Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011 StigameistariEimskips- mótaraðarinnar í golfi á liðnu ári, Hlynur Geir Hjart- arson, er genginn til liðs við sinn gamla golfklúbb á Selfossi. Hann hefur undanfarin ár verið í Keili en gekk frá því á gaml- ársdag að taka við nýju starfi framkvæmdastjóra GOS auk þess sem hann mun starfa sem kennari við klúbbinn.    Tveir Íslendingar eru í úrvalsliðiNorðurlandanna sem norska blaðið Verdens Gang hefur valið. Þetta eru landsliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður þýska liðs- ins Hoffenheim, og Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton á Eng- landi. Liðið er þannig skipað: Markvörður: Jüssi Jaaskelainen, Bolton (Finnlandi), Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson, Bolton (Ís- landi), Simon Kjær, Wolfsburg (Dan- mmörku), Brede Hageland, Bolton (Noregi), John Arne Riise, Roma (Noregi), Miðjumenn: Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim (Íslandi), William Kvist, FC Köbenhavn (Danmörku), Morten Gamst Pedersen, Blackburn (Nor- egi), Jesper Gronkjær, FC Köben- havn (Danmörku). Sóknarmenn: Johan Elmander, Bolton (Svíþjóð), Zlatan Ibrahimovic, AC Milan (Svíþjóð).    George Burley, fyrrverandi lands-liðsþjálfari Skota í knattspyrnu, var rekinn úr starfi sem knatt- spyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Crystal Palace á laugardaginn. Liðið tapaði fyrir Millwall, 3:0, og strax eft- ir leikinn fékk Burley reisupassann en hann tók við liðinu í júní. Palace er í fallsæti en liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum.    Spánverjinn Rafael Nadal hrósaðisigri á tennismóti í Abou Dhabi á nýársdag. Þar lagði hann Roger Federer frá Sviss í úrslitaleik sem var æsispennandi. Nadal sigraði í tveimur settum, 7:6 og 7:6.    Ralf Rangnick, þjálfari þýskaknattspyrnuliðsins Hoffenheim, sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með, er hættur en þýskir fjölmiðlar greindu frá því á nýársdag að hann hefði komist að samkomulagi við for- ráðamenn félagsins um að láta af störfum. Ástæðan er talin vera sú að miðjumaðurinn Luiz Gustavo var seldur til Bayern München án hans vitundar og sætti hann sig ekki við það.    ForráðamennNBA- deildarinnar í körfuknattleik hafa tekið fram refsivöndinn á nýju ári og sektað þá Paul Pierce, leik- mann Boston, og Stan Van Gundy, þjálfara Orlando. Pierce var sektaður um 1,7 milljónir króna fyrir að henda einhverju óskil- greindu upp í áhorfendapallana í úti- leik á móti Indiana. Van Gundy þarf að punga út sem nemur 4 milljónum íslenskra króna fyrir að gagnrýna störf dómara opinberlega.    Ivica Kostelic frá Króatíu og MariaPietilae-Holmner frá Svíþjóð sigruðu í gær í samhliða svigi á heimsbikarmóti í München í Þýska- landi. Kostelic hafði betur í úrslitum á móti Julien Lizeroux frá Frakklandi en í 3. sæti varð Bode Miller. Sænska stúlkan var fljótari en Tina Maze frá Slóveníu en í 3. sæti varð Elisabeth Görgle frá Austurríki. Fólk sport@mbl.is Meistarar Chelsea voru eina liðið af þeim fimm efstu í ensku úrvalsdeild- inni sem ekki náði að vinna sigur í fyrstu umferðinni á nýju ári. Chelsea og Aston Villa skildu jöfn, 3:3, í mögn- uðum leik á Stamford Bridge í gær þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma. Þar með hefur Chelsea dregist enn frekar aftur úr efstu liðum en Manchester-liðin tvö tróna áfram í toppsætunum. Didier Drogba og John Terry virt- ust hafa tryggt Chelsea sigur með mörkum undir lok leiksins þegar þeir komu meisturunum í 3:2. „Ég er vonsvikinn því við höfðum sýnt mikinn baráttuvilja með því að komast aftur yfir eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik. Við héldum að sigurinn væri í höfn, við þurftum á honum að halda, en nú verður þetta enn erfiðara fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea. Arftaki Solkjærs fundinn? Mexíkóinn Javier Hernández, „litla baunin,“ var hetja Manchester United sem vann mikinn heppnissigur gegn WBA á The Hawthorns. United marði 2:1 sigur og skoraði Hernández, eða hinn nýi Ole Gunnar Solskjær eins margir hafa kallað leikmanninn, sig- urmarkið með skalla eftir hornspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Það er mikil hvatning að heyra svona en ég á langt í land með að líkj- ast Solskjær og þarf að leggja mjög hart að mér til þess,“ sagði Mexíkóinn hæverskur eftir leikinn. Wayne Rooney skoraði fyrra mark Manchester-liðsins með skalla, hans fyrsta mark í opnum leik síðan í mars, en James Morrisson jafnaði skömmu síðar með þrumufleyg. WBA var betra liðið á vellinum en fór illa með færin. Peter Odemwingie skaut t.d. framhjá úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. WBA átti líka fá vítaspyrnu líka í fyrri hálfleik og Gary Neville í leiðinni að fjúka út af en Chris Foy dómari vildi meina að Neville hefði ekki brotið á Graham Dorrans. „Þetta var virkilega erfitt. Völlur- inn var þungur og gerði erfitt fyrir en ég viðurkenni að við höfðum heppnina með okkur. WBA átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik og ef liðið hefði nýtt vít- ið í seinni hálfleik hefðum við líklega tapað,“ sagði Sir Alex eftir leikinn en hann hélt upp á 69 ára afmæli sitt á gamlársdag. Frábær tilþrif Arsenal Arsenal sýndi frábær tilþrif á St. Andrews þar sem liðið burstaði Birmngham, 3:0. „Lið mitt var tilbúið í líkamleg átök á móti Birmingham. Menn voru ein- beittir og héldu ró sinni. Við spiluðum okkar leik og uppskárum frábæran sigur. Við vitum að það er mikilvægt að vinna útileiki á stöðum eins og Birmingham því jafntefli dugar lítið á meðan hin toppliðin vinna sína leiki,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, en aftur gerði hann átta breytingar á liði sínu milli leikja. Cole bjargvættur Liverpool Joe Cole kom Liverpool til bjargar gegn Bolton á Anfield. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma skoraði varamaðurinn sigurmarkið af stuttu færi eftir fyr- irgjöf frá Steven Gerrard, og bjargaði þar með starfi Roy Hodgson, alla vega um stundarsakir. Kevin Davies kom Bolton yfir með skallamarki undir lok fyrri hálfleiks en Fernando Torres skoraði með við- stöðulausu skoti í byrjun seinni hálf- leiks eftir glæsisendingu frá Steven Gerrard. „Þetta snýst ekki um mig heldur leikmennina. Ég er mjög stoltur af frammistöðu liðsins í dag og það var mjög ánægjulegt að skora mark undir lokin. Nú þurfum við að byggja ofan á þennan sigur. Við þurfum að bæta frammistöðuna á útivöllum ef við ætl- um að komast nær toppliðunum,“ sagði Hodgson eftir leikinn. Tévez gat skorað sex mörk Manchester City gefur ekkert eftir í toppbaráttunni en liðið marði Blackpool, 1:0, á heimavelli sínum. Sigurinn hefði þótt átt að verða stærri en liðið óð í færum og Carlos Tévez fór þar fremstur í flokki. Hann hefði vel getað skorað sex mörk en Argent- ínumaðurinn skaut til að mynda framhjá úr vítaspyrnu. Adam Johnson skoraði sigurmarkið á 33. mínútu og City er í öðru sæti með sama stiga- fjölda og topplið Manchester United. Bale enn á ferðinni Hinn magnaði Gareth Bale sá um að tryggja Tottenham sigur á Fulham á White Hart Lane en Walesverjinn, sem hefur verið frábær á tímabilinu, skoraði eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu Rafael van der Vaart í fyrri hálfleik. „Þetta er búin að vera fín vika. Níu stig úr þremur leikjum og maður get- ur ekki beðið um meira í jólatörninni. Við þurftum að hafa fyrir sigrinum en þeir Willam Gallas og Michael Daw- son voru frábærir í vörninni,“ sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. gummih@mbl.is | vs@mbl.is Chelsea sex stigum á eftir efstu liðunum Reuters Erfitt Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea var súr á svip á Stamford Bridge í gær, enda misstu meistararnir enn af dýrmætum stigum. Aston Villa jafnaði í uppbótartíma, 3:3, og Chelsea situr þar með í fimmta sæti deildarinnar.  Clark jafnaði 3:3 fyrir Aston Villa í uppbótartíma  Hin toppliðin unnu öll fara á flug of r Þ. Guðmundsson, dknattleik, við Morg- purinn kemur saman a hefst í Svíþjóð 13. k daginn eftir og eru rnir. a strákana en veit r og klárir í slaginn ð minnsta ráð fyrir iði að allir séu heilir eit maður ekki hvar ingaleikina við Þjóð- ðmundur, en ís- um í Laugardalshöll- rdaginn. „Þar tum í framhaldi af við stöndum,“ sagði Hann sagðist hafa verið óhress með leiki liðsins á móti Lettum og Austurrík- ismönnum fyrr í vetur. „Í leikjunum við Norðmenn mátti sjá ákveðinn bata og við verðum að vinna okkur áfram með það jákvæða sem þar sást. Ég er tilbúinn með það sem ég ætla að leggja fyrir strákana og við verðum að ná góðri sókn og góðri vörn áður en mótið hefst,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Hann neitaði því ekki að smáfiðringur væri kominn fyrir mótið. „Jú, jú, að sjálfsögðu. Eitt hefur maður samt lært í gegnum tíðina og það er að ganga aldrei að neinu vísu í þessu. Menn verða að vera á jörðinni,“ sagði Guðmundur. skuli@mbl.is sþjálfarinn varar fólk við f snemma á flug Guðmundur Guðmundsson Á milli jóla og nýjárs tókst forsvars- mönnum danska handboltaliðsins AaB Håndbold að bjarga því frá gjaldþroti. Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingi- mundarson leikur með liðinu og því er orðið ljóst að hann getur haldið áfram að leika með liðinu þegar HM lýkur í byrjun febrúar. AaB varð danskur meistari á síð- asta keppnistímabili. Nokkuð er um liðið síðan tilkynnt var að liðið yrði lagt niður vegna fjárhags- vandræða. En á milli hátíðanna ákvað Ei- gild Christensen, danskur viðskiptajöfur, að leggja félaginu til fé og það verður því áfram með í slagnum í dönsku deildinni. Sem stendur er liðið í fjórða sæti deild- arinnar með 22 stig úr fyrstu sautján um- ferðunum. „Það er alveg frábært að okkur skyldi takast á svona skömm- um tíma að ná að tryggja fjárhagsstöð- una og leggja þar með grunninn að því að halda handboltanum áfram hérna á norður- hluta Jótlands,“ segir Jan Larsen, íþrótta- stjóri félagsins. Liðið mun leika undir nafni AaB það sem eftir er tímabilsins og spila í Gigantium- höllinni í Álaborg. Útlit er fyrir að næsta haust verði búið að skipta um búninga og komnir aðrir styrktaraðilar. „Við vonumst til að fá styrktaraðila héðan af Norður- Jótlandi þannig að handboltinn geti verið hér áfram,“ sagði Larsen. skuli@mbl.is Liði Ingimundar, AaB Håndbold, bjargað frá gjaldþroti Ingimundur Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.