Morgunblaðið - 10.01.2011, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Arnar Sigurðsson, tenniskóngur Ís-
lands, fór með öruggan sigur af
hólmi á meistaramótinu í tennis
sem fram fór í Kópavogi í nýliðinni
viku. Arnar vann Birki Gunn-
arsson, samherja sinn úr TFK, í úr-
slitaleik á laugardag, 6:0 og 6:1.
„Þetta var nú ekki eins auðvelt
og það hljómar kannski, en engu að
síður fór hann 6:0 og 6:1 þannig að
það er ennþá ákveðinn munur á
okkur. En bilið er alltaf að
minnka,“ sagði Arnar sem er marg-
faldur Íslandsmeistari en hætti fyr-
ir nokkru að æfa tennis að ráði og
tók þess í stað fram takkaskóna.
„Ég er búinn að æfa tennis lítið
sem ekki neitt síðan á Íslands-
mótinu í ágúst, en tók mig til í des-
ember og gerði mig kláran í þessi
tvö mót, jólamótið og meist-
aramótið. Svo er ég að spila fót-
bolta líka þannig að maður heldur
sér í formi,“ sagði Arnar sem er
ánægður með að fá meistaramót
aftur en nokkuð er síðan það var
síðast haldið.
„Þetta er frábært innlegg inn í
flóruna og skemmtilegt mót fyrir
keppendur og áhorfendur. Þarna
eru komnir þeir 8 bestu og það er
mikið af leikjum,“ sagði Arnar.
Arnar lék knattspyrnu með
Breiðabliki sumarið 2009 en skipti
yfir til Tindastóls fyrir síðasta sum-
ar og lék þar við góðan orðstír.
Hann skoraði 6 mörk í 14 leikjum.
„Það gekk ótrúlega vel. Við nátt-
úrulega unnum 3. deildina og mér
tókst að skora í úrslitaleiknum, og
var svo valinn leikmaður ársins hjá
okkur. Þetta var allt hið æv-
intýrilegasta,“ sagði Arnar sem
mun leika með sameiginlegu liði
Hvatar og Tindastóls í 2. deildinni á
komandi leiktíð. sindris@mbl.is
„Fótboltinn heldur mér í formi“
Morgunblaðið/hag
Sigursæll Arnar Sigurðsson mundar hér spaðann í tennishöll Kópavogs á
laugardaginn þar sem hann vann enn einn sigurinn hérlendis.
Berglind ÍrisHansdóttir,
landsliðs-
markvörður í
handknattleik,
varði 25 skot á
laugardaginn þeg-
ar lið hennar,
Fredrikstad, tók á
móti Stabæk í
norsku úrvalsdeildinni. Þetta framlag
Berglindar dugði þó skammt því Fre-
drikstad tapaði, 22:29. Lið hennar er í
8. sæti af 12 liðum í deildinni með 5
stig eftir tíu leiki.
Team Tvis Holstebro komst á laug-ardag upp í 5. sæti dönsku úr-
valsdeildarinnar í handknattleik
kvenna með öruggum tíu marka
heimasigri á Odense, 31:21. Rut Jóns-
dóttir skoraði 5 mörk fyrir heimakon-
ur. Rut og stöllur hennar eru með 12
stig í 5. sæti deildarinnar, tíu stigum á
eftir toppliði Viborg sem hefur unnið
alla 11 leiki sína til þessa.
Harpa Sif Eyjólfsdóttir, landsliðs-kona í handknattleik, skoraði 3
mörk fyrir Spårvägen sem vann
Skövde, 25:24, í hörkuleik í sænsku
úrvalsdeildinni í handknattleik í gær-
kvöld. Lið Hörpu er í fjórða sæti
deildarinnar, sex stigum á eftir topp-
liðinu Sävehof. Lið H 43/Lundagård,
sem Þorgerður Anna Atladóttir er
að ganga til liðs við, tapaði fyrir
Skuru, 34:27, og er í 9. sæti af 12 lið-
um.
Íris Guðmunds-dóttir frá Ak-
ureyri hafnaði í 5.
sæti af 91 kepp-
anda á alþjóðlegu
svigmóti í Oppdal
í Noregi í gær.
Aðeins 38 náðu að
ljúka keppni og ís-
lensku keppend-
urnir þrír voru all-
ir í hópi 13 efstu. Fanney
Guðmundsdóttir úr Reykjavík var í
8. sæti og Erla Ásgeirsdóttir úr
Breiðabliki hafnaði í 13. sæti. Fimm
Íslendingar voru með í karlaflokki á
mótinu en enginn þeirra náði að ljúka
báðum ferðum. Jakob Helgi Bjarna-
son frá Dalvík, Gunnar Þór Hall-
dórsson og Sigurgeir Halldórsson
frá Akureyri luku ekki fyrri ferðinni
og þeir Brynjar Jökull Guðmundsson
og Jón Gaui Ástvaldsson úr Reykja-
vík heltust úr lestinni í þeirri síðari.
Íslenska skíðafólkið var einnig áferðinni í Oppdal á laugardag. Þá
náði Íris Guðmundsdóttir 2. sæti í
svigi og var hálfri sekúndu á eftir sig-
urvegaranum, heimakonunni Krist-
inu Riis-Johannessen. Fanney Guð-
mundsdóttir varð í 8. sæti líkt og í
gær og Erla Ásgeirsdóttir í 38. sæti.
Hjá körlunum varð Gunnar Þór Hall-
dórsson í 16. sæti, Brynjar Jökull
Guðmundsson í 21. sæti og Jakob
Helgi Bjarnason í 23. sæti.
Fólk sport@mbl.is
Á VELLINUM
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
„Við vorum eitthvað að bögglast
við þetta framan af og vörnin stóð
sig ekki alveg nógu vel til að byrja
með en svo kom þetta hjá okkur,“
sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir
sem lét til sín taka með níu mörk í
33:26-sigri Stjörnunnar á Fylki í
N1-deild kvenna í Mýrinni á laug-
ardaginn en þessi leikur var í 9.
umferð.
Með sigrinum eru Garðbæingar
komnir með 16 stig úr níu leikjum
og tekst að halda í við Framkonur
sem unnu Gróttu sama dag og hafa
þar með unnið alla átta leiki sína
og eiga einn til góða. Sama má
segja um Valskonur sem unnu ÍBV
örugglega, hafa tapað einum leik
og eiga einn til góða á Stjörnuna.
„Við ætlum að vera í toppbarátt-
unni, erum ekki í handbolta bara
til að vera með. Deildin hefur
þróast eins og við áttum von á, það
eru fjögur lið ofarlega með meiri
yfirburði og við vonumst til að geta
strítt þeim liðum, eins og við höf-
um gert,“ bætti Jóna Margrét við.
Þorgerður Atladóttir heldur í
vikunni í atvinnumennsku til Sví-
þjóðar en Jóna Margrét taldi það
ekki mundu slá liðið út af laginu.
„Það kemur auðvitað maður í
manns stað. Við erum að reyna
vinna úr því eins og við getum og
það kemur bara í ljós hvernig það
gengur. Við erum komnar með
Gunni Sveinsdóttur úr FH og þótt
við séum búnar að bæta við nokkr-
um eldri leikmönnum eigum við
yngri stelpur í bílförmum.“
Var orðin leið á handbolta
Sjálf var Jóna Margrét hætt í
handbolta en sneri aftur, spilaði
tvo síðustu leiki síðasta tímabils og
árið áður nokkra leiki. „Ég var
komin með leið á handbolta og
hætt en langaði til að koma aftur.
Margrét Vilhjálmsdóttir er komin
aftur og Kristín Clausen og Sól-
veig Lára Kjærnested að koma úr
fæðingarorlofi. Hins vegar erum
við ekki gamlar, ég er bara 27 ára,
ég byrjaði bara svo snemma. Við
erum líka með margar efnilegar
svo að hópurinn er blandaður.“
Fylkiskonur náðu að standa uppi
í hárinu á Stjörnunni fyrstu tutt-
ugu mínúturnar en með fimm
mörkum Garðbæinga skildi á milli
liðanna. Í hálfleik munaði fjórum
mörkum, sem er ekki ógerlegt bil
að brúa, en það sem gerði næstum
út um leikinn var að fyrstu tíu
mínútur síðari hálfleiks gerðu átta
mörk Garðbæinga gegn tveimur
útslagið því eftir það snerist leik-
urinn meira um hve munurinn yrði
mikill í lokin. Leiknum lauk síðan
með 33:26-sigri heimasætnanna
þrátt fyrir ágætt viðbragð gest-
anna í lokin.
Hræðilegt
Sunna Jónsdóttir hélt Fylkislið-
inu uppi en var ekki sátt. „Þetta
var hræðilegt, ekki það sem við
ætluðum okkur. Við byrjum ágæt-
lega en það er ekki nóg að spila
vel í tuttugu mínútur þegar leik-
urinn er sextíu mínútur! Það fór
allt í baklás hjá okkur, helst að
vörnin stoppaði, og þá var ekki
mikill sóknarleikur hjá okkur auk
þess sem hraðaupphlaupin skiluðu
sér ekki,“ sagði Sunna sem sjálf
skoraði 14 mörk. „Þau skipta engu
máli því allt liðið verður að standa
sig til að við getum unnið topp-
liðin.“
Karen skoraði 12 mörk
Framkonur héldu áfram óslitinni
sigurgöngu sinni þegar þær lögðu
Gróttu að velli með 15 marka mun,
37:22. Karen Knútsdóttir skoraði
12 mörk fyrir Fram og Pavla Nev-
arilova sex. Hildur Marín Andr-
ésdóttir og Tinna Laxdal Gauta-
dóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir
Gróttu, sem er í næstneðsta sæti
deildarinnar.
ÍR-ingar enn án stiga
ÍR-ingar eru enn án stiga á
botni deildarinnar eftir tap gegn
HK í Digranesinu, 34:16. Staðan að
loknum fyrri hálfleik var 17:8.
Elísa Ósk Viðarsdóttir skoraði
sex mörk fyrir HK, líkt og Gerður
Arinbjarnar, og þær Tinna Rögn-
valdsdóttir, Elín Anna Bald-
ursdóttir og Elva Björg Arnars-
dóttir skoruðu fimm mörk hver.
Hjá gestunum úr Breiðholtinu
var Þorbjörg Anna Steinarsdóttir
markahæst með fimm mörk.
Yfirburðir Valskvenna
Valur átti ekki í vandræðum
með ÍBV og vann 26 marka sigur á
Hlíðarenda, 44:18. Hrafnhildur Ósk
Skúladóttir var eins og oft áður
markahæst hjá Val með sjö mörk
og þær Rebekka Skúladóttir og
Kristín Guðmundsdóttir gerðu sex
mörk hvor. Hin danska Camilla
Transel skoraði fimm mörk í sínum
fyrsta leik fyrir Val og Ragnhildur
Rósa Guðmundsdóttir fjögur, en
hún kom til liðsins frá FH fyrir
skömmu.
Rakel Hlynsdóttir og Þórsteina
Sigurbjörnsdóttir skoruðu fjögur
mörk hvor fyrir ÍBV.
Staðan, markaskorarar og aðr-
ar tölur úr leikjunum eru á úr-
slitasíðunni. »6
„Erum ekki í handbolta
bara til að vera með“
Jóna Margrét með níu mörk í 33:26-sigri Stjörnunnar á Fylki í Mýrinni
Morgunblaðið/Kristinn
Níu Jóna Margrét Ragnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar gegn Fylki og hér er mark í uppsiglingu.