Morgunblaðið - 13.01.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 13.01.2011, Síða 16
LEIKJADAGSKRÁIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar heimsmeistarakeppnin var haldin á Íslandi árið 1995 var það jafnframt í fyrsta skipti sem 24 þjóð- ir léku til úrslita um heimsmeist- aratitilinn. Fram að þeim tíma, frá árinu 1958, höfðu ávallt sextán þjóð- ir tekið þátt í lokakeppninni, nema hvað þær voru tólf árið 1961. Í tveimur fyrstu heimsmeistara- mótunum þar á undan voru þátt- tökuliðin öllu færri, aðeins fjögur á fyrsta mótinu í Þýskalandi árið 1938 og síðan léku sex þjóðir um heims- meistaratitilinn í Svíþjóð árið 1954. Keppnin sem nú fer fram í Svíþjóð er sú níunda í röðinni þar sem 24 þjóðir mæta til leiks. Eins og sjá má hér að ofan er leikjadagskráin þétt skipuð þessa 18 daga sem mótið stendur. Leikið um Forsetabikarinn Þó er hér að ofan ekki getið um hluta keppninnar. Liðin sem enda í neðri þremur sætum riðlanna fara ekki heim að riðlakeppninni lokinni. Þau halda áfram og spila um sæti 13 til 24 en þar er leikið um Forsetabik- arinn, Presidents Cup, sem fellur í skaut sigurliðsins í þeirri keppni, þess sem endar í 13. sæti heims- meistaramótsins í heild. Eins og sjá má á riðlaskiptingunni mun það koma í hlut margra öflugra handknattleiksþjóða að komast ekki í milliriðla og leika um Forsetabik- arinn í staðinn. Opnunarleikur í Gautaborg Svíþjóð og Chile mætast í opn- unarleik HM í Gautaborg í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. janúar. Það er eini leikurinn sem þá fer fram en það er jafnframt söguleg viðureign því þar leika Chilebúar sinn fyrsta leik í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins frá upphafi. Öll hin 22 liðin hefja keppni á morgun, föstudaginn 14. janúar. Riðlakeppninni lýkur síðan fimmtu- daginn 20. janúar. Öll liðin eiga frí á föstudeginum en keppni í milliriðl- um hefst laugardaginn 22. janúar, sem og slagurinn um Forsetabik- arinn. Þrjú efstu liðin í A- og B-riðlum fara saman í milliriðil I og taka með sér innbyrðis úrslitin. Það er því mest hægt að taka 4 stig með sér í milliriðilinn. Sama er að segja um þrjú efstu liðin í C- og D-riðlum, þau fara sam- an í milliriðil II. Öll nema fjögur hafa lokið keppni 28. janúar Tvö efstu lið milliriðlanna komast síðan í undanúrslitin sem fara fram í Kristianstad og Malmö föstudag- inn 28. janúar. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti í milliriðlunum spila um sæti fimm til tólf dagana 27. og 28. janúar. Þar með hafa 20 lið af 24 lokið keppni á HM, öll nema þau fjögur sem spila um verð- launasætin. Úrslitaleikir mótsins fara síðan fram í Malmö Arena, höllinni glæsi- legu, sunnudaginn 30. janúar. Átján dagar í Svíþjóð  Níunda skiptið frá HM 1995 á Íslandi sem 24 þjóðir leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn  Sterkar þjóðir komast ekki í keppni tólf þeirra bestu B–riðill Leikið í Norrköping og Linköping Úrslit: 14. jan. klukkan 16.00 Ísland – Ungverjaland ___:___ 14. jan. klukkan 18.10 Noregur – Japan ___:___ 14. jan. klukkan 20.30 Austurríki – Brasilía ___:___ 15. jan. klukkan 15.30 Ungverjaland – Noregur ___:___ 15. jan. klukkan 17.45 Japan – Austurríki ___:___ 15. jan. klukkan 20.00 Brasilía – Ísland ___:___ 17. jan. klukkan 16.00 Ungverjaland – Brasilía ___:___ 17. jan. klukkan 18.10 Noregur – Austurríki ___:___ 17. jan. klukkan 20.30 Ísland – Japan ___:___ 18. jan. klukkan 16.00 Japan – Ungverjaland ___:___ 18. jan. klukkan 18.10 Noregur – Brasilía ___:___ 18. jan. klukkan 20.30 Austurríki – Ísland ___:___ 20. jan. klukkan 16.00 Brasilía – Japan ___:___ 20. jan. klukkan 18.10 Ísland – Noregur ___:___ 20. jan. klukkan 20.30 Austurríki – Ungverjal. ___:___ C–riðill Leikið í Malmö og Lundi Úrslit: 14. jan. klukkan 17.00 Króatía – Rúmenía ___:___ 14. jan. klukkan 19.15 Danmörk – Ástralía ___:___ 14. jan. klukkan 19.45 Serbía – Alsír ___:___ 16. jan. klukkan 17.00 Ástralía – Serbía ___:___ 16. jan. klukkan 19.00 Alsír – Króatía ___:___ 16. jan. klukkan 19.15 Rúmenía – Danmörk ___:___ 17. jan. klukkan 17.00 Króatía – Ástralía ___:___ 17. jan. klukkan 17.00 Rúmenía – Alsír ___:___ 17. jan. klukkan 19.15 Danmörk – Serbía ___:___ 19. jan. klukkan 17.00 Serbía – Króatía ___:___ 19. jan. klukkan 19.15 Danmörk – Alsír ___:___ 19. jan. klukkan 19.30 Ástralía – Rúmenía ___:___ 20. jan. klukkan 17.00 Alsír – Ástralía ___:___ 20. jan. klukkan 19.15 Króatía – Danmörk ___:___ 20. jan. klukkan 19.30 Serbía – Rúmenía ___:___ D–riðill Leikið í Gautaborg Úrslit: 13. jan. klukkan 19.15 Svíþjóð – Chile ___:___ 14. jan. klukkan 17.15 S–Kórea – Argentína ___:___ 14. jan. klukkan 19.15 Pólland – Slóvakía ___:___ 15. jan. klukkan 15.15 Chile – S–Kórea ___:___ 15. jan. klukkan 17.15 Slóvakía – Svíþjóð ___:___ 15. jan. klukkan 19.15 Argentína – Pólland ___:___ 17. jan. klukkan 15.15 Slóvakía – Argentína ___:___ 17. jan. klukkan 17.15 Pólland – Chile ___:___ 17. jan. klukkan 19.15 Svíþjóð – S–Kórea ___:___ 18. jan. klukkan 15.15 Chile – Slóvakía ___:___ 18. jan. klukkan 17.15 S–Kórea – Pólland ___:___ 18. jan. klukkan 19.15 Svíþjóð – Argentína ___:___ 20. jan. klukkan 15.15 S–Kórea – Slóvakía ___:___ 20. jan. klukkan 17.15 Argentína – Chile ___:___ 20. jan. klukkan 19.15 Pólland – Svíþjóð ___:___ Leikjadagskráin á HM 2011 í Svíþjóð A–riðill Leikið í Kristianstad og Lundi Úrslit: 14. jan. klukkan 17.00 Frakkland – Túnis ___:___ 14. jan. klukkan 17.15 Þýskaland – Egyptaland ___:___ 14. jan. klukkan 19.15 Spánn – Bahrain ___:___ 16. jan. klukkan 15.15 Bahrain – Þýskaland ___:___ 16. jan. klukkan 16.30 Túnis – Spánn ___:___ 16. jan. klukkan 17.45 Egyptaland – Frakkland___:___ 17. jan. klukkan 17.30 Spánn – Þýskaland ___:___ 17. jan. klukkan 19.30 Frakkland – Bahrain ___:___ 17. jan. klukkan 19.45 Túnis – Egyptaland ___:___ 19. jan. klukkan 17.00 Bahrain – Túnis ___:___ 19. jan. klukkan 17.15 Þýskaland – Frakkland ___:___ 19. jan. klukkan 19.30 Spánn – Egyptaland ___:___ 20. jan. klukkan 17.00 Egyptaland – Bahrain ___:___ 20. jan. klukkan 17.30 Þýskaland – Túnis ___:___ 20. jan. klukkan 19.45 Frakkland – Spánn ___:___ Úrslitaleikir 27. jan. Kristianstad kl. 17.00 Leikið um 11. sæti 27. jan. Kristianstad kl. 19.30 Leikið um 9. sæti 28. jan. Kristianstad/Malmö Leikið um 7. sæti 28. jan. Kristianstad/Malmö Leikið um 5. sæti 28. jan. Kristianstad Undanúrslitaleikur 28. jan.Malmö Undanúrslitaleikur 30. jan.Malmö kl. 13.30 Leikur um bronsið 30. jan. Malmö kl. 16.00 Úrslitaleikur Milliriðill I Leikið í Jönköping 22. jan. A2 _______ – B3 _______ 22. jan. A3 _______ – B1 _______ 22. jan. A1 _______ – B2 _______ 24. jan. B1 _______ – A2 _______ 24. jan. B3 _______ – A1 _______ 24. jan. B2 _______ – A3 _______ 25. jan. A3 _______ – B3 _______ 25. jan. A2 _______ – B2 _______ 25. jan. A1 _______ – B1 _______ Milliriðill II Leikið í Malmö og Lundi 22. jan. C2 _______ – D3 _______ 22. jan. C3 _______ – D1 _______ 22. jan. C1 _______ – D2 _______ 23. jan. D1 _______ – C2 _______ 23. jan. D3 _______ – C1 _______ 23. jan. D2 _______ – C3 _______ 25. jan. C3 _______ – D3 _______ 25. jan. C2 _______ – D2 _______ 25. jan. C1 _______ – D1 _______ 16 | MORGUNBLAÐIÐ Ekki verður einungis leikið upp á heiður og verðlaun á heimsmeist- aramótinu í Svíþjóð. Þar verður einnig keppt um sex sæti í undan- keppni Ólympíuleikanna sem fram fara í London eftir tvö ár. Liðin sem hafna í öðru til sjöunda sæti komast í undankeppni Ólympíu- leikanna sem Alþjóðahandknatt- leikssambandið, IHF, stendur fyrir í annað sinn 6. til 8. apríl á næsta ári. Fyrsta undankeppni fyrir ÓL var háð í lok maí og byrjun júní 2008 og var Ísland þar á meðal þátttökuþjóða. Nú hefur verið ákveðið að flytja keppnina fram um tvo mánuði. Heimsmeistararnir fá sjálfkrafa keppnisrétt á ÓL 2012, en þjóð- irnar sex sem lenda í næstu sæt- um fara í forkeppnina sem eins og áður mun fara fram í þremur fjög- urra liða riðlum. Auk sex Evr- ópuþjóða bætast við tvær þjóðir frá Afríku, þær sem hafna í öðru og þriðja sæti í Afríkukeppninni á næsta ári, ein þjóð frá Asíu og ein frá Ameríku. iben@mbl.is Sæti á ÓL í London í húfi á HM Auk gullverðlaunapenings og bik- ars fær sigurlið heimsmeistara- mótsins 200.000 svissneska franka í sigurlaun á heimsmeist- aramótinu í handknattleik í Sví- þjóð. Það er jafnvirði um 24,5 milljóna króna. Fyrir annað sætið verða greiddir 150.000 sviss- neskir frankar, um 18,3 milljónir króna. Liðið sem hafnar í þriðja sæti fær í sinn hlut 75.000 franka, jafnvirði 9,1 milljónar króna og 25.000 frankar koma í hlut þess liðs sem hafnar í fjórða sæti, rétt rúmlega 3 milljónir króna. Það er því eftir talsverðu að slægjast að komast í undan- úrslit á HM að þessu sinni. Verðlaunafé hefur hækkað nokkuð frá síðasta heimsmeist- aramóti, nærri því tvöfaldast. Ástæða þess er ekki síst sú að Al- þjóðahandknattleikssambandið náði hagstæðari samningum á sölu sjónvarpsréttar frá mótunum 2009 til og með 2013. Þýski vef- urinn Handball-World telur að IHF hafi fengið á milli 75 og 80 milljónir svissneskra franka fyrir söluna á sýningarréttinum að þessum þremur mótum. iben@mbl.is Milljónir á milljónir ofan Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt að hálfleikshlé verði 15 mínútur í stað hefðbund- inna 10 mínútna í öllum leikjum heimsmeistaramótsins í handknatt- leik í Svíþjóð. Ekki hefur verið gefin sérstök skýring á þessum lengri hálfleikshléum. Talið er að þau séu að beiðni rétthafa sjón- varpsútsendinga sem gerði fyrir nokkru nýjan samning við UFA um útsendingarrétt á heimsmeist- aramótum karla og kvenna fyrir árin 2011 og 2013. Til stóð að gera fleiri breyt- ingar í þessari keppni, s.s. að lið- um væri heimilt að taka aukahlé þannig að í stað tveggja leikhléa í hvorum hálfleik bættist við eitt leikhlé í hvorum hálfleik. Ekkert varð af þeim breytingum að þessu sinni, að sögn Róbert Geirs Gísla- sonar, starfsmanns Handknatt- leikssambands Íslands. Ekki er útilokað að viðbótarleikhlé verði tekin upp á næsta HM á Spáni eft- ir tvö ár, jafnvel þegar á HM kvenna sem haldið verður í Bras- ilíu í lok þessa árs. iben@mbl.is Lengri hálf- leikshlé á HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.