Eyjablaðið


Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 2
Vatnsgeymirinn sunnan Skiphellra. í baksýn sér yfir hafn- arsvæðið, sem á að njóta hinnar nýju vatnsveitu. I flestum efnum má telja að árið 1960 hafi verið rakið góð- æri. Tíðarfar var með eindæm- um hagstætt, sumarið einstætt sökum sólskins og blíðviðra, og gæftasamt var á vetrarvertíð. Fiskaflinn var þó ekki eins mikill og menn höfðu gert sér vonir um. Þótt almennt væri vertíð aflasælli en áður í flest- um verstöðvum landsins, var hið gagnstæða uppi á teningn- um hér í Eyjum. Sumar-síld- veiðin varð rýrari en á fyrra ári og þó betri en nokkurt ár þar á undan allt frá 1944. Tog- araflota landsmanna gekk þung lega um aflabrögð. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað um heildarafla lands- manna á liðnu ári, en þó er vit- að, að hann er eitthvað lakari en 1959, en þá nam hann 564 þús. lestum, en 505 lestum árið 1958. Víst má telja, að aflamagn ársins 1960 liggi þarna einhvers staðar á milli. Aldrei hefur afla- magn fslendinga náð hálfri milljón lesta utan þessi hin síð- ustu þrjú ár. Slysfarir urðu miklum mun minni á árinu en áður. Stærsta slys varð í upphafi ársins, er vél- báturinn Rafnkell fórst í fiski- róðri úr Sandgerði hinn 4. jan. og með honum 6 manna á- liöfn. Almennri efnahagslegri vel- megun fór stórlega aftur á ár- inu og veldur því mikill dýr- tíðarvöxtur, sem fram kom sem afleiðing af gengisfellingu ís- lenzkrar krónu móti erlendum gjaldeyri og aukning söluskatts á innfluttri vöru samhliða nið- urfellingu verðlagsuppbótar á kaupgreiðslur, en ráðstafanir þessar voru allar lögfestar á Al- þingi í febrúarmánuði. Þegar hugleiddir eru sérstak- lega þeir atburðir, sem hér hafa gerzt eða frekast snerta þetta byggðarlag má meðal annars minnast þessara: Slysfarir: Þrjú banaslys urðu liér á ár- inu. Ungur piltur, Örn Tryggvi Johnsen, varð fyrir voðaskoti hinn 7. október og lézt af því hinn 9. sama mánaðar. Hafsteinn Snorrason, verk- stjóri frá Hlíðarenda, féll hér í höfnina og drukknaði hinn 10. nóvember. Lítil stúlka, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, frá Háagarði, drukknaði í Vilpu seint í nóv- embermánuði. Lamdhelgismdl: Frá 1. september 1958 hefur gilt 12 mílna fiskveiðilandhelgi hér við land í framkvæmd virt HORFT UM OXL Vlfl — Brot úr annál ársin og viðurkennd af öllum erlend um þjóðum nema Bretum. Hafa þeir fiskað í landhelginni undir vernd herskipa sinna og safnað liði gegn íslendingum á alþjóðaráðstefnum og notið til þess fulltingis Bandaríkjanna og raunar allra NATO-þjóða. Aldrei hafa þeir þó komið fram neinum samþykktum gegn okkur og ránveiðarnar hafa ver- ið óverulegar og litlu tjóni vald- ið okkur. Ríkisstjórn Islands hefur hins vegar allt árið gefið Bretum undir fótinn með það, að hún gæti hugsað sér að leyfa þeim einhver afnot af landhelginni og rækt við þá vinfengi, þótt þeir rækju hér vopnað ofríki. I apríl-mánuði gaf ríkisstjórn in út einhliða tilkynningu um að öllum veiðiþjófum Breta væru gefnar upp sakir, og allt haustið stóðu formlegar samn- ingaviðræður brezkra og ís- lenzkra stjórnarvalda um nýt- ingu íslenzku landhelginnar. Var þeim ólokið um áramót. Aflabrögð: Aflabrögð á vertið gengu á- gætlega framan af, og voru menn farnir að gera sér vonir um, að afli mundi ná nýju há- marki. Svo fór þó ekki, því eng- in aflahrota kom á netavertíð- inni, svo sem jafnan hefur þó verið. Vertíðaraflinn reyndist alls nema 37.218 tonnum af slægð- um fiski (42.366 árið 1959). Talið er, að hér hafi 114 bátar (112 árið 1959) lagt upp afla og farið samtals 7030 róðra (fyrra ár voru róðrarnir 6591). Meðalafli í róðri reyndist samkvæmt þessu vera 5,3 lestir og er það 1,1 lest minna en árið !959- Stígandi varð aflahæstur. Hann fékk 854 tonn miðað við slægðan fisk með haus. Skip- stjóri á Stfganda er Helgi Berg- vinsson. Sumar sildveiðin gekk lakar en á fyrra árai. Heildaraflinn varð um 780 þús. mál og tunnur (en um 1100 þús. í fyrra). Héðan fóru 37 skip til veiðanna og öfluðu um 80 þús. mál og tunnur, og er það nokkru lakari meðalafli en hjá síldarflotanum almennt. Vestmannaeyingar gerðu út 14,2% síldarskipanna og hrepptu 10,5% aflans. Aflahæstur Eyjabáta á þess- um veiðum varð Bergur, er fékk 6.448 mál og tunnur. Skip

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.