Eyjablaðið - 30.03.1983, Síða 2
2
EYJABLAÐIÐ
EYJABLAÐIÐ
Ritnefnd: Ragnar Óskarsson
Sveinn Tómasson Inga Dröfn Ármannsdóttir
Þórarinn Magnússon (ábm.) Baldur Böðvarsson
Utgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum
Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún hf., Vm.
Tveir kostir
Nú um þessar mundir er kosningabaráttan vegna
Alþingiskosninganna hinn 23. apríl n.k. að komast í
fullan gang. Stjórnmálaflokkarnir eru sem óðast að
gefa út kosningastefnuskrár sínar sem þjóðin síðan
skoðar og metur. Flokkarnir hafa nú sem fyrr margt til
málanna að leggja, um sumt er enginn ágreiningur en
um annað greinir flokkana verulega á.
Við Alþýðubandalagsmenn teljum að í kosningunum
verði tekist á um tvö megin sjónarmið. Annarsvegar er
um að ræða sjónarmið Sjálfstæðisflokksins og Versl-
unarráðs íslands, ómengaða afturhalds- og íhalds-
stefnu sem leiða mun atvinnuleysi og félagslegan ó-
jöfnuð yfir þjóðina nái hún fram að ganga. Hins vegar
er um að ræða stefnu Alþýðubandalagsins, stefnu sem
leggur höfuðáherslu á uppgjör við afturhaldsstefnuna
og leitast við að skapa samstöðu um að teysta lífskjör í
landinu, treysta þjóðlega atvinnuvegi og verja sjálfstæði
þjóðarinnar. Alþýðubandalagið, einn íslenskra stjóm-
málaflokka, getur boðið íhaldinu í landinu birginn og
því er afar mikilvægt að almenningur geri upp við sig
hvort hann velur afturhaldsstefnu Sjálfstæðisflokksins
eða traust afl til vinstri, þ.e. Alþýðubandalagið.
í komandi kosningum er etv. mikilvægara en nokkru
sinni fyrr að allir vinstrimenn sameinist gegn aftur-
haldsöflunum í landinu og að vinstrimenn geri sér grein
fyrir því að Alþýðubandalagið er eina stjórnmálaaflið
sem myndað getur breiðfylkingu gegn íhaldinu. Fess
vegna heitir Alþýðubandalagið á þig og þinn stuðning í
Alþingiskosningunum hinn 23. apríl n.k.
Frá upplausn til ábyrgðar
Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú til kosninga undir
kjörorðinu ,,Frá upplausn til ábyrgðar”. Kjörorðið er í
sjálfu sér ekki slæmt, en hins vegar verður að draga í efa
að Sjálfstæðisflokkurinn, margklofinn eins og hann nú
er sé til þess fallinn að veita forystu og skapa ábyrgð í
íslenskum stjórnmálum.
í kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem nýlega
leit dagsins ljós er á hinn bóginn reynt að leiða Is-
lendingum fyrir sjónir mikilvægi Sjálfstæðisflokksins
fyrir framtíð þjóðarinnar. Eitt það atriði, sem þar er að
finna varðar fjárhagslegt sjálfstæði, en Sjálfstæðis-
flokkurinn telur sig geta tryggt þetta fjárhagslega
sjálfstæði með stefnu sinni. Þessi fullyrðing flokksins er
vægast sagt hæpin vegna þess að flokkur sem ætlar sér
að selja í hendur erlendum aðilum ýmsa þætti atvinnu-
lífsins stuðla sannarlega ekki að sjálfstæði þjóðarinnar,
heldur þvert á móti. Og flokkur sem auka vill öll umsvif
bandaríska hernámsliðsins á íslandi stuðlar heldur ekki
að sjálfstæði og allra síst efnahagslegu sjálfstæði þjóð-
arinnar. Þetta þarf almenningur í landinu að gera sér
Ijóst, því allt tal Sjálfstæðisflokksins um efnahagslegt
sjálfstæði er blekking ein. Ragnar Óskarsson
Kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagsins
að Bárugötu 9 (Kreml)
er opin alla daga milli kl. 17 og 19 og
milli kl. 20 og 22.
Mikilvægt er að allir leggi sitt af
mörkum og komi til starfa sem fyrst.
Kaffi á könnunni,
spjall og sitthvað fleira
Kosningastjórn
*
Arni Johnsen kveinkar sér
í forystugrein Fylkis stynur
Árni Johnsen undan meintum
skætingi í sinn garð af hálfu
okkar kommaskrattanna og
hneykslast að vonum á því að
þessir sömu „kommar” skrifi
ómálefnalega um framboð í-
haldsins og stefnu þeirra.
Er það að vonum.
Árni er nefnilega eins og
kunnugt er alvarlega hugsandi
persóna, svo sem reynslan sýnir
og ábyggilegur svo af ber.
Árni skrifar málefnalega,
hann fer ekki með fleipur.
Er það furða þótt maðurinn
hneykslist?
Ekki vil ég, né þori, að deila
við þennan nýja stjórnmála-
garp um stefnuleysi ríkisstjóm-
arinnar undir forystu þing-
manns Sjálfstæðisflokksins,
Gunnars Thoroddsen, það er
nefnilega hluti af heimaerjum
innan hans flokks, enda er ég
viss um að hann veit allt um
þetta mál eins og önnur.
„Skætingur” minn í garð
herra Johnsen var einungis
fólginn í því að segja, að hann
væri: „Þekktastur fyrir vísna-
söng með gítarspili og annan
trúðleik” (Jötunn 5.3. 83).
Þetta hélt ég og held enn að
sé einfaldlega satt.
Það er ekki gott, ef menn
telja sannleikann „skæting” þá
er einhversstaðar maðkur í
mysunni.
Það er ekki mér, og allra síst
skáklistinni til sóma að telja
mig til skákmanna. Ég kann
það bara alls ekki og hef ekki
stundað það, nema til gamans
um borð í bátum, sem ég hef
verið á, þegar gefist hefur stund
milli stríða.
Það er hins vegar rétt, að í
þinginu er skáktafl, eins og ger-
ist á allflestum vinnustöðum
landsins. í það er stundum
gripið í kaffitímum eða öðrum
frjálsum stundum, þátttakend-
ur í því eru ýmsir, þar á meðal
nokkrir þingmenn sem hafa
Iagt það fyrir sig meira eða
minna, en ég undirritaður get
hreint ekki talist til þeirra.
Hitt er svo annað, að þegar
einhverjir þingmenn setjast að
skákborðið (auðvitað ófrjáls-
ir), þá er það segin saga að
birtist einhver meira eða minna
vel innrættur blaðamaður og
tekur mynd og segir svo:
„Þarna sjáið þið, þeir hafa ekki
annað þarfara að gera.”
Þrátt fyrir ýmsa kosti sem
prýða Árna og fjölbreytilega
þekkingu, sem honum hefur á-
skotnast í sínu blaðamanns-
starfi, þá hefur honum í þessari
grein orðið það á, sem aldrei
skyldi verið hafa, að tala um
hluti sem hann hefur ekki
þekkingu á. Ekki trúi ég að
hann ljúgi.
Starf þingmanna er að
minnstu leyti unnið úr ræðu-
stól. Minn aumingjaskapur
telur hann mestan vera sem
þingmanns að tala ekki og jafn-
vel ekkert úr ræðustól, gott og
vel, en hvemig eru þá hinir
þingmenn Suðurlands, þar með
taldir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins?
Ég get fullvissað Áma,
þennan prýðispilt, um það og
það getur hann sannreynt, ef
vilji er fyrir hendi, að ég tala
oftar og meir úr ræðustól á Al-
þingi en allir hinir þingmenn
Suðurlands til samans. Ég get
líka fullvissað Árna um það, að
ég tel mig ekkert merkilegri
fyrir það, enda ekki mitt að
dæma.
í þeirri stöðu, sem Ámi er
nú, ætti hann ekki að gera sér
far um að lítilsvirða störf al-
þingismanna, nógu margir eru
um það, því Árni verður þing-
maður eftir 23. apríl.
Ekkert getur komið í veg fyr-
ir það. Ég hef ekki trú á því, að
„hnípin þjóð í vanda” hreppi
slíkan vinning. Garðar
Vitið þið hvað það þýðir?
Þetta var fyrirsögn í síðasta
blaði, þar var spurt nokkurra
spurninga, að gefnu tilefni frá
valdakjarna sjálfstæðisflokks-
ins, Viðskiptaþingi, þar sem
settar voru fram og tímasettar
aðgerðir í efnahagsmálum.
7. MAÍ: Vísitölubinding af-
numin: stöðug skerðing vinnu-
launa í takt við verðbólgu, bóta-
laust. Sífelld átök á vinnu-
markaði.
7. MAÍ. Gjaldeyrisviðskipti
gefin frjáls frá 1. júlí: óheft flóð
erlends fjár inn í Iandið; stórt
skref til að glata efnahagslegu
sjálfstæði.
1. JÚNÍ: Niðurgreiðslur af-
numdar: tvöföldun verðs á
landbúnaðarvörum og í sumum
tilfellum meira á einu bretti plús
hækkanir vegna verðþenslu.
Stórkostleg kjaraskerðing fyrir
launafólk, einkum þá sem
minnst hafa.
7. MAÍ: Gengið frá niður-
skurði á framlögum til húsnæð-
ismála um meira en 300 millj.:
hvar á þá að taka peninga fyrir
lánum upp á 80% byggingar-
kostnaðar, sem Geir boðaði í
öllum fjölmiðlum um daginn og
þótti mörgum vel í lagt, að
koma með slíkt yfirboð rétt fyrir
kosningar.
7. MAI: Lánasjóður náms-
manna svo gott sem þurrkaður
út: ýmsir hnökrar kunna að
vera á meðferð lánasjóðsins, en
þessi aðgerð þýðir einfaldlega
það, að þeir einir geta leitað sér
menntunar, sem efni hafa, hinir
sitja heima. Það má geta nærri,
að fólk utan af landi stendur
verr að vígi en þeir af höfuð-
borgarsvæðinu.
1. ÁGÚST: Sala aflakvóta
vegna veiða hefst: um þetta þarf
ekki að hafa mörg orð, en það
þýðir m.a. meiri kostnað út-
gerðar og í raun lakari hluta-
skipti, raunar er á öðrum stað í
áætlunum valdakjarna íhalds-
ins gert ráð fyrir „breyttum”
hlutaskiptum.
Ofantalin sex atriði eru að-
eins sýnishorn, miklu fleiri
verkefni eru á þeirri athafna-
skrá íhaldsmanna, þótt þeir tali
tæpitungu nú fram að kosning-
um, en fyrirliði Sjálfstæðis-
flokksins, Albert Guðmunds-
son er í Verslunarráðinu og
síðasti formaður þess, næstur á
undan Ragnari Halldórssyni í
álinu, auk þess sem hugmynda-
fræðingar þessarar klíku eru
meðal annarra þeir Friðrik Sóf.
og Þorsteinn Pálsson, þið kann-
ist við nafnið.
Hér verða ekki tíunduð fleiri
atriði af efnisskránni, kannski
síðar, en meginatriðið er að öll
paragröffin eru í sama anda og
þessi.
Landinu skal bjarga með enn
frjálsari verslun. Hvaða launa-
maður skyldi trúa því? Hver sá
Iaunamaður, sem ekki vill kjósa
Á MÓTI slíkum fyrirætlunum?
Garðar
Páskaliljur
f'vrir
páska
Ljósm.: Guðmundur Sigfússon
Kosningasími Alþýðubandalagsins
S 1570