. íhaldsmenn reyna nú að telja það bera vott um slæmt stjórn- arfar í landinu að óskað hefur verið upplýsinga um nokkrar byggingar 'hér í bæ með tilliti til laga um fjárfestingu. I.ö þau, sem hér um ræðir eru frá tíð íhaldsstjórnarinnar, sett 1953, og ráðherrann, sem þá fór með þessi mál, var Ing- ólfur á Hellu. Þess má svo geta, að núver- andi stjórnarvöld munu ekki telja, að hér í Eyjum sé um svo stórfelld brot umræddra laga að ræða, að líklegt sé að til málshöfðunar komi út af þeirn, en til slíkra málaferla skorti fyrri ríkisstjórn ekki viljann, svo sem flestir muna, þótt hún yrði að gefast up]j við þau ;i- form að klekkja á sakborning- um sínum um það er lauk. Mikið skólahald. Nú um síðustu mánaðamót tók bærinn hér á sig meira svip mót skólabæjar en venja er til, enda starfa hér nú fleiri skólar og námskeið en verið hefur nokkru sinni fyrr. Fer hér á eft- ir skrá um skóla og námskeið hér á yfirstandandi hausti: 1. Barnaskóíinn er skipaður 550 nemendum. — Skólastjóri er Sigurður Finns- son. 2. Gagnfræðaskólinn, skipaður 210 nemendum. Skóla stjóri er Þorsteinn Þ. Víglunds- son. 3. Iðnskólinn. Nemendur hans eru um 60. — Skólastjóri er Vigíus Ólafsson. Skólinn starfar í húsi Barna- skólans. 4. NómskeiS í sjómanna fræðum. Nemendur eru um 30. For- (löðumaðui er Páll Þorbjörn.s- son. Námskeiðið er til húsa að Breiðabliki. 5. Yélsfjóranómskeið Fiskifélags íslonds. Nemendur eru 14 undir for- stöðu Jóns Árm. Einarssonar. Bókleg fræði eru kennd í Akó- geshúsinu. 6. Tónlisfarskólinn, skipaður 2Ö nemeridum, starfar á Breiðabliki. Aðalkennari er Leilur Þórarinsson, tónskáld. Skólinn er á veguni Tónlistar- félags Vestmannaeyja, en for- maður þess cr Jón Eiríksson, skattstjóri. 7. Myndlistarskólinn, með 30 nenrendum, starfar nú fyrst um sinn í húsi Páls Stein- grímssonar kennara við Sóleyj- argötu. Aðalkennari er Haf- steinn Austmann listmálari. Fyrirhuguð er og námsflokka starfsemi hér svo sem verið hef- ur undanfarin ár og með svip- uðu sniði. Ólafur Granz hefur forstöðu þeirra á hendi. Eg liélt, að þingmaður Vest mannaeyinga hefði skyldum að gegna líka gagnvart þeini Vest- manjnaeyingum, sem ekki eru í- haldsmenn, en þar sé ég að Jó- hann er á öðru máli. Hann vill I ekkert við aðra tala að minnsta kosti ekki á fundum. Mér fyndist Jrví rétt að lengja aðeins titil hans og segja ekki bara þingmaður Vestmannaey- inga, heldur til samræmis við staðreyndirnar: Jóhann Þ. Jós- efsson, þingmaður sumra Vest- mannaeyinga. Aflabrögðin. Eftir hið góðviðrasama sum- ar hefur nú brugðið til hafátt- ar og gæftir tregazt og hafa ver ið frátök nú síðustu daga. Áður en frá tók fengu tveir bátar ágætan ufsaafla á færi, voru J)að Skúli fógeti og Her- steinn, en þeir komu inn á föstudaginn, hinn fyrrnefndi með 15 tonn og sá síðarnefndi með 10 tonn. Á Hersteini voru 3 menn en 5 á Skúla. Línubátar kroppuðu sæmi- lega, mest týsu hér heima við. Fréttst hefur, að mikil Jrorsk veiði sé nú inni í Isafjarðar- djtipi og eru nokkrir bátar að fara héðan með net sín til Jreirra veiða og fækkar við það nokkuð línubátum hér heima. Reknetaveiðin er enn lítil og liggur að heita má niðri nú um skeið vegna aflatregðu og nú síðustu daga einnig sökum ó- gæfta. •Útgefandi; Sósíalistafél. VesLmannaeyja Abyrgðarm.: Tryggvi Gunnarsson. Prentað í Prentsm. Eyrún h. 1.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.