Alþýðublaðið - 04.11.1919, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
— til Hafnarfjarðar eru 11 km. —
og eru það að minsta kosti lengstu
jarðgöng sem til eru til þessara
afnota. Þegar er hafinn undirbún-
ingur undir verkið, sem kosta mun
margar miljónir króna, og ekki
verður unnið á skemmri tíma en
4 árum. Það, sem vinst með því,
að jarðgöng þessi eru gerð, er
fyrst og fremst það, að vegalengd-
in, sem fleyta þarf viðnum, er
margfalt styttri. Yerkið gengur
því mikið fljótar. Allar hindranir
hverfa úr sögunni og viðurinn fer
ekki forgörðum, eins og áður, við
hnjask það er hann áður varð
fyrir í ánni, auk þess sem hann
veldur engu tjóni á vatnsvirkjun-
um, því þau eru öll ofar í ánni
en þar sem göngin liggja út í
hana. Fyrirtæki þetta sparar því
Norðmönnum stórfé, er fram í
sækir, engu síður en járnbraut er
lögð væri úr Reykjavík austur í
sveitir mundi spara íslendingum
stórfé. :
St. jeanne ð’^rc.
Eftir MarJc Tivain í Harpers
Magazin. Lausl. þýtt.
(Frh.).
Samkvæmt fyrirskipun fylgdi
hún nú konunginum, og um all-
langt skeið undi hún sér í dýrð-
legri fangavist, eins vel og frjáls-
lyndi hennar leyfði. En altaf þegar
aðgerðaleysið varð henni of óbæri-
legt, tók hún sér fáeina menn, og
þeysti með áhlaupi á einhverja
víggirðingu og tók varnarliðið til
íanga.
En svo lenti hún loksins sjálf í
höndum fjandmannanna í áhlaupi
frá Compiéngue, þann 24. maí.
Þá var hún 18 ára aö aldri. Það
var síðasta orustan sem hún háði.
Henni auðnaðist ekki að fylgja
herlúðrinum oftar.
Þannig lauk hinu styzta frelsis-
stríði sem sögur fara af, en sem
þó olli tímamótum í mannkyns-
sögunni. Það stóð aðeins yfir í
eitt ár og einn mánuð. Jeanne
kom að Frakklandi sem enskri ný-
lendu en hún lagði grundvöllinn
að því, að Frakkland er ekki leng-
ur enskt skattland, heldur alfranskt
ríki. Þrettán mánuði! Það var
sannarlega stutt frelsisstríð, en
við þá blessun sem af því leiddi,
hafa síðan flmm hundruð miljónir
franskra borgara lifað og dáið. Og
þakklætisskuldin mun aukast og
margfaldast meðan Frakkland er
við lýði. Og Frakkland er þakklátt,
það fáum við oft að heyra. Og það
er líka hagsýnt; það heimtir inn
skatta fyrir Domremy-þorpið.
*
Forlögin ætluðu nú Jeanne að
dvelja það sem eftir var æflnnar
í fangelsi. Hún var stríðsfangi, en
ekki glæpákvendi, þess vegna var
fangelsisvist hennar talin heiðar-
leg. Samkvæmt striðslögunum
mátti greiða lausnarfé fyrir hana,
og væri sæmilega vel boðið, var
ekki leyfllegt að neita boðinu. Og
Jóhann frá Luxemburg sýndi henni
þann heiður, að heimta fyrir hana
„konunglegt® lausnarfé, en það orð
táknaði á þeim tíma ákveðna upp-
hæð, sem sé 61,124 franka. Nú
skyldum við ætla, að annaðhvort
konungurinn eða hið þakkláta
Frakkland hefði brugðist við og
keypt út velgerðamann sinn. En
það varð ekki. í hálfan sjötta mán-
uð sýndi hvorki konungurinn né
ríkið nokkurn lit á því, að leggja
fram peningana. En Jeanne reyndi
tvívegis að flýja. í fyrra skiftið
gekk tilraunin allvel, því henni
tókst með kænsku að loka fanga-
vörðinn inni og sleppa þannig út,
en það komst upp um hana og
hún var tekin aftur. í seinna skift-
ið lét hún sig síga niður úr sex-
tíu feta háum hamri; en bandið
var of stutt, og við fallið meidd-
ist hún, svo henni var ekki unt
að komast burtu.
En nú leysti Cauchon biskup
frá Beuvais Jeanne út, undir því
yfirskyni, að kirkjan þyrfti að veita
henni átölur fyrir að ganga í karl-
mannsklæðum og fyrir annað óguð-
legt athæfl. En í raun og veru
keypti hann Jeanne fyrir Englend-
inga, sem vesalings stúlkan var
dauðhrædd við að lenda í klónum á.
(Frh.)
8á sem þekbir núverandi
þjóðfélagS8kipun, er innan þrí-
tugs, og vill þó ekki uinbylt-
ingu er lítilmenni.
G. Bernard Shavr.
frakkar hugsjúkir.
Börnum fækkar.
Konur flytja úr landi.
Þrátt fyrir sigurgleðina og fagn-
aðarlætin, sem alt ætluðu um koll
að keyra í Frakklandi, eftir að
friður var samin, eru þó Frakkar
ekki fullsælir. Eftir nýjustu skýrsl-
um um barnafæðingar hefir það
sem sé komið í ljós, að þeim
heflr fœkkað um helming frá því
1914 og ekki nóg með það, heldur
hefir barnadauði aukist upp í 40°/»
úr 10°/o, sem hann var í París
fyrir stríðið og búist við því, að
ekki muni barnabauði minni ann-
arsstaðar í landinu. Þegar nú
þettað, ásamt því, að fleiri ungar
stúlkur en allir íslendingar til
samans hafa gifst amerískum her-
mönnum eingöngu auk allra ann-
ara útlendinga, og flutt úr landi,
bætist við það manntap, sem
Frakkland varð fyrir í stríðinu,
þá er engin furða þótt Frakkar
örvænti um sinn hag, því þegar
fyrir stríðið fæddust færri börn í
Frakklandi, en dauðsföllin voru.
Haldi þessu áfram er lítið útlit
fyrir, að Frakkland verði ofarlega
í röð stórveldanna, allra síst ná-
granna- og frændþjóðanna, því að
barnafjöldi ítah'u er á stríðsárun-
um helmingi meiri en Frakklands
og Spáni fer ekki eins mjög aftur
hvað barnadauða snertir og Frakk-
land.
Frakkar hafa með ýmsu móti
reynt að koma lagi á þessa hnign-
un, en enn þá heflr þeim ekki
tekist það. T. d. hafa þeir lagt
þunga skatta á „piparkarla", en
verðlaunað barneignir og nú síð-
ast, þegar þessi nýju ósköp dynja
yfir, að ungu stúlkurnar verða
„dauðskotnar" í útlendu hermönn-
unum og flykkjast í hundrað þús-
unda tali af landi burt, hefir
komið til tals að fyrirmuna þeim
að giftast útlendingum nema þær
setjist að heima.