Eyjablaðið - 29.11.1983, Page 4
4
EYJABLAÐIÐ
TILLAGA STJÓRNMÁLANEFNDAR
Stjórnmálayfirlýsing landsfundar Alþýðubandalagsins,
sem haldinn var í Reykjavík 17.-20. nóvember 1983.
ÁWRP TIL ÍSLENDINGA
íslendingar hafa á undan-
förnum árum orðið að þola
samdrátt í þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjum. Þegar þjóðin
stendur frammi fyrir slíkum
vanda er nauðsynlegt að við
stjórn landsins sé lögð megin-
áhersla á samstöðu og sam-
vinnu.
Með framsókn hægri aflanna
í ríkisstjórn Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins
hefur félagslegum lausnum á
vanda þjóðfélagsins verið
hafnað. í staðinn fá markaðs-
öflin að vaða fram. Samtök
launafólks eru svipt mann-
réttindum og lífskjör eru lakari
en um áratugaskeið. Atvinnu-
öryggi er í verulegri hættu.
Fyrirtækin eru að stöðvast og
hundruðum manna hefur þegar
verið sagt upp störfum. Kaup-
máttur tímakaups er nú kom-
inn niður í það sem var fyrir 30
árum. Stefna ríkisstjórnarinnar
gerir ráð fyrir því að kaupið
verði lækkað enn frekar á næsta
ári og ísland verði láglauna-
svæði þar sem veruleg og vax-
andi kjaraskerðing festist í
sessi.
I atvinnumálum skapar
stefna ríkisstjórnarinnar alvar-
leg vandamál. Hún ýtir undir
vantrú á getu þjóðarinnar til
þess að lifa af auðlindum lands
og sjávar. Á þann hátt er
brautin rudd fyrir erlenda stór-
iðju og aukna hernámsvinnu.
Stjórnin vísar frumkvæðinu frá
íslendingum og yfir á forystu
erlendra auðfélaga sem á
skammri stundu geta breytt ís-
lenska þjóðfélaginu í hálfný-
lendu. Almenningur er síðan
látinn greiða niður orkuverð til
slíkra stóriðjufyrirtækja.
Þegar Alþýðubandalagið var
aðili að ríkisstjórn landsins
tókst að halda aftur af her-
námsöflunum hér á landi.
Kröfur Bandaríkjanna náðu
ekki fram að ganga. Því má ljóst
vera, að bandaríkjastjórn
hlýtur að hafa lagt ofurkapp á
að mynduð yrði hlýðin ríkis-
stjórn þegar ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen fór frá.
Erlend öfl — bandaríkjastjórn
og Alusuisse — höfðu því ríkra
hagsmuna að gæta þegar rætt
var um myndun ríkisstjórnar-
innar á s.l. vori.
Launamenn verða fyrir sárs-
aukafullri lífskjaraskerðingu,
félagsleg þjónusta er skorin
niður en sóun og bruðl með
fjármuni ríkir á öðrum sviðum.
• Fjárfesting í verslun nemur
á næsta ári nærri 1.000 millj-
ónum króna. Ríkisstjórnin
ætlar að fella niður skatt af
skrifstofu- og verslunar-
húsnæði sem oft er eini skattur-
inn sem stóreignaaðilar greiða.
• Gert er ráð fyrir að eyða
100 milljónum króna í flug-
stöðvarbyggingu á næsta ári en
allar framfarir í heilbrigðis-
málum eru stöðvaðar.
• Á sama tíma og foreldrar
eru neyddir til að vinna myrkr-
anna á milli til að geta fram-
fleytt fjölskyldum sínum eru
uppi áætlanir um að fella niður
framlög til dagheimila.
• Niðurskurður á bótum
almannatrygginga sem boðað-
ur hefur verið á næsta ári, ógnar
afkomu þeirra hópa sem verst
eru settir: aldraðra, öryrkja og
sjúkra.
• Fjárfesting í bankabygg-
ingum nemur hundruðum
milljóna króna á þessu ári.
• Milliliðirnir í landbúnaði,
sem undanfarið hafa lagt millj-
arða króna í vinnsluhallir,
halda ótrauðir áfram að festa fé
í þarflitlu húsnæði, þótt fram-
leiðsla fari minnkandi.
• Fullnýting á aflaverðmæti
og fjárfestingu í sjávarútvegi
verður æ brýnni þegar af-
rakstur fiskistofna dregst
saman.
• Á þjóðinni hvíla enn þungir
baggar frá dögum viðreisnar-
stjórnarinnar og hægri stjórnar-
innar 1974-1978 vegna mis-
taka við gerð orkusölusamn-
inga og orkuframkvæmdir.
Ríkisstjórnin ber því við að
öll stefna hennar beinist að því
að takmarka verðbólgu. Nú
liggur hins vegar fyrir að verð-
bólga muni fara vaxandi á
næstu misserum, því hvergi
hefur verið hróflað við raun-
verulegum ástæðum verðbólg-
unnar. Aðeins með enn frekari
aðför að kjörum launafólks,
geta ráðherrar stundað blekk-
ingarleikinn enn um sinn.
Ríkisstjórnin segir að vextir
hafi lækkað. Staðreyndin er
hins vegar sú að vextir, miðað
við kaupgjald, hafa aldrei verið
hærri en einmitt nú. Á fyrstu
fjórum mánuðum valdaferils
ríkisstjórnarinnar hækkaði
lánskjaravísitala um meira en
35% — sem nemur 100%
hækkun á ársgrundvelli — en á
sama tíma hækkuðu laun um
aðeins 8%.
Ríkisstjórnin segist vera að
leysa vanda húsbyggjenda.
Staðreyndin er sú, að það tekur
launamanninn nú rúmum
tveimur árum lengri tíma að
vinna fyrir staðalíbúð en á sama
tíma í fyrra.
Alþýðubandalagið leggur
ríka áherslu á að þjóðin nái
saman um úrræði í efnahags-
málum sem geta boðið
stjórnarstefnunni byrginn. í
þeim efnum bendir lands-
fundur Alþýðubandalagsins á
eftirfarandi tillögur um að-
gerðir hér og nú:
1. Bráðabirgðalögin um
skertan samningsrétt verði af-
numin. Gert verði samkomulag
við vinnustéttirnar um kaup og
kjör, aðgerðir gegn verðbólg-
unni og nýja íslenska atvinnu-
og uppbyggingarstefnu. Stefnt
verði að því að ná þeim kaup-
mætti almennra launa sem var á
árinu 1982; launamunur verði
aldrei meiri en 1:2 og launa-
flokkum verði fækkað í jöfn-
unarskyni.
Unnið verði að einu sam-
felldu lífeyriskerfi fyrir alla
landsmenn og að allir njóti
sömu lífeyrisréttinda.
Tryggja verður með samn-
ingum verkalýðshreyfingar,
ríkisvalds og atvinnurekenda
að engir hópar verði útundan
og því er sérstaklega krafist
leiðréttingar á kjörum öryrkja
og ellilífeyrisþega.
2. Stöðvaðar verði þarf-
lausar eyðsluframkvæmdir á
vegum banka, olíufélaga og
annarra milliliða. Bönkum
verði fækkað og þeir sam-
einaðir.
3. Grundvöllur hagkerfisins
verði sjálf verðmætasköpun
framleiðsluatvinnuveganna.
Fjármagni verði beint í
auknum mæli til þess að tryggja
fulla atvinnu og auka verð-
mætasköpun atvinnuveganna.
Þar verði einkum lögð áhersla
á:
• Endurbætur í skipulagi at-
vinnuveganna auki framleiðslu
og framleiðni.
• Fjármagnskostnaði verði
létt kerfisbundið af fram-
leiðsluatvinnuvegunum svo að
svigrúm gefist til þess að taka á
móti þeim vanda sem fram-
undan er. Miðað skal við að
tvöfalda lánstíma að jafnaði.
• Bæta þarf nýtíngu sjávarafla
og tryggja hagkvæma nýtingu
fiskistofna. Rannsóknir þarf að
auka stórlega á öllum þeim
sviðum sem tengjast öflun og
vinnslu sjávarfangs. Kanna
verður miklu betur en gert
hefur verið náttúruleg skilyrði
sjávar, nýtanlega fiskistofna og
veiðiaðferðir.
• Öflugri markaðsstarfsemi
og aukið svigrúm í afurðasölu á
erlendum mörkuðum verði
burðarás nýrrar útflutnings-
sóknar.
• Markviss innlend orku-
nýting verði liður í víðtækri
iðnþróun.
• Fiskirækt og fiskeldi skipi
stóran þátt í atvinnuupp-
byggingu næstu ára.
4. Komið verði á samfelldu
húsnæðiskerfi, þar sem bankar
og opinberir aðilar í samvinnu
við lífeyrissjóði tryggi láns-
fjármagn til íbúðabygginga
með greiðari hætti en nú.
Jafnframt verði lögð áhersla
á byggingu leiguhúsnæðis, for-
gangsrétt byggingarsamvinnu-
félaga og húsnæðissamvinnu-
félaga og endurbætur á verka-
mannabústaðakerfinu.
5. Dregið verði úr innflutn-
ingi með beinum og mark-
vissum aðgerðum án þess að
kjaraskerðingu sé beitt í þessu
skyni.
6. Orkuverð til álversins
verði hækkað skilyrðislaust,
svo náð verði framleiðslu-
kostnaðarverði. Beitt verði í
þessu skyni einhliða aðgerðum
ef þörf krefur.
Arðurinn af hækkuninni
verði m.a. notaður til þess að
jafna og lækka orkukostnað
heimilanna.
7. Frekari útþensla banda-
ríska hernámsins verði
stöðvuð.
Alþýðubandalagið er reiðu-
búið til viðræðna við önnur
stjórnmálasamtök og aðila
vinnumarkaðarins um útfærslu
þessara efnisþátta í nýrri
stjórnarstefnu. Reynslan hefur
sýnt að eingöngu með sam-
eiginlegu átaki landsmanna er
unnt að ráðast í stór verkefni á
íslenskan mælikvarða.
Kreddukenningar markaðs-
aflanna um lausn á atvinnu-
málum hafa aldrei skilað
varanlegum árangri á íslandi.
Landsfundur Alþýðubanda-
Framhald á 2. síðu
Firmakeppni ÍBV
S.l. sunnudag fór fram fyrsta
umferðin í Firmakeppni ÍBV.
Fjórtán fyrirtæki eru skráð til
leiks og er þeim skipt í 3 riðla.
A-RIÐILL:
4 lið eru í þessum riðli:
Geisli, Net, Áhaldahúsið og
Trésm. Ella Pé. Net sigraði
Geisla strax í fyrsta leik, en að
margra áliti áttust þarna við tvö
bestu liðin í riðlinum. Þó gæti
Trésm. Ella Pé bitið vel frá sér
eins og sást í leiknum við
Geisla. Lítum þá á úrslitin:
Net-Áhaldahús 8-4
Net-Geisli 10-6
Trésm. Ella Pé-Geisli 9-7
B-RIÐILL:
5 lið eru í þessum riðli: Sam-
frost, FIVE, Skipalyftan, VSV
(b-Iið) og Frystihús FIVE. í
þessum riðli skera tvö lið sig
nokkuð úr, Skipalyftan og
FIVE. Leik liðanna lauk með
jafntefli, svo það gæti farið svo
að markatala réði úrslitum í
riðlinum. Leikirnir fóru annars
þannig:
Samfrost-FIVE 6-16
Skipalyftan-Fr.h. FIVE 13- 5
Samfrost-VSV (b.) 7- 3
Skipalyftan-FIVE 7- 7
VSV (b.)-Frystih. FIVE 7- 2
C-RIÐILL:
Ekki var leikið í þessum riðli.
Byrjað verður að Ieika í honum
n.k. laugardag, en liðin í riðl-
inum eru: Hraðfrystihús Vm.,
Árntýr, ísfélagið, VSV (a-lið),
og Gengið (bankaveldið og
Raggi Sjonna).
Efsta liðið í hverjum riðli
kemst í úrslit. Riðlakeppnin
verður kláruð n.k. laugardag og
hefst hún kl. 13. Hvet ég bæjar-
búa til að horfa á þessa
skemmtilegu keppni og styrkja
þá í leiðinni (með aðgangseyri)
IBV.
*
Iþróttamaður
Vestmannaeyja
1983
Á ársþingi ÍBV s.l. sunnudag
voru birt úrslitin í kjöri íþrótta-
manns Vm. 1983. Það kom
engum á óvart að fyrir valinu
varð golfleikarinn Gylfi
Garðarsson. Hann hefur lagt
mikla rækt við golfið undan-
farin misseri, og er nú árangur-
inn af erfiðinu að koma í ljós.
Óska ég Gylfa innilega til
hamingju með nafnbótina.
Tipp
Ekki virðast Vestmanna-
eyingar vera miklir spámenn.
Átta duttu úr síðustu keppni og
hafa því 42 spáð í þau fimm
skipti sem keppnin hefur farið
fram. Sex réttir er það besta
sem náðst hefur en var í 1.
umferðinni, en meðaltalið í
spákeppninni er 4,8 réttir.
Vona ég að þetta fari að lagast
því með þessu áframhaldi
verður hálfur bærinn liggur við,
búinn að spá um áramótin.
Þeir Jón Ó. Jóhannsson og
Gylfi Birgisson duttu úr síðustu
keppni, en þetta var í 5. skipti
sem þeir voru með. Næst besti
árangur er tvö skipti!
Jóhann Georgsson spáir:
Arsenal-WBA 1
Geri það fyrir Ómar.
Óskar F. Brynjarsson spáir:
Aston Villa-West Ham 2
„The Hammers” eru í allt
öðrum gæðaflokki en Villa.
Sigbjörn Óskarsson (2)
spáir:
Liverpool-Birmingham 1
Liverpool er langbesta liðið á
Englandi.
Ingibjörg Ólafsdóttir (2)
spáir:
Luton-Coventry 1
Ég gef Luton 1 því ég er svo
hrifin af Brian Stein.
Viðar Einarsson spáir:
Sunderland-Ipswich 1
Ipswich eru hræðilega
slappir á útivelli.
Sigmar Pálsson spáir:
Man. Utd.-Everton 1
Utd. eru sterkir á heimavelli,
auk þess sem þeir eru í góðu
formi um þessar mundir.
Jósúa Steinar Óskarsson (2)
spáir:
Norwich-Tottenham 2
Það stendur sem ág sagði:
„Spurs verða Englands-
meistarar”.
Hörður Þórðarson spáir:
Wolves-Watford 2
Watford er langtum betra
lið. Pottþéttur útisigur.
Raggi rakari (2) spáir:
Charlton-Middlesbro 2
M’boro er sterkara enda
gamall jaxl er því stjórnar.
Sigurður Ó. Ólafsson spáir:
Chelsea-Man. City 1
Chelsea er mun sigurstrang-
legra.
Stefán Jónsson spáir:
Derby-Newcastle 2
Með Keegan í fararbroddi
vinnur Newcastle öruggan
sigur.
Sigfús G. Guðmundsson
spáir:
Swansea-C. Palace 2
Swansea er tvímælalaust lé-
legasta liðið í 2. deild.