Eyjablaðið


Eyjablaðið - 29.11.1983, Síða 3

Eyjablaðið - 29.11.1983, Síða 3
EYJABLAÐIÐ 3 EKKI HAFT EFTIR FORSÆTISRÁÐHERRA Þú ert að spyrja hvernig mér lítist á þjóðmálin. „Ja, ég verð að segja alveg eins og er að ég er aldeilis hissa á þjóðinni, og ég harma það”. Hvort mér finnist aðgerðir stjórnarinnar koma hart niður á láglaunafólkinu. „Jú vissulega, og mér þykir ákaflega fyrir því, ég harma það mjög. Eg veit að það eru margir sammála mér í þeim efnum, og ég harma það alveg sérslak- lega”. Hvort aðrar leiðir hefðu ver- ið færari. „Ég skal ekki segja um það, en þessi var alveg nauðsynleg. Fólk hefur verið svo andsnúið því að spara, sérstaklega lág- launafólkið. Það hefur alltaf eytt bókstaflega öllu sem það hefur þénað, og aldrei lagt neitt fyrir, hvorki í fasteignum eða Iausu fé. Aðrir hafa ekki hagað sér svona. Þetta er ill nauðsyn. Láglaunafólkið skilur ekki hvað það er að spara, ég hefi reynt þetta persónulega á sjálfum mér þessa dagana, í sambandi við bílinn, ég er ákaf- lega hryggur út af þessu og verð að segja það alveg eins og það er, ég harma þetta alveg sér- staklega”. Þú spyrð um þingið. „Ég harma þetta með þingið og ég veit, að ríkisstjórnin öll gerir það. Það er ekki henni að kenna, að við gátum ekki sparað okkur þingið. Það var látið undan þrýstihópunum. Þjóðin gerir sér ekki ljóst hvað það má spara mikla peninga, með því að hafa ekki þetta þing. Ég vil líka að það komi fram hér, að það er ekki mín sök, og okkar framsóknar- manna, að þingið er komið þarna. Við vorum alveg á því, strax eftir síðustu kosningar, að spara þingið og erum það enn, en við náttúrulega ráðum ekki öllu — og ég harma það — ég harma það alveg sérstaklega. Það eru margar þjóðir miklu stærri en við, sem spara sér svona þing. Ég bið þjóðina að íhuga það í næstu kosningum að við framsóknarmenn erum reiðubúnir að stjórna landinu, án þess að hafa þing, það er að segja; ég, Dóri, Alli og Nonni og einhverjir fleiri náttúrulega, því Framsóknarflokkurinn hefur ákaflega mörgum hæfum mönnum á að skipa. Ég bið menn líka að hugleiða í alvöru að við höfum sýnt, að það má spara þjóðinni allt verkalýðsþrasið, sem kostar ákaflega mikla peninga. En við verðum að fá að ráða þessu, án íhlutunar ofbeldisaflanna. En það er íhugunarvert fyrir okkur, sem stöndum vörð um frelsið og lýðræðið, hve of- beldisöflin eru ráðandi meðal þjóðarinnar, og það er alvarlegt mál, að vita ekki heimilisföngin hjá þeim öllum. Það er skemmst að minnast að for- ystumenn Iaunþega — „struns- uðu” — liggur mér við að segja, út af fundi forsætisráðherra, þar sem löglega kjörin stjórn- völd vildu gera þeim grein fyrir stöðunni í efnahagsmálum þjóðarinnar, vegna þess að þeir vildu, þvert ofan í gildandi lög, ég endurtek, — „þvert ofan í gildandi lög” — fara að þrasa um kaup og kjör. Ég verð að segja það eins og Reagan for- seti sagði þegar rússarnir ruku út af friðarfundunum í Evrópu og sögðust ekki vilja, „ég harma þetta alveg sérstak- lega”, kjarnorkusprengjur til að eyða illgresinu úr sínum kál- görðum: „Ég harma afstöðu verkalýðshreyfingarinnar og verð að segja alveg eins og það er, að ég bara veit ekki hvað hægt er að gera fyrir svona verkalýðshreyfingu, ég tek það ákaflega nærri mér og þykir mjög mikið fyrir því. Ég vil ítreka það sem ég sagði hér í upphafi að ég er harmisleginn, útaf þessu öllu saman fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Ég vil svo að það komi hér fram, að það sem ég segi í þessu viðtali er ekki haft eftir mér. —N.N. AÐALFUNDUR Herjólfur h.f. Vestmannaeyjum, heldur aðal- fund fyrir árið 1982 í Alþýðuhúsinu, föstudaginn 2. desember 1983 kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 25. nóvember n.k. Stjómin. V estmannaey ingar! Munið Líknarkaffið á morgun, 1. des., frá kl. 15:00 í Samkomuhúsinu. Líknarbazar verður í Hallarlundi frá kl. 15:30. Fjölmennið og styrkið í leiðinni gott málefni. Kvenfélagið Líkn. VESTMANNAEYJABÆR ATVINNA Verkamenn óskast til sorp- hreinsunarstarfa. Upplýsingar veittar í síma Áhaldahússins, S 1533. Áríðandi tilkynning um innheimtu þinggjalda Þann 1. desember n.k. er síðasti gjalddagi þinggjalda árið 1983. Vinsamlegast greiðið gjaldfallna skuld nú þegar og forðist kostnað er hlýst af innheimtu- aðgerðum. Lögtaksaðgerðir eru þegar hafnar gagnvart þeim, sem eigi hafa staðið í skilum með gjald- fallnar greiðslur. Athygli skal vakin á því að innheimtir verða fullir dráttarvextir hjá þeim sem af einhverjum ástæðum gera ekki skil á réttum tíma. BÆJARFÓGETINN •ék í VESTMANNAFYJUM REGUJR UMUTHLUTUN UTBRnTD PT B Ifffl SKV. ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNARINNAR. | Umsækjendum, sem fengu eða fá lán til nýbygginga og lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingarsjóði ríkisins, ergefinn kostur á viðbótarláni allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. O Viðbótarlánin koma til greiðslu á árinu “• 1983 og nema allt að 50% af þeim lánshlutum, sem veittir voru á árunum 1982 og 1983. Lánshlutar, sem koma til greiðslu á árinu 1984 verða með 50% hækkun, skv. ákvörðun ríkisstjórnar- innar. D Ef framkvæmdaaðili (t.d. byggingar- samvinnufélag) hefur fengið fram- kvæmdalán til byggingar íbúða, þá eiga kaupendur þeirra rétt á viðbótarláni, að því tilskildu, að íbúðirnar hafi verið gerðar fokheldar frá og með 1. október 1980 og uppgjör hafi farið fram á árunum 1982 og 1983. Ef uppgjör við framkvæmdaaðila fer fram frá og með 1. janúar 1984 þarf ekki að sækja um viðbótarlán, sbr. 2. tölulið. A Ef um eigendaskipti er að ræða á “•núverandi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamn- ing eða veðbókarvottorð. 5Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild • Landsbanka íslands með kjörum, sem gilda um nýbyggingarlán (F-lán) og lán til kaupa á eldra húsnæði (G-lán). Varðandi veð skal þó heimilt að taka síðari veðrétti en 1. og 2. veðrétt, að því tilskildu, að áhvílandi uppfærð lán, að viðbættu viðbótarláni húsnæðis- málastjórnar, nemi ekki hærri fjárhæð en 65% af brunabótamati íbúðarinnar. Æ Sækja verður um viðbótarlán á ^•eyðublaði, sem Húsnæðisstofnun ríkisins leggur til. 7Umsóknir um viðbótarlán skulu berast • Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. desember 1983. I lúsnæðisslol'niin ríkisins

x

Eyjablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.