Eyjablaðið - 22.04.1969, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 22.04.1969, Blaðsíða 1
YJABLADID 29. árgangur. Vestmannaeyjum, 22. apríl 1969. 2. tölublað iðreisn í stríði VITLAUS STJÓRNARSTEFNA ER VERSTA PLÁGAN. NÝJA STEFNU VERÐUR AÐ TAKA UPP NÚ ÞEGAR. STJÓRNIN VERÐUR AÐ VÍKJA. I Auðvitað eigum við ekki að | flytja inn vinnu erlends fólks í hlutum, sem við getum Allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, héfur hún átt í nokkurskonar styrjöld við verkalýð lands- ins. Hún hefur sí og æ boð- að sömu kenningarnar, stjórriarathafnir haft sömu afleiðingarnar, en aldrei lært af reynslunni. Stjórnin hefur komizt til valda á fölskum forsendum, gyllt ástandið, fal iö gótin til bráðabirgða og svikið síðan hin fögru fyrir- heií. Stjórn; sem boðár ákveðna stefnu, sem ieiða skal að á- kveðnu marki, og kemst til valda út á það, skal sam- kvæmt öllum venjulegum lýðræðisreglum segja af sér, ef hún svíkur loforð sín og stefna hennar gerir takmark iu fjarlægara. GENGISLÆKKANÍR Nýverið, síðastliðið haust, var framkvæmd fjórða geng isfellingin á átta árum. Frá því "stjórnin' tók við, hefur erleridur'- gjaldeyrir hækkað unV400%V- Áður' fyrr, meðan læknis- fræðin h'afði ekki slitið barns skónum, notuðu sumir lækn ar^iess .tíma- ævinlega lækn- isráðið: blóðtökuna. yiðreisnarstjórnin hefur að*þessu leyti hagað sér líkt og|þessir gengnu skottulækn ar,;'ef hún hefur haft við ein hvé'rn vanda að glíma í efna hagsmálum þá alltaf sama læknisráðið; gengisfelling. Á sama hátt hefur sjúkdóms- greiningin verið sú sama; fólkið hefur of hátt kaup. Auk þess hafa áhrifin alltaf átt að verða þau sömu, sbr. síðustu gengisfellingu. Hinn löngu uppurni gjald- eyrisvarasjóður skyldi end- | urfæðast. Atvinhuley'si hverfa, sem morgundögg fyrir sólu. Inn- lendur iðnaður að .blómstra og allt að lagast, sem verr hafði farið; sem' sagt: Nýtt blóð skyMi færast í allt at- vinnuiíf landsmanna og fram leiðsla komast ? fullan gang. EN HVAÐ SKE3I? Ekkert af þessu kom raun verulega fram. Sjóðurinn enn óendurfæddur og á enn það langt í land, að hann sést ekki einu sinni í stjörnu kíki. Atvinnuleysið magnaðist og varð meira en nokkru sinni síðan um 1930. Iðnaðurinn enn lamaður eftir hinn taumlausa innflutn ing. Samningum sjómanna sagt upp með kjaraskerðingarlög- um, og verkfall sjómanna dregið á langinn og „leyst" með öðrum lögum. Vísitölugreiðslur á kaup afnumin. HVER VAR ÆTLUNIN? Ætlunin var og er, eins og ævinlega, þegar gengisfell- ing er gerð, að færa með stórkostlegum hætti fjár- muni til i þjóðfélaginu. Nú skyldu launþegar taka á sig allt að 25% launalækkun. Aðeins eitt mátti ekki ger ast. Það var að viðurkenna ranga stjórnarstefnu, viður- kenna það ,að stefnan í fjár- festingarmálum var og er al- röng, þannig að fjárfesting í þjónustuatvinnuvegunum og fjárfesting í framleiðsluat- vinnuvegum, sem ekki nýt- ist, vegna skipulagsleysis og hreinnar blindni í bankamál um er mikið meira en helm- ingur allrar fjárfestingar í landinu. Það mátti heldur ekki við urkenna, að íslenzkur iðnað- ur þoldi alls ekki hina óheftu síefnu í innflutningsmálum. Það tekur 20 ár að byggja Borgarsjúkrahúsið, en 20 peningamusteri voru reist á ári. Ofvöxtur hljóp svo í alla innflutningsverzlun, að fleiri heildsalar voru til að eyða gjaldeyri en bátar til að afla hans! íslendingar eru 200 þús. en mannafli í verzlun er spnni- lega r.ægur til að ann^st inn- íluimng og vörudreifinga hiá íífali stærri þjóð. SJÁVARÚTVEGUR. Nýverið var haldinn ráð- stefna hjá íhaldinu hér um sjávarútvegsmál. Þurftu þeir að sækja mann til Vestfjarða til að ræða þau hér í Vest- mannaeyjum. í ræðu hans kom m.a. fram að það sem Alþýðubandalags menn hafa linnulaust veríð að reyna að berja inn í haus inn á stjórninni árum saman, virðist nú loks vera farið að renna upp fyrir augum þeirra. Fiskifloti til bolfisk- veiða hefur verið vanræktur, bæði smærri fiskiskip og tog arar, en af rúmlega 40 tog- urum eru nú 18 eftir. Það, sem nú þarf að gera í þessum málum er fyrst og fremst það, að öll tiltæk fram leiðslutæki séu fullnýtt, ný- ir togarar fengnir, endurnýja bátanna og leita nýrra leiða í fullvinnslu aflans. 300 MILLJÓNIR. Til þess að ráða bót á at- vinnuleysinu lofaði Bjarni formaður 300 millj. króna. Ekkert af þessu fé er enn komið í gagnið og fjöldi manna atvinnulausir og enn liggur ekki fyrir hvenær þetta fé kemur. Ef þetta fé fæst er nauð- synlegt að koma því sem fyrst út í atvinnulífið í því formi, sem heppilegast þykir og að beztum notum kemur. Tekin verði upp ný stefna i innflutningsmálum, þannig að sú gamla góða hugsun: að búa að sínu fái að komast að. framleitt sjálfir á sambæri- legu verði. Það verður að hafa stjórn á fjárfestingunni, þannig að ekki verði fjárfest í fyrir- tækjum, sem beinlínis geri þau fyrirtæki sem fyrir eru ólífvænlegri, svo sem oft hef ur skeð að undanförnu. AÐ LOKUM. Að öllu samanlögðu er ekki þess að vænta, að þessi ríkisstjórn taki allt í einu að stjórna þessum eða öðrum hlutum af einhverju viti, fremur en hingað til. Þess vegna er ekki annað sýnna en að krafan um að stjórnin víki sé krafa dags- ins í dag, krafa byggð á því, að stjórnarstefnan hafi beðið skipbrot, kenning hennar falskkenningar, sem eiga sér ekki stoð i raunveruleika is- lenzks hagkerfis. Stefna, sem leiðir til þess, að efnahags- legt sjálfstæði rýrnar og stjórnarfarslegt sjálfstæði fylgir fylgir æ þar á eftir. Þess vegna skal stjórnin víkja. Burt með stjórnina! G. Fengin kveðja. Sigurgeir Jónsson, sendir okkur kveðju í Fylki. Þessi kveðja hans sver sig að fullu og óllu í ætt við sál- arástand höfundarins, sem virðist ekki vera skárra en maður hafði þorað að vona. Hefði S.J. verið nær að lesa greinar vorar oftar yfir; hann hefur að vanda ofmetið skilning sinn og látið sér nægja að lesa tvisvar yfir, sem er auðvitað ekki nægi- legt fyrir hann, skinnið. Það er síður en svo ætlun vor að skamma piltinn, enda ekki vanir að ráðast á garð- inn, þar sem hann er lægst- ur. Hins vegar finnst okkur, vegna þeirra, sem ekki þekkja S.J., að við megum til að leiðrétta grófustu mis- sagnir hans, sem eru auðvit- að ekki af vilja gerðar, held ur afleiðing ofangreindra á- stæðna. Hið tíunda lif. í blaði okkar gerðum við góðlátlegt grín að sjálfum okkur vegna hinnar strjálu útkomu Eyjablaðsins og nefndum þar hinn alþekkta talshátt um kattarins níu líf. Þetta virðist hafa komið illa við taugabúntið, sem ritstýr- ir Fylki, enda er sjálfsgagn- rýni óþekkt fyrirbæri í þeim herbúðum, en sjálfsánægjan látin duga. Það er satt, að oft hefur útkoma blaðsins okkar verið strjál og líftímabilin stutt, og því síður en svo að leyna að líf lúrir með Fylki, en er það líf þess vert, að því sé lifað? Útúrsnúningur og lygi. Sem dæmi um óvandaðan málflutning ætla ég að nefna fá dæmi: S. J. segir, að helmingur blaðsins sé endurprentun úr Þjóðviljanum. Ef nokkur hluti af baksíðu blaðsins er helmingur af fjórum síðum í augum hans, held ég að drengurinn ætti að gefa sig að öðru en reikningskennslu. Um þá staðreynd, að önn- ur dagblöð en Moggi, koma út í minni upplögum, segir S. J., að ég hafi útskýrt birt ingu Austra-pistils, með því að Þjóðviljinn seldist svo illa hér! Auk þess nefnir hann pist ilinn leiðara Þjóðviljans, en sennilega er öllum kunnugt nema S. J., að svo er ekki. Nú spyr ég: er þetta lygi eða eðlilegur þekkingarskortur? Aukaatriði — Aðalatriði. Eg nenni ekki frekar að elta ólar við vitleysur þessar Framh. á 4. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.