Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 16
bílar16 27. janúar 2011
Tjald yfir palli.
Loftkæling. CD spilari. Stokkur milli sæta ofl.
Hægt að breyta í station.
Frábært verð: 6.490.000 kr.
Nýr Land Rover Defender Crew Cab S
5 manna. Nýja Diesel vélin.
Fiskislóð 16
Sími: 577 3344
Opið 12 til 18 virka daga
Kia Cee’d árg. 2011
•1,6 l. díselvél
•115 hestöfl/235 Nm
•6 gíra beinskipting
•5 sæti
•Hitastýrðmiðstöð
•Aðgerðastýri
•Eyðsla innanb: 5,7
•Eyðsla utanb: 4,2
•CO2 g/km: 118
•USB/AUX tengi
•15”álfelgur
•340 lítra skott
•0-100: 11,5 sek.
•Hámarkshraði: 172 km
•Framhjóladrif
•Verð: 3.350.000 kr.
•Umboð: Askja
Suðurkóreski bílaframleið-andinn KIA hefur ruðstfram á sjónarsviðið á síð-ustu árum með sífellt betri
bílum. Fyrstu bílarnir sem komu
hingað til lands frá KIA voru engir
sérstakir gæðagripir og alveg
einstaklega ljótir. Nú eru hins vegar
breyttir tímar og til marks um gæði
KIA býður fyrirtækið sjö ára ábyrgð
á öllum bílum sínum, nokkuð sem
enginn annar bílaframleiðandi gerir.
Að auki hafa Kóreubúarnir eftirlátið
Evrópubúum að teikna sína nýjustu
bíla og á það við um KIA Cee’d.
Evrópskir neytendur hafa verið
fastheldnir á bíla framleidda í sinni
heimsálfu, en það er að breytast nú
þegar þeir hafa uppgötvað, líkt og
Bandaríkjamenn, hvaða gæði fást
fyrir lágt verð á bílum frá Suður-
Kóreu. Þeir seljast eins og heitar
lummur í báðum álfum. Þeir vinsælu
Top-Gear-menn hafa óspart gert
grín að nafninu á KIA Cee’d, ekki
síst vegna þess að þetta er fyrsta
nafnið á bíl sem er með úrfelling-
arkommu og þeirri staðreynd að
nafnið merkir ekki neitt á neinu
tungumáli, en er einhver óskiljanleg
skammstöfun. Engu að síður er ein-
mitt KIA Cee’d notaður í Top-Gear-
þáttunum sem bíllinn sem þekktar
persónur aka á braut í kapp við tím-
ann. Eru þar í hlutverkinu „reaso-
nably priced car“ – sem útlagst gæti
sem skynsamlega verðlagður bíll.
Ótrúlega rúmgóður
Ytra útlit KIA Cee’d er af-
skaplega átakalítið, hvorki ljótt né
sérlega fallegt. Ætti ekki að særa
fegurðarskyn neins né fæla kaup-
endur frá sökum þess. KIA mætti
vera djarfara á þessu sviði. Hvað
innanrými varðar er eingöngu
ástæða til hróss. Hann er rúmbetri
en ætla mátti og fer frábærlega um
fimm farþega. Skottið kemur einnig
á óvart. Frágangur allur er flottur,
talsverð notkun á plasti, en smekk-
lega farið með og allt á réttum stað.
Heildarútlitið er mjög flott og tek-
ur fram flestum bílum í sama verð-
flokki. Prufuakstursbíllinn var ein-
staklega fallegur að innan, með
leðursætum og topplúgu, en önnur
fínheit eru í öllum EX-útfærslum
hans. Sú ódýrasta, LX, hefur minni
íburð og skortir til að mynda hita-
stýrða miðstöð, enda verðið ekki
nema 2.650.000 kr. með 1,4 lítra
bensínvél.
Eyðir litlu
KIA Cee’d býðst með þrenns kon-
ar mismunandi vél; 1,4 lítra 90 hest-
afla og 1,6 lítra 122 hestafla bensín-
vélum og 1,6 lítra 115 hestafla
díselvél. Prófaður var bíll með dísel-
vélinni. Mæla má með þessari vél í
bílinn en með henni eyðir hann að-
eins 4,7 lítrum í blönduðum akstri.
Engu að síður er hún vel aflmikil og
togar bílinn skemmtilega áfram.
Beinskiptur er bíllinn ári
skemmtilegur og mæla má með því
umfram sjálfskiptan því hann eyðir
lítranum minna á hundraðið og er
betri til átaka. KIA Cee’d reyndist
óvenjulega góður í akstri. Nákvæmt
stýri, gott grip og mikil tilfinning
fyrir veginum hjálpaði þar mikið til.
Alveg sama var hversu hraustlega
var tekið á bílnum; hann fór ekki yfir
sex lítra á hundraðið og það í bæjar-
snatti. Það er mikils virði og á veg-
um úti á hann ekki að eyða nema 4,2
lítrum. Þá kostar bensín í ferð til Ak-
ureyrar undir 3.500 kr. aðra leið.
Góð kaup
Óhætt er að mæla með KIA
Cee’d, þá sérstaklega díselvélinni.
Flestir eru sammála um að hún taki
verulega fram bensínvélunum, sem
ná ekki sínu besta fram nema á
háum snúningi og eyða talsvert
meira.
KIA Cee’d er frábærlega byggður
bíll. Öll smíði hans, sem reyndar fer
fram í Slóveníu en ekki S-Kóreu, er
vönduð og ending hans og endur-
söluverð ætti að vera með besta
móti. Hann er með sjö ára ábyrgð og
tryggir þannig virði hans og lágan
viðhaldskostnað. Auk þess er hann á
mjög góðu verði. Tími kóreskra bíla
er runninn upp.
finnur@reykjavikbags.is
Reynsluakstur KIA Cee’d
Kóreskur
gæðagripur
KIA Cee’d er bíll glæsilegur að sjá og tekur raunar
mörgum öðrum fram. Nákvæmt stýri, gott grip og mikil
tilfinning fyrir veginum. Verðlagningin er skynsamleg.
Morgunblaðið/sbs
KIA Cee’d er frábærlega byggður bíll. Öll smíði hans er vönduð og ending hans og endursala ætti að vera með besta móti.
Bíllinn eyðir ekki miklu en eigi að síður er hann bærilega aflmikill.
Bílaþættirnir vinsælu, Top Gear,
með þeim Clarkson, Hammond, May
og Stig, eru sýndir um allan heim og
endurgerðir á nokkrum markaðs-
svæðum. Einn þeirra sem það gera
er Tanner Foust en hann hefur
starfað sem Top Gear-kynnir í
Bandaríkjunum frá árinu 2008.
Það velkist enginn í vafa um að
Tanner Foust getur sjálfur ekið bíl
en ákveðnar efasemdir hafa verið
uppi um hæfni Clarksons þótt hann
hafi margsinnis sýnt að hann er vel
liðtækur ökumaður ef sá gállinn er á
honum. Tanner Foust keppir nefni-
lega í hinum þekktu X-Games og
svokölluðu drifti. Reyndar er Tan-
ner svo fær að hann hefur unnið
tvisvar til gullverðlauna á X-Games.
Tanner keppir ennþá og nú er
hann á leið til Evrópu þar sem hann
mun keppa á glænýjum Ford
Fiesta-rallbíl sem hann ætlar sér
stóra hluti á í Evrópumeist-
arakeppninni í rallíkrossi. Nýi Ford
Fiesta-bíllinn er ekkert smáræðis
tæki. Hann verður í nýjum og glæsi-
legum búningi Rockstar-orku-
drykkjarins og er geysilega öflugur
fjórhjóladrifinn rallbíll með 600
hestafla vél.
Það verður spennandi að fylgjast
með hvernig Tanner gengur á meg-
inlandinu um borð í 600 hestafla
Fiestunni. Hann ætti reyndar að
hafa gott vald á bílnum og standa vel
að vígi því Tanner er fjölhæfur öku-
maður sem meðal annars hefur ekið
bílum í áhættuatriðum í kvikmynd-
unum The Bourne Ultimatum, The
Fast and the Furious og fleirum.
finnur@reykjavikbags.is
Top Gear-kynnir keppir á Ford Fiesta
Efasemdir um ökuhæfni
Nýr Ford Fiesta bíll bandaríska Top Gear ökuþórsins er 600 hestöfl.
Skattlagningin á eldsneyti á bíla hér
á landi er í takt við það sem er í ná-
lægum löndum. Þetta kom fram í
máli Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra í vikunni þegar rætt
var um eldsneytisverð. Hann segir
ekki standa til að vinda ofan af aukn-
um álögum á eldsneyti.
„Við erum að glíma við tímabund-
ið ástand. Allar líkur eru á því að
eldsneytisverð fari síðan aftur lækk-
andi þegar dregur úr þeirri árstíða-
sveiflu sem núna er,“ segir ráðherra.
sbs@mbl.is
Eldneytisverð í árstíðaveiflu