Morgunblaðið - 31.01.2011, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.01.2011, Qupperneq 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2011 G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i G Ú S T A V S S O N B J Ö R G V I N P Á L L „NOW eru klárlega fæðubótarefni í landsl iðsklassa fyrir al la íþróttamenn. Mæli sterklega með þessum vörum fyrir þá sem leita eftir styrk, úthaldi og snerpu -þær virka vel fyrir mig.“ NOW virkar vel fyrir mig! NOW - Fullkomin lína af íþróttafæðubótarefnum – fáanleg í verslunum um allt land Í fimmta sinn í sögu HM í handknattleik, sem rekja má aft- ur til 1938, varð að framlengja úrslitaleikinn til þess að knýja fram úrslit og krýna heimsmeistara. Fyrst var gripið til framlengingar á HM 1961 í Vestur-Þýskalandi þar sem Rúmenar unnu Tékka, 9:8, eftir tvær framlengingar. Já, það var ekki hratt spilað í þá daga. Aftur varð að grípa til framlengingar níu árum síðar í þegar úrslitaleikurinn fór fram í París þar sem Rúmenar unnu Austur-Þjóðverja, 13:12, einnig í tvíframlengdum leik. Tólf árum síðar unnu Sovétmenn Júgóslava, 30:27, úrslitaleik í Vestur-Þýska- landi. Árið 2001 urðu Frakkar heimsmeistarar þegar þeir lögðu þáverandi heimsmeistara, Svía, 28:25, í úrslitaleik í Bercy-höllinni í París. Staðan var jöfn 22:22, eftir venjulegan leiktíma. Í gær höfðu Danir nærri því fetað í fótspor Frakka fyrir 10 árum þegar þeim tókst að knýja fram framlengingu í úrslitaleik HM í Malmö í Svíþjóð gegn ríkjandi heimsmeisturum. iben@mbl.is Framlengt í fimmta skiptið Nikola Karabatic vía voru sammála um að leikur lið- hefði getað fallið báðum megin. Þrátt r sterkari þegar upp var staðið. fyrir mitt lið, en þegar öllu er á botn- ður með okkar leik. Leikmennirnir eyndu mikið að knýja fram sigur. Að arnir sem voru heppnara liðið,“ sagði álfari Svía. Hann vildi ekki gefa það ns sem rennur út í sumar yrði end- ur væru ekki tímabærar. Spánverja sagði mikla vinnu liggja veggja jafnra liða. Sóknin okkar gerði nn einkenndist af frábærri mark- tur við úrslit okkar á mótinu. Við höf- að ná svona langt, ekki bara á þessu til enda Mikkel Hansen, efnilegasti leik- maður heims um þessar mundir var markahæstur á heimsmeist- aramótinu í hand- knattleik með 68 mörk í 10 leikjum. Hansen skoraði 12 mörkum meira en næsti maður Marko Vujin frá Serbíu sem skoraði 56 mörk. Efstur Frakka er Nikola Karabatic í 7. sætinu með 51 mark. Alexander Pet- erson var 6. á listanum og markahæst- ur íslenska liðsins með 53 mörk. Á eftir honum kom Guðjón Valur Sigurðsson með 47 mörk í 8. sætinu. Snorri Steinn Guðjónsson var þriðji markahæsti Ís- lendingurinn á mótinu með 29 mörk. Sverre Jakobsen er í þriðja sæti yfir flest refsistig á mótinu en hann fékk 5 gul spjöld og 12 brottvísanir. Oscar Carlén frá Svíþjóð er kóngur refsi- stiganna með 5 gul og 13 brottvísanir. Það er athyglisvert að bæði Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hall- grímsson eru með fleiri refsistig en Ingimundur Ingimundarson, 4 brottvís- anir og 6 gul spjöld, sem þó spilaði mun fleiri mínútur. omt@mbl.is Hansen skoraði mest allra Mikkel Hansen HM Í SVÍÞJÓÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Morgunblaðið leitaði álits þriggja erlendra sérfræðinga á frammistöðu íslenska landsliðsins á HM í hand- bolta. Um er að ræða þá Ljubomir Vranjes, fyrrum leikstjórnanda sænska landsliðsins, Daniel Con- stantini, fyrrum landsliðsþjálfara Frakka og Stefan Kretzmar sem lék um árabil með þýska landsliðinu. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa fagnað sigri á stórmótum og þeir fylgdust með leikjunum í milli- riðli okkar Íslendinga í Jönköping. Viðtölin við þá Constantini og Kretzmar verða birt í vikunni. Svíinn smávaxni, Ljubomir Vranj- es, fylgdist með tveimur leikjum Ís- lands í milliriðlinum sem háður var í Jönköping, gegn Þjóðverjum og Spánverjum. Varð fyrir vonbrigðum ,,Íslendingar spiluðu ekki vel gegn Þjóðverjum og voru í vand- ræðum bæði í vörn og sókn. Þjóð- verjarnir nýttu sér það vel að ís- lenska liðið skyldi skipta tveimur leikmönnum út á milli varnar og sóknar og útfærðu hraðaupphlaup sín vel. Ísland átti heldur ekki góðan leik á móti Spánverjum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með ís- lenska liðið í þeim leik og þá sér- staklega spilamennsku liðsins fyrstu 20 mínúturnar. Íslendingarnir lærðu ekki af mistökum sínum í leiknum gegn Þjóðverjum og gerðu sömu mistök á móti Spáni og þeir gerðu gegn Þýskalandi tveimur dög- um áður. Liðið breytti engu í leik sínum og ég átti erfitt með að skilja hvers vegna, þar sem varnarleik- urinn var mjög slakur gegn Þjóð- verjum. Ég var því mjög hissa að Ís- lendingar skyldu ekki draga lærdóm af leiknum gegn Þjóðverjum. Spænska liðið er gott og má eiga það en það er íslenska liðið einnig og munurinn á liðunum á vitaskuld ekki að vera tíu mörk að loknum fyrri hálfleik,“ útskýrði Vranjes og sagð- ist fyrir keppnina hafa búist við því að Ísland færi alla leið í undanúrslit. Spáði því að Ísland færi í und- anúrslitin ,,Ég spáði því opinberlega að ís- lenska liðið færi í undanúrslit en var reyndar sá eini af sænsku sjón- varpsmönnunum sem átti von á því. Ég taldi að íslenska hefði burði til þess vegna þess að liðið getur spilað góða vörn. Þeir hafa hins vegar breytt áherslum sínum í varn- arleiknum og það virkaði alla vega ekki í milliriðlinum. Þegar spilað er á móti rútíneruðum liðum sem þekkja vel sinn sóknarleik, þá er vörn Íslands eins og hún var í milli- riðlinum, ekki nægilega sterk. Vörn- in var mun sterkari hjá Íslendingum á síðustu mótum og það liggur í aug- um uppi, að sé vörnin ekki nægilega góð þá fær liðið ekki mörg hraða- upphlaup, sem er eitthvað sem Ís- lendingar eru góðir í. Íslenska liðið fór því á mis við mörg auðveld mörk sem liðið fær alla jafna á góðum degi,“ sagði Vranjes í samtali við Morgunblaðið. „Lærðu ekki af mistök- um sínum“ Morgunblaðið/Golli Bestur Alexander Petersson var jafnbesti leikmaður íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu.  Ljubomir Vranjes átti von á meiru Alexander Petersson var valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í handknattleik en liðið var tilkynnt í gær fyrir leik Svía og Spánverja um bronsverðlaunin í Malmö í gær. Frakkinn Nikola Karabatic var valinn besti leikmaður heimsmeist- arakeppninnar en hann á hins- vegar ekki í sæti í úrvalsliði móts- ins. Úrvalslið heimsmeistaramótsins er skipað eftirtöldum leikmönnum: Vinstra horn: Hårvard Tvedten, Noregi. Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Danmörku. Línumaður: Bertrand Gille, Frakklandi. Leikstjórn- andi: Dalibor Doder, Svíþjóð. Hægri skytta: Alexander Pet- ersson, Íslandi. Hægra horn: Vedran Zrnic, Króatíu. Markvörður: Thierry Omeyer, Frakklandi. Besti leikmaðurinn: Nikola Kar- abatic, Frakklandi. Enn ein rós í hnappagat Alex- anders Þetta er enn ein rósin í hnappa- gat Alexanders á undanförnum vikum en sem kunnugt er var hann valinn íþróttamaður ársins fyrir frábæra frammistöðu á árinu 2010. Hann var jafnbesti leikmaður ís- lenska liðsins á HM. Alexander var einnig markahæsti leikmaður íslenska liðsins í mótinu, skoraði 53 mörk í níu leikjum og átt flestar stoðsendingarnar í íslenska liðinu. Samtals hefur Alexander skorað 119 mörk fyrir íslenska landsliðið í 24 leikjum á þremur heimsmeist- aramótum. Hann er um leið fjórði markahæsti Íslendingurinn á HM frá upphafi og vantar aðeins þrjú mörk upp á að skjótast upp fyrir Patrek Jóhannesson sem situr í þriðja sæti. iben@mbl.is, gummih@mbl.is Alexander valinn  Alexander Petersson var valinn í úrvalslið HM  Frakkinn Nikola Karabatic var valinn sá besti Alexander Petersson ra, víti. inn Jé- var r en að Í an- sig tap. um m að nd- í ð m lið a Ul- r- ers r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.