Morgunblaðið - 27.01.2011, Side 17
27. janúar 2011 17 bílar
Bremsudælan
er föst
Ábending
Það kemur fyrir hjá bestu bílum
að stimplar festast í bremsu-
dælum, oftast að framan. Í verstu
tilfellum getur hjól festist al-
gjörlega nái bremsudælan að
hitna og þenjast. Þetta getur kom-
ið sér afar illa t.d. úti á landi og
haft í för með sér mikinn kostnað
við að koma bílnum á verkstæði
þar sem hann verður varla fluttur
öðru vísi en á vagni. En til er ráð
við þessu. Sé krafttöng höfð á
meðal verkfæra í bíl má klemma
bremsuslöngu viðkomandi hjóls
saman, bíða þar til dælan hefur
kólnað, og aka þá bílnum varlega
heim eða á verkstæði.
inn 67 þús. Km. Hann var enn á
upprunalegu dekkjunum af tegund-
inni Good Year. Þau voru orðin
áberandi slitin.
Í staðinn keypti ég heilsársdekk
af tegundinni Hercules All trac
A/T. Samkvæmt ráðleggingum
dekkjamanna valdi ég stærðina
245/70R16 í stað 235/70 R16 sem
upphaflega voru undir bílnum og
mér var sagt að flestir gerðu.
Vandamálið er að eyðslan hefur
rokið upp um allt að 3 lítra á hundr-
aðið í innanbæjarakstri samkvæmt
eyðslumælinum, þó hef ég verið að
aka eins sparlega og ég get.
Getur þetta verið vegna þess að
dekkin eru grófari og betri í snjó
eða spilar inní að þau eru með 10
mm breiðari sóla. Mér finnst þetta
mikill munur á eyðslu fyrir ekki
meiri stærðaraukningu. Hver getur
skýringin verið?
Skoda Octavia: „Haltrar heim“
Spurt: Ég á Skoda Octavia, ‘05, ek-
inn 94 þ. 2.0 lítra FSI bensínbíl.
Vélkerfið fór í „Safe mode“. Ég fór
með hann á verkstæði og lét lesa
vélartölvuna. Útkoman var bil-
unarkóði P1545 (throttle valve
controller ). Þeir á verkstæðinu
hreinsuðu minni tölvunnar og end-
urræstu. Skömmu seinna fór kerfið
aftur í þennan bilanaham (safe
mode). Hjá umboðinu var mér sagt
að þetta stykki sem stjórnaði inn-
gjöfinni kostaði nýtt um 130 þús. lr.
Ég er ekki sáttur við að þurfa að
borga þá upphæð fyrir þetta.
Mundir þú telja að hægt væri að
laga þetta á ódýrari hátt eða jafn-
vel fá þetta stykki einhvers staðar
ódýrara en í umboðinu?
Svar: Ég er ekki viss um að þú
þurfir að kaupa neitt. Það kemur
fyrir þegar ekið hefur verið með
óhreina loftsíu að óhreinindi setjast
í inngjafarkverkina, á spjaldið og
geta gert það að verkum að spjal-
dásinn verður stirður. Rafstýrður
mótor í kverkinni, sem stýrir lausa-
gangi getur verið stirður vegna
óhreininda (throttle step-motor).
Ástigið (inngjöfin inni í bílnum) er
þrepalaus rofi (throttle valve cont-
roller). Sé loftbarkinn losaður frá
kverkinni og spjaldið og umhverfi
þess hreinsað með hæfilega stífum
listmálarapensli eða tannbursta og
„Carburettor Cleaner“ (fæst á úða-
brúsum á bensínstöðvum) og pass-
að upp á að opna lítil göt með nál
eða fínum vír, sem eru hvort sínum
megin við spjaldið, spjaldið liðkað á
ásnum með WD-40 og þetta síðan
þurrkað með hreinni léreftstusku,
getur inngjöfin virkað eðlilega á
ný. Þú getur losað inngjafarrofann
frá gólfinu og reynt að þrífa hann
með WD40 og þrýstilofti. Til að
endurræsa vélartölvuna og losna
við „safe mode“ þarftu ekki á að-
stoð verkstæðis að halda. Það á að
vera hægt með því að opna húddið
og bílstjórahurðina og svissa einu
sinni á – án þess að starta. Gagnist
ekkert af þessu skaltu athuga hvort
Vaka eigi þennan „throttle valve
controller“ nýjan. Þeir eru nokkuð
seigir í svona varahlutum og sann-
gjarnir í verði.
Ford Explorer: Geta ný dekk
aukið eyðslu?
Spurt: Fyrir um viku síðan end-
urnýjaði ég dekkin undir Ford
Explorer XLT með 6 síl. 4.0 lítra
vél. Bíllinn er af árgerð 2007 og ek-
Svar: Ég þekki ekki þessi dekk af
eigin raun – en oft eru það einfald-
lega gæði dekkja, of stífar hliðar,
sem ráða eyðslu – þessi eyðslu-
aukning er greinilega meiri en 3
lítrar þar sem þú ert að bera saman
við mikið slitin dekk en ekki t.d. ný
BFGoodrich. Nýju dekkin eru rúm-
lega 4% hærri sem ruglar eyðslu-
mælinn – gerir það að verkum að
eyðslan mælist meiri en hún er í
raun og veru.
Ónógur þrýstingur eykur eyðslu.
Hafðu 36 pund í dekkjunum og
sjáðu hverju það breytir (það er
eðlilegur þrýstingur í tæknilega
rétt byggðum dekkjum núorðið).
Leó M. Jónsson véltæknifræðingur
leoemm@simnet.is
(Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar
og ítarlegri svör eru birt á www.leo-
emm.com)
Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál
Áhrif dekkja á
eyðslu bíls geta
verið umtalsverð
Þegar ekið hefur verið með óhreina loftsíu að óhreinindi setjast í inngjafarkverkina, á spjaldið og geta gert það að verkum
að spjaldásinn verður stirður. Mótor sem stýrir lausagangi getur verið stirður vegna óhreininda.