Eyjablaðið - 30.03.1983, Síða 3
EYJABLAÐIÐ
3
Alþýðubandalagsfélagar
og gestir
Munið spilakvöldið fimmtudaginn 31. mars
n.k. (Skírdag) í Alþýðuhúsinu kl. 20.30.
Mætum öll hress og kát. Síðast var fjör.
Félagsmálanef nd
Nýkomið
úrval af efnum í gardínur og fatnað.
Ódýrir sportskór no.: 20-39.
Buxur og skyrtur í úrvali.
Fermingarföt og HR-jakkaföt.
Opið á laugardag kl. 09:00-12:00.
V'
kaupfélag
YESTMANNAEYJA
V efnaðarvörudeild
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns verður
haldinn í dag, miðvikudag, kl. 16.30 í Alþýðu-
húsinu.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Önnur mál
Veitingar
Stjórnin
Kjötborðin hjá okkur
eru yfirfull af úrvals
kjötvörum
ATHUGIÐ
í dag, miðvikudag 30. mars er opið
til kl. 19:00
LOKAÐ laugardaginn 2. apríl
Gleðilega páskahátíð
UTANKJÖRFUNDAR
ATKVÆÐAGREIÐSLA
vegna alþingiskosninga 23. apríl n.k. hófst laugar-
daginn 26. mars s.l.
Kosning fer fram á skrifstofu bæjarfógeta virka
daga kl. 10:00 til 12:00 og kl. 13:00 tif 15:00.
Bæjarfógetinn
í Vestmannaeyjum
Aðalfundur
Sparisjóðs
Vm.
Aðalfundur Sparisjóðs Vest-
mannaeyja fyrir árið 1982 var
haldinn 18. febrúar s.l. í
Akógeshúsinu. Fundarstjóri
var kosinn Þórarinn Magnús-
son og ritari fundar Kristmann
Karlsson. Á fundinum kom
m.a. fram, að heildarinnstæður
í árslok námu 47,5 millj. og er
þar um 55% aukningu á milli
ára að ræða. Útlán námu í árs-
lok 30,4 millj. Bundnar inn-
stæður í Seðlabanka íslands
námu í árslok 13 millj. en inn-
stæða á viðskiptareikningi nam
1.4 millj. og er það allmikill bati
frá árinu áður. Hagnaður ársins
nam 869 þús., sem lagður var í
varasjóð. Eigið fé sjóðsins nam
í árslok 4,4 millj. Er þar um
1 10% aukningu að ræða milli
ára. Fasteign Sparisjóðsins
Bárugata 15 er bókfærð á gild-
andi opinberu fasteignamati og
nam það í árslok 3,8 millj., en
brunabótamat á sama tíma nam
5.4 millj.
Næturhólf var sett upp í
Sparisjóðnum nú um áramótin
og er það mikið notað af við-
skiptavinum sjóðsins, þeim til
mikils hagræðis.
3. desember 1982 voru liðin
40 ár frá stofnun Sparisjóðs
Vestmannaeyja og af því tilefni
var öllum viðskiptavinum
Sparisjóðsins boðið í afmælis-
kaffi í afgreiðslusalnum þann
dag og þótti það takast mjög
vel, um 800 manns mættu í
afmæliskaffið.
í tilefni afmælisins gáfu eig-
endur 3ja verslana Sparisjóðn-
um forláta kaffikönnu, tii not-
kunar á biðstofunni, en nokkuð
er um það að aðrir sparisjóðir
veiti sínum viðskiptamönnum
þá þjónustu að bjóða upp á
kaffi á biðstofum. Gefendur
könnunar voru þeir Ragnar í
Eyjabæ, Engilbert í Kostakjör
og Hörður í Skýlinu. Kann
Sparisjóðurinn þeim bestu
þakkir fyrir gjöfina. í stjórn
Sparisjóðsins voru kosnir þeir
Sigurgeir Kristjánsson, Þor-
björn Pálsson og Jóhann
Björnsson. í stjórninni eru
kosnir af bæjarsjóði þeir Arnar
Sigurmundsson og Ragnar
Óskarsson. Á fyrsta stjórnar-
fundi eftir aðalfund, var Sigur-
geir Kristjánsson kosinn for-
maður og Arnar Sigurmunds-
son varaformaður. Löggiltur
endurskoðandi er Endur-
skoðunarskrifstofa Sigurðar
Stefánssonar s.f. en forstöðu-
rnaður þeirrar skrifstofu hér í
bænum er Þorvarður Gunnars-
son löggiltur endurskoðandi.
Endurskoðendur kosnir af
bæjarstjórn eru þeir Magnús
Kristinsson og Hermann Kr.
Jónsson.
Starfsmenn voru í árslok 8.
Sparisjóðsstjóri er Benedikt
Ragnarsson og skrifstofustjóri
Guðjón Hjörleifsson.
AUGLÝSIÐ
í
EYJABLAÐINU
Eyjablaðið óskar öllum bæjarbúum gleðilegra páska
V estmannaeyingar
Alþýðubandalagið í Vestm.eyjum
gengst fyrir opnum stjórnmála-
fundi í Alþýðuhúsinu mánudaginn
4. apríl n.k. (annar í páskum)
og hefst hann kl. 16.00
A fundinum flytja ávörp og svara
fyrirspurnum Svavar Gestsson
formaður Alþýðubandalagsins og
efstu menn á lista Alþýðubandalags-
ins í Suðurlandskjördæmi
Alþýðubandalagið
Félagsstarf eldri borgara
Félagsstarf eldri borgara á Hraunbúðum á
fimmtudagskvöldum í mars og apríl verður sem
hér segir:
Fimmtud. 31. mars kl. 14........Sinawik
Fimmtud. 7. apríl kl. 16 ..........Líkn
Fimmtud. 14. apríl kl. 20 .........J.C.
Fimmtud. 21. apríl kl. 16 .........Líkn
Fimmtud. 28. apríl kl. 20 ........Eygló
Félagsmálaráð.
FUNDARBOÐ
Ferðamálanefnd Vestmannaeyja hefur ákveð-
ið að boða til fundar með hagsmuna- og öðrum
áhugaaðilum um ferðamál og þjónustu þeim
tengdum.
Fundartími: Fimmtudaginn 7. apríl 1983 kl.
20.00.
Fundarstaður: Hallarlundur.
Fundarstjóri: Kristmann Karlsson, form.
ferðamálanefndar Vm.
Frummælendur: Einar Helgason, Flugleiðum
hf. og Birgir Porgilsson, Ferðamálaráði íslands.
Tilgangur: Fundurinn er ætlaður til að kanna
áhuga þeirra, sem að ferðamálum vinna til að
sameina krafta sína til eflingar og aukningar á
þjónustu og bættum aðbúnaði ferðamanna í
Vestmannaeyjum. Einnig að leita eftir áhuga
fyrir samstarfsvettvangi í einhvers konar félags-
formi, sem annast gæti skipulagningu og sam-
ræmingu á sviði ferðamála.
Ferðamálanefnd Vestmannaeyja