Morgunblaðið - 31.01.2011, Page 1
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
Baráttukveðjur
frá VÍS!
Strákarnir okkar eru svo skemmtilega
ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt
um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili
íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð.
íþróttir
Knattspyrna Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum í hollensku úrvalsdeild-
inni um helgina. Gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 6:1 sigri AZ Alkmaar 7
Íþróttir
mbl.is
Sænska handknattleikssambandið
telur að spár sínar um að minnsta
kosti 10 milljóna sænskra króna
hagnað gangi eftir en þeir voru gest-
gjafar á heimsmeistaramótinu sem
lauk í gær. Það er jafnvirði um 180
milljóna íslenskra króna. Hagnaður
verður lagður í þrjá þætti; uppbygg-
ingu handknattleiks meðal barna, í
unglingalandsliðin í samráði við
landsliðsþjálfara A-landsliðsins og
loks til almenns kynningarstarfs í
íþróttinni sem hefur átt undir högg
að sækja síðustu ár eftir að blóma-
skeið landsliðsins undir stjórn
Bengts Johannssonar rann sitt skeið
í byrjun aldarinnar.
Alls seldust rúmlega 210.000 að-
göngumiðar á leiki keppninnar af
þeim 270 þúsund sem voru til sölu.
Áætlanir Svía fyrir heimsmeist-
arakeppnina um 10 milljóna
sænskra króna hagnað þóttu djarfar
en virðast hafa gengið eftir.
iben@mbl.is
Góður hagn-
aður á HM
Frakkar voru fjórða landsliðið í sögunni sem nær
að verja heimsmeistaratign sína í handknattleik
karla þegar þeir lögðu Dani í mögnuðum fram-
lengdum úrslitaleik í Malmö í Svíþjóð í gærkvöld.
Frakkar hrósuðu sigri, 37:35, og unnu þar með
fjórða stórmótið í röð en þeir eru heimsmeist-
arar, Evrópumeistarar og ólympíumeistarar.
Svíar voru fyrstir til að gera þetta þegar
þeir vörðu titilinn 1958 eftir að hafa orðið
heimsmeistarar á heimavelli fjórum árum áð-
ur. Rúmenar léku sama leikinn 1964 í Tékkó-
slóvakíu en þeir höfðu orðið meistarar þremur
árum áður þegar keppnin fór fram í Vestur-
Þýskalandi.
Rúmenar endurtóku afrekið 1974 í Austur-
Þýskalandi þegar þeir vörðu titilinn er þeir
unnu í Frakklandi fjórum árum áður. Það eru
sem sagt liðin 37 ár síðan ríkjandi heimsmeist-
arar í handknattleik vörðu tign sína en Frakkar
unnu það afrek í gær.
iben@mbl.is, gummih@mbl.is
Reuters
Bestir Frakkar í sigurvímu eftir að hafa verið krýndir heimsmeistarar í handknattleik eftir sigur á Dönum í úrslitaleik í Malmö í gær.
Þeir fjórðu sem verja titil
Menn frá norsku sjónvarpsstöðinni
TV2 fylgdust grannt með heims-
meistaramótinu í handbolta og eftir
úrslitaleikinn völdu sérfræðingar
stöðvarinnar úrvalslið mótsins. Í því
er Alexander Petersson í stöðu
hægri hornamanns. Liðið sem þeir
völdu er þannig:
Markvörður: Thierry Omeyer,
Frakklandi. Vinstri skytta: Mikkel
Hansen, Danmörku. Hægri skytta:
Marko Vujin, Serbíu. Leikstjórn-
andi: Nikola Karabatic, Frakklandi.
Hægri horn: Alexander Petersson,
Íslandi. Vinstri horn: Lars Christi-
ansen, Danmörku. Línumaður:
Bjarty Myrol, Noregi.
gummih@mbl.is
Völdu Alex-
ander í liðið