Eyjablaðið


Eyjablaðið - 30.03.1983, Síða 4

Eyjablaðið - 30.03.1983, Síða 4
4 EYJABLAÐIÐ Nýr meiríhluti þríggja flokka? SKRIÐNIR ÚR HÍÐINU Á ýmsum köldum landsvæð- um hér á jörðu lifa dýr, t.d. eins og bangsar, sem hafa þann háttinn á, yfir kaldasta tímann, að leggjast í híði og er þá brun- inn hægur og starfsemi lítil. Eru þá hinir þreknustu birnir mein- lausari en allt sem meinlaust er, nema komi að þeim óvænt styggð. Þótt einkennilegt mætti virð- ast þeim sem lítið þekkja til, þá er óneitanlega ýmislegt sam- eiginlegt með dýrum þessum og þeim Þórami og Jóni, þing- mönnum framsóknar í kjör- dæminu. Það skal tekið skýrt fram, að þeir eru með prúðustu mönnum og engin ljót meining í því, sem hér er sagt. Það væri nú annað hvort. En samt.- Það er til dæmis ekki vitað, að hæglætismaður- inn Þórarinn hafi nokkm sinni haft áhuga á pólitík, og Jón fer býsna vel með þann áhuga sinn, ef einhver er. Svo hægir em þessir sómamenn, að óneitan- lega kemur upp í hugann að milli kosninga liggi þeir í ein- hverskonar pólitísku híði og öll starfsemi, eða mestöll, verður þá í samræmi við það. Illa hugsandi menn og fullir af skepnuskap hafa meira að segja haft orð á því, að svo rólegir væru þeir félagar í híðinu, að það væri líkast því að þeir lægju í öndunarvél. AÐ ÞEIM KOM STYGGÐ Skyndilega bregður svo við að komið er að þingrofi, svona óforvarandis og ekki á kórrétt- um tíma. Þá bregður Jóni svo, að hann verður hinn versti vegna þess, að tillaga um áframhaldandi undanslátt við álhringinn gengur ekki án at- hugasemda í gegn um þingið og það sem meira er: Hann verður æfur yfir því að þingmenn þriggja flokka fari fram á það að þing verði kallað saman eftir kosningar. Steingrímur hafði nefnilega sagt þeim að það væri hin versta óhæfa. Langflestir landsmenn höfðu hinsvegar gert ráð fyrir því sem sjálf- sögðum hlut, að til þess væri verið að kjósa nýja þingmenn, að þeir kæmu saman að kosn- ingum loknum. Enginn skilur auðvitað þessa afstöðu framsóknar og gerir kannski minnst til, nema þeim sjálfum, sem verða fyrir bragð- ið almenningi að undrunar- og aðhlátursefni. EINFALDAR LEIÐBEININGAR I VASA Framsóknarflokkurinn var nefnilega búinn að koma sér í heldur hressilega klípu með því að standa ekki með Hjörleifi í því að rukka álverið um meira fyrir rafmagnið og var sannar- lega ekki farið fram á mikið. Steingrímur vildi styðja við hugmyndir Guðmundar Þórar- irissonar um raforkuhækkun upp á tvo og hálfan eyri og undir lok þingsins gerði vara- formaður flokksins, sá ágæti þingmaður Halldór Ásgríms- son, þá reginskyssu að ganga með þeim álversmönnum í eina sæng með því erkiíhaldi, sem hefur talið allt með felldu í við- skiptum við álhringinn, sem auðvitað ekki er. I þessu máli myndaðist nefnilega nýr meirihluti þeirra frammara með íhaldinu og leyfum af kratakompaníinu. Eitthvert bragð varð Stein- grímur að finna til að breiða yfir þennan framsóknaríhalds- meirihluta, sem Tómas Iýsti á svo hjartnæman hátt, sem kunnugt er. Bragðið var hins vegar ekki betra en það, að Steingrímur fann ekkert skárra en nefna það nýjan meirihluta, sem óskað hafði eftir, að þing væri kallað saman eftir kosningar! Allir hlæja að þessari vitleysu. Steingrímur setti síðan sam- an dulítið bréf, þar sem þessum ímyndaða meirihluta er haldið á lofti, lét þingmenn sína hafa þetta bréf meðferðis í kjör- dæmin, þar sem þeir allir sem einn tyggja nú á þessari firru, hvar og hvenær sem þeir geta komið þeim á framfæri. Um þessa vitleysu hefur Jón á Seglbúðum í Landbroti skrif- að bæði greinar og leiðara í framsóknarblöðin og tafsað á þessu á hverri frammarasam- komunni eftir annarri. Já, það er ekki mikið í farangrinum. Maður hefði haldið að meira þyrfti til að reka þessa öðlingsmenn úr híði sínu. (Að vísu hefur Þórarinn ekki tekið eftir þessu enn, en hann grípur þetta ábyggilega seinna). G.S. Traust afltil vinstrí „Við skulum hins vegar ekkigangaþess gruflandi, að hugmyndirþessar eru ekkiþarmeð úrsögunni. Þærmunu endurvaktar eftir kosningar ogþá ríður á aðfull samstaða sé meðal launafólks um að hrinda atlögunni“. Aðför að launamönnum Grein þessi birtist í Þjóðviljanum fyrir nokkru og fékk Eyjablaðið leyfi greinarhöfundar tíl þess að birta hana hér í blaðinu. Enn skal lagt til atlögu viö launin í landinu. I nafni verð- bólguvandans. I þetta skipti ríður forsætisráðherra á vaðið með dyggum stuðningi hluta samráð- herra sinna með frumvarpi til laga um nýtt viðmiðunarkerfi á laun. Samtök launafólks, sem hafa marglýst sig reiðubúin til að taka þátt í gerð nýs viðmiðunar- kerfis, hafa mótmælt þessu harð- lega. Þarna er nýtt viðmiðunar- kerfi ekki kjarni málsins, heldur ný þung skerðingarákvæði um laun. Ber þar hæst að lengja á verðbótatímabilið úr þremur mánuðum í fjóra, ekki á að taka tillit til breytinga á verðskrám orku- og hitaveitna og síðast en ekki síst á að afnema breytingar á kaupgjaldsvísitölu, sem verða vegna breytinga á niðurgreiðsl- um og óbeinum sköttum. Kaupgjaldsvísitala - framfœrsluvísitala Það hefur komið fram í um- ræðunni urn þetta mál, að munur- inn á framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu er ekki nægi- lega vel afmarkaður í hugum manna. Þannig fjallar frumvarp þetta ekki nema að litlu leyti um frámfærsluvísitöluna. Framfærsluvísitalan rnælir verðhækkanir út frá tiltéknum grunni, sem nú er miðaður við neyslukönnun, sem gerð var á ár- unum 1964-'65. Framfærsluvísi- talan mælir sem sagt hækkun á ákveðnum vörutegundum í á- kveðnu magni, sem fundið var í þessari neyslukönnun. Þegar við segjum að verðbólgan sé t.d. 50%, þá eigum við við að fram- færsluvísitalan hafi hækkað um 50%. Kaupgjaldsvísitalan er hins vegar samningsatriði á hverjum tíma og ber að hafa í huga, að þó hún taki breytingum á samning- um eða lögum, þá hefur það eng- in áhrif á framfærsluvísitöluna, sem heldur áfram að rnæla verð- hækkanir í landinu óháð því hve mikið kaupgjaldsvísitalan er skert. Kaupgjaldsvísitalan tekur semsagt aðeins mið af fram- færsluvísitölu, en frávikin geta verið umtalsverð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær skerðingar á kaupgjaldsvísitölu, sem felast í frumvarpinu. Þær hafa verið tí- undaðar rækilega. Þessi orð hér eru fyrst og fremst sett á blað til að benda á atriði, sem ekki hafa komið fram í umræðunni. Lánskjara- vísitalan Það gengur enginn þess grufl- andi hve hækkandi vextir og ten- ging lána við lánskjaravísitölu hefur valdið ungu fólki, sem er að koma sér upp húsnæði, þungum búsifjum. Þar hafa verkamanna- bústaðir ekki getað bætt um nema að mjög takmörkuðu leyti. Með þessu frumvarpi er verið að leggja enn eina byrðina á herðar þessa fólks - nái frumvarpið og þá einkum og sér í lagi niðurfell- ing breytinga á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum fram að ganga. Lánskjaravísitala er samsett af framfærsluvísitölu að tveimur þriðju og byggingavísitölu að ein- um þriðja, þ.e.a.s. hún hækkar, ef þessar vísitölur hækka. Ef frumvarpið yrði samþykkt, þá Björn Arnórsson skrifar mundu minnkun niðurgreiðslna og/eða hækkun óbeinna skatta verða til þess að: 1) Framfærsluvísitala (verð- bólga) hækkaði 2) Kaupgjaldsvísitala héldist ó- breytt (kaupmáttur minnkar) 3) Lánskjaravísitala hækkaði þ.e.a.s. skuldabyrði íbúða- byggjenda stækkaði á sama tíma og kaupmáttur launa þeirra rýrnaði sbr. 2). Hér er semsagt höggvið tvisvar þar sem síst skyldi. Hugsum okkur að ákvæði frumvarpsins um breytingar á niðurgreiðslum og óbeinum sköttum yrði samþykkt. Hugsum okkur síðan að niðurgreiðslur yrðu felldar niður og óbeinir skattar og gjöld hækkuðu um 5%. Áhrifin yrðu lauslega áætlað miðað við gildandi grundvöll sem hér segir: Framfærsluvísitala hœkkar um tæp 9%. Kaupmáttur launa minnkar um rúmlega 8%. Lánskjaravísitala hœkkar um rúmlega 6%. Og hér er aðeins tekið tillit til ákvæðisins um niðurgreiðslur og óbeina skatta. Til varnar Til allrar hamingju virðist, er þetta er ritað, að frumvarpið nái ekki fram að ganga. Við skulum hins vegar ekki ganga þess grufl- andi, að hugmyndir þessar eru ekki þar með úr sögunni. Þær munu endurvaktar eftir kosning- ar og þá ríður á að full samstaða sé meðal launafólks að hrinda at- lögunni. Frumvarp þetta felur í sér, að stjórnvöld geta ráðskast með kaupmáttinn að eigin geð- þótta óháð samningum launa- fólks. Með þessu er ekki aðeins verið að skerða kjörin, heldur verið að gera tilraun til að kné- setja sjálfan samningsréttinn. ÞAÐ MÁ ALDREI VERÐA. Reykjavík, 21/2 '83 Björn Arnórsson er hagfræðing- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Björn er menntaður í fræðum sínum frá Svíþjóð. Hann hefur tekið virkan þátt í félags- málastörfum og pólitík.

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.