Eyjablaðið


Eyjablaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 17.05.1961, Blaðsíða 4
EYJABLADID Ltgefandi: Sósíalistafél. Vestmannaeyja. Áb.: Tryggi Gunnarsson. Prentsm. Eyrún hf. Nú er bannað að frysfa síld og karfa ÚR BÆNUM LandssÍL;:in er byrjaður á framkvsDLndum. Svo sem sagt hefur verið frá liér í blaðinu áður, áformar Landsíminn miklar framkvæmd ir hér í sumar. Sæsími, sem liggja á frá Fær- eyjum, á að hafa landtökustað hér suður við Stórhöfða og verð ur kapall þessi lagður í sumar. Síðar á svo sæsími þessi að liggja úr Klaufinni alla leið til Vesturheims, en sá þráður verð ur ekki lagður á þessu ári. Byrjað er að grafa fyrir jarð- streng símans frá væntanlegum landtökustað áleiðis niður í bæ- inn. Ráðgert var, að einnig yrðu lagðir nýir jarðstrengir að stöð inni á Stóra-Klifi, en nú er lík- legt, að í þess stað verði heldur byggð ný stöð á Sæfelli til svip- aðra nota og Klifsstöðin. Skammarleg smekkleysa. í nýútkomnu Bliki, tímariti Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja, sem um margt er athyglisverð útgáfa, er með skammarlegum hætti auglýst og mynduð pers- ónuleg ógæfa eins af samborg- urum okkar, án nokkurs sér- staks tilefnis. Vert er að ábyrgðarmaður rits ins, Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, viti það, að fyrir smekkleysu þessa og lágkúru kunna Vestmannaeyingar hon- um engar þakkir, og það hlýtur að vera krafa allra, sem velsæm- istilfinningu hafa gagnvart byggðarlaginu, samborgurunum og Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja, að rit skólans beri ekki framar á sér slíkar ómenningar- slettur, sem á er orðin að þessu sinni. Jú, Ása heiti ég, sagði Gilitrutt. Það brosti margur í kampinn um daginn, þegar Stefán Jóns- son, fréttamaður, spjallaði í fréttaauka útvarpsins við Ársæl bónda Sveinsson. Ársæll kvaðst viss um það, að eftir því sem menn gerðu bet- ur við starfsfólk sitt, eftir því skilaði starf þess betri árangri, og svo lét hann að því liggja, að alltaf væri hann, Ársæll, þar í fylkingarbrjósti, sem vel væri gert við vinnandi fólk. Það er þó ekki laust við, að menn minni, að ekki hafi Ár- sæll verið neitt ólmur í að gera samninga við verkafólk og sjó- menn um bætt kjör fram eftir Stjórnarvöldin eyðilögðu beztu markaðina. Þessa síðustu daga hefur það verið að koma átakanlegar í Ijós en nokkru sinni fyrr, hvert stefna ríkisstjórnarinnar í verzl unarmálum leiðir. Sölumiðstöð hraðfrystiliús- anna hefur sent til allra stöðva innan sinna vébanda sérstakt viðvörunarbréf, þar sem skýrt er frá því, að enginn markaður sé tiltækur fyrir frysta síld eða fryst karfaflök, og eru frystihús in því vöruð við og ráðlagt að taka ekki við hráefni til þeirr- ar verkunar. Þessi aðvörun jafngildir raun ar banni í framkvæmd, enda hefur mörgum veiðiskipum, sem lögð voru af stað til karfa veiða við Nýfundna-land verið snúið við, enda þótt þar sé upp- gripaveiði um þessar mundir. Síldveiðin hér við Suðvestur- land, sem gefið hefur hina beztu raun nú að undanförnu, nýliðnum vetri. Og svo eru líka til menn, sem muna enn eftir því, að fyrir rúmum 3 árum urðu allir sjómenn Ársæls að reka mál gegn honum fyrir dóm stólum til þess að fá gert upp eftir samningi sínum, enda þótt allir aðrir útvegsbændur hér væru búnir að viðurkenna þann rétt sjómanna, sem Ársæll neit- aði. Nú er talað um rafstreng 1962. Það hefur nú loksins verið staðfest endanlega með opinber um yfirlýsingum í rafmagns- nefnd bæjarins, að svikin verði enn í ár þau loforð Ingólfs Jóns sonar, raforkumálaráðherra, að leggja rafstreng frá Landeyja- sandi til Eyja í sumar. Á 10 ára raforkuplani ríkis- ins var strenglögn þessi ákveð- in 1960. Það var svikið og Ing- ólfur lofaði hátíðlega, að streng urinn yrði lagður í júlímánuði 1961, en nú er vitað, að ekki verður við það staðið, og nú er talað um 1962. Allir kaupstaðir landsins aðr- ir en Vestmannaeyjar, eru nú fyrir löngu komnir í samband við raforkukerfi ríkisins. skilar framleiðendum nú að- eins 57 aura verði á kg. þar eð ekki er tekið við aflanum í landi nema til bræðslu. Hvers vegna er ekki hægt að selja nú eins og óður? Hjá mörgum hefur nú vakn- aði þessi spurning: Hvers vegna er ekki hægt að selja freðsíld og karfallök nú eins og áður? Þeirri spurningu er fljótsvar- að: „Verzlunarfrelsið,“ sem ríkis- stjórnin og innflutningsbraskar- arnir kring um hana kalla svo, hefur þegar siglt markaðsmál- urn okkar í strand. Þeir, sem keypt hafa þessar vörur af okkur fyrir gott verð, eru einkum Rússar, Pólverjar og Tékkar. En við þessar þjóðir finnst núverandi stjórnarvöld- um á íslandi einkar ónotalegt að þurfa að eiga viðskipti. Þeir létu það því verða einn megin- þátt stefnu sinnar í efnahagsmál um, að koma þessum viðskipt- um fyrir kattarnef, og sá liður- inn, senr um þetta fjallar, heitir í „viðreisninni“ því fagra nafni: viðskiptafrelsi. Málum er þannig háttað, að lönd þessi gera sína utanríkis- verzlun á jafnkaupagrundvelli, þannig að þau kaupa ekki meira af okkur en við kaupum af þeim. Á árunum fyrir „viðreisn" höfðum við þann háttinn á, að litflutningsvörur okkar voru seldar þangað, sem bezt fékkst fyrir þær, og svo urðu innflytj- endur að gera kaup sín erlendis, þar sem við höfðum greiðslu- möguleika með okkar afurðum. En á máli íhaldsins heitir það viðskiptaófrelsi, ef innflutnings- kaupmönnum eru settar reglur um innkaup eftir greiðslugetu þjóðarinnar. I fyrra fengu svo heildsalarn- ir sitt viðskiptafrelsi, það var liður í „viðreisninni". Og þeir vildu síður gefa kaup sín aust- antjalds ,þar sem hvorki fást falsaðar faktúrur né heldur skip hlaðin með smyglgóssi svo að neinu nemi. Það var því dregið mjög úr innkaupum frá Rússum, Pól- verjum og Tékkurn og þar með ákveðið, að saman skyldi og draga markaðsmöguleika okkar í þessum löndum. Rcikningsskilunum hefur til þessa verið frestað. En með hverju hefur þá ver- ið borgað hið aukna vörumagn frá vestrænu þjóðunum? mætti þá spyrja. Og þá er komið að þvi svarinu, sem leiðast hlýtur að vera hverjum hugsandi Is- lendingi. Hin auknu vestur-viðskipti hafa alls ekki verið borguð, þau eru öll upp á krít. Stjórnin leyfði öllum inn- flytjendum að taka erlend vöru- kaupalán til skamms tíma. Það hefur óspart verið notað, enda er enginn aðili til, sem í dag veit, ■ hve hárri upphæð þau lán nerna samtals. En auk þessa jók stjórnin sjálf erlendu skuldirnar á síð- asta ári um 450—500 milljónir króna, og mega allir sjá af þessu, hvert stefnir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar eins og nú er komið málunum. Luku fiskimanns-prófi. Þrír Vestmannaeyingar luku fiskimannaprófi við Sjómanna- skólann í Reykjavík nú í vor. Eru það allt ungir og vaskir menn: Ágúst Bergsson, Skólavegi 10. Gísli Einarsson, Austurv. 18. Gunnar Jónsson, Miðey. Barnavagn vel með farinn, til sölu að Túngötu '25. S£SigáS2S£S£S2S2S2S2S2S2S2S2S2g2S2S2S2S2S£S£S2*SJ?23?2S2íí2*2S2S2JÍ2>í2!?2??23í2JÍ2S2S2S2JÍ2?S3í2S2«BÍS3í2Jt2S2S2í2«2S2* Fljúgið með Loffleiðum landa á milli! Loffleiðir Upplýsingar í Vesfmannaeyjum gefur: Jakob Ó. Ólafsson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.