Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 1
EYJABLADID 22. argangur Vestmannaeyjum, 23. marz 1961. 5. tölublað. ISLENZKA LANDHELGIN SVIKIN í HENDUR BREZKUM RÆNINGJUM fflm^ Þótt allir frambjóðendur hétu því í tvennum síðustu kosningum að hvika hvergi frá 12 mílna fiskveiðilögsögu ís- lands, þá hafq nú þeir atburðir gerzr, að 33 þingmenn Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins hafa samþykkt heimild stjórn- inni til handa að semja við Breta um serstök réttindi þeim til handa í okkar landhelgi. Þessi heimild var samþykkt á nú rétt til að veiða í íslenzku Alþingi hinn 9. marz og samn- landhelginni á þeim tímum, ingurinn við Breta gekk í gildi sem þeim hentar allt upp að 6 tveim dögum síðar, eða hinn mílum á flestum stöðum við 11. marz. landið og sést glöggt, hver rétt- Samkvæmt þesu hafa Bretar indi þeirra eru, ef athugaður er uppdráttur hér á síðunni, er sýnir réttindasvæði Breta í ís- lenzku landhelginni. Hinn umsamdi réttur Bret- anna er til þriggja ára, en lík- legt má telja, að hann verði end urnýjaður, ef aðrir eins Breta- leppar verða við stjórn á ís- landi að þeim tíma liðnum og þeir, er nú sitja. Forsvarsmenn þessa samnings tclja Breta borga fyrir þessi rétt indi sín með sneiðum af Sel- vogsbanka og þrem öðrum ís- lenzkum hafsvæðum, sem í land helgi okkar lenda með grunn- Framh. á 4. síðu Þetta er Bretum afhent af okkar landhelgi. Réttindi þau, sem Bretum eru veitt með smánarsamningi ríkisstjórnarinnar við brezku ræningjana, jafngilda nánast samningi um minnkun íslenzku landhelginnar úr 12 í 6 mílur fyrir Suður-, Austur- og Norðurlandi í 3 ár og skörðóttri 12 mílna landhelgi fyrir Vesturlandi. Svarta svæðið á kortinu merkir þau svæði, sem útlendingar mega veiða á, á þeim tímum, sem þeim hentar. Hermann Jónsson. Sjálfkjörið í Verkalýðsfélagi Veslmannaeyja Verkalýðsfélag Vesimanna- eyja auglýsti fyrir nokkru eftir framboðslistum fyrir kjör stjórn ar og trúnaðarmanna félagsins. Frestur til framboðs rann út laugardagskvöldið 11. þ. m. og hafði þá aðeins borizt framboðs listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins og er hann því sjálfkjörinn. Stjórnina skipa þessir menn: Hermann Jónsson, formaður, Angantýr Einarsson, varafor- maður, Sveinbjörn Guðlaugsson, rit- ari, Sigurður Guðmundsson, gjald keri, Engilbert Jónasson, með- stjórnandi.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.