Eyjablaðið


Eyjablaðið - 18.10.1961, Qupperneq 1

Eyjablaðið - 18.10.1961, Qupperneq 1
EYJABLA 22. árgangur Vestmannaeyjum, 18. október 1961. 13. tölublað. UMMÆLI GUÐLAUGS BÆJARSTJÓRA: Höfninni ofvaxið fjárhagslega að ráða við viðgerð á í Fylki, sem út kom 6. þ. m., skrifar bæjarstjórinn alllanga grein til varnar sér og bæjar- stjórnarmeirihlutanum, vegna þess stríðs, sem þeir standa nú í við óblíð náttúruöfl, í við- gerðunum á hafnargarðinum, verki, sem unnizt héfði mikið betur, fljótar og ódýrar í blíð- viðri sumarsins. Þessi hafnargarðsmál hafa lít- ið eða ekkert verið rædd hér í Eyjablaðinu, og allra sízt, að bæjarstjórnarmeirihlutinn hafi verið borinn nokkrum sökum vegna þeirra óhappa, sem skeðu þegar togarinn lenti á garðin- um. En þar sem bæjarstjórinn telur meðal annars að vantað liafi tillögu frá minnihlutan- um um að hefja viðgerðina og þar sem hann umgengst sann- ieikann í ritsmíðinni af sínu al- kunna frjálslyndi, er rétt að rekja gang málsins í stórum dráttum og skal þá stuðzt við heimildir skráðar af bæjarstjór- anum sjálfum á hafnarnefndar- fundum. Viðbrögð hafnarnefndar: „Fundargerð hafnarnefndar 15. janúar 1961. Fyrir var tekið: 1. Að ræða um skemmdir, sem orðið hafa á Hörgeyrar- garði af völdum togarans Marie Jose Rosette, 0285 frá Ostende, sem strandaði á hafnargarðin- um að kvöldi þriðjudagsins 10. janúar. Verkfræðingur Vitamálaskrif- stöfunnar, Guðmundur Gunn- arsson, bæjarverkfræðingur Þór hallur Jónsson og Bergsteinn Jónasson, hafnarvörður, höfðu skoðað skemmdirnar. Komið hefur í ljós, að skipið hefur brotið 2—3 undirstöður undir garðinum og ennfremur er brotinn steyptur flái ofan á kerjunum og hefur þar mynd- azt alldjúpur hellir inn í garð- hafnargarðinum. Á sama tíma er blíðviðri sumarsins eytt í það að leika sér með þó hugmynd að henda tugum milljóna í það að brjóta niður hafn- argarðinn og byggja annan styttri. inn og skolað burt grjótfyllingu innan úr honum. Er fyrirsjáan- legt, að um verulegar skemmdir á garðinum er að ræða, og að viðgerð mun kosta verulegt fé . . . Hafnarnefnd vamþykkir að hafa samróð við Vitamóla- skrifstofuna um þáS, hernig bezt sé að haga viðgerð á garð- inum . . Ekki var nú lýsingin fögur, og þó þá fyrst, fimm dögum eftir að togarinn lenti á garð- inum, og ekki var annað fyrir- sjáanlegt en að hann mundi molna niður í vetrarveðrunum, var hafnarnefnd kölluð saman. Á þessum fundi er samþykkt einróma, að samráð skuli haft við Vitamálaskrifstofuna um viðgerð á garðinum, því að sjálfsögðu voru allir sammála um að viðgerðar væri þörf, og það fyrr en seinna, þó það yrði auðvitað að bíða vorsins. Hvergi kemur það fram í þess- ari íundargerð, að á það hafi verið minnzt einu orði að stytta garðinn. Bæjaryfirvöldin flýta sér venjulega hægt. Svo líður hálfur annar mán- uður, og þá fyrst, 1. marz er hafn arnefnd kölluð saman aftur. Hvað rætt hefur verið á klíku- fundum meirihlutans, eru þeir að sjálfsögðu einir til frásagnar um, en eina lífsmarkið, sem bæj arbúar urðu varir við, frá þeirra hendi í hafnarmálunum þenn- an tíma, var grein, sem hafn- sögumaðurinn Jón I. Sigurðs- son, einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í Morgunblaðið og vakti undrun og hneykslan í bænum, en þar taldi liann það nánast sem happ af himnum sent, að togarinn skyldi brjóta garðinn, því það þyrfti að stytta hann hvort sem værL Það verður ekki ónýtt fyrir vátryggjendur skipsins að leggja þá grein fram í réttarhöldun- um um tjónbætur vegna skemmdanna. I fundargerð hafnarnefndar frá 1. marz segir: 5. Hafnarnefnd samþykkir að fela bæjarverkfræðingi að gera tillöguuppdrátt að nýjum haus á norðurhafnargarðinn, með tilliti til þess, að garðurinn verði styttur. Togarinn Marie Jose Rosette, við hafnargarðinn. Þetta er fyrsta samþykkt hafn arnefndar um, að í það glæfra- fyrirtæki skyldi ráðizt, að stytta garðinn, og livað sem Guðlaug- ur Gíslason segir um fylgi „framsóknar og kommúnista" við það mál, vitnar fundaxgerð bæjarstjórnar um, að liðurinn var samþykktur með 6 atkv. í bæjarstjórn, hjá sátu fulltrúar Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Bæjarstjórn hundsuð og lítilsvirt. Það var 15. janúar, sem það alvarlega mál var lagt fyrir hafn arnefnd, að hafnargarðurinn væri að molna niður og ófyrir- sjáanlegt hversu miklar þær skemmdir yrðu, um það er lyki og hversu afdrifaríkar þær yrðu fyrir byggðarlagið, sem allt sitt byggir á höfninni. Þó sáu bæj arstjórinn og formaður hafnar nefndar, Ársæll Sveinsson, eng<. ástæðu til þess að leggja má'ið fyrir bæjarstjórn fyrr en að þremur mánuðum liðnum, eða 14. apríl. Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn eiga ekki full trúa í hafnarnefnd og í þeirri nefnd eru ekki nema þrfr bæjar fulltrúar og samþykktir hennar hafa ekkert gildi fyrr en þær Framhald á s. síðu.

x

Eyjablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.