Eyjablaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 27.02.1963, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 ÞAKKARÁ VARP. Agœtu Vestmannaeyingar, F]allamenn, sem þar eru biisettir og aðrir. », Fyrir hönd Þórs Hróbjartssonar d Lambafelli i Austur-Eyja- fjallahreþpi, sem varð fyrir þeirri þungu raun á s. I. ári að missa heilsuna og getur enga björg sér veitt, en er nú kominn á sjúkra- hús i Reykjavík, vil ég af hrœrðum huga þakka ykkur þá stór- mannlegu peningagjöf, er ég fyrir hans hönd hefi veitt móttöku. í ágœtu bréfi, sem ég fékk með frá Kjartani Ólafssyni fiskimats- manni á Túnsbergi, lýsir hann hve frábrceilega vel þið tókuð málaleitan hans, bceði kunnugir og ókunnugir, (en hann stóð fyr-. ir samskotum þessurn). Það er ávallt aðalsmerki að rétta þeim, sem hjálpar þarfnast, höndina, og gott að hafa það í huga, að sá, sem getur glaðzt yfir heilbrigði og hamingju í dag kann að verða hjálparþurfi á morgun. Hafið heiður og þökk, að hafa fetað i fótspor hins miskunnsama samverja. Megi heilbrigði og hamingja fylgja ykkur, og njótið gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Selkoti, io. desember 1962. Gissur Gissurarson. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalf und ur Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 3. maí 1963 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar end- urskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1962 og efnahags- reikning með atlmgasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðend- um. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlaunasjóðs H. f. Eimskipafélags íslands. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, senr upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem Irafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir lrlutlröium og umboðsmönnum lrlutlrafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dag- ana 29. apríl — 2. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykja vík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu konrin skrifstofu félagsins í lrendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 12. febrúar 1963. STJÓRNIN. ÚT GERÐARMENN Afgreiðum beint af lager japönsku TAITO- þorskanetin, 30, 32 og 36 möskva. Gott verð. — Góðir greiðsluskilmólar. — HNOTAN S. F Heiðarvegi 17. Sjúkrabifreið. Góðir Vestmannaeyingar. Fyrir 14 árum réðist Rauða- krossdeildin Irér í að kaupa bif- reið til sjúkraflutninga. Þá varð deildin að leita til bæjarbúa með fjársöfnun. Fjár- söfnun þessari var tekið svo vel að kaupin á bifreiðinni tók- ust. Þessi bifreið Lrefur síðan annast þessa þörfu og nauðsyn- legu þjónustu. Ólafur R. Sveinsson, núver- andi heilbrigðisfulltrúi, hefur ekið bifreiðinni frá byrjun og gerir það enn, án þess að hafa tekið greiðslu fyrir alla þá vinnu. Rauðakrossdeildin og bæjar- búar þakka Ólafi fyrir hans á- gætu þjónustu og miklu fórn- fýsi. Nú er þessi bifreið ónýt. Nauðsynlegt er að kaupa nýja bifreið til sömu þjónustu, en lrún kostar að minnsta kosti 150 þúsund kr. Að sjálfsögðu á deild in enga peninga til að leggja í þessi kaup. Rauðakrossdeildin leyfir sér að leita enn til bæjarbúa unr fjársöfnun, til kaupa á hinni irýju bifreið, fyrir sjúkraflutn- inga í bænum, því enginn nryndi vilja láta þessa þjónustu falla niður. Á næstunni verður farið út með samskotalista. Rauðakross- deildin væntir skilnings og vel- vilja bæjarbúa, nú sem fyrr. Virðingarfyllst. Rauði Kross íslands, Vestmanna eyjadeild. Einar Guttormsson, form. Stefán Árnason, varaform. TAPAZT hefur karlmannsúr (Roamer). Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Kristinn Sigurðsson, Landagötu 18. — Sími 414. Góð fundarlaun. ###########################################################i####i######## VERKAKVENNAFÉLAGIÐ SNÓT HELDUR AÐALFUND í Alþýðuhúsinu í KVÖLD (miðvikudag) kl. 8,30. Mörg óríðandi mól á dagskró. Konur fjölmennið! STJÓRNIN. f#####################################################################< Skrifstofa verkalýðs félaganna BÁRUGÖTU 9. OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 4-6. Sjómannafélagið Jötunn og Yélstjórafélag Veslmannaeyja tllkynna: Að gefnu tilefni skal tekið fram, að á þorsk- og ýsuveiðum með nót, skal hlutur skipverja vera sá sami og í samn- ingi um kaup og kjör á síldveiðum, enda gerir sá samningur ráð fyrir því, að annar afli en síld fáist í nót. STJÓRNIRMAR.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.