Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
VIÐTAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Mér líður mjög vel hjá Hearts og er
ekkert sérstaklega að hugsa mér til
hreyfings. En það kemur að því að
ég þarf á nýrri áskorun að halda til
að bæta mig frekar sem knatt-
spyrnumaður,“ sagði Eskfirðing-
urinn Eggert Gunnþór Jónsson,
leikmaður og varafyrirliði skoska
úrvalsdeildarfélagsins Hearts frá
Edinborg, í spjalli við Morgunblaðið
um áramótin.
Hann fékk lítið jólafrí, eins og aðr-
ir fótboltamenn á Bretlandseyjum,
því Hearts spilaði við St. Mirren á
miðvikudaginn og aftur við Hib-
ernian á nýársdag. Þá vann Hearts
sætan sigur í grannaslagnum í Ed-
inborg, 1:0, og Eggert lék allan leik-
inn að vanda.
Leik liðsins sem fram átti að fara
á öðrum degi jóla, gegn Kilmarnock,
var þó frestað vegna veðurs og
vallarskilyrða í Skotlandi.
Fjölskyldan til Edinborgar
„Nei, maður kemst ekki heim um
þetta leyti árs en þá snerum við
þessu bara við og fjölskyldan kom til
mín hingað til Edinborgar,“ sagði
Eggert, sem er 22 ára gamall og er
þó að komast í hóp þeirra leikmanna
sem lengst hafa spilað með Hearts.
Hann var nefnilega aðeins tæp-
lega 17 ára gamall þegar hann
hleypti heimdraganum og gekk til
liðs við skoska félagið sumarið 2005.
Þá hafði hann þó þegar leikið í hálft
annað ár með meistaraflokki Fjarða-
byggðar og tekið þátt í að vinna lið-
inu sæti í 2. deild í fyrsta skipti.
Eggert lék fyrr í vetur sinn 100.
leik með Hearts í skosku úrvals-
deildinni og hann hefur af og til ver-
ið fyrirliði liðsins, sem nú er í þriðja
sæti og komið á hæla stórveldanna
Celtic og Rangers eftir frábært
gengi að undanförnu. Með sigrinum
á Hibernian hefur Hearts unnið átta
leiki og gert eitt jafntefli í síðustu
níu leikjum sínum og ekki tapað síð-
an í október.
Alltaf líklegir til að skora
„Við erum með mjög gott lið í vet-
ur. Fyrir tveimur árum gekk okkur
reyndar líka mjög vel og enduðum í
þriðja sæti en í fyrra gekk ekkert
okkur í hag og við duttum niður í
sjötta sætið. Nú er allt í góðu gengi,
nýr þjálfari kom með sínar áherslur
og við höfum verið á góðri siglingu. Í
lok október fengum við skell á
heimavelli gegn Kilmarnock en rif-
um okkur svo upp með því að vinna
Hibernian í nágrannaslag og það
kom okkur í réttan gír á ný.
Við erum alltaf líklegir til að skora
mörk, erum með skæða menn
frammi og spilum góðan sóknar-
bolta, þannig að þegar okkur tekst
að halda hreinu eru allar líkur á að
við vinnum leikina,“ sagði Eggert.
Lít á mig sem miðjumann
Hann er fyrst og fremst varnar-
tengiliður en hefur sýnt mikla fjöl-
hæfni hjá Hearts, og spilað flestar
stöður á vellinum. Í síðustu leikjum
hefur hann leikið sem hægri bak-
vörður.
„Ég lít alltaf á mig fyrst og fremst
sem miðjumann, það er mín staða,
en það er allt í lagi að breyta til
stöku sinnum. Ég hef verið bakvörð-
ur að undanförnu en á meðan við
vinnum leiki og svona gott jafnvægi
er á liðinu kvarta ég ekki yfir því.
Við erum með frekar stóran hóp
þannig að samkeppnin er talsverð,“
sagði Eggert.
Skoski fótboltinn hefur farið illa
út úr slæmu veðri og vallarskil-
yrðum undanfarnar vikur og fjölda
leikja hefur verið frestað. Hearts
hefur þó sloppið bærilega, aðeins
tveimur leikja liðsins hefur þurft að
fresta, báðum útileikjum, en það hef-
ur náð að spila sína heimaleiki.
Fimmtán stiga frost
og frosin vatnsrör
„Já, við erum með frábæra að-
stöðu á okkar velli, sem er upphit-
aður eins og allir vellir í þessari deild
verða að vera. Önnur félög hafa
hinsvegar lent í ýmiss konar vand-
ræðum, rör hafa sprungið í frostinu
þannig að vatn hefur flætt á völl-
unum og þeir því verið óleikfærir.
Eins hefur leikjum verið frestað af
öryggisástæðum þar sem erfitt hef-
ur verið að ferðast vegna veðurs.
Það hefur líka verið óvenju leið-
inlegt veður undanfarið, allt að 15
stiga frost, en sá kafli er vonandi að
baki. Það var kominn sjö stiga hiti
núna fyrir áramótin og allur snjór-
inn að hverfa svo við ættum að vera
komnir yfir þetta núna. Sem betur
fer var bara tveimur leikjum hjá
okkur frestað, þannig að við lendum
ekki í of miklu leikjaálagi, en sum
liðin fóru verr út úr þessu og eiga
tvo til þrjá leiki inni á önnur lið,“
sagði Eskfirðingurinn.
Ætlum að koma öðrum
en sjálfum okkur á óvart
Hann hefur leikið nokkuð með A-
landsliði Íslands upp á síðkastið, og
er auk þess í hinu sigursæla 21-árs
landsliði sem leikur til úrslita í Evr-
ópukeppninni í Danmörku næsta
sumar. Eggert segir að tilhlökkunin
sé að sjálfsögðu mikil.
„Já, þetta blundar alltaf í manni
þó langt sé til sumars og ég er þegar
orðinn spenntur. Markmiðið er að
vera í sínu allra besta formi þegar að
keppninni kemur og sýna að við er-
um með gott lið. Stefnan er að halda
áfram að koma öðrum en sjálfum
okkur á óvart, við vitum sjálfir að
liðið er til alls líklegt í keppninni.“
Eggert er hinn rólegasti eftir
hálft sjötta ár hjá Hearts en eins og
fram kemur í inngangi greinarinnar
er hann lítið að hugsa sér til hreyf-
ings. „Það kemur að því, ég verð ein-
hvern tíma að huga að nýrri áskorun
til að bæta mig en er mest lítið að
hugsa um það núna. Ég er samn-
ingsbundinn í hálft annað ár til við-
bótar og sem stendur er ekkert ann-
að í myndinni en að standa sig sem
best og reyna að veita Celtic og
Rangers keppni um meistaratitilinn
það sem eftir er tímabilsins,“ sagði
Eggert Gunnþór Jónsson.
„Kemur að því að ég þarf
á nýrri áskorun að halda“
Eggert Gunnþór Jónsson er ánægður með lífið hjá Hearts í Edinborg Veita Celtic og Rangers
keppni í úrvalsdeildinni Bíður spenntur eftir úrslitakeppni 21-árs liðanna í Danmörku í sumar
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðsmaður Eggert Gunnþór Jónsson í harðri baráttu í landsleik Íslands og Noregs í undankeppni Evr-
ópumótsins í haust. Hann er líka í lykilhlutverki í 21-árs landsliðinu sem spilar í úrslitum EM í sumar.
Eggert Gunnþór Jónsson
» Hann er 22 ára gamall Esk-
firðingur og hóf að spila 15 ára
með meistaraflokki Fjarða-
byggðar.
» Hearts fékk hann í sínar rað-
ir sumarið 2005 og Eggert hef-
ur átt fast sæti í aðalliði félags-
ins í hálft fjórða ár.
» Stuðningsmenn Hearts
völdu Eggert leikmann ársins
hjá félaginu tímabilið 2009-
2010.
» Eggert hefur leikið 8 A-
landsleiki fyrir Íslands hönd og
12 leiki með 21-árs landsliðinu,
auk 19 leikja með yngri lands-
liðunum.
KR er Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik
karla, en liðið lagði Fjölni 91:84 í úrslitaleik
á næstsíðasta degi liðins árs. ÍR varð í
þriðja sæti, vann Val 87:75 í leik um þriðja
sætið.
KR og Fjölnir mætast í 8-liða úrslitum
bikarsins í DHL-höll KR-inga á sunnudag-
inn, og því má segja að leikurinn í Dalhúsum
hafi verið upphitun fyrir þá viðureign.
Athygli vakti í leiknum að Pavel Ermol-
inskij lék ekki með KR, hann hafði lofað sér
í góðgerðarleik í Borgarnesi og stóð við það
loforð sitt.
Það kom þó ekki að sök því þó svo Fjöln-
ismenn hafi byrjað betur náðu KR-ingar að
jafna og leikurinn var allan tímann jafn og
spennandi en KR-ingar
voru sterkari á lokakafl-
anum og fögnuðu sigri.
Finnur Magnússon var
stigahæstur hjá KR með
22 stig og Brynjar Þór
Björnsson gerði 14 stig.
Hjá Fjölni var Tómas
Tómasson með 17 stig,
Magni Hafsteinsson 16 og
Jón Sverrisson 15.
Í leiknum um þriðja
sætið gerði Nemanja Sovic 34 stig fyrir ÍR
og Sveinbjörn Claessen 16 en hjá Val var
Snorri Sigurðsson með 27 stig.
skuli@mbl.is
KR-ingar Reykjavíkurmeistarar
Finnur
Magnússon
Íslenskir kylfingar fóru
108 sinnum holu í höggi á
liðnu ári, en það er
draumahögg allra kylf-
inga. Árið 2009 náðu kylf-
ingar 133 sinnum að fara
holu í einu höggi þannig
að draumahöggunum
fækkaði á milli ára um
19%. Samkvæmt upplýs-
ingum Einherjaklúbbsins,
sem heldur utan um
draumahöggin hjá íslenskum kylfingum, var
nýliðið ár þó nokkuð eðlilegt hvað þetta
varðar því 2009 var vel yfir meðaltali. Árið
2008 var 105 sinnum slegið beint í holu, 114
sinnum árið þar á undan og síðan 99 sinn-
um árið 2006 og 97 sinnum árið 2005.
Hola í höggi leit oftast dagsins ljós á
Korpúlfsstaðavelli þeirra GR-inga en þar
var fimmtán sinnum farin hola í höggi á síð-
asta ári.
Sem fyrr er það margfaldur Íslandsmeist-
ari í golfi, Björgvin Þorsteinsson, sem situr
í efsta sæti þeirra sem farið hafa holu í
höggi, en þessi snjalli kylfingur hefur tíu
sinnum slegið beint í holu af teig. Þess má
geta að Björgvin fór tvisvar holu í höggi í
sumar, tvo daga í röð á Jaðarsvelli á Ak-
ureyri, en það er hans heimavöllur enda
Akureyringur.
skuli@mbl.is
Holum í höggi fækkar milli ára
Björgvin
Þorsteinsson