Eyjablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2

Eyjablaðið - 16.02.1984, Blaðsíða 2
t 2 EYJABLAÐIÐ EYJABLAÐIÐ Ritnefnd: Sveinn Tómasson Ragnar Óskarsson (ábm.) Inga Dröfn Ármannsdóttir Baldur Böðvarsson Edda Tegeder Elías Bjömsson Oddur Júlíusson Ármann Bjamfreðsson Útgefandi: Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Tölvusetning og offsetprentun: Eyrún h.f. Vm. V _______ ■■■ ■/ Fyrirfram ákveðið fiskverð Þrátt fyrir að Verðlagsráð sjávarútvegsins hafi haldið marga fundi og yfirnefndin síðan langa og stranga, kom það svo sem engum á óvart, að niðurstaðan yrði 4% fiskverðshækkun. Það gerði einn ramminn ríkisstjórn- arinnar. Fiskverðshækkun hafði sem sé verið ákveðin áður en allir fundirnir hófust. Þessi rammi var bara einn af römmunum, sem opin- mynntir ráðherrar í stjórninni höfðu glennt svolítið út, í samningaumleitunum um daginn, svo sem kunnugt er. Því þá ekki eins að þessu sinni? Það er hinsvegar annar rammi, sem smíðaður var af sömu aðilum utan um gengisbreytingar, en hann er svokallaður 5% rammi og gæti hann þess vegna leyft allt að tvöfaldri hækkun fiskverðs þess sem nú var ákveðið. Ætlun stjórnarinnar var greinilega sú, að hækkun til sjómanna skyldi ekkert fara fram úr lágmarkinu, kannski vegna þess, að tekjur sjómanna hafa verið ærnar fyrir, nei, svei því. Sannleikurinn er sá, og á allra vitorði, að tekjur sjómanna hafa dregist meira saman á undanförnum árum, en tekjur nokkurra annarra stétta og þykir launaþróunin og tekjumöguleikarnir hjá þeim síst neitt sældarbrauð. Lægsta tímakaup í Iandinu er hjá sjó- mönnum. Utgerðin fær að vísu millifærslu, sem nemur þessari hækkun ofan á fiskverðshækkunina og fjármagns- greiðslur, sem er þó dýrkeypt. Þrátt fyrir þetta er fyrirsjáanlegt að hún mun standa illa og ekkert dregið úr heimsins hæsta olíuverði, sem full þörf væri að skoða, og þótt fyrr hefði verið. Ut’gerðin, sjómennirnir og fiskvinnslufólkið skal enn bera minnst úr býtum, fólkið, sem er undirstaða lífs í landinu. Satt best að segja er nóg og löngu nóg komið af margfrægum meðaltalsreikningi og framreikningi hjá þeirri stofnun, sem reiknar út afkomu hinna ýmsu atvinnugreina. Það væri til dæmis fróðlegt að vita, við hvers konar fiskvinnslufyrirtæki afkomutölur þeirrar greinar er miðað. Það er ekki þar fyrir, að menn telji rangt reiknað eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja, heldur hlýtur að vera mjög mikilvægt að ákveða hvers konar rekstur og hvers konar fyrirtæki eigi að komast sæmilega af, miðað við meðalárferði. Það er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að vel rekið fyrirtæki, sem nýtir öll aðföng vel og vinnur sitt hráefni af kostgæfni skili viðunandi arði til uppbyggingar og viðhalds starfsemi, en jáfn óeðlilegt er að taka mið af illa reknum slugsfyrirtækjum, sem verða síðan til þess að draga niður kjör allra í greininni. A því leikur enginn vafi, að ef mestur hluti fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu væru rekin eins og þau bestu sem til eru í landinu, væri unnt að greiða meira fyrir aflann og hærra kaup en nú er gert. Að því skal stefnt. —G.S. Bréf frá Verkakvenna- félaginu Snót og Verkalýðs- félagi Vestmannaeyja Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Hjálagt fylgir Ijósrit af ályktun samþykktri á fundi framkvæmdastjórnar Verka- mannasambands íslands frá 25. janúar s.l. í framhaldi af því skal athygli vakin á því aö útúutningur á ísvörðum fiski í gámum frá landinu á s.l. ári reyndist vera um 6000 tonn og er allt útlit fyrir að sá útflutningur fari vaxandi, verði ekki gripið í taumana. Um leið og undirrituðu stéttarfélög taka undir með- fylgjandi ályktun fram- kvæmdastjórnar VMSÍ. vilja þau benda á þá þversögn að á sama tíma og 60-100 manns eru skráðir atvinnulausir í byggðarlaginu á viku hverri. skulu vera fluttir héðan tugir tonna af óunnum afla til sölu erlendis. Þeim eindregnu tilmælum er því beint til vðar, að þér beitið yður fyrir því að umræddum útflutningi verði hætt nú þegar. Virðingarfyllst, F.h. Verkakvennafélagsins Snótar, Jóhanna Friðriksdóttir. F.h. Verkalýðsfélags Vestmarinaeyja, Jón kjartansson. Ályktun framkvæmdastjórnar Verkamannasambands Islands Eftirfarandi ályktun var samþ. á fundi framkvæmda- stjórnar Verkamannasam- bands íslands s.l. miðvikudag. „Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands lýsir áhyggjum sínum og ugg yfir því geigvænlega atvinnuleysi, sem nú er víða um land, og hefur farið mjög vaxandi t.d. í janú- armánuði. Meirihluti þessa fólks, sem atvinnulaust er, eru félagsmenn Verkamannasam- bands íslands og hefur haft vinnu við sjávarútveg og fisk- iðnað. Með þeim aflasamdrætti. sern fyrirsjáanlegur er á árinu. eru atvinnuhorfur kvíðvænleg- ar fyrir þetta fólk. Til viðbótar þessu kemur síðan hinn ört TIL ATHUGUNAR Mikla athygli hefur vakið grein sú er birtist í Dagskrá hinn 20. jan. s.l., grein sem var e.k. úttekt á kosninga- loforðum Sjálfstæðisflokksins og efndum þeirra frá upphafi árs 1982 til þessa dags. Þessi úttekt sýnir að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar setti Sjálfstæðisflokkurinn í Vest- mannaeyjum á svið einhverja mestu svikamyllu sem hér hefur þekkst. Öllum brögðunt var beitt til þess að vinna meirihluta í bæjarstjórn og þegar meirihluti var fenginn skiptu loforðin engu máli. Þetta er ekki ný aðferð hjá þeim sjálfstæðismönnum og ættu bæjarbúar að minnast þess þegar fram Iíða stundir. Þegar minnst er á svikin kosningaloforð fer ekki hjá því að menn velti fyrir sér hvert þeirra sé hið stórfenglegasta. Sumum finnst þetta en öðrum hitt, enda af nógu að taka. Ef veita ætti verðlaun fyrir svikin loforð findist mér að Sigurður Jónsson ætti að fá þau fyrir það sem hann skrifaði í Fylki 28. jan. 1982 en þar segir: „Við höfum haldið því fram að hækkanir megi ekki vera umfram þær hækkanir sem launþegar fá. Það er heila málið”. Þarna er Sigurður að tala um hækkanir á gjaldskrá Fjarhitunar. Þessi sami Sigurður Jónsson ætlar á þessu ári að hækka gjaldskrá Fjarhitunar um 26% á árinu en launin eiga að hækka um 4%. Það er heila málið. __Félagi Þessi mynd er ekki tekin á Básaskersbryggju. —Ljósm.: Ebl. ATYINNA Okkur vantar starfsmenn í kjötvinnslu, Byggingavöru- og veiðarfæraverslun og Mat- vöruverslun (seinnipartsvinna). Athugið: Þeir sem hafa sótt um starf hjá okkur, en ekki fengið svar, eru beðnir að endurnýja umsóknir sínar. Upplýsingar gefur Kaupfélagsstjóri. w^m kaupfélag VESTMANMAEYJA vaxandi útflutningur á ísuðum fiski með gámum á Evrópu- markað. Telur framkvæmda- stjórnin, að þrátt fyrir að þessi útflutningur gefi eigendum fiskiskipa og útflytjendum vafalítið auknar tekjur, verði að sporna við þessu svo sem unnt er, enda telur stjórnin, að miðað við ástand og horfur í sjávarútvegi, sé raunar óvið- unandi annað en allur sá fiskur sem íslensk fiskiskip afla, sé unnin til sem mestrar fullnustu af íslensku verkafólki í íslensk- urn vinnslustöðvum og skorar á skorar á stjórnvöld, viðkom- andi verkalýðsfélög og sveita- stjórnir að beita sér af alefli fyrir því að svo geti orðið." VEISTU? ....Að atvinnuleysi er nú meira hér á landi en dæmi eru til frá 1968-1969. At- vinnuleysið jafngildir því að í janúar hafi verið 3,4% at- vinnuleysi á íslandi. Þetta ætti í raun ekki að koma á óvart því Sjálfstæðisflokk- urinn hefur jafnan litið svo á að takmarkað atvinnuleysi sé hagstjórnartæki sem gerir það að verkum að auðveld- ara sé að brjóta verkalýðs- hreyfinguna á bak aftur. ....Að á árinu 1983 greiddi bæjarsjóður hvorki meira né minna en 2,5 millj. í refsi- vexti. Þessi refsivextir eru bein afleiðing af þeirri óstjórn sem ríkir í fjár- málum bæjarsjóðs undir forystu Sjálfstæðisflokksins. ....Að meirihluti bæjar- stjórnar áætlar að ekki verði unnt að innheimta nema 83% af álögðu útsvari á þessu ári í stað 87% á sl. árh Með þessu viðurkennir meirihlutinn í raun að út- svarsálagningin er allt of há. ...,Að fjárhagsáætlun hafn- arsjóðs var samþykkt með 12 milljón kr. halla án þess að gerð sé nokkur grein fyrir því hvernig bilið skuli brú- að. ....Að meirihluta bæjar- stjórnar fannst engin ástæða til að breyta lánum Fjarhit- unar til Iengri tírna eða leita hagstæðari lána svo komast mætti hjá miklum og óraun- hæfum hækkunum gjald- skrár á árinu. ....Að nú þarf verkamaður að greiða tæp 60% af tíma- kaupi sínu fyrir eitt tonn af heitu vatni. I tíð fyrrverandi bæjarstjórnar þurfti hann að greiða 25-35% af tíma- kaupi fyrir hvert tonn. Minnist nokkur kosn- ingaloforða Sjálfstæðis- flokksins 1982 umgjaldskrá Fjarhitunar?

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.