Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Napoli minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í fjögur stig í gær með öruggum 3:0-sigri á Juventus á meðan að Milan-menn urðu að gera sér að góðu að gera 4:4-jafntefli við Udinese á heima- velli sínum. Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli sem komst upp fyrir Lazio en Rómarliðið tapaði óvænt á heimavelli fyrir Lecce sem er í fallsæti. Toppliði Milan hefur gengið vel á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Massimilianos Allegris en hann, eða hugsanlega einhver hærra settur hjá AC Milan, tók sénsinn á því að fá vand- ræðagemsann Antonio Cassano til félagsins nú um áramótin. Cassano hafði ekki spilað leik síðan í október með liði sínu Sampdoria, vegna sam- starfsörðugleika við for- ráðamenn liðsins, en hann virðist ætla að reynast AC Milan gulls ígildi ef mið er tekið af fyrstu tveimur leikjunum. Sem varamaður lagði hann upp sigurmark í fyrsta leiknum, og hann lagði upp tvö mörk í gær sem tryggðu AC Milan jafntefli. „Hann er leikmaðurinn sem okkur vantaði,“ sagði Svíinn Zlatan Ibrahimovic sem jafnaði metin í 4:4 í lokin. sindris@mbl.is „Leikmaðurinn sem okkur vantaði“ Antonio Cassano Portúgalska knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og lagði upp fjórða markið í 4:2-sigri Real Madrid á Villarreal í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Ronaldo hefur verið gjörsamlega óstöðvandi á Spáni og með þrennunni gegn Villarreal, sem er nota bene í 3. sæti deildarinnar, er hann kominn með 23 mörk í deildinni á þess- ari leiktíð í aðeins 18 leikjum. Þetta var í þriðja sinn sem Ronaldo skorar þrennu á þessari leiktíð, en þar hefur Lionel Messi hjá Barcelona reyndar betur með fjórar slíkar. Þessi framganga Ronaldos ætti að kæta stuðningsmenn Real en ekki síður sú stað- reynd að Brasilíumaðurinn Kaka skuli vera kominn á stjá og hafi skor- að í gær sitt fyrsta mark fyrir Real síðan í apríl, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Real er eftir sem áður aðeins búið að tapa einum leik á leiktíðinni, leiknum fræga gegn Barcelona, og fylgir erkifjendunum sem skugginn en tvö stig skilja þessi lið að. Barcelona vann Deportivo La Coruna 4:0 á laugardag og þar skoraði Messi sitt 18. mark á leiktíð- inni með glæsilegum hætti. sindris@mbl.is Ronaldo óstöðvandi á Spáni Cristiano Ronaldo ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Kenny Dalglish fékk enga aðstoð frá dómaranum Howard Webb í sínum fyrsta leik eftir að hann tók að nýju við stjórastarfinu hjá Liverpool nú um helgina af Roy Hodgson. Dalgl- ish beið hið erfiða verkefni að sækja Manchester United heim í 3. umferð bikarkeppninnar og um það leyti sem hann var að komast í þægilega stellingu í stúkunni á Old Trafford hafði Webb dæmt vítaspyrnu og Ryan Giggs skorað mark sem reyndist vera sigurmark United. Fegurð fótboltans felst ekki hvað síst í því að í honum geta komið upp vafamál í dómgæslu þar sem ómögu- legt virðist að skera úr um hvað rétt sé að dæma. Vítaspyrnan sem Webb dæmdi þegar Dimitar Berbatov féll við í vítateig Liverpool fellur hins vegar ekki í þann hóp vafamála að mati þess sem þetta skrifar. Búlg- arinn spennti upp gildru með því að láta sig falla afar auðveldlega í bar- áttu við Daniel Agger, og Webb gekk beint í gildruna. Þar með hafði leikurinn gjör- breyst en Liverpool virtist vera að ná ágætum tökum á honum þegar fyrirliðinn Steven Gerrard var rek- inn út af fyrir tæklingu, og sá dómur þykir mér hins vegar falla í hóp fyrr- greindra vafamála. Gerrard fór þá með báða fætur frá jörðu í tæklingu til að ná til boltans, en fór í Michael Carrick sem renndi sér úr annarri átt. Gerrard getur sjálfum sér um kennt fyrir þetta fyrsta rauða spjald sitt í tæp 5 ár, en hann hefði allt eins getað fengið gult spjald fyrir atvikið. „Vítið var grín“ Leikmenn og þjálfarar liðanna voru eins ósammála og hugsast get- ur um þessi tvö lykilatvik í leiknum. „Vítið var grín. Ég er búinn að skoða endursýningu af þessu og ef það er ekki bara búið að breyta regl- unum þá var þetta ekki víti. Varð- andi rauða spjaldið þá get ég ekki séð að það hafi átt rétt á sér heldur. Í búningsklefanum fyrir leik var sagt við mig að fótboltinn hefði ekki breyst mikið. Ég svaraði og spurði hvort þetta væri ekki orðinn leikur án snertingar. Kannski hafði ég rétt fyrir mér,“ sagði Dalglish eftir leik- inn. Sir Alex Ferguson, stjóri Unit- ed, var á öðru máli. „Þetta var víti. Dimitar segir að hann hafi verið klipptur niður og endursýningin sýnir að hann var snertur lítillega, en með þannig hætti að það var nóg til að fella leik- manninn. Hann er líka ekki vanur að láta sig falla, hann er ekki þannig leikmaður. Hvað rauða spjaldið varðar þá var enginn vafi um það. Þetta var tveggja fóta skriðtækling. Steven Gerrard er ekki þannig leik- maður en þetta var skelfileg tækl- ing. Hann gaf dómaranum ekkert val,“ sagði Ferguson. Eftir rauða spjaldið voru Liver- poolmenn eins og gefur að skilja nánast sem flugur fastar í vef köngulóarinnar. United hefði hæg- lega getað skorað fleiri mörk en að einhverju leyti mátti þó greina bata- marki á leik Liverpool í fyrsta leikn- um undir stjórn Dalglish eftir skelfi- lega leiktíð undir stjórn Hodgson. Dalglish er alla vega bjartsýnn: „Hvað mig varðar þá verða næstu sex mánuðir frábært ferðalag. Ef leikmenn sýna áfram sama kraft og áræði og þeir sýndu í dag þá verðum við í góðum málum,“ sagði Skotinn. Festust í Webbnum  Tveir umdeildir dómar urðu Liverpool að falli í bikarslagnum við Man. United  Berbatov fékk víti og Gerrard sá rautt  Frumraun Dalglish sem er bjartsýnn Reuters Vendipunktur Hugað að Michael Carrick á meðan að Howard Webb sýnir Steven Gerrard rauða spjaldið. Eiður SmáriGuðjohn- sen var annan leikinn í röð ekki í leikmannahópi Stoke þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Cardiff í ensku bik- arkeppninni í knattspyrnu um helgina. Áður hafði Eiður setið 10 leiki í röð á vara- mannabekknum án þess að koma við sögu. Ljóst þykir að hann muni yf- irgefa Stoke í þessum mánuði á með- an félagaskiptaglugginn er opinn.    Grétar Rafn Steinsson er enn frávegna meiðsla og gat ekki leik- ið með Bolton sem vann þó 2:0 sigur á York í bikarnum á laugardag og mætir grönnum sínum úr Wigan í 4. umferðinni.    Af helstu leikj-um 4. um- ferðarinnar í enska bikarnum má nefna að bik- armeistarar Chelsea mæta Everton á úti- velli, en meist- ararnir voru í miklum ham í gær þegar þeir slógu B-deildarlið Ipswich út með 7:0 sigri. Fulham og Tottenham eigast við og Manchester United sækir Southampton heim. Þá tekur sig- urliðið úr leik Leeds og Arsenal á móti Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Huddersfield.    Manchester City var einnig ípottinum og mætir Notts County á útivelli takist liðinu að vinna 1. deildarlið Leicester en liðin þurfa að mætast að nýju eftir að hafa gert 2:2 jafntefli í gær. James Milner og Carlos Tévez skoruðu mörk City sem slapp hreinlega með skrekkinn gegn lærisveinum Sven- Göran Eriksson.    Hollending-urinn Ryan Babel gæti átt yf- ir höfði sér refs- ingu frá enska knattspyrnu- sambandinu fyrir gjörðir sínar eftir bikarleik Liver- pool og Man- chester United í gær. Babel, sem kom inná sem varamaður hjá Liver- pool, skellti sér í tölvuna þegar hann kom heim og setti mynd af dóm- aranum Howard Webb inn á Twit- ter-síðu sína. Myndinni hafði verið breytt svo að Webb var klæddur í Manchester United-búning, og Ba- bel skrifaði eftirfarandi texta með myndinni: „Og þeir kalla hann einn besta dómarann? Það er algjört grín.“ Seinna um daginn skrifaði Ba- bel á síðuna: „Fyrirgefðu Howard Webb. Leiðinlegt ef menn tóku myndina alvarlega. Gerði þetta bara í bræði eftir að hafa tapað mik- ilvægum leik.“ Fólk sport@mbl.is Óvæntustu úrslit helgarinnar í 3. umferð ensku bikarkeppninnar voru án vafa 3:1 sigur hins lítt þekkta liðs Stevenage á sveinum Alan Pardew í Newcastle. Steve- nage er aðeins 34 ára gamalt félag og komst upp í ensku D-deildina, neðstu atvinnumannadeildina í Englandi, í fyrsta sinn síðastliðið vor, svo reynsla leikmanna af við- ureignum við atvinnumenn á borð við þá sem sem leika með New- castle er harla lítil. Þessa staðreynd var knatt- spyrnustjórinn Graham Westley hins vegar ekki að rifja upp í klefanum fyrir leik. Hann sagði sínum mönnum að spila til að vinna 5:0. „Við vorum á því að ef við gerðum 20% af því sem þarf til að vinna 5:0 þá ynnum við samt. Við höfum ekki misst úr dag í æf- ingum yfir hátíðirnar. Strákarnir gáfu frá sér jólin og fóru frá fjöl- skyldum til að vera saman á hót- elum. Þetta hefur verið hrikalegt en þeir eiga allt hrós skilið,“ sagði Westley, sem líkt og Castro vildi greinilega frekar hátíð í janúar. Fleiri óvænt úrslit litu dagsins ljós um helgina og voru þrjú úrvals- deildarlið slegin út af neðrideild- arliðum. Reading, með Ívar Ingi- marsson á varamannabekknum, lagði WBA að velli, 1:0. Southamp- ton vann 2:0 sigur á Blackpool, og C-deildarliðið Notts County gerði sér lítið fyrir og vann Sunderland á útivelli, 2:1. Arsenal og Leeds þurfa að mæt- ast að nýju á heimavelli Leeds eftir 1:1 jafntefli á Emirates þar sem Cesc Fabregas jafnaði metin úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Stoke þarf sömuleiðis að mæta Cardiff að nýju á útivelli. sindris@mbl.is Héldu frekar upp á jólin í janúar  Stevenage er nýliði í D-deildinni en sló Newcastle út í bikarnum  Fleiri óvænt úrslit Alan Pardew

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.