Eyjablaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 2
EFLIÐ FYLKINGUNA! Ungt fólk hefur hvað mest orðið vart við þá óstjórn og dýrtíð, sem nú ríkir og ætti fólk að vera farið að sjá það af reynslunni að þetta á- stand er ekki bara um stund ar sakir, heldur um ófyrir- sjáanlegan tíma, a.m.k., með- an að þessi stjórn og aldur- hnignir embættismenn sitja við völd, og það skírist óð- um, að fólk, þó aðallega ungt fólk verður að fara að hugsa um, hvort það sé virkilega réttar myndir, sem það fær. Hvort það sé satt, að erlend- ur stóriðnaður sé okkur til hagsbóta eða erlendur her. Netstyggur fiskur, frjálslynd ur páfi, stríðandi Nigeríu- menn, Suður-Amerískir fiski mjölsframleiðendur eða kannski of hátt launaðir verkamenn sé það, sem er að ríða þjóðinni til fulls. Ætli það sé rétt að hér skapist paradís fyrir verkafólk, ef við göngum í EFTA og síðar í Efnahagsbandalag Evrópu? En í því bandalagi gilda viss lög, sem yfirleitt birt- ast ekki almenningi eins og t. d.: Unglingarnir verða tekn ir í sameiginlegan her Banda lagsríkja Evrópu. Fiskiskip þjóðanna í bandalaginu mega fiska innan landhelg innar og að erlendir auð- hringar megi fjárfesta ótak markað hér. Það virðist aug- ljóst, að afleiðingar þess, að ísland gangi í E.B.E. verði sá, að íslenzkur iðnaðar hlýt ur að leggjast niður, land- búnaðurinn verður fyrir skakkaföllum og fiskveiði- landhelgin okkar verði lögð niður. Það hlýtur að leiða til þess, að fiskstofninn við ís- land og fiskveiðar hér leggj- ast niður. Tilvera okkar verð ur undir erlendum fyrirtækj um hér á landi komið, sem ef til vill verða rekin mest með erlendu verkafólki, þau mundu jafnvel ekki veita öllum vinnufærum íslending um atvinnu. Þessi dæmi hljóta að sanna það, að við ungt fólk megum ekki vcyða undir í baráttunni við auð- valdið, við megum ekki láta fylla okkur upp af lygum og áróðri, við verðum að líta raunsæislega á hlutina og taka rétt mat af þeim. Og einmitt þess vegna höfum við endurreist Æ.F.V., sem sjálfstæð stjórnmálasamtök, til að berjast á móti þessari rotnu hugsun braskarastétt- arinnar. Brjóta til mergjar valdbeitingar og arðráns- kerfi auðvaldsins og skýra það fyrir almenningi. Að loonþedMtiin Verkalýðshreyfingin er um hálfrar aldar gömul, og hví var nú verið að stofna þetta, spyrja víst eflaust margir unglingar. Unglingar ættu að spyrja þá mörgu eldri menn, sem muna þá tíma og stóðu í baráttunni þá. Þegar at- vinnurekendur gátu skammt að verkamönnum skít úr hnefa og farið með þá að vild sinni, engir fastir matar eða svefntímar, engar slysa tryggingar, ekkert orlof, eng inn fastur vinnutími, heldur bara þegar atvinnurekendum þóknaðist. Verkamenn fengu bara vinnu þegar atvinnurek endum hentaði, þess utan mátti hann hvíla sig heima, atvinnurekandinn hafði all- an rétt sín meginn, en verka maðurinn engan. Þá kom að því, að menn stofnuðu samtök til að berjast fyrir hag sínum með mætti samtak anna (því sameinaðir stönd- um við, sundraðir föllum við). Baráttan var erfið, fyrst framan af, þá sem gengu í samtökin ráku atvinnurek- vekja launþega til vitundar um höfuðandstæður í deilum um kaup og kjör og losa verkalýðshreyfinguna und- an áhrifum þeirra afla, sem leitast við að tengja hreyfing una hagsmunum ríkisvalds- ins og atvinnurekenda. Að tengja hin daglegu baráttu- mál alþýðunnar við barátt- una fyrir sósialisma. Að vera sívirkur þátttakandi í þess- ari baráttu og vinna þannig tiltrú alþýðunnar. Vinna skipulagslega og undirbúa fjöldaaðgerðir til að fylgja eftir kröfum verkalýðsins. En þessum kröfum verður ekki náð nema eftir harðvít uga baráttu og með því að hver einstaklingur taki þátt í þeim og veiti sinn styrk, en drattist ekki aftur úr. Þess vegna má enginn liggja á liði sínu til að efla Fylking- una svo að hún geti orðið róttækt afl fyrir verkalýðinn og til þess að auðvaldsstétt inni takist ekki áform sín að gera ísland að einhverri ný nýlendu............ A. S. ehdur úr vinnu og hana fengu þeir ekki annars stað- ar, kröfugöngur þeirra voru grýttar og hrópaðar niður og þeir kallaðir: helvítis bolsar og ýmsum ónefnum, barátt- an var hörð, meira að segja stéttarbræðux þeirra margir hverjir, skilningslausir og í- haldssamir börðust á móti þeim og fleyttu rjómann of- an af, og hafa að visu alltaf gert. (Því hvaða kaup eða rétt hefðu þeir í dag, ef sam tökin hefðu ekki komið til?) Menn verða að skilja stétt sína og stöðu og standa heil- ir með sjálfum sér. Samtökin settu markið hátt, átta stunda vinnudag á mann- sæmandi launum, átta stund- ir til hvíldar og tómstunda, átta stunda svefn auk ann- arra félagslegra réttinda. Samtökin unnu á smátt og smátt, og urðu viðurkenndur samningsaðili. Verkfalls- ' vopnið var það eina, sem at vinnurekendur skildu og oft var lögreglu att gegn verka lýð af atvinnurekendum og ríkisstjórn, en samt bötnuðu kjörin smátt og smátt vegna vaxandi samtakamáttar og svo var allt fram að „Við reisn” þá snérist þetta allt við, og síðan hafa launþega samtökin staðið í sífelldu varnarstríði, sem bezt sézt af öllum gengisfellingum og vísitölum, er alltaf hafa ver- ið slitnar úr tengslum og af- numdar með lögum, sífellt stríð við þá ríkisstjórn, sem ekki ætlaði að skipta sér af samningum launþega og laungreiðenda. Og ef menn bera saman hinn eina raun hæfa grundvöll, sem er kaup máttur launa, en ekki pen- ingaupphæðir, sést hvað mik ið hefur miðað aftur á bak á „Viðreisnartímum”. /rið 1959, var kaupið 21,91 kr. en nú 53,87 kr. Kílóið af hangikjöti kostaði þá 27,80 kr., nú 144,00 kr. Þannig er verkamaðurinn tæpa þrjá tíma að vinna fyr- ir kílói nú, en var þá tæpan einn og hálfan tíma. 1. pk. af kaffi kostaði þá 8,75 kr., en ný 37,00 kr. Þá unnu menn fyrir tveimur og hálf- um pakka af kaffi á tímann, en nú einum og hálfum. Ex- port, þá 4,20 kr. stöngin, þá fékk hann 5 fyrir einnar stundar vinnu, nú nægir það ekki fyrir 4 s«öngum. Geys- is þvottaefni kostaði 1959, 4, 65 kr., en kostar. nú 12,65 kr. Einnar stundar laun dugðu þá fyrir fimm pökkum nú fjórum. Bjúgur kostuðu þá 28,00 kr. nú 98,00 kr. þá fór einn tími og korter nú tæp- ir tveir tímar. Kjötfars nú 69,00 'Jcr. þá 18,00 kr. Þá fékkst rúmt kíló, nú um helmingi minna. Egg kílóið í smásölu nú 118,50 kr. þá 26,50 kr., þá vann verkamað- urinn fyrir tæpu kílói á tím- ann, en nú er hann rúmlega tvo tíma að vinna fyrir kílói. Svið þá 25,00 kr. pr. hausinn nú 80 kr. Þá hefur verðið rúmlega þrefaldast, en kaup ið rúmlega tvöfaldast. Læris sneiðar kosta nú 142,00 kr. þá 27,00 kr. Það hljóta allir að sjá mun þar á. Rófur þá 4,65 kr. nú 18,00 kr. Þá fékk hann tæp fimm kíló fyrir einnar stundar vinnu nú tæp 3 kíló. Þannig að í dag er hann fjær því að lifa af átta stunda vinnudegi en fyrir „Viðreisn”. Hvað eiga að iíða margir mannsaldrar, þar til íslenzkir verkamenn geta lifað mannsæmandi lífi á 8 stunda vinnudegi líkt og í öðrum svokölluðum þróuð- um menningarlöndum? Því þurfa hinar verðmæta skap- andi stéttir þjóðfélagsins að hafa svo lítið fyrir sitt strit, en hinar verðmæta sóandi svo mikið fyrir dútl sitt, að þeim nægir mörgum 6 stund ir og þaðan af minna. Af hverju þurfa að vera 600 ís- lendingar á hverja heildsölu og aðeins 125 á hverja smá sölu (eftir því eiga að vera 40 hér í bæ, en ég gafst upp að telja þegar ég kom í 50.) Hvað eiga að líða margir mannsaldrar, þar til réttlæt ið sigrar á íslandi? Eða sjá menn eitthvað réttlæti í því að þeir sem vinna mikilvæg ustu störfin í þjóðfélaginu skuli þurfa að slita sér út langt fyrir aldur fram. Mogg inn býsnast mikið yfir því að menn flýja Sæluríkið (Við- reisnin) og fara til Kengúru- lantísins, þar sem þeir geta lifað mannsæmandi lífi á átta stunda vinnudegi og gott betur telur hann að ætti að skattleggja þá, sem flýja. Höfuðmarkmið Æskulýðs- fylkingarinnar er: 1. Að vinna bug á auð- valdsskipulaginu á íslandi og koma í þess stað á þjóðfélagi sósíalismans. 2. Að vinna alþýðuæskuna til fvlgis við grundvallar- kenningar sósíalismans og vinna að sameiningu hinna vinnandi stétta í liagsmuna- baráttu þeirra. 3. Að vinna að því að skapa æskunni þroskavænlcg uppvaxtarskilyrði og skil- yrð! til menntandi félags- og skemmtanalífs. HVAR ERU K0MMARNIR? Ekki alis fyrir löngu héldu íhaldsfélögin í Vestmannaeyj um almennan borgarafund, um þær meinsemdir, sem þjaka þjóðina í dag, í efna- hagsmálum. Ekkert var til sparað, til þess að koma fólki" í skilning um það, að á þess- um fundi skyldu meinsemd- ir íslenzkra efnahagsmála dregnar fram í dagsljósið. Ekki hafa þeir sem að þess- um fundi stóðu reiknað með almennri þátttöku, því fund- urinn var haldinn í efri sal Samkomuhússins. Aðeins tryggustu lærisveinar Guð iaugs, komu til að meðtaka fagnaðarerindi vitringanna þriggja. Aðallega var hér um tvær meinsemdir að ræða, að áliti Ingólfs ráðherra. Sú fyrri var, að launamenn í landinu (sjómenn og verkafólk) hefði fengið of mikið í sinn hlut, góður rómur var gerð ur að þessari tillögu. Enda voru atvinnurekendur fljótir að fylgja henni eftir, með á kvörðun um það, að þeir greiddu ekki vísitölubætur, frá og með 1. marz, sem sam svarar 10,5% kauplækkun. Hinni tillögunni var ekki síð Frh. á 3. síðu. Er það ekki nóg skattlagning að búa i tíu ár undir Við- reisn og eflaust sakna þeir kalda landsins síns. Með beztu kveðiu til allra launþræla og verðmæta- skapandi manna í landinu. HEIMEYINGUR.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.