Eyjablaðið - 05.11.1960, Qupperneq 4
OR bænum
Skipstjórnarmenn mótmæla
landhelgissvikum.
Skipstjóra- og stýrimannafél.
Verðandi hélt fund hinn 23.
okt. s. 1. Þar var meðal annars
landhelgismálið tekið til með-
ferðar. Reyndust fundarmenn
allir sem einn sammála um að
fordæma alla viðleitni stjórnar-
valdanna til að semja um til-
slökun á 12 mílunum og var til-
laga fram borin af Sigurgeir Ól-
afssyni um mál þetta samþykkt
einróma.
Samþykktin er þannig:
„Fjölmennur fundur í Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu
Verðandi haldinn 23. okt. 1960,
skorar eindregið á ríkisstjórn og
Alþingi að hvika í engu frá 12
mílna landhelgi og standa fast
á rétti okkar.“
Kjarasamningum sjómanna
sagt upp.
Á sameiginlegum fundi, sem
Sjómannafélagið Jötunn og Vél
stjórafélagið héldu sunnudaginn
30. okt. var samþykkt að segja
upp gildandi samningi um kjör
og hlutaskipti sjómanna við
Ú tvegsbændafélagið.
Vélskipið Helgi Helgason
í síldarflutningum.
Vigfús Friðjónsson frá Siglu-
firði hefur nú tekið Helga
Helgason á leigu til að flytja ís-
aða síld frá Faxaflóahöfnum á
''v ' Vestur-Þýzkalandi.
Torfi Einarsson lótinn.
Um síðustu helgi lézt á sjúkra
húsi í Hafnarfirði Torfi Ein-
arsson, er lengi bjó hér í Eyj-
um.
Torfi var á sinni tíð orðlagð-
ur dugnaðarmaður. Hann stund
aði hér útgerð og sjósókn í
mörg ár og var um skeið for-
maður.
Síðustu árin hér í Eyjum
vann hann í landi. Hann flutti
til Reykjavíkur fyrir fáum ár-
um, en þangað voru áður flutt
3 af 4 börnum hans.
Heimild til dragnótaveiðo
runnin út í ór.
Lögin um leyfi til dragnóta-
veiða ákveða að eigi skuli heim
ilt að veiða með því veiðarfæri
eftir 31. október.
Dragnótabátar allir hættu því
veiðum um síðustu mánaðamót
og geta þær veiðar ekki hafizt
aftur fyrr en næsta vor.
EYJABLAÐIÐ
Hungurgöngur hraðfrystistöðvatorstjóra
Forstjórar hraðfrystistöðvanna
hafa mikinn hluta haustsins
legið á hnjánum frammi fyrir
stjórnarvöldunum í höfuðborg-
inni og bankastjórunum þar,
biðjandi svo sem ölmusumenn
til forna um að stjórnin bryti
sínar „viðreisnar“-reglur um
útlán, sem ekki máttu aukast
pr tonn, þrátt fyrir allar verð-
breytingar.
Stöðvarnar hafa ekki. greitt
viðskiptamönnum sínum hrá-
efni um tveggja eða þriggja
mánaða skeið.
í upphafi mun hafa verið
skaplega tekið undir erindi
hungurgöngumanna. Síðan
fengu þeir að ganga í gegnum
strangar yfirheyrslur baukayfir-
valda, sem töldu að búið væri
að lána þeim sumum allt að, og
í tilfellum nokkuð yfir 100%
af útflutningsverði hinnar fram
leiddu vöru.
Allir munu þeir hafa orðið
að lofa að hætta öllum lagfær-
ingum eða stækkunum á húsum
sínum að sinni — því það er
stefna stjórnarinnar að nú megi
ekkert byggja nema helzt verzl-
unarhús, kirkjur og klaustur
— og þá munu þeir hafa fengið
ádrátt um einhverja hungurlús,
til að leysa sárustu vandræðin.
Eftir þetta risu forstjórarnir
upp af knébeði og héldu heim-
leiðis. En heyrzt hefur, að hung
urlúsin, sem þeir töldu sig eiga
von í eftir allt, hafi síðan verið
hlutað í tvennt, svo að þeim séu
nú teknar að daprast vonir um
að sáransti vandinn verði að
svo komnu leystur nema til
hálfs, hvcr sem raunin kann að
verða.
Vaxtaokrið, sem framleiðslu-
fyrirtækin þurfa nú að bera,
eru bæði hér og annars staðar
að stefna þeim í greiðsluþrot,
en lánsfjársamdrátturinn, þar
sem hann er framkvæmdur,
rekur svo smiðshöggið á erfið-
leikana.
Aðalfundur Æ F V.
Æskulýðsfylkingin í Vest-
mannaeyjum hélt nýlega aðal-
fund sinn. Bættust henni þar
margir nýir félagar og gætir nú
mikillar framsækni í félagsstarfi
ungra sósíalista hér í bæ.
í stjórn voru kosin:
Garðar Júlíussoon, formaður,
Ágúst Hregg-viðsson, vara-
formaður.
Sigríður Ólafsdóttir, ritari.
Magnús Bjarnason, gjaldkeri,
Hafsteinn Ágústsson og
Sveinn Tómasson, meðstjórn-
endur. ^
Fyrir næsta félagsfundi liggur
jregar fjöldi nýrra inngönguum-
sókna.
AlþýSuhúsið nýtur
mikilla vinsælda.
Verkalýðsfélögin hafa nú á
ný hafið rekstur Alþýðuhússins
eftir hinar miklu endurbætur,
sem gerðar hafa verið á húsinu.
Þar er nú fast skemmtana-
hald þrisvar í viku: dansleikir
á laugardögum, en kaffihús á
sunnudags- og fimmtudagskvöld
um.
Hljómsveit Guðna Herrnan-
sen leikur fyrir dansi, en fyrir
rekstri hússins stendur Angan-
týr Einarsson, starfsmaður
verkalýðsfélaganna.
Síðan húsið var opnað að
nýju, reynist það njóta hinna
mestu vinsælda og hefur þar
jafnan verið margt um mann-
inn á skemmtunum.
Enginn útgerðargrundvöllur.
Ú tvegsbændafélagið hélt fund
sunnudaginn 30. okt.
Kom það fram í ályktun
fundarins, að útvegsmenn telja
nú engan grundvöll fyrir vertíð
arútgerð í vetur, þar eð fiskverð
er ekki lengur í neinu samræmi
við útgerðarkostnaðinn.
Er með þessu enn staðfest sú
staðreynd að „viðreisn" ríkis-
stjórnarinnar er víðsfjarri því
að tryggja hallalausan rekstur
útvegsins, svo sem þó átti að
vera megintilgangur hennar.
„Viðreisnin" hefur þar á móti,
auk þess, sem hún hefur bælt
saman almenn lífskjör, gert út-
gerðinni erfiðara fyrir á alla
lund. Útvegsbændafélagið sam
þykkti að segja upp kjarasamn-
ingum við sjómenn, svo þar er
um gagnkvæma uppsögn að
ræða.
Einn nýr kennari.
Einn nýr kennari mun nú
ráðinn að barnaskólanum í vet-
ur og vantar þá 4 í að fullskip-
að sé starfsliðið.
Hinn nýi kennari er Lilja
Sveinsdóttir, sem ættuð er héð-
an úr Eyjum og um skeið var
kennari við Aðventistaskólann
hér.
Hafnarbóturinn.
Á bæjarráðsfundi, sem hald-
inn var 31. október s. 1. var
samþykkt bæjarábyrgð fyrir
hafnarsjóð vegna hafnarbátsins,
sem nú er í smíðum í Þýzka-
landi og afhenda á í des. n. k.
Upplýst var á fundinum, að
báturinn yrði nefndur ,,Lóðs-
inn.“
Vitað er, að vaxtaokrið eitt
leggur á hraðfrystihúsin álíka
þunga greiðslubyrði eins og
kaupgjald allt hefði verið hækk
að um 20—30%, en vextir hefðu
staðið óbréyttir.
Hagur þessara framleiðslu-
fyrirtækja mundi því ekkert
þrengjast frá því, sem er, þótt
þau semdu um allar þær kaup-
breytingar, seiii Alþýðusamband
ið ræður félögum sínum nú til
að gera kröfur um, ef vextir
væru samtímis færðir úr „við-
reisnar“-forminu niður 1 það,
sem áður Var, en þá næmu þeir
þó enn við hámark þess, sem
þekkist meðal síðaðra þjóða.
Þröngsýni
bæjarráðs
Framhald af 1. síðu.
gefinui tilkynningu hætt. auka-
kennslunni svo sem eðlilegt er.
Þar með hefur endemishátt-
Guðlaugs og Ársæls komið
skólahaldinu í öngþveiti, þann-
að börn í Vestmanriaeyjum fá
ekki lengur kennslu í samræmi
við fræðslulögin.
Það er hugsanlegt að bæjar-
félagið geti með þessu sparað
sér einhverjar krónur og má-
ske er það áform þeirra heið-
ursmanna sem hér eru í for-
svari að vinna að; 'einhverju
upp rneð þessum hætti það fé,
sém'áð urtdanförnu héfur verið
stolið út úr lúkunum á þeim
úr sjóðum bæjarins.