Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 10
atvinna Mitt fyrsta starf var að passa asna. Ég var sex ára og bjó í Svíþjóð. Asn-inn hét Natalie, hún var yngst í asnafjölskyldunni, smákjáni og allt-af seinust í öllu. En við fórum mikið saman í göngutúr, spjöll-uðum saman og urðum ágætis vinkonur, Nanna og Natalie! Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona Fyrsta starfið Passaði asnann Natalie Atvinnuleysi eykst, atvinnuþátttaka verður minni og fólki á vinnumarkaði fækkar sem og vinnustundum. Þetta er niðurstaða vinnu- markaðskönnunar Hagstofunnar sem birt var í sl. viku. Langtímaatvinnulausum hér á landi hefur fjölgað mikið. Um 3.200 manns höfðu í lok síðasta árs verið atvinnulausir í eitt ár eða lengra eða um fjórðungur atvinnu- lausra. Á sama tíma 2008 var þetta hlutfall 2,5%. Á síðustu mánuðum ársins í fyrra voru 165.600 starfandi 3.600 færri en haustið 2008. sé mið tekið af síðasta fjórðungi ársins 2008. Fólk hefur því dregið sig út af íslensk- um vinnumarkaði í kreppunni og sækir í auknum mæli t.d. í nám. Samdráttur í vinnu, segir Hagstofa Vinnustundum fækk- ar og fleiri fara í nám „Ég hef einu sinni fengið vinning í lottóinu. Snjáður miði gleymdist í brjóstvasa. Þegar ég kom í verslun lét ég renna honum í gegnum kassann var ég með happatölurnar og fékk 20 þúsund króna vinning,“ segir Reynir Örn Þrast- arson nýr þulur í lottói Íslenskrar getspár. Nýi þulurinn var frumsýndur sl. laugardagskvöld en aðrir eru Elva Dögg Melsted, Katrín Brynja Hermannsdóttir og Vignir Freyr Andersen. „Þetta tækifæri bauðst óvænt. Eftir að hafa kynnt mér málið ákvað ég að slá til. Þetta er vissulega vandasamt. Mæta þarf vel undir- búinn í beina útsendingu þar sem úrdráttur fer fram eftir kúnstarinnar reglum,“ segir Reynir sem er matreiðslumaður að mennt en starfar hjá heildverslun Ásbjörns Ólafssonar sem best er þekkt fyrir Íslandsumboð Prins póló. sbs@mbl.is Nýr Lottóþulur frumsýndur Kynnir vinningstölur og selur Prins póló Að vilja standa sig sem best og finnafyrir fiðringi í maga áður þú talarfyrir framan fjölda fólks er eðlilegt.En þegar kvíðinn er orðinn þrálátur og veldur mikilli vanlíðan er ástandið orðið óeðlilegt og þá ætti fólk að huga að því að leita sér hjálpar,“ segja Unnur Valborg Hilmars- dóttir markþjálfari og Helena Jónsdóttir sál- fræðingur. Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir sex vikna námskeiði við yfirdrifnum ræðukvíða. Markmið námskeiðsins er að draga úr kvíða þátttakenda við að halda ræður, fyrirlestra eða að tala fyrir framan hóp fólks við hin ýmsu tækifæri. Miðast námskeiðið við þá sem finna fyrir því að ræðukvíði trufli þá í daglegu lífi eða hafi hamlandi áhrif á störf þeirra. Áður en námskeiðið hefst er fólki boðið í viðtal þar sem vandinn er greindur þannig að ljóst sé að þau ráð sem bjóðast á námskeiðinu henti viðkom- andi. Hjartsláttur og vöðvaspenna „Fólk sem þjáist af alvarlegum ræðukvíða getur fundið fyrir mikilli hömlun, bæði í einka- lífi eða starfi. Algengt er að fólki forðist það að halda tölu fyrir framan stóran hóp, jafnvel þannig að námsleiðir, störf eða verkefni eru valin með tilliti til þess hvort slíkt sé hluti af kröfum. Einnig getur ræðuhöldum fylgt um- talsverð vanlíðan af völdum líkamlegra ein- kenna kvíða á borð við aukinn hjartslátt, vöðvaspennu, munnþurrk og svo mætti lengi telja – einkenni sem fólk reynir á slá á með ýmsum hætti. Til að mynda með óhóflegum undirbúningi eða lyfjatöku svo úr verður víta- hringur sem í raun viðheldur vandanum,“ seg- ir Helena Jónsdóttir. Samkvæmt sálfræðinni er ræðukvíði ein af birtingarmyndum félagskvíða. Byrjar nám- skeiðið raunar á fræðslu um eðli kvíða og sér í lagi ræðukvíða. Í framhaldinu er vandinn kort- lagður með tilliti til þeirra þátta sem líklegir eru til að viðhalda vandanum ásamt því sem þátttakendur fá fræðslu um aðferðir hug- rænnar atferlismeðferðar til að takast á við ræðukvíða. Áhersla er lögð á að vinna með nei- kvæðar hugsanir og vítahringi ýmiskonar og er á námskeiðinu gert ráð fyrir heimavinnu þátttakenda á milli tíma. Myndríkt mál og þekkja efnið „Algeng birtingarmynd ræðukvíða er óttinn við að mistakast. Slíkt ætti þó í flestum til- vikum að vera óþarfi; ekkert okkar er full- komið og mistök eru eðlileg við slíkar að- stæður,“ segir Unnur Valborg sem um langt árabil hefur þjálfað fólk í framkomu og ræðu- mennsku. Á námskeiðinu verður auk áherslu á kvíða og aðferða við að draga úr honum lögð áhersla á þjálfun í ræðumennsku þannig að fólk geti flutt mál sitt af öryggi og dregið þannig úr ótt- anum við að gera mistök. „Aðalatriðin og gull- Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Helena Jónsdóttir með námskeið til að takast á við ræðukvíða Sigrast á miklum vanda sem veldur oft vanlíðan Morgunblaðið/RAX Þær Unnur Valborg Hilmarsdóttir, til vinstri, og Helena Jónsdóttir hjá Kvíðameðferðarstöðinni ganga óhræddar fram, nú með námskeið sem er fólki sem þarf að takast á við yfirdrifinn ræðukvíða. Algeng birtingarmynd ræðukvíða er óttinn við að mistakast. Slíkt ætti þó í flestum tilvikum að vera óþarfi; ekkert okkar er fullkomið vægar reglur ræðumennsku eru þó alltaf hinar sömu; það er að byrja á áhugaverðan hátt, tala á góðu og myndríku máli, vera ekki of lang- orður og þekkja efnið vel,“ segir Unnur Val- borg sem ásamt Helenu Jónsdóttur sálfræð- ingi stýrir námskeiðinu sem hefst hjá Kvíðameðferðarstöðinni mánudaginn 31. jan- úar og stendur yfir í sex vikur. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Smiður, lögreglumaður og lögmaður. Viðfangsefni starfsins eru afar fjölbreytt. Mér hefur oft reynst vel að hafa sinnt ólík- um störfum áður en ég fór út í laganámið – en kjarni þess eru spurningar um menn, málefni og hvað sé rétt og rangt sam- kvæmt því regluverki sem þjóðfélagið starfar eftir,“ segir Grímur Hergeirsson lögmaður hjá JP-lögmönnum. Skipti á þrotabúum, vörn brotamanna, réttargæsla þolenda brota, innheimta og bótamál eru meðal fjölbreyttra viðfangs- efna á borði Gríms þessa dagana. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði fyrir rúmum tuttugu árum og starfaði lengi sem slíkur auk þess sem hann gat sér gott orð sem handknattleiksmaður með liði Selfoss. Hann gekk í lögregluna 1996 og starfaði sem slíkur í nokkur ár. Var meðal annars varðstjóri og rannsóknarlögreglumaður á Selfossi og kennari við Lögregluskóla rík- isins um skeið. „Í lögreglunni kynntist ég lögfræðinni. Sagði sem svo að gaman væri að kynna mér námið og innritaðist í Háskóla Ís- lands haustið 2003. Nýtti uppsöfnuð frí til að fara í leyfi sem ég nýtti til lesturs. Það dugði mér að komast í gegnum síuna og eftir það var ég kominn á beina braut. Misjafnt var frá önn til annar á hvaða hraða ég tók þetta, en þegar ég sá hilla undir lokin ákvað ég að einbeita mér alveg að námi og lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Grímur sem hefur aðsetur á skrifstofu JP- lögmanna á Selfossi. Sigurinn er sjaldnast vís Máltækið segir að betri sé feit sátt en magur dómur. Grímur segir að afgreiðsla þeirra mála sem lögmenn fá til úrlausnar taki oft mið af þessu – enda þótt umbjóð- endur geti vissulega valið hvaða leið sé farin. „Að fara dómstólaleiðina í einkamálum getur þegar upp er staðið reynst kostn- aðarsamt og sigurinn sjaldnast vís. Við reynum að leiðbeina og ráðleggja fólki og bendum á hvaða leiðir við teljum vænleg- astar til að ná hagstæðum málalokum,“ segir Grímur sem öðru fremur hefur beint kröftum sínum að sakamálum og refsi- rétti auk mála sem snúa að slysabótum og svo kölluðum gallamálum í fasteigna- viðskiptum. „Við höfum sérhæft okkur í uppgjöri á slysabótum en þeim fylgir oft ströggl og slík mál getur tekið nokkurn tíma að leiða til lykta. Þá eru gallamál í fasteigna- viðskiptum stór málaflokkur. Þau eru oft snúin úrlausnar þar sem deilt er um hvort gallar séu til staðar, hvers eðlis þeir séu og hver beri ábyrgð. Þar getur komið sér ágætlega að vera húsasmiður og hafa á þeirri þekkingu að byggja. Smiðsaugað kemur sér vel.“ sbs@mbl.is Starfið mitt Grímur Hergeirsson, lögmaður Smiðsaugað kemur sér vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.