Eyjablaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 2
2
EYJABLAÐIÐ
EYJABLAÐIÐ
Ritnefnd:
Sveinn Tómasson
Ragnar Óskarsson (ábm.)
Inga Dröfn Ármannsdóttir
Baldur Böðvarsson
Edda Tegeder
Elías Bjömsson
Oddur Júlíusson
Ármann Bjarnfreðsson
Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum
Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm.
V -----------—_____ —
Að loknum
landsfundi
Ekki fer á milli mála að landsfundur Alþýðubanda-
lagsins sem haldinn var dagana 17.-20. nóv. s.l. tókst
vel. Lað sem öðru fremur einkenndi þennan landsfund
var samstarfsvilji og baráttuandi innan Alþýðubanda-
lagsins. Áhersla var lögð á að greiða fyrir samstöðu
allra vinstri manna á íslandi og fylkja þeim til baráttu
gegn þeirri ríkisstjórn sem nú situr og hefur með
aðgerðum sínum skert kjör launafólks meir en nokkur
dæmi eru til hérlendis á síðari árum.
Þá settu jafnréttismál mikinn svip á landsfundinn og
staða kvenna innan Alþýðubandalagsins var mjög til
umræðu. Að landsfundinum loknum er það Ijóst að
staða kvenna er nú góð innan flokksins. Varaformaður
og gjaldkeri eru konur en auk þess eru konur nær
helmingur miðstjórnarmanna. Þessi dæmi sýna að
Alþýðubandalagið er í raun jafnréttisflokkur sem hefur
þróast í takt við tímann og sinnt sanngjörnum kröfum
kvenna um aukin áhrif í stjórnmálum.
Það er á hinn bóginn afar fróðlegt að athuga við-
brögð andstæðinga Alþýðubandalagsins við lands-
fundinum. Morgunblaðið reynir á allan hátt að gera
fundinn tortryggilegan og telur hann misheppnaðan.
Blaðið hefur að undanförnu eytt mikilli orku og miklu
rúmi til þess að fræóa landsmenn um þessa túlkun sína.
Þessi afstaða Morgunblaðsins er auðvitað kærkomin
Alþýðubandalaginu því hún sýnir raunverulega að
landsfundurinn tókst vel og Morgunblaðið óttast þá
samstöðu sem þar náðist svo til í hverju máli.
Að þessum landsfundi loknum bíða Alþýðubanda-
lagsins mörg og brýn verkefni en segja má að megin-
verkefni séu þrenns konar:
— Alþýðubandalaginu ber aö skoða samstarf og
einingu vinstri manna sem sitt meginviðfangsefni. Það
samstarf er nauðsynlegt til mótvægis við þau markaðs-
hyggjuöfl sem nú ráða ríkjum hér á landi.
— Álþýðubandalaginu ber að taka þátt í og styðja bar-
áttu verkalýðshreyfingarinnar af fullum krafti, einkan-
lega nú á næstu mánuðum.
— Alþýðubandalaginu ber að gera sitt til þess að tryggja
rekstur íslenskra atvinnuvega gegn því mikla peninga-
lega uppgjöri sem yfir stendur.
Þessi markmið þurfa að nást, þau eru nauðsynleg og
frá þeim má Alþýðubandalagið ekki hvika.
Nýtt kalt stríð
Ógnvænleg tíðindi hafa borist um heimsbyggðina.
Sambúð stórveldanna í austri og vestri hefur nú á
síðustu dögum versnað svo mjög að menn eru farnir að
tala um nýtt kalt stríð. Nú er svo komið að samninga-
viðræður stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar hafa
siglt í strand eftir margra ára samningsþóf og þar sem
svo er komið rnunu stórveldin halda áfram hinu tryllta
kapphlaupi um framleiðslu vígvéla af enn meiri hörku
en nokkru sinni fyrr.
Þessi þróun sýnir jarðarbúum hve vonlaust það er í
raun að leggja traust sitt á stórveldin til að tryggja frið í
heiminum. Hún sýnir jarðarbúum hins vegar að eina
leiðin til að tryggja raunhæfan frið felst í því að efla
frðarbaráttuna í austri og vestri og hafna í því sambandi
algerlega forsjá og stefnu stórveldanna sem nú hefir
beðið endanlegt skipbrot. —R.Ó.
AVARP TIL ISLENDINGA
Framhald af 4. síðu
lagsins telur að nú sé brýnna en
nokkru sinni fyrr að leita sam-
starfs um lausn á helstu vanda-
málum þjóðfélagsins. Til við-
bótar við þau áföll sem þjóðar-
búið hefur orðið fyrir, magnar
stefna núverandi ríkisstjórnar
vanda efnahagslífsins.
Alþýðubandalagið er nú í
stjórnarandstöðu, en flokkur-
inn er engu að síður reiðubúinn
til þess að taka á þeim vanda-
málum sem brýnast er að leysa.
Við ríkjandi aðstæður hlýtur
það að vera meginverkefni AI-
þýðubandalagsins að reyna að
samfylkja vinstrimönnum og
verkalýðssinnum um úrræði í
efnahags- og atvinnumálum og
til að hrinda þeirri framsókn
hægri aflanna sem núverandi
ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir,
og koma ríkisstjórn fésýslu-
aflanna frá.
Alþýðubandalagið skorar á
íslendinga að taka nú höndum
saman um nýja stefnu sem
tekur á vandanum á grundvelli
félagshyggju og jafnréttis, lýð-
ræðis og samvinnu með varð-
veislu sjálfstæðis þjóðarinnar
FORVITNILEG
SKÝRSLA
5. nóvember s.l. birti
Efnahags- og framfara-
stofnunin í París skýrslu um
íslensk efnahagsmál.
Kennir þar að vanda margra
grasa. Ekki er hér rúm fyrir
margt úr skýrslu þessari, en
ástæða er til að nefna þar
fáein atriði.
í niðurstöðum skýrsl-
unnar segir meðal annars (í
lausl. þýðingu):
„Fyrst og mikilvægast er
að hjöðnun verðbólgu fái
meiri forgang en áður, en
því markmiði hefur ekki
verið gert hátt undir höfði.
Reynsla annarra aðildar-
ríkja sýnir að aðgerðir gegn
verðbólgu, sem fram-
kvæmdar eru af festu, skila
árangri. Þá sýnir reynslan
einnig, að ólíklegt er að við-
unandi verðfestu verði náð
án fórna, sem koma fram í
minni framleiðslu en ella og
meira atvinnuleysi. (leturbr.
mín). En þessar fórnir
verður að skoða sem það
verð sem greiða þarf fyrir
það að glæða varanlegan
hagvöxt”.
Parna hafa menn það. Ég
er ekki viss um að það sé
rétta leiðin okkar út úr
efnahagsvandanum að
framleiða minna og þaðan
af síður er líklegt að stór-
kostlegt atvinnuleysi auki
verðmætið á bak við pen-
ingana í landinu.
í niðurlagi skýrslunnar og
viðbæti er að finna fleira
gott eins og t.d. krafa um
hærri vexti, aukinn niður-
skurð opinberra fram-
kvæmda, hækkaða refsi-
vexti Seðlabanka, og að
lokum er klykkt út með því
að segja: „Þær aðgerðir,
sem þegar hefur verið gripið
til, eru í rétta átt, en eru þó
aðeins lágmark þess sem
gera þarf’.
Þarna hefur ríkisstjórnin
pantað sér hæfilega for-
skrift. G.S.
að leiðarljósi.
Verkalýðshreyfingin er nú í
fjötrum þvingunarlaga sem
skerða samningsrétt til tveggja
ára.
Ríkisstjórnin leggur fjötra á
sjálfstæði og fjárhag alþýðu-
heimilanna.
Utanríkisstefnan festir ís-
lendinga fastar í hernámsfjötra.
Alþýðubandalagið berst
fyrir því að létta þessum
fjötrum af þjóðinni — fyrir
framtíð án fjötra.
V estmannaey ingar!
Verðum með jólatréssölu.
Tökum á móti pöntunum.
Allt innflutt tré í góðum gæðaflokki.
LAUS STAÐA
Staða lögreglumanns í lögreglunni í Vest-
mannaeyjum er laus til umsóknar. Laun skv.
kjarasamningi B.S.R.B. og ríkisins. Umsóknir er
greina aldur, menntun og fyrri störf ásamt með-
mælum sendist Bæjarfógetanum í Vestmanna-
eyjum fyrir 20. desember n.k.
Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni,
er jafnframt gefur nánari upplýsingar.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum,
Kristján Torfason.
VESTMANNAEYJABÆR
Vetrarstarf
aldraðra
Fimmtudaginn 8. des. 1983 kl. 16:00 verður
spilað á Hraunbúðum í umsjón Kvenfélagsins
L^nar Félagsmálaráð.
LAUS STAÐA
Starf aðalbókara við embætti bæjarfógetans í
Vestmannaeyjum er laust til umsóknar. Laun
skv. kjarasamningi B.S.R.B. og ríkisins.
Umsóknir ásamt meðmælum og upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum
fyrir 20. desember n.k.
Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum,
Kristján Torfason. f
AFSLÁTT ARKO RT
10%
afsláttur til félagsmanna
Afsláttarkortin hafa verið send heim til félags-
manna.
Nýir félagar fá afhent kort á skrifstofunni.
<ESi
I
kaupfelag
VESTMAN KAEYJA