Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 11
27. janúar 2011 11 atvinna Að kaupa vöru á netinu er auðvelt ogoftar en ekki hagkvæmt, jafnvel þóað borga þurfi allhressileg sending-argjöld og tolla. Gaman getur verið að dunda sér við búðarrápið í vefverslunum eins og Amazon og bera saman tegundir og verð. Áður en varan er afgreidd úr innkaupakörf- unni er samt þjóðráð að líta inn á vefsíður eins og Retailmenot.com. Þar er haldið utan um af- sláttarkóða fyrir fjöldann allan af verslunum á netinu og undantekningalítið hægt að finna góðan afslátt af einmitt þeirri vöru sem hug- urinn girnist. Ef Retailmenot reynist ekki hafa nógu góð- an kóða má slá inn leit í Google með heiti vör- unnar og orðinu „coupon“. Koma þá örugglega upp nokkrar vefsíður með kóðum sem eiga við eða ábendingum um hvar varan færst ódýrari. Tölvur og bílaleigubílar Sá sem þetta skrifar keypti sér t.d. um daginn tölvu sem sótt verður fljótlega í heimsókn til vinar í Bandaríkjunum. Enga stund tók að finna kóða sem sparaði um 30.000 kr. af kaupverðinu sem var þó fyrir töluvert lægra en verðið á sömu tölvu á Íslandi. Í sama ferðalagi verður leigður bíll í nokkra daga og var ekki nóg með að mjög ódýr leiga væri auðfundin á Google (mun ódýrari en þær bílaleigur sem koma fram þegar leitað er í venjulegum bókunarvélum), heldur lumaði Retailmenot á afsláttarkóða sem mun spara nokkuð marga þúsundkalla. ai@mbl.is Retailmenot.com heldur utan um afsláttarkóðana Auðvelt að fá afslátt á netinu Morgunblaðið/Golli Mörgum þykir hagkvæmt að versla á netinu og skaðar ekki ef enn meiri afsláttur er í boði. Atvinnuauglýsingar Au-pair Argentína Við leitum að sjálfstæðri, barngóðri og ábyrgri stúlku til að fylgja fimm manna fjölskyldu til Buenos Aires í Argentínu. Í starfinu felst að sinna og aðstoða með börnin sem eru á aldrinum 1, 3 og 7 ára hluta úr degi auk þess að gæta þeirra stöku kvöld. Um er að ræða dvöl í 10-12 mánuði frá og með mars/apríl 2011. Við bjóðum laun, húsnæði og fæði auk spænskunáms. Umsækjandi þarf að vera eldri en 18 ára, kostur ef viðkomandi kann spænsku og hefur stúdentspróf. Umsóknir og fyrirspurning má senda á aupair354@gmail.com fyrir 6. febrúar. Aðstoðarleikskólastjóri Leikskólinn Sælukot óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra. Nánari upplýsingar veitir Didi í síma 562 8533. Yfirvélstjóri Evrópskt útgerðarfyrirtæki leitar að yfir- vélstjóra á frystitogara sem stundar veiðar í Barentshafi. Viðkomandi þarf að hafa full réttindi (4. stig) og reynslu af frystitogara vél- stjórn. Enskukunnátta nauðsynleg. Um er að ræða langtímastarf.Yfirvélstjóri er á aflahlut en kauptrygging á sjó eru 10.000 evrur á mánuði. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: barentstrawl@live.com. Raðauglýsingar Félagsstarf Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi held- ur aðalfund fimmtudaginn 3. febrúar kl. 17.30 í Valhöll. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en gestur fundarins verður Friðrik Sophusson fyrr- verandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Allir velkomnir! Fundir/Mannfagnaðir Hestamannafélagið Gustur Aðalfundur og lagabreytingatillögur Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Gusts fimmtudaginn 27. janúar 2011 kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í sal félagsins í Glaðheimum. Tilkynningar Kaupi bækur bókasöfn, dánarbú og ýmsa gamla muni Upplýsingar í síma 898 9475 Úthlutun vegna afnota á bókasöfnum Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 og reglur nr. 323/2008. Athygli er vakin á að formálar sem nema að lágmarki 36 bls. og safnrit þar sem hlutur hvers höfundar nemur að lágmarki 36 bls. svo og hljóðrit og stafrænar útgáfur bóka sem sam- svara að lágmarki 36 bls. í prentuðu formi veita rétt til greiðslu samkvæmt sérstakri umsókn. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá Rithöfundasamband Íslands, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík, sími: 568 3190, rsi@rsi.is eða á www.rsi.is/greidslur_vegna_bokasafna/ Umsóknarfrestur er til 17. febrúar. Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar. Ýmislegt Ávöxtun hefur þú áhuga á betri ávöxtun? Er með gott ávöxtunartækifæri 40-100% + ? ávöxtun eftir skatta (fjármagn 5-10 milljónir, stuttur binditími og 100% trúnaður). Áhugasamir sendi tölvupóst á box@mbl.is merkt “X24375,, Félagslíf I.O.O.F. 11  19101278 T.W/Fl. Námskeið fimmtudagur kl. 20 Námskeið um heima- hópa, Umsjón; Margaret Saue Marti. Kaffi Amen, föstudagur kl. 21 Lifandi tónlist. Allir velkomnir. Samkoma sunnudag kl. 14 Umsjón; Arney og Konráð. Sunnudagsskóli í kjallarastofu. Heimilasamband mánu- dagur kl. 15 Konur koma saman til að eiga ánægjulega stund með Guði. Söngstund og morgunbæn - alla daga kl. 10.30. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. Umsóknir um byggðakvóta Auglýsing vegna úthlutunar byggða- kvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 999, 17. desember 2010 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög: Tálknafjarðarhreppur Akureyri (Grímsey) Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri) Djúpavogshreppur Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðarlögum sbr. auglýsingu nr. 46/2011 í Stjórnartíðindum. Árborg (Stokkseyri, Eyrarbakki) Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif, Ólafsvík) Árneshreppur Húnaþing vestra (Hvammstangi) Sveitarfélagið Skagaströnd Dalvíkurbyggð (Hauganes, Árskógs- sandur) Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Akureyri (Hrísey) Fjarðabyggð (Mjóifjörður, Stöðvar- fjörður) Breiðdalshreppur Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðu- blaði sem er að finna á heimasíðu stofnun- arinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofan- greindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2011. Fiskistofa, 26. janúar 2011. Landsst. 6011012719 X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.