Eyjablaðið


Eyjablaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 2
* EYJABLAÐIÐ Vatnsveita og f jölbýlishús Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu fulltrúar meirihlutans fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarverkfræðingi að gera kostnaðaráætlun um byggingu vatnsveitu fyrir bæjarfélagið á Sogsrafmagnið Framhald af 1. síðu mundi enginn strengur verða lagður til Eyja á næstunni. Fyrir þessu glúpnuðu bæjar- fulltrúar — aðrir en fulltrúar Alþýðubandalagsins — og með- tóku jólagjöfina með þakklát- um huga og fullri vissu um það, að á næstu jólum mundu jólaljósin tendruð með Sogsraf- magni. Síðan hefur sýnt sig, að ekki hefði sakað þó beðið hefði ver- ið með samningsgerðina svona í eitt ár eða svo og hefði hún þá gjarnan orðið byggð á traust- ari grunni. Þegar þær upplýsingar ráð- herrans liggja fyrir, að fram- kvæmd verksins muni lækka um margar milljónir króna frá því sem ráð var fyrir gert, gefur auga leið, að rafmagns- verðið á að geta lækkað með lækkuðum stofnkostnaði. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu því á bæjarstjrón- arfundi s. 1. laugardag svohljóð andi tillögu: „Með því, að Ingólfur Jóns son, raforkumálaráðherra, gaf þær upplýsingar á Al- þingi í gær, að sæstrengur- inn til Vestmannaeyja mundi geta orðið um þriðjungi styttri og mörgum milljón- um króna ódýrari en áður var reiknað með, samþykkir Bæjarstjórn Vestmannaeyja að óska eftir endurskoðun á raforkukaupasamningi Raf- veitu Vestmannaeyja við Raf magnsveitur ríkisins til lækk- unar á gjaldskrá hans.“ Tillögunni var vísað til raf- magnsnefndar og munu bæjar- búar að sjálfsögðu veita því at- hygli, hvernig meirihlutanum gengur að fá leiðréttingu á mis- tökum sínum í samningagerð- inni um síðustu jól. grundvelli vatnsleiðslu frá fasta landinu eða á annan hátt, ef hagkvæmara reynist, og jafn- framt að fela bæjarstjóra að sækja urn, að framkvæmdin verði gerð styrkhæf úr ríkissjóði samkvæmt vatnsveitulögum.“ Tillagan var samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Ingólfur Arnarson flutti svo- hljóðandi tillögu: „í sambandi við fyrri sam- þykktir bæjarstjórnar um bygg- ingu fjölbýlishúsa á vegum bæj arsjóðs, samþykkir bæjarstjóm að fela bæjarstjóra að láta gera nú þegar kostnaðaráætlun um byggingu hússins og heimilar honum nauðsynlega lántöku í samræmi við hana. Að því fengnu verði þá þegar hafizt handa um byggingu“. Bæjarstjóri lagði strax til, að tillögunni yrði vísað til bæjar- ráðs. Fulltrúar minnihlutans lýstu vanþóknun sinni yfir þeirri ó- frávíkjanlegu málsmeðferð meiri hlutans, að tillögur frá minni- hlutanum megi aldrei sam- þykkja í bæjarstjórn, þó í mörg um tilfellur allir bæjarfulltrúar séu þeim samþykkir. Tillögunni var samhljóða vís að til bæjarráðs. Beri menn nú saman af- greiðslu þeirra þriggja tillagna, sem afgreiddar voru á síðasta bæjarstjórnarfundi: í fyrsta lagi tillaga frá meiri- hlutanum, um kostnaðaráætlun yfir vatnsveitu frá fastalandinu, ásamt vatnslögn um allan bæ, fyrirtæki, sem ekki er ótrúlegt að fari yfir 100 milljónir króna. Sú tillaga var samþykkt á bæjar- stjórnarfundinum og ekki á það einu orði minnzt, að hún þyrfti athugun í nefnd. I öðru lagi tillaga Ingólfs Arn arsonar um kostnaðaráætlun yf- ir húsbyggingu, sem kæmi kannski til með að kosta nokkr- ar milljónir króna. Þá segir bæjarstjóri, að hér sé um svo mikið stórmál að ræða, að sjálf- sagt sé að vísa tillögunni til bæj arráðs og var þó áður búið að gera samþykkt í málinu og ræða það í bæjarráði. I þriðja lagi tillaga Sigurðar Stefánssonar og Gunnars Sigur- mundssonar um að óska eftir endurskoðun á raforkukaup- samningi Rafveitunnar við Raf magnsveitur ríkisins, vegna lækkunar á stofnkostnaði. Þeirri tillögu varð að vísa til rafmagns nefndar, hún varð að segja til um það — að áliti Guðlaugs — hvort bæjarstjórn væri heimilt að óska eftir slíkri endurskoð- un. Öfuguggaháttur bæjarstjórans í afgreiðslu mála í bæjarstjórn, ríður ekki við einteyming. Frá Flugfélaginu Vetraróætlanir ganga í gildi. Um þetta leyti ganga vetrar- áætlanir Flugfélags Islands í gildi, fyrir innanlandsflug um síðustu mánaðamót og fyrir millilandaflug um mánaðamót- in óktóber-nóvember. Flug í sumar gekk vel, bæði utanlands og innan, farþegafjöldi svipaður og síðastliðið ár, en sem kunn- ugt er, varð nokkurt hlé á flugi vegna verkfalla s. 1. vor. Innanlandsflug. Vetraráætlun innanlandsflugs ins gekk sem fyrr segir í gildi í. október s. 1. Ferðum fækkar nokkuð frá sumaráætlun og sömuleiðis breytast að nokkru leyti komu- og brottfarartímar flugvélanna. Til Akureyrar verður flogið alla daga vikunnar og tvisvar á dag, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Vestmannaeyjaferðir verða alla daga. Til ísafjarðar verður flogið mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga og laugardaga. Til Egilsstaða verður flogið þriðjudaga, fimmtudaga og laug ardaga. Til Hornafjarðar verður flog ið mánudaga og föstudaga, til Sauðárkróks, þriðjudaga og laug ardaga, til Húsavíkur miðviku- daga og laugardaga. Til Kópaskers og Þórshafnar verður flogið á fimmtudögum og til Kirkjubæjarklausturs og Fagurhólsmýrar á föstudögum. Alls er gert ráð fyrir, að flug- tími flugvéla í innanlandsflugi verði 72 klst. og 40 mínútur á viku hverri. Millilandaflug. Eins og undanfarna vetur, verður ferðum millilandaflug- véla Flugfélags íslands hagað þannig, að flogið er til útlanda annan daginn og heim næsta dag, í stað þess að fljúga fram og aftur samdægurs. Þetta fyrirkomulag hefur mælzt mjög vel fyrir meðal far- þega. í vetraráætlun millilanda- flugs, sem gengur í gildi 1. nóv- ember, er gert ráð fyrir fjórum ferðum á viku til útlanda. Ferð um verður hagað þannig, að flogið verður frá Reykjavík til Glasgow og Kaupmannahafnar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar á laugardögum. Brottfarartími flugvélanna frá Reykjavík færist aftur og verður kl. 8,30. Að utan verður brottfarar- tími: frá Hamborg kl. 9,50 á sunnudögum og frá Kaupmanna höfn kl. 11,30 þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga; frá Osló til Reykja- víkur kl. 12,55. Ferðir frá Glas- gow til Reykjavíkur eru þriðju daga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 14,00 allt miðað við staðatíma. Ekki eru áætlaðar beinar ferð ir til London í vetur, en gert ráð fyrir, að farþegar þangað, svo og til annarra staða í sunn- anverðri Evrópu skipti um flug vél í Glasgow og Kaupmanna- höfn. Konur! Fimleikatímar á vegum I. B. V. hefjast nú á næstunni. Nán- ari upplýsingar gefur Guðrún Jóhannesdóttir í síma 166, eftir kl. 7. á kvöldin. I. B. V. Dagl. nýjar vörur Kpólaefni í miklu úrvali, Þykk pilsaefni, Gróu drengja og karlmannabuxurnar, Gardínuefni, terryline og ítalskf voal. venzlunin Sími 104.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.