Eyjablaðið - 30.03.1983, Síða 1
5. tölublað Vestmannaeyjum, 30. mars 1983 43. árgangur
ÖRFÁ ORÐ
um fyrstu menn G-listans
í Suðurlandskjördæmi
í 1. tölublaði Jötuns 1983
eru frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins í Suðurlandskjör-
dæmi kynntir. Einnig er mein-
ingin að aðstandendur G-list-
ans í Vestmannaeyjum komi
þeirri kynningu betur út til
kjósenda. Það er því ekki ætlun
mín að rekja ættir eða uppruna
þessa fólks, heldur að fara fáum
orðum um þá hæfileika, þekk-
ingu og lífsreynslu, sem það
hefur til að bera og ég tel að
einkum mæli með því að við
kjósum það á löggjafarþing ís-
lensku þjóðarinnar.
Garðar Sigurðsson, 1. sæti:
Um það bil 80% af útflutn-
ingi, þ.e. gjaldeyrisöflun þjóð-
arinnar, er fiskur. Það er því
engum vafa bundið að efnaleg
velferð allrar þjóðarinnar, til
sjávar og sveita, byggist á því að
rétt sé á málum haldið við öflun
þess gjaldeyris. Garðar hefur,
lengst sinnar þingmennsku,
setið í sjávarútvegsnefnd og
þekkir því allar tölulegar stærð-
ir og vanda fiskiskipa og fisk-
vinnslu. En hann er ekki einn
um það, það gera fleiri, jafnvel
þótt þeir þekki naumast kola
frá loðnu. En Garðar hefur,
líklega einn þingmanna, stund-
að sjómennsku einhvern tíma á
hverju ári. Hann er því líka
þátttakandi í kjörum sjómanna,
fylgist ef eigin raun með veiði
og veiðarfærum flotans, svo og
meðferð á fiskinum um borð og
í höfn, að sjálfsögðu sem á-
byrgur þingmaður, en leitar að
ágöllum, sem hægt er að bæta
úr. Þessa þekkingaraðstöðu
veit ég ekki til að neinn annar
þingmaður þjóðarinnar hafi og
er það eitt nóg til þess að ég tel
að sunnlenskir kjósendur eigi
umfram allt að tryggja sér hann
inn á þing.
Það tel ég og kost við Garðar
að hann fylgir sínum persónu-
legu skoðunum og setur ofaní
við sína flokksmenn ekki síður
en aðra, ef honum finnst þeir
gera afglöp, en Garðar er mn'i
glöggskyggnari mönnum, eins
og þeir vita, sem hann þekkja.
Þá hefur Garðar reynst mjög
starfadrjúgur í ýmsum nefnd-
um, og vil ég þar til fyrst nefna
flugráð, þar sem hann átti sæti í
8 ár og ég meina að flugvallar-
byggingin hér í Eyjum sé vottur
um m.m.
Þá hefur hann ekki heldur
setið auðum höndum í atvinnu-
málanefnd og samgöngunefnd,
og ætti Eyjamönnum að vera
kunnugt um það.
Margrét Frímannsdóttir:
2. sæti á listanum skipar
Margrét Frímannsdóttir á
Stokkseyri. Margrét hefur
unnið algeng verkalýðsstörf,
m.a. í fiskvinnu. Hún er því í
beinni snertingu við kjör ís-
lensks verkalýðs, en það tel ég
höfuðnauðsyn, þar sem AI-
þýðubandalagið er að mínu
mati eini verkalýðsflokkur
landsins, eini flokkurinn sem
reynir að hamla gegn því að
arðránsflokkarnir fái frelsi til
að skapa atvinnuleysi og að at-
vinnurekendur hafi frjálsar
hendur til að láta verkamenn
bjóða kaupið niður hver fyrir
öðrum, til þess að fá vinnuna,
eins og ein sjálfstæðishetjan
boðaði hér í morgunútvarpi fyrir
skemmstu. Síðan fái kaupmenn
frjálsa álagningu á allar vörur,
og vísitalan tekin úr sambandi
við laun. Þetta er höfuðstefna
Sjálfstæðisflokksins í dag. Þess
vegna þurfa sjómenn og ó-
breyttir launþegar að skipa
þingsæti Alþýðubandalagsins á
Alþingi.
Margrét er ágætlega máli
farin, þaulvön félagsmálum og
er nú hreppsnefndaroddviti
Stokkseyrarhrepps.
Ragnar Óskarsson, 3. sæti:
Ragnar hefur mest starfað
hér á heimavígstöðvunum í
Eyjum. Störfhanseru því Vest-
mannaeyingum svo kunn að
óþarft er að orðlengja um þau.
Hann er uppalinn af foreldrum
sínum, verkafólki, í Lambhaga
hér í bæ, enda harður verka-
lýðssinni. Eitt kjörtímabil
starfaði hann hér í bæjarstjórn,
en kunnastur er hann sem
skólamaður, og mundi hann því
öðrum fremur geta komið fram
sem spesíalisti listans í skóla-
og félagsmálum, þótt Garðar
hafi raunar kennt nokkur ár við
Gagnfræðaskóla Vestmanna-
eyja og víðar.
Gunnar Sverrisson, 4. sæti:
Hann var í skóla hjá mér í
Reykholti í Biskupstungum.
Var hann stálgreindur strákur
og samviskusamur. ,,Hvað
ungur nemur, gamall temur”,
segir máltækið, og þótt ung-
lingurinn eflist og þroskist með
aldrinum, þá er það reynsla
mín, að höfuðeinkenni og eðli
mannsins sé það sama ævina út.
Gunnar er uppalinn í sveit,
við nautgripa- og sauðfjárrækt
og nú stundar hluti af fjölskyldu
hans ylrækt. Gunnar er því
góður fulltrúi og sérfræðingur
G-listans um málefni bænda,
hvort heldur er kvikfjárræktar-
bænda eða garðyrkju- og yl-
ræktarbænda.
—Þórarinn Magnússon.
S AMSTARFSGRUND V ÖLLUR
Nú á dögunum var Sam-
starfsgrundvöllur Alþýðu-
bandalagsins kynntur. Þar
eru birt þau helstu áherslu-
atriði sem Alþýðubanda-
lagið mun leggja megin-
áherslu á í þeirri kosninga-
baráttu sem nú er hafin.
Markmið samstarfsgrund-
vallarins er að skapa for-
sendur fyrir samstarfi við þá
sem berjast vilja gegn at-
vinnuleysi, treysta vilja Iífs-
kjörin og sjálfstæði þjóðar-
innar. Höfuöatriðin í sam-
starfsgrundvellinum eru ein-
mitt vörn gegn atvinnuleysi
og verðbólgu, en Alþýðu-
bandalagið leggur nú sem
fyrr megináherslu á barátt-
una gegn atvinnuleysi á ís-
landi, atvinnuleysi sem ó-
hjákvæmilega kæmi af full-
um þunga yfir þjóðina ef
hægriöflin í landinu undir
forystu Sjálfstæðisflokksins
kæmust til valda.
Innan tíðar mun sér-
prentun með samstarfs-
grundvelli Alþýðubanda-
lagsins verða dreift hér í
Eyjum, en við birtum hér
meginatriði hennar. í næstu
blöðum verða síðan birtir
einstakir kaflar úr sér-
prentuninni. —R.Ó.
€ „Alþýöubandalagið er flokkur allra íslenskra vinstri manna, sem vilja vernda
og treysta sjálfstæöi þjóöarinnar, standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks
og tryggja alhliða framfarir í landinu", eins og segir í stefnuskrá
bandalagsins.
€> Alþýöubandalagið berstfyrir félagslegu jafnrétti, lýðræði og sósíalisma.
€ Alþýðubandalagið berst fyrir friðlýstu íslandi og er andvígt hersetu og aðild
íslands að hernaðarbandalagi.
€ Alþýðubandalagið vill skapa einingu um íslenska leið í baráttunni gegn
kreppu og atvinnuleysi. Sú íslenska leið er svar við erlendum
íhaldskenningum, sem hægri öflin vilja nú hrinda í framkvæmd hér á landi.
€ Þó Alþýðubandalagið hafi sérstöðu á mörgum sviðum getur það átt samleið
með öllum þeim sem vilja sækja til betra ir.annlífs og menningar, og þeim
sem vilja sameinast um að sporna við tilraunum til að mola niður samhjálp
og sjálfstæði.
€ Alþýðubandalagið leggur áherslu á uppgjör við afturhaldsstefnuna.
í kosningunum ertekist á um stefnu kreppu og atvinnuleysis eða samstöðu
um að treysta lífskjör í landinu, þjóðlega atvinnuvegi og sjálfstæði
þjóðarinnar.