Eyjablaðið


Eyjablaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Þökk fyrir auðsýnda samúð og vinahug við andlát og útför SÉRA JES A. GÍSLASONAR. Magnea Sjöberg, Friðrik Jesson, Sólveig Jesdóttir, Haraldur Eiríksson Anna Jesdóttir, Óskar Kórason, Ásdís G. Jesdóttir, Þorsteinn Einarsson. Nr. 1/1961 TILK YNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum. í heildsölu, pr. kg.......................... kr. 39,29 I smásölu með söluskatti, pr. kg............. — 46,40 Reykjavík, 18. febrúar 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. Nr. 2/1961 TILK YNNING Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gas- oliu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Heiidsöluverð, hver smálest .............. kr. 1415,00' Smásöluverð úr geymi, hver lítri ........ — 1,37 Heimilt er a ðreikna 5 aura á lítra fyrir útkeyrslu. Heimilt er einnig að reikna 16 aura á lítra í afgreiðslu frá smásöludælu á bifreiðar. Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera 2V2 eyri hærra hver lítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. marz 1961. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 28. febrúar 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. Nr. 3/1961 TILK YNNING Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð í heildsölu og smásölu á innlendum niðursuðuvörum: Fiskibollur, 1/1 dós ...... kr. 12,25 15,75 Fiskibollur, 1/2 dós ........ — 8,45 10,90 Fiskbúðingur, 1/1 dós ...... — 14,95 19.25 Fiskbúðingur, 1/2 dós ....... — 9,00 11,60 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Að öðru leyti heldur gildi sínu tilkynning nr. 26. frá 31. október 1960. Reykjavík, 3. marz 1961. VERÐLAGSSTJÓRINN. Þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 70 ára afmceli mínu 22. febrúar. Guð blessi ykkur öll. Guðjón Jónsson, Hásteinsvegi 28. TILK YNNING frá Félagsmálaráðuneyfinu. Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að heimild til endur- greiðslu úr sparimerkjabókum er bundin við giftingu eða að menn hafi náð 26 ára aldri. Undanþágur þær, sem skattayfirvöldum er heimilt að veita, skulu aðeins veittar frá þeim degi, að um undanþáguna er beð- ið. Undanþágan felur aldrei í sér heimild til endurgreiðslu þess fjár, er áður hefur verið aflað og skylt var að leggja inn. Félagsmálaráðuneytið, 25. febr. 1961. Gjafir fil Sjúkrahúss Vestmannaeyja S. 1. mánudag bauð bæjar- stjórn Vestmannaeyja frétta- mönnurn og nokkrum fleiri gest um til kaffidrykkju í Samkomu húsi Vestmannaeyja. Bæjarstjóri bauð gesti vel- komna, en gaf síðan frú Jónu Vilhjálmsdóttur orðið. Frú Jóna tilkynnti, að Kven- félagið Líkn afhenti hérmeð Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að gjöf 40 dúnsængur, og eitt upp- búið barnarúm. Forseti bæjar- stjórnar, Ársæll Sveinsson, þakk aði þessa höfðinglegu gjöf, og árnaði Kvenfélaginu Líkn allra heilla. I stjórn Kvenfélagsins Líknar eru: Jóna Vilhjálmsdóttir, form., Alda Björnsdóttir, ritari, Anna Þorsteinsdóttir, gjaldk., Meðs tj ór nendur: Elínborg Gísladóttir, Katrín Árnadóttir og Kristjana Óladóttir. Merkisafmæli. Árni Árnason, símritari, átti 60 ára afmæli hinn 19. þ. m. Dánarfregn. Hinn 15. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu hér í bæ Árni Páls son, Brekastíg 15B. Aflabrögð hafa verið mjög bág undan- farið, enda veðrátta mjög óhag- stæð, alltaf hafátt. Flestir bátar munu nú hættir við línu og bún ir að taka net. Hafnarbáturinn. Eitthvað mun ekki allt í lagi með hafnarbátinn „Lóðsinn“, sem verið hefur í smíðum úti í Þýzkalandi og átti að vera fyrir löngu kominn. Heyrzt hefur að gallar hafi komið fram í reynslu för, og deila komið upp um hver borga eigi lagfæringuna. Lítur því út fyrir, að enn geti orðið dráttur á komu bátsins hingað. Hvenær er von á augnlækni? Mjög bagalegt er það, hve langt líður á milli, að augnlækn ir komi hingað, og tæpast for- svaranlegt, að hann komi ekki á meðan skólarnir starfa, því oft kemur það í ljós í skólunum að unglingar þyrftu hvíldargler- augu við námið, og getur haft alvarlegar afleiðleignar, ef það er ekki athugað í tíma. Ærinn aukakostnaður er það fyrir for- eldra að verða að senda börn sín til Reykjavíkur til þess að fá mælda sjónina, en þetta munu allmargir foreldrar hafa þurft að gera í vetur, sumir foreldrar fleiri en eitt barn. Væri mikil nauðsyn á því að heilbrigðisyf- irvöld bæjarins gerðu allt sem þau gætu til að ráða bót á þessu og fá augnlækni hingað oftar en nú er. Leikfélag Vestmannaeyja sýndi í s. 1. viku leikritið „Þrjá skálka“ sem það æfði upp og sýndi í haust og fór með suður og fékk góða dóma fyrir. Aðsókn að þessari sýningu félags ins var léleg, og er það ekki vansalaust fyrir bæjarbúa,

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.