Morgunblaðið - 13.01.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.2011, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ ÞJÁLFARINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Dagur Sigurðsson, þjálfari spútn- ikliðs Füchse Berlin í þýska hand- boltanum, hefur ýmsar tengingar við liðin í B-riðli heimsmeistara- keppninnar í Svíþjóð. Dagur er fyrr- verandi fyrirliði Íslands og lék fyrir Íslands hönd í fjórum heimsmeist- aramótum, 1995, 1997, 2001 og 2003. Dagur er einnig fyrrverandi lands- liðsþjálfari Austurríkis og náði eft- irtektarverðum árangri með liðið á EM í fyrra. Þá má einnig nefna að Dagur er fyrrverandi atvinnumaður í Japan en mikla athygli vakti þegar hann hélt þangað á sínum tíma. Það gerðu reyndar einnig frönsku heimsmeist- ararnir Frédéric Volle og Stéphane Stoecklin um svipað leyti. Gamli þjálfarinn stjórnar liði Japans „Minn gamli þjálfari hjá Wak- unaga í Japan, Kiyoharu Sakamaki, er landsliðsþjálfari Japans. Ég veit að hann á eftir að berja baráttuanda í liðið en ég veit bara ekki hversu sterkir þeir eru. Það er orðið það langt síðan ég var í Japan að ég þekki ekki marga sem eru í landsliðinu núna. Ég hef hins vegar haldið ágætu sambandi við Sakamaki og hann heimsótti mig til dæmis til Bre- genz. Hann er góður þjálfari og er búinn að liggja yfir þessu í hálft ár. Það mun ekkert koma honum á óvart en það er bara spurning hversu mikil gæði eru í þeirra liði til að stríða stóru liðunum. Þeir eru gersamlega reynslulausir þegar kemur að svona móti. Ég vona að Japan komi til með að hafa áhrif á úrslitin í riðlinum og vinni óvænt eitthvert þeirra liða sem Ísland er að berjast við,“ sagði Dagur þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á þeim liðum sem hann þekkir best í B- riðli. Mikil stemning í liði Austurríkis Dagur telur að hans gömlu læri- sveinar hjá Austurríki muni verða erfiðir við að eiga í mótinu. „Ég sá Austurríkismennina gera jafntefli á móti Þjóðverjunum á úti- velli í undankeppni EM í haust. Það voru mögnuð úrslit en Austurríkis- menn voru í raun óheppnir að vinna ekki leikinn. Þjóðverjarnir voru eitt- hvað lemstraðir en það er svo sem engin afsökun. Þeir fylgdu þessu eft- ir með óvæntum sigri á Íslendingum en ég held að orsökin fyrir því hafi nú legið frekar hjá okkar mönnum en Austurríkismönnum. Því er þó ekki að neita að stemn- ingin er mikil í austurríska liðinu eft- ir að þeir héldu EM og ég held að það muni fylgja þeim í Svíþjóð. Það verð- ur örugglega erfitt að eiga við þá. Það er komið ákveðið sjálfstraust í liðið og liðið er gott. Þeirra markmið er að komast upp úr riðlinum sem er tiltölulega lágstemmt og raunhæft að mínu mati. Útlitið var ekkert sér- staklega bjart hjá þeim framan af vetri en nú hafa lykilmenn liðsins verið að spila vel að undanförnu. Slinger hefur spilað vel undanfarið með Balingen, Wilczynski hefur leik- ið mjög vel hjá mér síðustu leikina og sama má segja um Robert Weber hjá Magdeburg. Markvörðurinn getur einnig verið mjög erfiður eins og við vitum. Szilagyi hefur auk þess verið að komast betur inn í leikinn hjá Flensburg. Það eru því ágæt teikn á lofti hjá Austurríki í augnablikinu.“ Guðmundur alltaf aftur á byrjunarreit Hvað íslenska liðið varðar telur Dagur það erfitt að leika um verð- laun á þriðja stórmótinu á fjórum ár- um. „Það væri með ólíkindum ef þeim tækist að halda sér á þeim stalli ef maður horfir raunhæft á málið. Ég hef frekar áhyggjur af liðinu framan af móti en það var einmitt vanda- málið í Austurríki í fyrra. Þá voru þeir ekki nógu sterkir til að byrja með en þegar komið var í leiki sem skipta miklu máli, eins og Danaleik- inn, þá voru þeir ótrúlega eitraðir. Þeir eru með mikla rútínu í sínum leik en maður heyrði á Gumma að það hafi verið horfið í leikjunum í haust. Það var léttara yfir honum eft- ir heimsbikarmótið í vetur en það er greinilegt að hann virðist alltaf þurfa að byrja aftur á byrjunarreit. Ef þeir komast í milliriðilinn þá er ekkert gott fyrir liðin að þurfa að mæta okk- ur. Það er reynsla og rútína í íslenska liðinu og við erum örugglega ekki óskamótherji í milliriðli,“ sagði Dag- ur og benti á að fleiri leikmenn þurfi að láta til sín taka en hinir hefð- bundnu lykilmenn. Tími kominn á Aron „Við þurfum að fá markvörslu frá fleiri markvörðum en Bjögga, það er alveg ljóst. Það þurfa fleiri að draga vagninn og varnarleikurinn þarf að vera þéttur. Arnór Atla átti ótrúlegt mót í fyrra og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann eigi annað eins mót. Nú er kominn tími á að Ar- on stígi hressilega fram fyrir skjöldu og dragi vagninn með lykilmönn- unum, sérstaklega þar sem Logi er ekki með. Ekki er heldur hægt að ætlast til þess að Guðjón Valur spili sextíu mínútur í öllum leikjum eins og hann gerði í tíu ár. Mér líst hins vegar mjög vel á hann núna miðað við það sem ég hef séð til hans. Riðill- inn býður aðeins upp á það að hreyfa liðið og hvíla menn,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristinn Austurríki Undir stjórn Dags Sigurðssonar komu Austurríkismenn verulega á óvart í úrslitakeppni EM fyrir ári síðan og hann reiknar með því að þeir verði Íslendingum áfram erfiðir andstæðingar. Dagur þekkir líka til Japana eftir að hafa leikið þar á árum áður, undir stjórn núverandi landsliðsþjálfara. Með ólíkindum ef liðið helst á þessum stalli  Dagur Sigurðsson þekkir vel mótherja Íslands  Spilaði í Japan og þjálfaði lið Austurríkis  Vonar að Japanar hjálpi  Hefur áhyggjur af byrjun Íslands á HM Íslendingar og Ungverjar hafa sjö sinnum leitt saman hesta sína í lokakeppni heimsmeistara- móts. Áttundi leikurinn verður á morgun þegar landslið þjóð- anna mætast í Linköping. Ungverjar hafa unnið fimm leiki af sjö, þar af þá fjóra fyrstu. Fyrst mættust þjóðirnar á HM 1958 í Magdeburg. Ungverjar unnu, 19:16. Aftur unnu þeir á HM 1964 í Bratislava, 21:12. Sex ár liðu þar til þjóðirnar mættust á ný. Þá var leikið í Mulhouse í Frakklandi og enn unnu Ungverjar, 19:9. Árið 1986 unnu Ungverjar með eins marks mun í spennuleik, 21:20. Undir stjórn Þorbergs Aðal- steinssonar fann íslenska landslið- ina leiðina að sigri gegn Ungverj- um. Fyrst á HM í Svíþjóð 1993, 25:21, og aftur á HM 1995, 23:20, á heimavelli. Síðast mættust þjóð- irnar á HM 1997. Þá hrósuðu Ung- verjar sigri, 26:25, í leik um sæti í undanúrslitum. iben@mbl.is Tveir sigrar á Ungverjum í 7 HM-leikjum Þorbergur Aðalsteinsson Ísland hefur tvisvar mætt Jap- an í kappleik á HM, 1970 í Frakklandi og aftur á HM í Kumamoto í Jap- an 27 árum síðar. Japan vann við- ureignina árið 1970, 20:19. Sagt er að leikmenn íslenska landsliðsins hafi mætt værukærir til leiks og talið sig eiga sigurinn vísan, en annað kom á dag- inn. Þeir vökunuðu undir lok leiks- ins og skoruðu fimm síðustu mörkin en það nægði ekki, Japan vann með einu marki. Stórskyttan Einar Magnússon var markahæstur í ís- lenska liðinu með 5 mörk og önnur stórskytta, Ingólfur Óskarsson, kom næstur með 4 mörk. Ísland vann hins vegar öruggan sigur í Kumamoto, 24:20, þar sem Patrekur Jóhannesson skoraði níu mörk og Valdimar Grímsson sjö. iben@mbl.is Tvisvar leikið gegn Japan Patrekur Jóhannesson Patrik Fölser, einn reyndasti leikmaður aust- urríska landsliðs- ins, segir að að- almarkmið liðsins á HM í Svíþjóð sé að komast í milli- riðil. Austurríki er í riðli með Ís- landi og þjóð- irnar mætast í Linköping 18. jan- úar, í næstsíðustu umferð riðilsins. „Við erum með á HM í fyrsta sinn síðan 1993, verðum að byrja keppn- ina vel og megum ekki vanmeta lið- in sem talin eru veikari,“ sagði hinn 34 ára gamli Fölser við Handball- World. Austurríki mætir Brasilíu og Japan í fyrstu tveimur leikj- unum og leikur síðan við Noreg, Ís- land og Ungverjaland. „Þetta er mjög jafn riðill en við höfum sett okkur það markmið að komast í milliriðilinn,“ sagði Föl- ser, sem leikur með þýska 2. deild- arliðinu Düsseldorf. vs@mbl.is Markmið Austurríkis er milliriðillinn Patrik Fölser

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.